Dagur - 17.11.1992, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 17. nóvember 1992 - DAGUR - 5
Baldur Dýrfjörð, lögmaður Akureyrarbæjar:
Athugasemdir vegna umflöllunar um
innheimtuaðferðir Hitaveitu Akureyrar
Á liðnum dögum hefur nokkuð
verið fjallað um innheimtu-
aðgerðir Hitaveitu Akureyrar
vegna skulda ákveðins húsfélags
hér í bæ. Formaður Neytenda-
félags Akureyrar og nágrennis
hefur með stóryrðum sakað Hita-
veituna um siðlausa innheimtu-
aðferðir. Við greinarskrif þessi
má gera eftirfarandi athugasemd-
ir.
Fjölbýlishús - húsfélög
í lögum um fjölbýlishús (nr. 59/
1976) segir að hvert það hús sem
í eru tvær eða fleiri íbúðir skuli
teljast fjölbýlishús. í þessum lög-
um er fjallað um, (II. kafli) skipt-
ingu eignarráða, (III. kafli) rétt-
indi og skyldur og (IV. kafli)
sambýlisháttu. Af þessum lögum
leiðir að sameigendur hafa með
sér félag, s.n. húsfélag. Það er
slíkt húsfélag sem er í viðskiptum
við Hitaveituna og er því miður í
verulegum vanskilum.
Óskipt ábyrgð (solidarisk)
íbúðareigenda
Fjölbýlishúsalögin gera ráð fyrir,
að hver íbúðareigandi beri sam-
eiginlegan kostnað samkvæmt
s.n. hlutfallstölum íbúðar sinnar,
sín á milli. Út á við þ.e. gagvart
kröfuhöfum húsfélagsins bera
félagar húsfélagsins, einstakir
íbúðareigendur, hins vegar
óskipta/sameiginlega ábyrgð.
Óskipta ábyrgðin ein og
sér, er veruleg kvöð
Ljóst er að með þessari reglu er
veruleg kvöð lögð á íbúðareig-
endur í fjölbýlishúsum. Við
þessu er brugðist með ákveðnum
hætti í 2. mgr. 13. gr. fjölbýlis-
húsalaganna en hún er svo hljóð-
andi:
„Greiði einhver íbúðareigandi
ekki sinn hluta kostnaðar sam-
kvæmt 1. mgr. (þ.e. sameiginleg-
an kostnað) eignast hinir íbúðar-
eigendur lögveð í íbúðum hans til
tryggingar greiðslunni. Sá veð-
réttur fellur niður ef honum er
eigi fylgt eftir með lögsókn áður
en eitt ár er liðið frá þeim degi er
greiðslan var innt af hendi. “
Hér er hinum skilvísu íbúðar-
eigendum gefið færi á að ná inn,
með öruggum hætti, þeim kröf-
um sem þeir hafa orðið að greiða
fyrir þann íbúðareiganda sem
ekki stendur í skilum.
Lögveðskrafa
Með lögveði er átt við veðrétt sem
ákveðinn er með beinum fyrir-
mælum laga, eins og nafnið gefur
til kynna, (hvorki samningsveð
né dómveð). Þessum rétti geta
íbúðareigendur fylgt eftir með
lögsókn á hendur vanskila íbúð-
areigandanum. Væri þá fyrst
fenginn dómur fyrir kröfunni og
þess krafist að lögveðsrétturinn
væri staðfestur, þá beiðst aðfarar
og á grundvelli þess krafist nauð-
ungarsölu á eigninni. Fari svo að
hin óskilvísi íbúðareigandi greiði
ekki skuld sína við húsfélagið á
þessum tíma, yrði íbúð hans seld
til fullnustu kröfunnar. Við út-
hlutun á uppboðsandvirðinu/
söluandvirðinu gengi krafa hús-
félagsins (lögveðskrafan) fyrir
öðrum veðkröfum, en væri þó
samhliða öðrum lögveðskröfum,
fasteignagjöldum o.fl. Við slíkar
aðstæður er harla ólíklegt að aðr-
ir veðhafar bjóði ekki í eignina til
þess að tryggja kröfur sínar, eða
eigandinn sjálfur, sé ekki um aðrar
veðkröfur að ræða. Þó er ekki
hægt að útiloka að lögveðshafar
þurfi að bjóða í eignina til þess
að tryggja sínar kröfur, og gætu
þannig þurft að kaupa eignina.
Sameiginlegur kostnaöur
Rétt er hér að fjalla nokkuð nán-
ar um það sem fjölbýlishúsalögin
nefna sameiginlegan kostnað.
Því miður virðist for-
maður neytendafélags-
ins ekki hafa séð
skóginn fyrir trjánum í
þessu máli. Með fram-
anritað í huga er ljóst
að helsta von íbúðar-
eigendanna í þessu
máli var sú að ná sam-
komulagi við Hita-
veituna bæði vegna
neysluvatnsins og
vegna hitunar á þeirri
íbúð sem nú
stendur köld.
