Dagur - 17.11.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 17.11.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 17. nóvember 1992 ÍÞRÓTTIR Körfubolti: Tindastóll sterkur í yngri flokkuum Uppbyggingarstarf það sem fram hefur farið ■ körfubolta á Sauðárkróki virðist vera að skila árangri. Á fjölliðamóti yngri flokka nú á dögunum sigruðu lið frá Tindastóli í tveim A-riðlum. I A-riðli unglingaflokks kvenna stóðu Tindastólsstelpur uppi sem sigurvegarar og töpuðu þær ekki leik. Þær unnu ÍBK 53:39, KR 41:36 og Grindavík 64:31. í A- riðli 7. flokks stráka stóð lið Tindastóls einnig uppi sem sigurvegari án taps. Strák- arnir unnu KR 28:26, Njarðvík 38:27, ÍBK 38:18 og Grindavík 45:27. Svo sannarlega glæsilegur árangur. Körfiibolti úrvalsdeild Úrslit helgarinnar: UBK-Valur 73:83 Njarðvík-Skallagrímur 94:95 Haukar-Tindastóll 100:71 Skallagrímur-Grindavík 66:93 Njarðvík-ÍBK 73:95 KR-Valur 84:87 Staðan: A-riðill: ÍBK 10 10 0 1065:869 20 Haukar 10 8 2 895:803 16 Njarðvík 10 4 6 903:924 8 Tindastóll 10 4 6 879:975 8 UBK 9 1 8 751:829 2 B-riðill Valur 10 7 3 835:822 14 Snæfell 945 806:820 8 Grindavík 10 4 6 840:813 8 Skallagrímur 10 4 6 853:893 8 KR 10 3 7 806:884 6 1. deild Úrslit: Þór-ÍR 93:79 UFA-ÍR 77:61 Höttur-Bolungarvík 75:73 Bolungarvík-Höttur 76:69 Staðan: A-riðilI: Þór 7 7 0 643:496 14 Reynir 5 4 1 472:438 8 UFA 5 2 3 387:443 4 Höttur 9 1 8613:706 2 B-riðiII: Akranes 4 4 0 403:267 8 ÍS 5 3 2 301:310 6 ÍR 5 1 4 348:403 2 Bolungarvík 6 1 5 401:519 2 ] Þýska knattspyman Úrslit: Kaiserslautern-Schalke 3:0 Dortmunt-Bremen 2:2 Dresden-Karlsruhe 3:0 Mönchengladbach-Saarbrúcken 2:5 Wattenscheid-Stuttgart 0:0 Bayern Múnchen-Núrnberg 1:0 Köln-Leverkusen 1:0 Frankfurt-Bochum 4:1 HSV-Uerdingen 3:0 Staðan: Bayern Múnchen 13 8-4-1 26:13 20 Frankfurt 13 6-6-1 26:16 18 Bremen 13 6-5-2 22:16 17 Leverkusen 13 5-6-2 25:11 16 Dortmund 13 7-2-4 24:18 16 Karlsruhe 13 7-2-4 28:25 16 Stuttgart 13 5-4-4 20:20 14 Kaiserslautern 13 6-1-6 19:15 13 Saarbrúcken 13 4-5-4 21:22 13 Núrnberg 13 5-3-5 11:13 13 Dresden 13 4-4-5 16:19 12 Schalke 13 4-4-5 16:2112 HSV 13 2-6-5 14:18 10 Wattenscheid 13 3-4-6 20:28 10 Uerdingen 13 3-4-6 15:24 10 Köln 13 4-1-8 16:23 9 Mönchengladbach 13 2-5-6 18:28 9 Bochum 13 1-4-8 14:23 6 Birgitta Guðjónsdóttir tekur hér á móti frá Víkingum. Karitas Jónsdóttir er við öllu búin. Blak, 1. deild kvenna: Tvöfaldur sigur Víkingsstúlkna Víkingsstelpur gerðu góða ferð norður til Akureyrar nú um helgina, en þá léku þær tvo leiki við kvennalið KA í blaki. Víkingur hafði sigur I báðum leikjunum 3:1. Báðir leikirnir gengu í raun svipað fyrir sig. í fyrri leiknum vann Víkingur 1. hrinuna en síð- an tók lið KA sig á og vann þá næstu. Þá sögðu Víkingsstelpur hingað og ekki lengra og gerðu út um leikinn í tveim næstu hrinum. Sú síðasta var reyndar mjög spennandi og sigur Víkinga naumur, 16:14. Á laugardaginn mættust liðin síðan öðru sinni. Víkingur vann 1. hrinuna 15:9 og var sá sigur aldrei í hættu. Allt fór á sömu leið í 2. hrinu en í þeirri 3. náði lið KA loks upp baráttunni og vann sigur 16:14. Liðið sýndi þá sitt rétta andlit og sigurviljinn og baráttugleðin virtist vera til staðar. I næstu hrinu datt allt nið- ur á nýjan leik og Víkingur vann hrinuna 15:8 og þar með ieikinn 3:1. Sigur Víkinga var verð-i skuldaður. Liðið barðist betur og einnig var vörnin og móttakan