Dagur - 17.11.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 17.11.1992, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 17. nóvember 1992 - DAGUR - 11 Kjördæmisþing framsóknarmanna á Norðurlandi eystra: Vill að hrefiiuveiðar verði hafiiar á ný þegar á næsta ári - og að Kísiliðjan fái áframhaldandi rekstrarleyfi Framsóknarmenn á Norður- landi eystra hvetja til þess að hrefnuveiðar verði hafnar á ný þegar á næsta ári. Einnig skuíi stefnt að því að hefja almennar hvalveiðar sem fyrst. Þetta kemur fram í ályktun, sem samþykkt var á Kjördæmis- þingi framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra um helgina. í ályktuninni er hvatt til skynsamlegrar nýtingar á auð- lindum. „Þjóðin á að hafa sem mestan arð af landi og hafi - um Ieið og gætt er umhverfissjónar- miða og jafnvægis í vistkerfinu,“ segir í ályktuninni. Kjördæmisþingið ályktaði ein- nig um framtíð Kísiliðjunnar í Mývatnssveit. Þingið telur brýnt að óvissu um framtíð Kísiliðj- unnar verði eytt og að hún fái áframhaldandi rekstrarleyfi, þar sem rannsóknir hafi ekki staðfest eða sýnt fram á að verksmiðjan skaði lífríkið. BB. Landssamtök atvinnulausra: AKUREYRARB/íR Manntalsskrifstofan auglýsir Manntal Akureyrar vill hér meö minna þá á, sem flutt hafa til Akureyrar og ekki enn tilkynnt það, að gera það nú þegar. Einnig eru þeir, sem flutt hafa á milli húsa í bæn- um minntir á tilkynningaskyldu sína. Akureyri, 16. nóvember 1992. Bæjarstjóri. Lögmenn hætti rukkarastörfum og taki upp lögfræðistörf Stjórn nýstofnaðra Landssam- taka atvinnulausra hefur sent frá sér ályktun um atvinnu- leysi, fjármál heimilanna og fyrirsjáanlega uppboðs- og gjaldþrotahrinu. Alyktun sam- takanna fer hér á eftir: Uppboðs- og gjaldþrotalög „Hinn 1. júlí síðastliðinn gengu í gildi lög sem aðskilja dómsvald og framkvæmdavald. í leiðinni var mörgum öðrum lögum og lagagreinum breytt sem koma verulega við hagsmuni hvers einstaklings, þótt því hafi minna verið haldið á lofti. Þegar lögin voru samin og sett ríkti hér ekki atvinnuleysi eins og nú. Þá viðgekkst að dómsmál drægjust úr hömlu og veittur var frestur á frest ofan á uppboðum bæði á lausafé og fasteignum. Þetta þótti hið mesta ófremdar- ástand. Nýjar reglur gera nú ráð fyrir að allt ferlið í dóms- og upp- boðskerfinu gangi mun hraðar fyrir sig. Nú er ekki hægt að veita nema mjög takmarkaðan frest lengur. Ríkið hafði vit á því að mata krókinn rækilega um svipað leyti og breytingarnar tóku gildi. Nú þarf hver sá sem lendir í því að fá á sig uppboðsbeiðni að greiða í skatt til ríkissjóðs milli 9 og 30 þúsund krónur fyrir hverja ein- ustu uppboðsbeiðni á fasteign sem berst sýslumanni. Þetta gjald keinur ofan á allan annan kostn- að og íþyngir uppboðsþola alvar- léga og leiðir hann auðvitað fyrr í þrot. Um þessar mundir er að byrja mikil hrina uppboða og gjald- þrota samkvæmt þessum nýju lögum. Þetta verður hrina sem á sér ekki sinn líka í sögunni. Það er ekki hægt að fá neinu frestað lengur, nánast hvernig sem á stendur. f Þeir sem eru atvinnulausir, um 5000 manns nú, eru mjög margir í greiðsluerfiðleikum einnig, ein- mitt vegna atvinnuleysisins. Það sem hefur breyst frá því sem áður var er, að menn geta ekki fengið vinnu lengur, hvað þá aukavinnu til þess að bjarga sér út úr greiðslu- erfiðleikum sínum, og menn geta ekki fengið frestað uppboðsað- gerðum sýslumanna þar til þeir eru komnir yfir örðugleikana. - Menn hafa með öðrum orðum enga leið til að bjarga sér. Af ofangreindum ástæðum verður selt ofan af fjölda manna nú á allra næstu mánuðum ef ekkert verður að gert. íþyngjandi lögmannataxti