Dagur - 17.11.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 17.11.1992, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 17. nóvember 1992 - DAGUR - 7 Jóhann Sigurðssun átti mjög góðan leik fyrír lið UFA en sigur liðsins byggð- ist þó fyrst og fremst á liðsheildinni. Mynd: Robyn Körfubolti, 1. deild: Enn sigra Þórsarar - lögðu ÍR í jöfnum leik Þórsarar bættu enn einum sigr- inum í safnið þegar þeir tóku á móti liði ÍR á föstudagskvöldið í 1. deild íslandsmótsins í körfu- bolta. Leikur Þórs var nokkuð köflóttur að þessu sinni. Liðið átti góða spretti en datt niður þess á milli. í lokinn vannst þó nokkuð öruggur sigur, 93:74. Þórsarar hófu leikinn af mikl- um krafti og náðu strax góðri for- ystu. Bar þar mest á Davíð Hreiðarssyni. Síðan datt allur botn úr leik liðsins og ÍR náði að saxa verulega á forskotið. Einar Valbergsson hélt Þórsurum á floti í fyrri hálfleik með þriggja stiga körfum en aðrir léku undir getu. Of mikið var byggt á ein- staklingsframtaki í stað þess að láta boltann ganga. í síðari hálfleik lagaðist leikur liðsins til að byrja með en síðan virtist áhugaleysið ná yfirhönd- inni og ÍR náði að jafna með góð- um leik. Þá tóku Þórsarar sig á og voru mun betri síðustu 10 mínút- urnar. Birgir Örn Birgisson átti mjög góðan leik fyrir Þór. Var firnasterkur í vörninni og fiskaði mörg víti. Konráð náði sér einnig vel á strik í síðari hálfleik. Hjá ÍR voru Márus Arnarson og Hilmar Gunnarsson lang bestir og skoruðu 2/3 af öllum stigum liðsins. Lið ÍR var eitt af þeim betri sem keppt hafa hér í vetur. Frekar ungt og á framtíðina fyrir sér. „Þetta var dálítið skrykkjótt hjá okkur en það hafðist. Við virðumst slaka heldur mikið á þegar við komust yfir og ganga illa að halda haus. ÍR er með nokkuð léttleikandi lið og ég er ánægður með sigurinn," sagði Birgir Örn Birgisson sem var sennilega einn besti maður vall- arins. Með sigrinum tryggðu Þórsarar áframhaldandi veru sína á toppi riðilsins. Gangur leiksins: 2:0, 17:6, 21:17, 23:23, 32:29, 43:39, 59:47, 66:57, 71:60, 75:75, 83:77, 90:79 og 93:79. Stig Þórs: Konráð Óskarsson 27, Birgir Örn Birgisson 17, Einar Valbergsson 17, Davíð Hreiðarsson 13, Björn Sveinsson 13, Arnsteinn Jóhnnesson 3 og Þorvaldur Arnarson 3. Stig ÍR: Márus Arnarson 27, Hilmar Gunnarsson 26, Broddi Sigurðsson 14, Guðmundur Einarsson 8, Kristján Henrys- son 2 og Gunnar Þorsteinsson 2. Dómarar: Erlingur Arnarson og Ólafur Hauksson og höfðu þeir góð tök á leikn- um. Körfubolti, 1. deild: Körfubolti, úrvalsdeild: Stólarnir náðu sér ekki á strik UFA sýndi stórleik í Skenununni - ÍR átti aldrei möguleika gegn frískum Ungmennafélagsmönnum Þeir áhorfendur sem mættu í Skemmuna á laugardaginn, sem reyndar voru sorglega fáir, fengu mikið fyrir pening- ana sína, því leikur UFA og IR var bráðskemmtilegur og vel leikinn. Lið UFA átti einn sinn besta leik til þessa og sýndi virkilega hvað býr í liðinu. Lið- ið gerði út um leikinn í síðari hluta fyrri hálfleiks og þrátt fyrir góða baráttu hjá ÍR var sanngjarn sigur UFA, 77:63, aldrei í verulegri hættu. „Þetta small allt saman hjá okkur núna og við spiluðum eins og við ætlum okkur að gera það sem eftir er í vetur,“ sagði Guð- björn Garðarsson hjá UFA. Sig- ur liðsins skrifast fyrst og fremst á liðsheildina með Jóhann