Dagur - 17.11.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 17.11.1992, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 17. nóvember 1992 - DAGUR - 3 C- +■ Fréttir Beiðni Ungmennafélags Svarfdæla um félagsaðstöðu: Afgreiðsla háð gerð fjárhagsáætiunar Dalvíkiirbæjar Stjórn Ungmennafélags Svarf- dæla sendi formlega beiðni til Bæjarstjórnar Dalvíkur dags. 6. nóvember sl. um að í nýrri sundlaugarbyggingu verði gert ráð fyrir sérstakri búningsað- stöðu fyrir íþróttavellina sem eru skammt austan byggingar- innar. Einnig er þess farið á leit að byggingin hýsi félagsað- stöðu UMFS. Stjórn félagsins hefur lýst sig reiðubúna að leggja fram vinnu við að útbúa slíka séraðstöðu sem yrði tilbúin til notkunar fyrir sumarið 1993. Forseti bæjarstjórnar Dalvík- ur, Trausti Þorsteinsson, segir að afgreiðsla þessa erindis sé háð gerð fjárhagsáætlunar bæjarins fyrir næsta ár og vinna við hana sé hafin fyrir nokkru síðan. For- stöðumenn stofnana Dalvfkur- bæjar eru þessa daganna að senda inn sín erindi og beiðnir varðandi gerð fjárhagsáætlunarinnar, en Trausti segist vona að fyrri umræða um fjárhagsáætlun fari fram seinni hluta desembermán- aðar og síðan til endanlegrar afgreiðslu á fyrsta fundi bæjar- stjórnar í janúarmánuði. Þessi vinna er nokkuð fyrr á ferðinni en á síðasta ári, en þá var fjárhags- áætlun samþykkt í marsmánuði. Aðaláherslan varðandi umrædda byggingu verður Iögð á það að koma sundlauginni í gagnið og Trausti segist ekki vera búinn að skoða það hvernig beiðni stjórnar UMFS komi heim og saman við þá áætlun. GG Atvinnuástandið á landinu í október: Atvinnuleysi jókst á höfiiðborgar- svæðinu og Norðurlandi vestra - atvinnuleysi hlutfallslega mest á Suðurnesjum í síðasta mánuði var atvinnu- leysi mest á Suðurnesjum, eða 5,5% og þar af 9,9% hjá kon- um en 2,8% hjá körlum. Á Suðurlandi og á höfuðborgar- svæðinu var atvinnuleysi 2,9%. Hjá konum á Suður- landi 4,1% en 2,2% hjá körlum og á höfuðborgarsvæðinu 3,6% hjá konum en 2,4% hjá körlum. Norðurlandi eystra var atvinnuleysi í október 2,7%, hjá konum 3,5% en hjá körlum 2,2%. A Norðurlandi vestra var atvinnuleysi 2,6%, hjá konum 3,2% en hjá körlum 2,2%. Bæði á Austurlandi og á Vesturlandi var heildaratvinnuleysi í síðasta mánuði 2,4%. Sem fyrr er atvinnuleysi minnst á Vestfjörð- um, eða eins 0,7% og er það eina svæðið á landinu þar sem heildar- atvinnuleysi er undir 1%. Þótt þessar tölur séu flestar háar, hefur atvinnuleysi víða minnkað á milli mánaðanna sept- ember og október. Aðeins á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi vestra hefur orðið aukning milli mánaða, eða um 0,5%. Atvinnuleysi hefur staðið í stað á Suðurlandi en annars stað- ar hefur atvinnuleysi dregist saman. -KK Ósýnilega félagið: Húsbréf Annar útdráttur í 2. flokki húsbréfa 1991. Innlausnardagur 15. nóvember 1992 í tilkynningu um ofangreindan útdrátt, sem birtist í september s.l., féllu niöur eftirfarandi bréf: 10.000 kr. bréf 91278180 91278304 91278386 Beðist er velvirðingar á þessum mistökum husnæðisstofnun rikisins LJ HÚSBRÉFADEILD SUÐURLANOSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK SÍMI 91-696900 Erindi og myndasýning fegurð, ræktun og náttúruvernd Þorvarður Árnason líffræðing- ur og kvikmyndagerðarmaður flutti erindi með yfirskriftinni „Fegurð, ræktun og náttúru- vernd“ á Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal sl. þriðju- dagskvöld. Þetta er annar fyrirlesturinn sem haldinn er á vegum Ósýnilega félagsins sem nýlega var endurreist að Hólum. Þorvarður ræddi m.a. um andstæð sjónarmið í náttúru- verndarmálum og mismunandi fegurðarskyn fólks hvað náttúr- una varðar. Fyrirlesturinn var innlegg í þá siðfræðiumræðu sem hófst með fyrirlestri dr. Vil- hjálms Árnasonar um hagnýtingu siðfræðinnar í október s.l.. Jafn- framt ræddi Þorvarður um hug- takið ræktun og viðhorf manna til „dauðrar náttúru“, t.d. fallvatna. Af því tilefni sýndi Þorvarður stuttmynd þar sem hann fjallar á persónulegan hátt um feril vatns frá snjóskafli uns það rennur út í sjó. Þorvarður segist nálgast við- fangsefnið á óhlutstæðan hátt, þannig komist hann að kjarnan- um. Einnig sýndi hann litskyggn- ur sem sýndu þessa nálgun enn frekar. Að því loknu voru lífleg- ar umræður sem sýndu mikinn áhuga viðstaddra á viðfangsefn- inu. sþ Niðursuðuverksmiðja K. Jónssonar: Um 600 manns heimsóttu verksmiðjima sl. laugardag MikiU fjöldi fólks skoðaði Niðursuðuverksmiðju K. Jóns- sonar & Co á Akureyri frá kl. 14 til 17 sl. laugardag, en verk- smiðjan var almenningi til sýn- is í tilefni af 45 ára afmæli hennar sl. föstudag. Aðalsteinn Helgason, fram- kvæmdastjóri K. Jónssonar, sagði að um 400 nöfn hafi verið skráð í gestabók, en ætla mætti að gestirnir hafi verið að minnsta kosti um 200 fleiri. „Gestirnir drukku um 900 kókglös og borð- uðu um 2500 snittur,“ sagði Aðalsteinn og var mjög ánægður með hvernig til hefði tekist. „Margir gestanna höfðu aldrei komið hér, en einnig mátti sjá gamla og góða vini verksmiðj- unnar,“ sagði Aðalsteinn. Hann sagðist telja að slík kynning væri fyrirtækinu mjög mikilvæg. For- vitnilegt væri fyrir fólk að sjá hversu stórt og vel búið fyrirtæki K. Jónsson væri. „Ég tel svona Fjölmargir lögðu leið sína í Niður- suðuverksmiðju K. Jónssonar á Akureyri sl. laugardag. Mynd: Robyn opið hús bæta ímynd fyrirtækis- ins,“ sagði Aðalsteinn Helgason. óþh 1 ) Smjönri verður alltafofan á ...hvort sem það er rúnstykki, rúgbrauð, harðfiskur, soðin ýsa, kex eða ofnbakaðir réttir. Símjúkur SMJÖRVI til að fullkomna bragðið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.