Dagur - 17.11.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 17.11.1992, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 17. nóvember 1992 - DAGUR - 9 Haildór Arinbjarnarson £NSKA KNATTSPYRNAN Þorleifur Ananíasson Páll Gíslason mun klæðast Þórsbún- ingnum á næsta sumri og er það mikill fengur fyrir lið Þórs. fara frá liðinu en mér hefur liðið mjög vel hjá KA þessi 2 ár,“ sagði Páll Gíslason að lokum. Örugg forysta Newcastle í 1. defld - ekkert leikið í Úrvalsdeildinni vegna landsleikja Glenn Hoddle leikur nú sem aftasti maður í vörninni hjá Swindon. Hann er jafnframt framkvæmda- stjóri liðsins sem stefnir að sæti í Úrvalsdeild. eitt á toppnum - Eyjólfur út í kuldann að sitja á bekknum. Sú ákvörðun þjálfarans að taka Eyjólf úr lið- inu kom mjög á óvart enda hefur hann leikið mjög vel á þessu keppnistímabili og spilað betur en flestir aðrir leikmenn liðsins. Þessar breytingar þjálfarans skil- uðu litlum árangri á laugardaginn og Stuttgart var heppið að ná markalausu jafntefli gegn Wattenscheid á útivelli. ■ Miklar hræringar voru í þjálf- aramálum hér í Þýskalandi í síð- ustu viku. Holger Osieck, eða „litli Beckenbauer“, eins og hann er oft kallaður, enda var hann aðstoðarmaður Beckenbauer þau sex ár sem hann þjálfaði þýska landsliðið í knattspyrnu og síðan var hann einnig til aðstoðar hjá Olympique Marseille en síð- an skildu leiðir og hann tók að sér að þjálfa Bochum, með litlum árangri og í síðustu viku sagði hann upp störfum enda liðið í neðsta sæti deildarinnar og aðeins búið að vinna einn leik í vetur. Jurgen Gelsdorf, sem hef- ur þjálfað Borussia Mönchenglad- back í vetur, var þá boðin staðan, sem og hann þáði, sagði upp hjá Gladback og hélt til Bochum. ■ Þjálfaralausir leikmenn Glad- bach höfðu ekkert í hið stór- skemmtilega lið Saarbrucken að gera á heimavelli. Bandaríkja- maðurinn Eric Wynalda, sem nú er næst markahæsti leikmaður cur 2. flokkur: sildar sætinu jr kepptu í 2. deild Þjálfarar beggja liða, þeir Jan Larsen og Sveinn Pálsson, voru sammála um að heldur illa hefði verið staðið að skipulagningu mótsins og framkvæmd og virtist sem allan metnað skorti hjá lið- unum fyrir sunnan, sem eiga kost á mun fleiri leikjum en norðan- liðin, að standa almennilega að hlutunum. Leó Örn Þorleifsson var einn besti maöur KA í leikjum helgarinnar. deildarinnar með átta mörk, skoraði tvö mörk fyrir Saar- brúcken í 5:2 sigri liðsins. Sawitschew, Schúler, og Kostner skoruðu hin mörkin þrjú, en Sví- inn Dahlin og Neun skoruðu fyrir heimamenn. ■ Markahæsti leikmaður deild- arinnar er hins vegar Afríkubú- inn Antony Yeboah frá Cana, leikmaður Frankfurt, með níu mörk. Hann tók ekki vel á móti nýja liðinu hans Júrgen Gelsdorf, Bochum, frekar en aðrir leik- menn Frankfurtarliðsins. Yeboah skoraði tvö mörk og Uwe Bein og Schmitt sitt markið hvor, í 4:1 sigri. Wegmann skoraði fyrir Bochum. ■ Það tók leikmenn Hamburger SV ekki nema tuttugu og tvær mínútur að skora þrjú mörk og gera þar með út um leikinn, þeg- ar Iiðið fékk Bayer Uerdingen í heimsókn. Hartmann, Bester og Baron sáu um að skora mörkin þrjú. ■ Köln tókst að rífa sig upp um eitt sæti með heppnissigri á Bayer Leverkusen, sem var í öðru sæti deildarinnar fyrir þessa umferð. Leikurinn fór 1:0 og það var Henri Fuchs sem skoraði sigur- markið, með því að slá boltann í netið á 41. mín. ■ Á föstudagskvöldið fóru fram þrír leikir. Karlsruhe, sem hafði verið á gífurlegu skriði undanfar- ið tapaði stórt fyrir Dynamo Dresden. Maucksch, Rath og Kmetsch gerðu mörk Dresden í 3:0 sigri. ■ Kaiserslautern vann einnig 3:0, í þetta sinn lið Schalke, Markus Marin, sem kom frá Stuttgarter Kickers fyrir