Dagur - 18.11.1992, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 18. nóvember 1992
Spurning vikunnar
Veist þú hverjir eru
þingmenn fyrir Norðurlands-
kjördæmi eystra?
Spurt í Verkmenntaskólanum á Akureyri
Axel Vatnsdal:
Nei, ég veit ekki hverjir þeir
eru.
Birgir Guðjónsson:
Nei - þingmenn - nei, það veit
ég ekki.
Ólafur Fossdal:
Ha - þingmenn - nei, það hef
ég ekki hugmynd um.
Elín Margrét Kristjánsdóttir:
Ég hef ekki hugmynd um hverjir
eru þingmenn kjördæmisins.
Sigmundur Valgarðsson:
Nei, ekki hugmynd.
Betri nýting hrognkelsa og þróun grásleppukavíars:
Ef vel tekst til getur ísland skapað
sér verulega sérstöðu á kavíarmörkuðum
Margur landinn kann að spyrja
þeirrar spurningar hvað er að
frétta af þeirri vinnu sem fram-
kvæmd hefur verið í þróunar-
og markaðsmálum hrognkelsa.
Örn Pálsson, framkvæmda-
stjóri Landssambands smá-
bátaeigenda, segir verkefnið
tvíþætt. Annars vegar er verk-
efni sem heitir „Betri nýting
hrognke!sa“ og hins vegar er
verkefnið „Þróun styrju-
grásleppukavíars“. Verkefnin
eru kostuð af grásleppukörlum
með styrk frá Rannsóknaráði
ríkisins. Verkefnisstjórar eru
Halldór Þórarinsson matvæla-
verkfræðingur hjá Rannsókna-
stofnun fiskiðnaðarins (Betri
nýting hrognkelsa) og dr. Guð-
mundur Stefánsson deildar-
stjóri hjá Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins (Þróun styrju-
grásleppuka víars).
Betri nýting hrognkelsa
Sem heiti verkefnisins bendir til
er markmiðið að bæta nýtingu
hrognkelsa með þróun nýrra
markaðshæfra afurða úr fiskin-
um, samhliða því að unnið verði
með hrognin. I verkefninu er leit-
ast við að svara eftirfarandi
spurningum:
Hvaða markaðshæfu afurðir
má vinna úr hrognkelsinu þannig
að nýta megi betur þann fisk sem
úr sjó kemur? Stefnt er að því að
í kjölfar verkefnisins megi bæta
nýtingu aflans úr 25% upp í allt
að 60%.
Örn Pálsson segir þær afurðir
sem unnar eru í dag úr hrogn-
kelsunum vera nær eingöngu
söltuð grásleppuhrogn og kavíar.
Að meðaltali hafa verið unnin
um 1500 tonn af hrognum árlega
sl. 20 ár. Með verkefninu má, ef
vel tekst til, auka verðmæti aflans
til muna.
í greinargerð stendur: „Hvað
markaðsmál áhrærir þá er nú
þegar áhugi fyrir frystum
grásleppuhrognum í Japan. Fryst
þídd hrogn verða jafnframt not-
uð við þróun á nýjum kavíar
(sbr. verkefnið „Próun styrju-
grásleppukavíars"). Ef unnt er
að þróa gæðameiri kavíar úr
frystum hrognum getur það vald-
ið umbyltingu í vinnslu hrogna
hér á landi. Aðilar frá Singepore,
Malasíu, Hong Kong og Taiwan
hafa einnig sýnt öðrum afurðum
svo sem lifur, sviljum og holdi
áhuga. Þá hafa borist fyrirspurnir
og pantanir frá Frakklandi um
grásleppuflök."
Lýsing á framkvæmd
í fréttabréfi Landssambands
smábátaeigenda segir að í dag
felist verðmæti aflans í hrognum
grásleppunnar. Öðrum hluta afl-
ans er að mestu hent og er nýting
aflans því ekki nema um 25%.
