Dagur - 17.11.1992, Blaðsíða 13

Dagur - 17.11.1992, Blaðsíða 13
.Þriðjudagur 17. nóvember 1992 - DAGUR - 13 Landsvirkjun: Samþykkir sérstaka skilmála um sölu á umframrafmagni - markmiðið að örva sölu á rafmagni Stjórn Landsvirkjunar hefur samþykkt sérstaka skilmála um sölu á umframrafmagni sem gera ráð fyrir afslætti á verði forgangsrafmagns til stórra rafmagnskaupenda er gildi í 5 ár, frá og með 1. janú- ar 1993. Afslátturinn nemur einni krónu á kWst og er markmiðið með honum að örva sölu á rafmagni. Rétt til að kaupa umfram- rafmagn með afslætti eiga þeir rafmagnsnotendur sem skuld- binda sig til kaupa eftir sem áður jafn mikið forgangsrafmagn á ári á forgangsrafmagnsverði og þeir hafa keypt á sl. 12 mánuðum áður en þeir hefja kaup á umframrafmagni með afslætti enda hafi slík kaup numið minnst 300 MWst. Þá eiga nýir raf- magnsnotendur rétt á að kaupa umframrafmagn með afslætti séu slík kaup til viðbótar kaupum á 300 MWst á ári á forgangsraf- magnsverði án afsláttar. Heildsöluverð Landsvirkjunar á forgangsrafmagni til almenn- ingsrafveitna er nú að meðaltali um kr. 2,65 á kWst og á afsláttur- inn að skila sér óskertur um raf- veiturnar til viðskiptavina þeirra. Verð rafveitna á forgangsraf- magni til flestra stórra notenda er hins vegar á bilinu 4-5 kr. á kWst án vsk. Þeir rafmagnsnotendur sem eiga rétt á afsíættinum og hyggja á aukna notkun geta því fengið umframrafmagn á bilinu 3-4 kr. á kWst án vsk eftir raf- veitum og orkumagni. Kynningarfundur Al-Anon, samtaka aðstandenda alkohólista. í tilefni af 20 ára afmæli Al-Anon á (slandi verður opinn kynningarfundur að Strandgötu 21, Akureyri, miðvikudaginn 18. nóvember 1992, kl. 21.00. ★ Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Til sölu eða leigu 850 m2 iðnaðar- eða verslunarhúsnæði við Hvannavelli. Upplýsingar hjá framkvæmdastjóra í síma 96-21165. Kiwanisklúbburinn Embla á Akureyri: Formlega vígður inn í Kiwanishreyfinguna Um næstu helgi, nánar tiltekið á laugardagskvöld, verða kon- urnar í Kiwanisklúbbnum Emblu á Akureyri, formlega vígðar inn í Kiwanishreyfing- una á Islandi. Vígslan verður með viðhöfn á Hótel KEA og koma fulltrúar umdæmisstjórnar Kiwanis á ís- landi norður til að vera viðstadd- ir. Kiwanisklúbburinn Embla, sem ér fyrsti kvennaklúbbur Kiwanis á Norðurlandi, var stofnaður 25. apríl sl. og eru 28 konur nú í klúbbnum. Kristín Þriggja herbergja íbúð á Brekk- unni til leigu. Bílskúr fylgir. Upplýsingar í síma 23950. Til leigu í Glerárhverfi 3ja herb. raðhús. Laust 1. des. Uppl. í síma 21258 e. kl. 18.00. Sjálfsbjargarfélagar Ak- ureyri. Munið áður auglýstan fé- lagsfund að Bjargi, mið- vikud. 18. nóv. kl. 20.00. Sjálfsbjörg. 19.30. Jólaföndurnámskeið Sjálfsbjargar, verður haldið að Bjargi (félags- sal) mánud. 23. nóv. kl. Leiðbeinandi Svanhvít Jósepsd. Nánari uppl. og skráning þátttak- enda hjá: Baldvin í síma 26888 kl. 12.30-16.30 daglega til föstud. 20. nóv. Félagsmálanefnd. „IVlömmumorgnar“ - opið hús í safnaðar- heimili Akureyrarkirkju. Miðvikudaginn 18. nóv- "ember frá kl. 10-12: Gestaspjall: Séra Þórhallur Höskuldsson: „Hjónabandið“. Allir foreldrar velkomnir með börn sín. Halldórsdóttir er forseti Emblu. I baks í Sunnuhlíð á Akureyri. Vetrarstarfið er hafið og er Áhugasamar konur eru hvattar fundur annan hvern þriðjudag í til að ganga í Kiwanisklúbbinn húsnæði Kiwanisklúbbsins Kald- Emblu. (Fréttatiikynning) Hótel Vertshús á Hvammstanga: Hinir alkunnu harmoniku- leikarar Reynir Jónasson og Grettir Björnsson verða gestir Tónlistarfélags V-Húnvetn- inga annað kvöld, miðviku- dagskvöld, kl. 21. Þeir félagar hafa ekki fyrr spil- að saman á tónleikum sem þess- um og er félagið stolt af því að eiga frumkvæði að því að þeir æfi og spili saman. Á