Dagur - 17.11.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 17.11.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 17. nóvember 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (iþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Án vaxtalækkunar verður ekki samið Atvinnumálanefnd ríkisins og aðilar vinnu- markaðarins hafa haldið marga fundi að undanförnu til að reyna að komast að sam- komulagi um sameiginlegar tillögur í atvinnu- og efnahagsmálum. Síðustu daga hefur viðræðunum miðað hægt og snurða hlaupið á þráðinn. Þar ber hæst að Guðmund- ur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar í Reykjavík og fyrrum formaður Verkamanna- sambands íslands, ákvað um helgina að segja skilið við starfið í atvinnumálanefndinni og hætta þar með þáttöku í viðræðunum. Gagnrýni Guðmundar J. og annarra Dags- brúnarmanna beinist aðallega að grunnhug- myndinni í viðræðunum, þ.e. að færa kostnað frá atvinnurekstrinum yfir á almenning. Þeir sætta sig ekki við þá leið. Eins gagnrýna þeir vinnubrögð fulltrúa Alþýðusambandsins í nefndinni harðlega. Gagnrýni Dagsbrúnarmanna á störf og stefnu atvinnumálanefndarinnar er í senn skiljanleg og rökrétt. Þeir hafa bent á vaxandi skuldsetningu heimilanna og sagt að ef ná eigi þjóðarsamstöðu um aðgerðir í efnahags- og atvinnumálum verði hún að byggja á for- sendum sem launafólk geti sætt sig við. í ályktun sem trúnaðarráð Dagsbrúnar samþykkti í síðustu viku er skorað á ríkis- stjórnina að standa við gefin fyrirheit um að lækka vexti, efla skatteftirlit og bæta atvinnu- ástand. Sú áskorun sýnir glöggt hve bilið, sem þarf að brúa, er í raun breitt. Guðmundur J. Guðmundsson hefur til dæmis bent á að það þurfi beinlínis hugmyndaflug til að ræða um að færa nokkurra milljarða króna kostnað frá atvinnulífinu yfir á launþega, án þess að minnast einu orði á vaxtalækkun. Undir þau orð Guðmundar J. skal tekið. Það er ótrúlegt en satt að hvorki formaður Vinnuveitenda- sambandsins né ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa nefnt lækkun vaxta sem forgangsverk- efni í efnahagsmálunum. Vaxtalækkun er ekki inni í myndinni, að því er virðist. Þó ætti öllum að vera ljóst að raunvextir hér á landi eru allt of háir og þyrftu að lækka um 3-4% án tafar. Hvorki atvinnulífið né heimilin í landinu standa undir þeim okurvöxtum sem nú eru í boði. Atvinnumálanefnd ríkisstjórnarinnar verð- ur að snúa við blaðinu og boða umtalsverða vaxtalækkun sem eitt meginvopnið í barátt- unni sem framundan er. Ef hún gerir það ekki eru boðaðar aðgerðir í efnahags- og atvinnu- málum unnar fyrir gýg. Þær yrðu dæmdar til að mistakast því án vaxtalækkunar verður ekki samið um nokkurn skapaðan hlut. BB. Hvað er parkinsonssjúkdómur? Boð til vöðvanna um að hreyfast, myndast í heila. Boðin berast gegnum bas- ai ganglía til vöðvanna, með hjálp dópamíns sem myndast í substantía nígra. Stjórnun vöðvahreyfinga og þar með hreyfinga útlimanna er hluti af starfi heilans. Jafnvel einföld- ustu hreyfingar krefjast flókins samstarfs heila og vöðva, og til- tölulega litlar skemmdir í heila geta valdið hreyfitruflunum. í parkinsonssjúkdómi skerðist meðal annars geta heilans til að koma hreyfingu af stað. Djúpt inni í heilahvelunum er staðsett- ur fjöldi taugafruma, sem nefnast einu nafni basal ganglía. Neðsti hluti þessa svæðis er dökkbrúnn að lit og nefnist substantía nígra (sortuvefur). Við vitum að í parkinsonssjúkdómi eru það þessar dökkbrúnu taugafrumur sem eru sjúkar. í þessum taugafrumum mynd- ast við eðlilegar aðstæður efni, sem nefnist dópamín. Þetta efni er nauðsynlegt til að taugafrum- an geti starfað á eðlilegan máta, þannig að boð, sem henni berast frá annarri taugafrumu, geti bor- ist áfram rétta leið (sjá mynd 2). Vanti dópamín í heilann koma fram truflanir í vöðvahreyfingum svipaðar og við parkinsonssjúk- dóm. Astæða þessarar truflunar í myndun dópamíns er óþekkt. Það er á hinn bóginn mögulegt, með gjöf lyfja, að koma starfsemi hinna sjúku taugafruma í nær eðlilegt horf á ný, en að því verð- ur vikið hér á eftir. Engir tveir sjúklingar með parkinsonssjúkdóm hafa nákvæmlega sömu sjúkdóms- einkenni, en það eru þó viss ein- kenni sem flestir þessara sjúkl- inga hafa. Flestum sjúklingum finnst hreyfihömlunin vera það ein- kenni, sem mestum óþægindum veldur. Engar lamanir eru, en mjög erfitt getur verið að hefja hreyfingar. Þetta kemur til dæmis í Ijós þegar sjúklingurinn stendur upp úr stól, hneppir hnappi, borðar með hníf og gaffli eða klæðist. Sjúklingurinn getur fram- kvæmt hreyfinguna en ákaflega