betri en hjá KA. Jasna Popovicl stóð upp úr í liði KA, sem átti ekki góðan dag að þessu sinni og verður að taka sig á fyrir næstu leiki sem eru gegn Þrótti Nes- kaupstað um næstu helgi. Gunn- ar Svanbergsson þjálfari KA var að sjálfsögðu ekki ánægður með framgöngu síns liðs. „Þetta virð- ist ekki vera ósvipað og hjá strák- unum. Það vantar einhvern neista og baráttuvilja til að klára dæmið. Við höfum einnig verið að prófa okkur áfram með nokkrar nýjungar og þetta er bara spurning um hvenær hlutirn- ir smella saman hjá okkur.“ Knattspyrnumót UMSE: Dalvíkingar voru sterkir Á laugardaginn var haldið knattspyrnumót á vegum UMSE. Á mótið, sem haldið var í íþróttahöllinni, mættu 10 lið til leiks frá 7 félögum innan UMSE. Keppt var í 2 riðlum og síðan voru úrslitaleikir milli þriggja efstu liða í hvorum riðli þar sem liðin í 3. sæti léku saman og síðan koll af kolli. Úrslitaleikurinn var milli A-liðs Dalvíkinga og A-liðs Reynis, en bæði lið voru með fullt hús stiga eftir riðlakeppnina. Dalvíkingar sigruðu í leiknum 7:2 og höfnuðu þar með í 1. sæti. B-lið sömu félaga áttust við í keppni um 3. sæti. Þar sigruðu Dalvíkingar einnig, 3:1. A- og B- lið SM kepptu sín í milli um 5. sætið og vann A-liðið leikinn með eins marks mun, 6:5. Markahæstu menn voru: Jónas Baldursson, Dalvík-A 8 Örvar Eiríksson, Dalvík-A 8 Heiðar Sigurjónsson Dalvík-B 7 Davíð Sverrisson, SM-A 6 Jóhann Einarsson, SM-B 5 Svanlaugur Þorsteinsson, Reyni-B 5 Sverrir Björgvinsson, Dalvík-B 5 Örn Örlygsson, SM-A 5 Júlíus Guðmundsson og félagar í Reyni-A höfnuðu í 2. sæti. Þeir eiga hér í höggi við SM-A. Mynd: HA Palli Gísla spilar með Þórsunun - „langar að spila í 1. deild“ Knattspymuliði Þórs hefur bæst góður liðsauki fyrir slag- inn í 1. deildinni næsta sumar því nú hefur Páll Gíslason ákveðið að ganga að nýju til liðs við sína gömlu félaga. Páll hefur undanfarin 2 ár leikið með KA en hann er alinn upp hjá Þór og Iék með öllum yngri flokkum félagsins. Vart þarf að fjölyrða um hversu góður fengur Palli er fyrir Þórsliðið. Hann var einn jafn- besti maður KA sl. sumar og hrellir gjarnan markverði and- stæðinganna með þrumuskotum langt utan af velli. Auk þess að leika með öllum yngri flokkum Þórs, var hann 2 sumur í leik- mannahópi meistaraflokks en fékk ekki mörg tækifæri. Þá skipti hann 1 sumar í Reyni Árskógsströnd en hefur síðan leikið með KA undanfarin 2 sumur. Dagur sló á þráðinn til Páls, en hann er nú í vetur við. nám í íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni og leikur auk þess handbolta með 1. deildar liði Selfyssinga. „Jú, það er hárrétt, ég hef ákveðið að skipta. Þetta hefur staðið til núna í dálítinn tíma og ég er mjög ánægður með að þetta skuli vera komið á hreint. Aðal ástæðan er auðvitað sú að ég hef áhuga á að spila í 1. deild og við féllum víst í sumar hjá KA,“ sagði Páll. Aðspurður sagðist hann ekki hafa svo miklar áhyggjur af því að komast í liðið. „Maður hlýtur nú að hafa metn- að til þess.“ Hann sagði sumarið leggjast vel í sig og sjálfsagt að setja markið hátt þó hann vildi litlu spá um árangurinn fyrir- fram. Ekki er nóg með að Páll sé góður knattspyrnumaður, heldur er hann einnig liðtækur í hand- knattleik. Til þessa hefur hann spilað með Þór en skipti í Selfoss Borðtennis: Aldursflokkamót á Grenivík - Margrét Ósk í landsliðið Fyrir nokkru var haldið borð- tennismót á Grenivík á vegum íþróttafélagsins Magna. Keppendur voru 38 og komu frá 6 félögum. Þá hefur Margrét Ósk Hermannsdóttir verið valin í landsliðið sem keppir við Færey- inga um næstu helgi, en þar verð- ur keppt í þrem aldursflokkum. Úrslit: 14-15 ára: 1. Sigurður M. Bjarnason, Völsungi. 