Lögmenn eru hér á landi með mjög óréttláta taxta á rukkunar- verkum sínum og það gerir skuldurum oft verulega erfitt fyrir og setur þá iðulega í óverðskuld- uð og ótímabær gjaldþrot, - o hver hagnast svo sem á því? nágrannalöndunum eru tjl inn- heimtustofnanir sem stunda miklu manneskjulegri innheimtu- aðferðir en lögmenn hér tíðka. Þar eru slíkar innheimtustofnanir ekki endilega reknar af lögmönn- um eins og hér tíðkast. Sú breyting hefur einnig orðið með tilkomu hinna nýju laga sem tóku gildi 1. júlí sl. að nú þarf ekki lengur að vera lögmaður að baki innheimtustofnun. Þessu er hér með beint til athafnamanna í öllu atvinnuleysinu. Setjið upp innheimtuskrifstofur hver í sínu sveitarfélagi í samkeppni við lögmenn. Það er heimilt, og það er hægt að vinna heiðarlega fyrir sér með svoleiðis fyrirtæki. í nágrannalöndunum, og jafn- vel í sjálfri Ameríku, fá skuldar- ar oft fyrst kurteislegt bréf frá innheimtuskrifstofu, þ.e. þegar skuldareigandinn er búinn að gefast upp á að rukka inn skuld- ina eftir hefðbundnum leiðum, þar sem þeim er sagt að skrifstof- an hafi fengið skuldina til inn- heimtu. Þeir eru beðnir að greiða skuldina eða semja um hana inn- an ákveðins frests, en ekkert álag kemur á skuldina strax. Sinni þeir ekki kalli er sent annað inn- heimtubréf líka kurteislegt og vextir lagðir við. Sé því ekki sinnt er farið að hringja í menn og athuga hvort ekki sé flötur á samningum. Ef skuldarinn er í miklum greiðsluerfiðleikum er jafnvel boðinn afsláttur af skuld- inni ef hún er greidd í heilu lagi. Fari svo að hvorki bréfaskriftir né fortölur dugi fer skuldin að hlaða á sig innheimtukostnaði. Fram til þessa greiðir skuldareig- andinn allan kostnaðinn, enda lítill, aðeins nokkur stöðluð bréf og 1-2 símtöl. Kostnaðurinn hér eftir sem hleðst á skuldina stend- ur í réttu hlutfalli við þá vinnu sem lögð er í að innheimta hana. Hér á landi er kostnaðurinn ákveðin prósenta af upphæð skuldarinnar. Þetta er himin- hrópandi óréttlæti sem umsvifa- laust verður að afnema. Samantekt Samtök atvinnulausra vilja með ályktun þessari benda á það hve erfitt er fyrir hina atvinnulausu að bera hönd fyrir höfuð sér vegna fjárskorts sem beinlínis stafar af atvinnuleysinu. Þeir munu margir fyrirsjáanlega missa eigur sínar á næstu mánuðum í uppboðum. Samtökin benda á að ríkisvaldið gengur fram fyrir skjöldu og tekur aukaskatt af illa stöddu fólki, sem einungis leiðir það fyrr í þrot. Samtökin benda á að lögmenn hafa ekkert lækkað taxta sína þótt fyrirhöfnin við að innheimta skuldir, svo sem víxla og skuldabréf, hafi minnkað stór- lega. Samtökin telja að atvinnu- lausir þurfi sérstök skuldbreyt- ingalán til þess að bjarga aleigu sinni, húsinu sínu. Samtökin telja einnig að ríkið eigi að falla frá skattheimtu sinni af uppboðum sem er hróplega óréttlát. Lög- menn eigi að leggja niður rukk- arastörf og taka upp lögfræði- störf. Það muni sýna sig að ómenntaðir rukkarar duga okkur íslendingum eins og öðrum þjóð- um. Málningartilboð! Bett 10 innanhússmálning (Ijósir litir) 35% afsláttur Geri aðrir betur! slippstödin Lager, sími: 27300 - Fax: 11717. Dagana 16. nóv.-5. des. Félagsmannatilboð í verslun okkar að Lónsbakka og í útibúum KEA 15% afsláttur af tcppum, dreglum, dúkum «g mottum 1«% afsláttur af rafmagnsvcrkfærum 15°/o afsláttur af baðkörum og sturtubotnum frá BETTE, IFO hrcinlætistækjum og MORA blöndunartækjum 15% afsláttur af handvcrkfærum Afsláttur miðast við staðgreiðslu ■■ BYGGMVORUR LONSBAKKA• 601 AKUREYRI ~ 96-30321, 96-30326, 96-30323 FAX 96-27813

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.