þetta keppnistímabil og gerði ætíð mikið af mörkum þegar hann lék þar, skoraði sin tvö fyrstu mörk fyrir Kaiserslautern í deildar- keppninni í vetur. Hotic bætti ‘þriðja markinu við. ■ Skemmtilegasta viðureign umferðarinnar var án efa leikur Borussia Dortmund og Werder Bremen, en þessi lið áttust ein- mitt við í bikarkeppninni um síð- ustu helgi og þá vann Werder 2:0. Leikmenn Dortmund voru staðráðnir í að hefna fyrir sig og lengi vel leit út fyrir að það tækis. Austurríkismaðurinn Herzog kom Werder að vísu yfir á 15. mín. með glæsilegu marki, en fyrirliði Dortmund, Zorc, svaraði fyrir lið sitt með tveimur mörkum, á 28. og 30. mín. Á 72. mín tókst Bode síðan að jafna leikinn fyrir gestina frá Bremen og þar við sat og jafntefli því staðreynd. Árni Hermannsson Vegna landsleikja sem fram fara nú í vikunni var ekkert leikið í Úrvalsdeildinni á Eng- landi um helgina. Leikmenn toppliðanna fengu því lang- þráð frí og koma vonandi endurnærðir til leiks um næstu- helgi. Ekki lá þó knattspyrnan alveg niðri hjá enskum um helgina, því leikið var í 1. deildinni auk þess sem FA- bikarinn er kominn vel á veg. Um helgina var leikin 1. umferð bikarsins, en þá koma 2. og 3. deildarliðin til leiks, en það er ekki fyrr en í 3. umferð sem lið úr Úrvalsdeildinni og 1. deildarliðin flest koma til leiks í keppninni. En lítum aðeins á leiki helgarinnar í 1. deild sem vöktu helst athygli. ■ Lið Newcastle hefur nú yfir- burðastöðu á toppi 1. deildarinn- ar og virðist ekkert geta komið í veg fyrir að framkvæmdastjórinn Kevin Keegan leiði lið sitt upp úr deildinni í vor. Liðið leikur mjög góða knattspyrnu og í liðinu er góð blanda ungra og efnilegra leikmanna og síðan eldri og reyndari manna. Á laugardag bætti liðið enn einum sigrinum í safnið og það á útivelli gegn liði Charlton sem hefur verið í hópi efstu liða í vetur. Þetta var síðasti leikur Charlton á Upton Park leikvelli West Ham, en Charlton hefur notað hann sem heimavöll í vetur. En liðið mun flytja sig að nýju á sinn gamla völl, The Valley fyrir næsta leik. Gevin Peacock efnilegasti leikmaður Newcastle skoraði tvö fyrstu mörk leiksins, en mörg stórlið eru á höttunum á eftir honum, en Keegan hefur ekki viljað selja. Þrátt fyrir að leikmenn Charlton næðu að minnka muninn þá innsiglaði Steve Howey öruggan sigur Newcastle með þriðja marki liðs- ins í leiknum. ■ Swindon hefur ekki síður frægan framkvæmdastjóra þar sem er Glenn Hoddle sem um áraraðir lék með Tottenham og hann leikur jafnframt með Swindon. Og lið hans hóf leikinn gegn Southend með miklum lát- um og komst í 3:0 eftir 25 mín. leik. Liðið virtist ætla að bursta Southend og markahrókur liðsins Craig Maskell hafði skorað tvö mörk á tveim mín. og lagt upp þriðja markið fyrir Martin Ling. En 6 mín. fyrir hlé náði Ian Benjamin að minnka muninn fyr- ir Southend og liðið sótti oft stíft í síðari hálfleiknum. Það var síð- an 8 mín. fyrir leikslok að John Cornwell náði enn að minnka muninn fyrir Southend, en leik- menn Swindon með Hoddle í fylkingarbrjósti í vörninni náði að halda út og tryggja sér sigur- inn í leiknum 3:2. ■ Það leit ekki vel út hjá Tran- mere í hálfleik, aðkomuliðið Brentford 2:0 yfir. Gary Blissett og Marcus Gayle höfðu skorað fyrir liðið sem verðskuldaði for- ystuna og Blissett hafði raunar látið verja frá sér vítaspyrnu. Kenny Irons náði síðan að pota boltanum í netið fyrir Tranmere á 58. mín. og Pat Nevin sem Tranmere keypti af Everton jafn- aði 2:2 með glæsilegu marki 13 mín. síðar. Leikmenn Tranmere höfðu tekið öll völd í leiknum og 7 mín. fyrir leikslok náði Nevin að skora sigurmark Tranmere eftir mikla baráttu og undirbún- ing frá Neil