hægt og treglega. Þessi hreyfi- tregða er mjög óþægileg fyrir sjúklinginn, en þó ekki eingöngu hann, því heilbrigður maki getur þurft að sýna mikla þolinmæði þegar einföld hreyfing tekur langan tíma. Auk hreyfitregðunnar finnur sjúklingurinn fyrir stirðleika í vöðvum og jafnframt skjálfta, einkum í höndum. Þessi skjálfti er verstur þegar sjúklingurinn sit- ur og hvílist en minnkar stundum við hreyfingu. Sumum sjúkling- um finnst skjálftinn óþægilegasta einkennið. Talörðugleikar eru enn eitt einkennið, röddin verður veik og blæbrigðalítil. Með tímanum geta bæst við gangtruflanir, sjúkl- ingurinn verður smástígur, hok- inn og göngulagið hikandi. Jafn- fram getur sjúklingurinn orðið dettinn. Dettnin orsakast af bilun í brautum í heilanum, sem við eðlilegar aðstæður sjá til þess að við höldum jafnvægi, en þessar brautir eru háðar taugafrumum þeim í basal ganglía sem áður var minnst á. Venjulega er sjúkdómurinn mjög vægur í upphafi, en getur síðan versnað með árunum, og þá oft hægt og sígandi. Auk þess getur ástandið verið mjög breyti- legt, bæði frá degi til dags, en einnig geta komið löng tímabil þegar sjúklingnum líður sérstak- lega vel eða illa. Jafnframt geta orðið umtalsverðar sveiflur á ein- um og sama degi. Enginn getur skýrt þessar sveiflur en flestir sjúklingar með parkinsonssjúkdóm þekkja þær af eigin raun. Greinilegt er að geðrænt ástand hefur mikil áhrif á einkenni sjúklingsins. Þetta þýðir þó ekki að um geðsjúkdóm sé að ræða, því það er jú vitað að sjúkdómurinn orsakast af truflun í efnaskiptum heilans svo sem að framan er getið. Vegna svipbrigðaleysis og lágr- ar hikandi raddar, virðast sumir parkinsonssjúklingar treggreindir eða andlega skertir. Sýni maður þolinmæði kemur þó oft í ljós að maður getur náð mjög góðu sam- bandi við sjúklinginn auk þess sem í ljós kemur að andlegt ástand er alveg eðlilegt. Þó er þess að geta að langt genginn parkinsonssjúkdómur getur haft í för með sér minnistruflanir. Félag parkinsonssjúklinga á Akureyri og nágrenni. Greinin er unnin upp úr fræðsluriti Park- insonssamtakanna á íslandi. Greinaröð um parkmsonssjúkdómiim Félag parkinsonssjúklinga á Akureyri og nágrenni efnir til fræðslu- og kynningarfundar í Glerárkirkju næstkomandi laug- ardag. Af því tilefni munu nú í vikunni birtast þrjár greinar í Degi frá félaginu um parkinsonssjúkdóminn og læknismeðferð til að stemma stigu við honum. Fyrsta greinin birtist hér að ofan en hinar tvær síðar í vikunni. Ritstj. Almennt námskeið um kristið líf og kristinn vitnisburð í marsmánuði í vetur mun hinn frægi bandaríski prédikari Billy Graham halda kristilegar sam- komur í Essen í Þýskalandi. Hann hefur haldið slíkar sam- komur víða út um heim og hefur ætíð fylgt þeim mikil trúarvakn- ing. Efni frá fimm samkomum í Essen, 17.-21. mars, mun verða sent til allra Evrópulanda um gervihnött. Ráðgert er að taka við þessum sendingum á nokkr- um stöðum á íslandi, þar á meðal á Akureyri, og verður efninu varpað á skerm þannig að sem flestir geti notið þess sem þarna fer fram. Mun allt efnið vera túlkað á íslensku. Væntanlega verða samkom- urnar á Akureyri í Glerárkirkju. Það eru kristilegir söfnuðir og hópar sem standa að því að undirbúa þessa samkomuröð hér á landi, svo sem ýmsir þjóð- kirkjusöfnuðir, kristilegir hópar eins og Hjálpræðisherinn, KFUM og KFUK, Kristniboðs- hreyfingin svo og Hvítasunnu- söfnuðurinn og Sjónarhæðastarf- ið á Akureyri. I undirbúnings- nefnd á Akureyri eru: Bjarni E. Guðleifson, Gunnlaugur Garð- arsson, Jogvan Purkhus, Jón Oddgeir Guðmundsson, Niels Jakob Erlingsson, Ólafur Dan Snorrason og Vörður Trausta- son. í frétt frá undirbúningsnefnd segir m.a.: „Enn eru nokkrir mánuðir í þennan viðburð, en undirbúning- ur er þegar hafinn, og ætla aðstandendur sjónvarpsmóttök- unnar hér að undirbúa þetta Ivandlega. Þess vegna verður nú boðið upp á námskeið fjögur næstu miðvikudagskvöld. Nám- skeiðin eru öllum opin, sem vilja fræðast um kristið trúarlíf og kristinn vitnisburð. Er námskeið- ið hugsað sem upphitun og undir- búningur fyrir hinn mikla við- burð í mars, en þess er vænst að mikill fjöldi sæki sjónvarps- útsendingarnar. Allir eru vel- komnir á námskeiðið, en fyrsta samverustundin hefst kl. 20.30 í húsi KFUM og KFUK í verslun- armiðsöðinni í Sunnuhlíð mið- vikudaginn 18. nóvember. Næstu námskeiðskvöld verða svo í Hvítasunnukirkjunni miðviku- daginn 25. nóvember, Hjálpræðis- hernum 2. desember og á Sjónar- hæð 9. desember. Kennari verð- ur Bjarni E. Guðleifsson.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.