Hér koma til eins og fyrr segir
gjöld til hitaveitu, rafveitu
o.s.frv. að því leyti sem þau eru
sameiginleg (en það veltur á
ákvörðun íbúðareigendanna
sjálfra), en einnig kostnaður
vegna nauðsynlegs viðhalds. Það
tilfelli sem hér er til umfjöllunar
snertir einmitt fleiri kostnaðar-
þætti en margnefnt neysluvatn.
Fjölskyldurnar tvær sem eiga við
þennan vanda að etja, standa
einnig frammi fyrir öðrum vanda.
Sá vandi skýrir vel hvers vegna
það er rangt og ósanngjarnt að
ráðast að Hitaveitu Akureyrar
með þeim hætti sem gert hefur
verið.
Hér er um það að ræða að íbúð
þess sem ekki hefur greitt sín
gjöld til húsfélagsins stendur
ókynt og köld þar sem lokað hef-
ur verið fyrir hið sameiginlega
hitaveituinntak (fyrir bæði neyslu
og hita). Af þessu leiðir að ekki
einungis íbúðin, heldur húsið allt
liggur undir skemmdum. Hverj-
um sæmilega greindum manni er
ljóst að slíkt ástand er óviðun-
andi fyrir aðra eigendur í húsinu.
Þetta er þó ekki allt. í samtölum
við íbúðareigendurna kemur
einnig fram að fyrir liggur að fara
þurfi út í bráðnauðsynlegt við-
hald á (sameiginlegu) þaki
umrædds húss. Auðvitað er eng-
in leið önnur fyrir hendi en að
húsfélagið láti kynda íbúðina og
gera við þakið áður en frekari
skemmdir verða. Þann kostnað
sem af þessu hlýst, sameiginlegan
kostnað, verða íbúðareigendur
síðan að innheimta eftir þeim
leiðum sem áður er lýst rétt eins
og sameiginlegan kostnað vegna
neysluvatnsins. Auðvitað geta
hinir „skilvísu" íbúðareigendur
keypt sér sína inntaksgrind hver
en það leysir ekki þann vanda
sem þeir standa frammi fyrir,
eins og hverjum má ljóst vera.
Hlutverk
neytendasamtakanna
Því miður virðist formaður neyt-
endafélagsins ekki hafa séð skóg-
inn fyrir trjánum í þessu máli.
Með framanritað í huga er ljóst
að helsta von íbúðareigendanna í
þessu máli var sú að ná sam-
komulagi við Hitaveituna bæði
vegna neysluvatnsins og vegna
hitunar á þeirri íbúð sem nú
stendur köld. Liggur reyndar fyr-
ir að sú leið sem upphaflega var
boðin, verður farin, þ.e. sameig-
endurnir greiða umrædda kröfu
en sækja síðan málið gagnvart
íbúðareigandanum. Eftir að búið
var að útskýra málið fyrir hinum
ólánsömu íbúðareigendum og
gera grein fyrir þeim rétti sem
fjölbýlishúsalögin veita þeim,
voru fyrstu viðbrögð „hvers
vegna var okkur ekki sagt þetta“.
Má þar enn minna á að vanda-
málið er ekki bara neysluvatnið,
heldur einnig köld íbúð sameig-
andans og lekt þak. Þá má og
minna á að viðkomandi íbúum
stendur einnig til boða að fá sér-
stakar inntaksgrindur fyrir sig,
kjósi þau þann hátt.
Hin réttu viðbrögð formanns
neytendasamtakanna hefðu því
átt að verða allt önnur en þau því
miður urðu. í sjálfu sér er ekkert
við það að athuga að þessi mál
sem önnur séu rædd í fjölmiðl-
um. Persónulega finnst undirrit-
uðum það hins vegar ekki breyta
þeirri staðreynd að formanninum
hefur láðst að kryfja vandamálið
til mergjar, gera sér grein fyrir
öllum þáttum þess og síðast en
ekki síst að gera sér grein fyrir
hver bjargráð viðkomandi aðilar
hafa lögum samkvæmt.
Akureyri 12. nóvember 1992.
Baldur Dýrfjörð,
bæjariögmaður.
Jólablað!
Jólablað Dags kemur út
föstudaginn 18. desember.
Þeir sem œtla að koma auglýsingum
jólakveðjum eða efni í blaðið
hafi samband sem fyrst og í síðasta
lagi mónudaginn 7. desember.
Bókablað!
Sérstöku bókablaði verður dreift
með Degi, föstudaginn 11. desember.
Auglýsendur hafi samband við
auglýsingadeild sem fyrst og í síðasta
lagi fimmtudaginn 3. desember.
auglýsingadeild, sími 24222.
Félagsmanna-
afsláttur
16. nóvember til S. desember
Kaupfélag Eyfirðinga veitir félagsmönnum
sérstakan afslátt í Vöruhúsi KEA, Kjallaranum
Hrísalundi, Raflagnadeild og sömuleiðis af ýmsum
vörum í Byggingavörudeild.
I verslunum KEA utan Akureyrar gilda sömu kjör á
sömu vörum.
Nýir félagsmenn geta einnig notið sömu kjara. Ef
þú vilt gerast félagsmaður fyllir þú út eyðublað í
Vöruhúsi, Raflagnadeild, Byggingavörudeild,
Fjármáladeild KEA eða í útibúum KEA - og þú
getur verslað strax.