Sigurðs- son fremstan í flokki. Liðið skipti ört inná og hélt öllum heitum. Baráttan í vörninni var góð og menn hreyfanlegir í sókninni. Lið ÍR barðist vel allan tímann og náði að saxa nokkuð á forskot UFA undir lokin. Hjá þeim hrökk Broddi Sigurðsson í gang í seinni hálfleik en þetta var þó fyrst og fremst dagur UFA-liðs- ins sem sýndi að leimenn hafa nú náð vel saman og eru til alls lík- legir. Gangur lciksins: 4:4, 6:7, 10:12, 21:14, 28:18, 39:24, 45:28, 53:32, 65:38, 73:54 og 77:63. Stig UFA: Jóhann Sigurðsson 16, Ágúst Guðmundsson 13, Guðmundur Björns- son 11, Eiríkur Sigurðsson 10, Stefán Friðleifsson 8, Mattías Jónasson 7, Þórð- ur Kárason 6, Nick Carilklia 4 og Jón G. Guðlaugsson 2. Stig ÍR: Broddi Sigurðsson 19, Hilmar Gunnarsson 16, Márus Arnarson 9, Björn Leósson 9, Kristján Henrysson 4, Guðni Einarsson 4 og Gunnar Ö. Þor- steinsson 2. Dómarar: Pálmi Sighvatsson og Birgir Valgarðsson og dærndu vel. unnu sanngjarnan sigur 100:71 - Haukar Haukar úr Hafnarfirði unnu sanngjarnan sigur á úrvals- deildarliði Tindastóls þegar liðin mættust í á laugardaginn. Haukar náðu öruggri forustu srax í fyrri hálfleik og héldu henni alit til leiksloka. Þegar flautað var til leiksloka höfðu Haukar skorað 100 stig en Tindastóll 71. Stólarnir byrjuðu illa og það reyndist aðeins forsmekkurinn af því sem á eftir fylgdi. Haukar voru grimmari strax í byrjun með John Rhodes fremstan í flokki. Hann var bæði sterkur í frá- köstunum og grimmur að skora. Haukar voru mun frískari og réðu gangi leiksins og Tindastóll komst aldrei inn í hann. Leikur- inn tapaðist í raun í fyrri hálfeik því staðan í leikhléi var 44:27 fyr- ir Hauka. Stólarnir hittu illa og misnotuðu einnig vítaköstin. Haukarnir sóttu hins vegar grimmt og voru hreyfanlegir í vörninni. Tindastólsmenn áttu mun betri leik í síðari hálfleik. Hittnin var þó léleg og leikurinn um margt áframhaid af fyrri hálfleik. Greinilegt var hvort liðið var betri aðilinn og sigur Hauka var aldrei í hættu. Ingvar Jónsson þjálfari Hauka var ánægður með leik sinna manna. „Ég er mjög ánægður með stigin. Við vorum betri allan leikinn og mótspyrnan var ekki mikil. Við höfðum meiri breidd en greinilegt að meiðsli há Tindastólsliðinu nokkuð,“ sagði Ingvar. Páll Kolbeinsson var ekki jafn hress. „Byrjunin var mjög slæm hjá okkur og það gerði í raun út um leikinn. Þetta var ein- faldlega ekki okkar dagur en það er langur vetur framundan,“ sagði Páll. Flestir í liði Stólanna léku undir getu en John Rhodes var bestur í góðu liði Hauka. SV Gangur leiksins: 8:0, 13:4. 17:9, 32:17, 33:25, 44:27, 50:31, 60:40, 71:52, 82:63, 84:63, 91:67, 100:71. Stig Hauka: Johan Rhodes 28, Jón A. Ingvarsson 18, Pétur Ingvarsson 17, Sig- fús Gunnlaugsson 15, Tryggvi Jónsson 8, Bragi Magnússon 6, Sveinn Stefánsson 4, Þorvaldur Henningson 3 og Jón Ö. Guðmundsson 1. Stig Tindastóls: Christofer Moore 26, Valur Ingimundarson 22, Ingi Þ. Rúnars- son 6, Páll Kolbeinsson 5, Karl Jónsson 4, Haraldur Leifsson 4, Pétur V. Sigurðs- son 2 og Björgvin Rúnarsson 2. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Krist- inn Albertsson og dæmdu ágætlega. Valur Ingimundarson og félagar hans í liði Tindastóls áttu ekki góðan leik er þeir mættu Haukum í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.