2. Sigurður Kr. Bjarnason, Bjarma. 3. Aðalsteinn Guðmundsson, Völsungi. 12-13 ára: 1. Ingi H. Heimisson, Magna. 2. Ingólfur Jóhannsson, Magna. 3. Hörður Tryggvason, Einingu. 11 ára o.y.: 1. Hermann D. Hermannsson, Magna. 2. Kristján Friðriksson, Æskan. 3. Ármann Dan. Árnason, Magna. 12-14 ára: 1. Ingunn Þorsteinsdóttir, Magna. 2. Vala D. Björnsdóttir, Magna. 3. Sandra M. Tómasdóttir, Magna. 11 ára o.y.: 1. Þóra G. Þorsteinsdóttir, Magna. 2. Gunnhildur St. Pálmarsdóttir, Magna. 3. Lovísa Gylfadóttir, Magna. fyrir þetta tímabil. „Mér líkar vel hjá Selfyssingum og það er alltaf gott að prófa eitthvað nýtt svo maður staðni ekki,“ sagði Páll. Hann þarf ásamt þrem öðrum að sækja æfingar daglega til Selfoss. Einnig fær Sigurpáll Árni Aðal- steinsson Þórsari að fljóta með á æfingar hjá Selfyssingum en hann er einnig við nám á Laugarvatni þó hann spili með Þórsurum í handboltanum. Páll sagðist hlakka mikið til að spila með Þór á nýjan leik. „Ég vona bara að gömlu félagarnir í KA standi sig. Það er auðvitað viss söknuður að Bayern Nú þegar þrettán umferðum er lokið í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur Bayern Munchen náð tveggja stiga for- ystu eftir að hafa lagt nágranna sína frá Nurnberg að velli. Það er ætíð mikið um dýrðir þegar þessi tvö lið frá Bayern mætast og það er ávallt uppselt á völlinn nokkr- um vikum áður en leikir liðanna fara fram. Sl. laugardag lögðu rúmlega sextíu og fimm þúsund manns leið sína á Ólympíuleik- vanginn í Munchen og fylgdust með gífurlega fjörugri viðureign. Þar sem Bayern var mun sterkari aðilinn allan leikinn, en það var eins og svo oft áður í vetur, fram- herjar Bayern komu boltanum hreinlega ekki inn fyrir niarklínu andstæðingsins. Það var ekki fyrr en á 85. mín. sem þýski landsliðs- maðurinn og varnarmaðurinn, Thomas Helmer, skoraði sitt fimmta mark í vetur og eina mark leiksins eftir góðan undir- búning Ziege. ■ Christof Daum, þjálfari Stuttgart, hefur ekki verið ánægður með leik sinna manna undanfarið, enda uppskeran ver- ið rýr, og hann breytir liðinu nán- ast í hverjum leik. Um helgina máttu þeir Fritz Walter, marka- kóngur síðasta keppnistímabils og markahæsti leikmaður Stuttgart á þessu tímabili, Golke og Eyjólfur Sverrisson sætta sig við Handknattleil KA hélt 1. di - Völsungur og Þc Un helgina var 2. fjölliðamótið í 2. flokki. KA keppti í 1. deild og hélt sæti sínu í deildinni en Völsungur og Þór kepptu í 2. deild. í 1. deild voru 5 lið og hafnaði KA í 3. sæti. Liðið vann Stjörn- una 20:15 og Fram 14:13 en tap- aði fyrir KR 14:22 og Val 13:17. Árni Stefánsson þjálfari sagðist vera sæmilega sáttur við árangur- inn en liðið eigi þó að geta gert betur. Völsungar og Þór kepptu í 2. deild. Þórsarar töpuðu öllum sín- um leikjum sem kom nokkuð á óvart. Fyrir FH töpuðu þeir 15:21, 12:19 fyrir Völsungi og 17:30 fyrir Haukum, sem komust upp í 1. deild. Völsungar unnu Hauka 16:15, Þór 19:12 en töp- uðu 10:14 fyrir FH. Þá kepptu Völsungar einnig í bikarkeppn- inni við Hauka og töpuðu 13:18.,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.