Dagur - 17.11.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 17.11.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 17. nóvember 1992 Yigtarmenn Námskeið til löggildingar vigtarmanna verða haldin á eftirtöldum stöðum ef næg þátttaka fæst. í Reykjavík 25. og 26. nóvember næstkomandi. A Akureyri 3. og 4. desember næstkomandi. Námskeiðunum lýkur með prófi. Skráning þátttakenda og nánari upplýsingar á Löggildingarstofunni síma 91-681122. Lö ggildingars tofan. Hið árlega herrakvöld Þórs fer fram í Hamri laugardaginn 21. nóvember nk. og hefst með borðhaldi kl. 20.00. Húsið opnað kl. 19.00. Heiðursgestur kvöldsins er Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ. Veislustjóri verður blikk- smiðurinn góðkunni, Oddur Halldórsson. Þórsarar og aðrír velunnarar félagsins eru hvattir til að mœta. Miðasala fer fram í Hamri alla daga. Síminn er 12080. Nefndin. Bændaskólinn á Hvanneyri % J Innritun á vorönn er hafin. Athygli er vakin á því að hægt er að hefja nám við Bændaskólann á Hvanneyri um áramót. • Fyrsta önn hefst 6. janúar. • Stúdentar geta hafið nám í janúar, apríl eða júní. • Kennsla á 5. önn hefst 6. janúar, búfræðingar hafið samband. Námið skiptist í fjórar annir, þar af ein verkleg á viðurkenndu býli. Á síðustu önn er kennt á tveimur sviðum: Búfjárræktarsviði og rekstrarsviði. Dæmi um valgreinar kenndar veturinn 1992-1993: Hrossarækt, ullariðn, skógrækt, vinnuvélar, búsmíði, sláturhússtörf, ferðaþjónusta o.fl. Við veitum upplýsingar í síma 93-70000. Umsóknarfrestur er til 10. desember 1992. BÆNDASKÓLINN Á HVANNEYRI 311 Borgarnes. Ágúst Ellertsson: Sá yðar sem syndlaus er... - svar við grein Svanbergs Árnasonar Ég get ekki annað en svarað grein sem birtist í Degi miðviku- daginn 11.11. og ber yfirskriftina „Að saga greinina undan sjálfum sér“. Höfundur þeirrar greinar er áhugamaður um eflingu íslenskr- ar verslunar og heitir Svanberg Árnason. Undirritaður starfs- maður Slippstöðvarinnar hf. er fyrir stuttu kominn frá írlandi og finnst ómaklega að Slippurum vegið og okkur stillt upp við vegg eins og hverjum öðrum glæpa- mönnum. Ég er auðvitað sam- mála Svanbergi um eflingu íslenskrar verslunar en hvað er íslenskt? Er það megnið af öllum fatnaðinum sem fæst í tískuvöru- verslunum? Ónei, við erum háð ýmsum innflutningi og verðum það áfram. Þegar talað er um að efla íslenskt þá er venjulega átt við að keyptar séu íslenskar framleiðslu- vörur en ekki vörur innflutnings- verslana. Umræddar írlandsferð- ir eru ágætar, það er hverjum og einum frjálst að fara í þær án afskipta annarra. Mér finnst Svanberg aðallega tala um að all- ir komi með úttroðnar töskur til baka, sem er ekki raunin, en þó svo væri þyrfti enginn að vera hissa, því verðlag á ýmsu á ír- landi er svo langt fyrir neðan verðlag á flestu hér á landi. Ég væri ekki hissa þó sumir verslunareigendur tískuverslana hér heima skreppi í svona ferðir til að kaupa í 1-2 ferðatöskur og selji svo þær vörur í verslun sinni. Það er auðvitað ekki íslenskt en það er kannski hægt að selja það með þreföldum hagnaði. Við vorum nú bara 30 starfs- menn Slippstöðvarinnar sem fór- um í skemmtiferð til írlands og mér finnst það lítið brot af þeim 7-9000 farþegum sem fara utan í þessar ferðir nú í haust. Það þurfti ekki að taka okkur sérstak- lega fyrir því að af öllum þessum fjölda hlýtur að vera fólk úr öll- um stéttum þjóðfélagsins. Hvað varðar kvartanir um verkefnaskort hjá okkur held ég að hann sé ekki meiri en hjá öðr- um fyrirtækjum. Einnig er hægt að benda á að Slippstöðin hf. greiddi ekki ferðina eða neitt í sambandi við hana. Við sem fór- um greiddum úr eigin vasa og sem betur fer er fólki ennþá frjálst að ráðstafa launum sínum án tillits til