þessum tón- leikum ætla þeir að flytja bæði erlenda og íslenska harmoniku- tónlist. Tónleikar' þessir eru þriðju tónleikar félagsins á þessu starfsári og hvetjum við alla sem geta að koma á Hótel Vertshús annað kvöld til þess að heyra í þeim félögum. (Fréttatilkynning) Þann 15. ágúst sl. voru gefin sam an í hjónaband í Dalvíkurkirkju af séra Jóni Helga Þórarinssyni, Sigrún Huld Jónsdóttir og Atli Snorrason, Karlsbraut 12, Dalvík. Ljósmynd: Ljósmyndastofa Páls Akureyri. Sæfarinn sofandi Iðunn hefur gefið út nýja ljóðabók eftir Þorstein frá Hamri. Nefnist hún Sæfarinn sofandi og er tólfta ljóðabók skáldsins. En auk ljóða- bókanna hafa komið út bæði skáld- sögur og söguþættir eftir Þorstein frá Hamri. Bókin Sæfarinn sofandi skiptist í þrjá hluta og inniheldur þrjátíu og sjö nýleg ljóð. í frétt frá útgefanda segir m.a.: „í þessari nýju bók kveður ef til vill við persónulegri tón en áður hef- ur gætt þegar skyggnst er í hugskot- ið og víða er leitað fanga á vegferð skáldsins. Skáldskapurinn er þó hér sem fyrr fyrst og fremst spurning um manneskjuna sjálfa, samspil hennar við sinn innri mann og við umhverf- ið sitt. Og á listrænan hátt rennur efni og uppbygging Ijóðsins saman í einum farvegi þar sem hugsunin fær mál, formið skynjun. Þorsteinn frá Hamri er trúr lesendum sínum - og þó fyrst og fremst sjálfum sér í þess- ari nýju bók.“ Síðbúin afmœliskveðja Um leið og við viljum óska Verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð til hamingju með 10 óra afmœlið, langar okkur til að senda þeim sérstakar þakkir fyrir fróbœrar móttökur og alla aðstoð og aðstöðu ö afmœlisdögum Sunnuhlíðar. Handverkskonur úr Ólafsfirði. .................................... Efnaverksmiðjan Sjöfn Framkvæmdastjóri Laust er til umsóknar starf framkvæmda- stjóra Ungmennasambands Eyjafjarðar frá og með 1. janúar nk. Vinnutími er breytilegur frá degi til dags, þó föst við- vera á skrifstofu sambandsins frá kl. 13.00-15.00 alla virka daga. Vinnuskylda er 40 klst. á viku. Fullt starf. Umsækjandi þarf að vera vel að sér í almennri skrif- stofuvinnu s.s. bókhaldsvinnslu ásamt allri annarri tölvuvinnslu. Æskilegt er einnig að umsækjandi hafi þekkingu á félagasamtökum sem þessum. Umsóknarfrestur er til 30. nóvember 1992. Upplýsingar eru veittar í síma 96-26257 e.kl. 16.00. Umsóknir skulu berast til: UMSE b/t Þuríður Árnadóttir, Hólabraut 22 • 600 Akureyri. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI YFIRSÁLFRÆÐINGUR Geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri óskar eftir að ráða sérfræðing í klínískri sálar- fræði í stöðu yfirsálfræðings. Um er að ræða af- leysingastöðu til eins árs frá 1. janúar 1993. Viðfangsefni deildarinnar eru fjölbreytt. Áhersla er lögð á samstarf fagmenntaðs starfsfólks að grein- ingu, meðferð og endurhæfingu vegna geðtruflana af ýmsum toga. Sérkennsla er veitt sjúklingum á deildinni. Umsóknir um starfið með upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar Sigmundi Sigfússyni yfir- lækni Geðdeildar F.S.A. Nánari upplýsingarveitiryfirlæknir í síma 96-22100. YFIRIÐJUÞJÁLFI Geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri óskar eftir að ráða iðjuþjálfa. Um er að ræða afleysingu í leyfi yfiriðjuþjálfa deildarinnar til 1. sept. 1993. Iðjuþjálfun er mikilvægur hluti af greiningu og með- ferð sjúklinga deildarinnar, og fer hún að mestu fram í sérstöku húsi að Skólastíg 7 á Akureyri. Hjúkrunar- starfsfólk deildarinnar aðstoðar við iðjuþjálfun sjúkl- inga. Umsóknir um starfið með upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar Sigmundi Sigfússyni yfir- lækni Geðdeildar F.S.A., sem veitir nánari upplýs- ingar í síma 96-22100. I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.