McNab. Tranmere er því ásamt Swindon í öðru til þriðja sæti deildarinnar. ■ Notts County hefur gengið furðu illa það sem af er keppnis- tímabilsins og staðan var ekki glæsileg er 10 mín. voru til leiks- loka í leik liðsins á heimavelli gegn Wolves. Úlfarnir höfðu tveggja marka forystu og áhorf- endur sem flestir voru á bandi Notts County bauluðu á sína menn, enda virtist tap óumflýjan- jlegt. Þá skipti framkvæmdastjór- Gavin Peacock skoraði tvö af mörk- um Newcastle gegn Charlton. inn Neil Warnock sem ekki vildi gefast upp, nýjum leikmanni inná hjá County. Kevin Bartlett eld- snöggur og fljótur sóknarmaður kom inná og vörn Wolves sem hafði haft allt í hendi sér í leikn- um komst loks í vandræði. Með sinni fyrtu snertingu við boltann skoraði Bartlett af stuttu færi og í sinni þriðju snertingu á loka- sekúndum leiksins jafnaði hann 2:2 og tryggði liði sínu óvænt stig. Robert Dennison og Steve Bull höfðu skorað fyrir Wolves og sig- ur liðsins virtist í höfn þar til komið var að varamanninum Bartlett. ■ Barnsley gerði góð kaup er liðið keypti nýlega miðherjann Wayne Biggins frá Stoke City. Það var Biggins sem skoraði bæði mörk liðsins í sigrinum gegn Cambridge á útivelli. ■ Malcolm Allison stjórnaði Bristol Rovers í fyrsta sinn á laugardag, en þessi gamli garpur sem lengi var við stjórnvölinn hjá Manchester City náði þó ekki að hefja starfið með sigri. Bristol Rovers tapaði heima gegn Derby sem hefur verið að sækja mjög í sig veðrið að undanförnu. Paul Kitson náði forystunni fyrir Derby strax í upphafi og þrátt fyrir að Rovers tækist að jafna þá náði Derby að knýja fram sigur í lokin. Þ.L.A. Andy Mutch óskar félaga sínum Steve Bull no. 9 til hamingju með enn eitt markið fyrir Úlfana, en oft vantar herslumuninn hjá liðinu. Urslit Úrvalsdeildin Oldham-Norwich 2:3 Deildabikarinn 3. umferð: Watford-Leeds Utd. 2:1 Endurteknir jafnteflisleikir úr 3. umferð: Liverpool-Sheffield Utd. 3:0 Scarborough-Plymouth 2:1 Wimbledon-Everton 0:1 Úrslit um helgina: 1. deild Bristol Rovers-Derby 1:2 Cambridge-Barnsley 1:2 Charlton-Newcastle 1:3 Grimsby-Bristol City 2:1 Notts County-Wolves 2:2 Oxford-Luton 4:0 Swindon-Southend 3:2 Tranmere-Brentford 3:2 Watford-Portsmouth 0:0 Sunderland-Leicester 1:2 Millwall-West Ham 2:1 Staðan Úrvalsdeildin Norwich 15 9-3-3 27:27 30 Arsenal 15 9-24 22:13 29 Blackburn 15 7-6-2 25:10 27 Aston Villa 15 7-6-2 24:15 27 QPR 15 7-5-3 22:15 26 Coventry 15 6-54 18:18 23 Chelsea 15 6-4-5 22:18 22 Man. City 15 64-5 21:14 22 Man. Utd. 15 5-6414:12 21 Ipswich 15 4-9-2 20:18 21 Liverpool 15 5-4-6 24:24 19 Leeds 15 4-6-5 25:27 18 Middlesbrough 15 4-6-5 23:24 18 Sheff. Wed. 15 4-6-5 16:19 18 Tottenham 15 4-6-5 16:22 18 Sheff. Utd. 15 4-5-6 15:21 17 Everton 15 44-713:1916 Oldham 15 3-6-6 23:26 15 Southampton 15 3-6-612:1715 Wimbledon 15 3-5-7 18:23 14 Crystal Palace 15 1-8-6 19:2111 Nottingham Forest 15 24-9 11:2410 1. deild Newcastle 16 13-1- 2 32:13 40 Tranmere 16 94- 3 30:15 31 Swindon 17 94- 4 31:23 31 Millwall 16 8-5- 3 27:14 29 West Ham 16 8-3- 5 25:13 27 Leicester 17 8-3- 6 20:20 27 Charlton 17 7-5- 5 21:16 26 Wolves 17 6-8- 3 28:17 26 Grimsby 16 74- 5 24:18 25 Derby 17 7-3- 6 27:21 24 Peterborough 15 7-3- 5 24:20 24 Oxford United 16 5-8- 3 25:17 23 Watford 17 6-5- 6 26:27 23 Portsmouth 16 6-5- 5 24:23 23 Bristol City 16 6-2- 8 24:36 20 Brentford 16 5-4- 7 24:20 19 Birmingham 15 54- 613:2319 Barasley 16 5-3- 8 20:1718 Cambridge United 17 4-5-817:3117 Sunderland 16 4-3- 9 20:33 15 Notts County 17 3-6- 8 20:3515 Luton 16 2-6- 8 23:32 12 Southend 16 2-5- 9 14:2611 Bristol Rovers 17 2-3-12 22:46 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.