annarra. Hvaöan Svanberg hefur þær upplýsingar um að allt bendi til fjöldauppsagna hjá Slippstöðinni hf. um áramótin veit ég ekki, ég hef ekki heyrt á það minnst fyrr en ég sá það í grein hans. Hvað varðar koss til Sam- vinnuferða þá finnst mér ferða- skrifstofan vel að þessum kossi komin ef Svanberg vill endilega kalla þann heiður koss sem ferða- I skrifstofunni var sýndur því hún hefur staðið sig vel méð þessar ferðir og á þetta skilið. Þáttur tollþjóna fannst mér með ágætum, þeir voru hvorki syfjaðir né latir þegar ég kom að utan og stóðu í stöðu sinni með ágætum. Að lokum vil ég benda Svan- bergi á að líta sér nær, því það skyldi þó aldrei vera að hann tengist einhverri verslun hér í bæ sem selur vörur sem settar hafa verið í venjulegar ferðatöskur í verslunarferðum sem þessum erlendis? Því segi ég, sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steinin- um. Ágúst Ellertsson. Höfundur er starfsmaður Slippstöðvar- innar hf. á Akureyri. Hörður Jóhannsson: „Eftir á að hyggja getur maður hugsað sér að íslenskum verslunarmönnum sé ekki treystandi til að verðleggja vöru sína og þjónustu,“ segir Hörður Jóhannsson í grein sinni. Setningin „Út vil ek“, var sögð fyrir löngu og landsmenn hafa barist hatrammri baráttu við að brúa hafið til næstu landa með ærnum tilkostnaði. Flugið er stór þáttur í þeirri baráttu og hafa far- gjöld lækkað stórlega og auð- veldara hefur því verið að ferðast, ekki síst með beinu flugi héðan frá Akureyri. Við farþegar megum vera þakklátir ferðaskrifstofunum fyr- ir skipulagningu þeirra á þessum ferðum. Ég vil minna á að tíma- áætlanir Samvinnuferða/Landsýn- ar stóðust fullkomlega í umræddri ferð til Dyflinar og vil ég þakka ferðaskrifstofunni fyrir ánægju- lega ferð. Ekki varð ég var við annað en að tollverðir á Akureyrarflugvelli væru vakandi og gerðu athuganir á farangri fólks og aðstoðuðu það eftir föngum. Kaupmenn, seljum íslenska vöru og þjónustu. Hörður Jóhannsson. Höfundur er starfsmaður Slippstöðvar- innar á Akureyri. Sá skal ekki steini kasta sem í glerhúsi býr - svar við grein Svanbergs Árnasonar um Dyflinarferð nokkurra starfsmanna Slippstöðvarinnar Oft höfum við starfsmenn Slipp- stöðvarinnar hnikað til fríum okkar í þágu atvinnugreinarinnar og ég ætla ekki að spyrja verslun- areigendur á Akureyri hvert ég fer í sumarleyfi mínu eða hvað ég versla né við hvern. Nokkrir starfsmenn Slipp- stöðvarinnar, þar á meðal ég, fóru til Dyflinar í frítíma sínum og áttu þar ánægjulega dvöl. Við áttum viðskipti við þarlenda kaupmenn; keyptum af þeim góða vöru á sérstaklega góðu verði, sem þeir eru stoltir af að geta boðið. Eftir á að hyggja get- ur maður hugsað sér að íslensk- um verslunarmönnum sé ekki treystandi til að verðleggja vöru sína og þjónustu. Þess vegna séu þeir að reyna að halda lands- mönnum í fangabúðum og fá- fræði að hætti kommúnista- stjórna austantjaldslanda. En viti menn! Það kerfi hrynur sem og það verslunarkerfi sem við höfum. Hvernig er t.d. með frjálsa kjötið? Ég hef haft af því spurnir að kona þín reki verslun hér á Akur- eyri og fari allmargar verslunar- ferðir til útlanda. Kannski er hún með ferðatöskur í pússi sínu á ferðalögum þeim? Ékki ætla ég henni þó þann ósóma að hún, persónulega, kaupi sér fatnað eða annan munað í töskurnar og laumist síðan framhjá tollvörðum hér heima, sem að þinni sögn sofa í vinnunni. Hvað þá að vara sú gæti sést í verslunni. Hvað yrði þá um skatta og skyldur? Þar sem ykkur er að verða ljóst að landsmenn eru ósáttir við álagningu ykkar, er síðasta hálmstráið að berja á tollayfir- völdum og suða í þeim um að taka upp úrelta stefnu sem löngu er aflögð um gervalla Norður- Evrópu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.