Til þess að geta aukið verðmæti
aflans er nauðsynlegt að rann-
saka og þróa nýjar afurðir úr
hrognkelsinu. Hin hefðbundna
vinnsla grásleppuhrogna hefur
verið rannsökuð töluvert á síðast
liðnum árum en þekking manna á
td. frystum hrognum hefur verið
mjög takmörkuð.
„Verkefnið fór af stað á árinu
1991 í framhaldi af forverkefni
sem Rannsóknaráð ríkisins
styrkti. Vegna þess hversu seint
fjármunir komu í verkefnið á
vertíðinni 1991 var því að miklu
leyti frestað um eina vertíð. Þó
var sett af stað tilraun með fryst-
ingu hrogna og geymsluþol í
frystigeymslu, sem stendur enn
yfir. Fylgst er með áhrifum
saltstyrks, nýtingu, þránun,
örverum og styrkleika hrogna
auk þess sem hrognin eru skyn-
metin af þjálfuðum hópi mats-
manna. Saltupptaka hrogna í
missterkum pækli var mæld.
Hafnar voru nýtingarmælingar á
grásleppu sem haldið var áfram á
nýliðinni vertíð.
Á vertíðinni var gerður saman-
burður á hrognum sem tekin voru
sunnanlands og norðan. Því hef-
ur lengi verið haldið fram að
stærðarmunur sé á grásleppu-
hrognum milli Iandshluta en eng-
ar haldbærar niðurstöður eru til
því til staðfestingar. Á vertíðinni
voru rannsakaðar alls 160 grá-
sleppur veiddar sunnan- og
norðanlands yfir allt veiðitíma-
bilið. Stærð, þroskastig, litar-
dreifing og efnasamsetning var
rannsökuð. Þær upplýsingar sem
fást úr þessum rannsóknarhluta
eru mjög mikilvægar til þess að
hægt sé að meta hvar og hvenær
hrognin henta best til vinnslu.
Þá var á vertíðinni einnig gerð
tilraun með þíðingu hrogna.
Frosin söltuð og söltuð hrogn
verða þídd á mismunandi vegu
og rannsakað hvaða áhrif hitastig
og umhverfi hafa á gæði hrogn-
anna. Könnuð voru áhrif
umbúða á nýtingu hrogna eink-
um áhrif lögunar og stærðar,"
segir í greinargerð.
Rannsóknir sem
framundan eru:
Örn Pálsson bendir sérstaklega á
rannsóknir sem framundan eru.
Þar segir: „Aukaafli: Lögð verð-
ur áhersla á hold grásleppunnar.
Á tímabilinu verður gerð
geymsluþolsrannsókn á ferskri
grásleppu þar sem skemmdar-
ferill holdsins verður rannsakaður.
Sambærileg rannsókn á grásleppu
virðist hvergi hafa verið gerð en
niðurstöður þessarar rannsóknar
er mikilvægur grunnur fyrir frek-
ari vinnslu á holdinu. Þessi rann-
sókn svarar spurningum eins og
hvað geyma megi slægða grásleppu
og/eða grásleppuflök lengi fyrir
frekari vinnslu. Nýtingarmæling-
ar fyrra árs benda til þess að nýta
megi u.þ.b. 15 til 20% gráslepp-
unnar sem flök og verður flaka-
vinnsla á grásleppu þróuð. Þetta
er nauðsynlegt vegna þess hversu
frábrugðin grásleppan er hefð-
bundnum nytjafiskum. Forathug-
anir á holdi grásleppunnar benda
til þess að fita hennar sé rík af
Omega-3 fitusýrum, en þær hafa
mikið hollustugildi, og verður
það rannsakað nánar.
Gert verður átak, hér innan-
lands, í að breyta ímynd grá-
sleppunnar sem matfisks með
kynningum á veitingastöðum,
stórmörkuðum og í fjölmiðlum.
Grásleppuflök verða fryst og
sendar tilraunasendingar á mark-
aði í Evrópu (er þegar hafið) til
þess að rækta þau sambönd sem
náðst hafa og hvetja til sölusamn-
inga á þessari afurð. Þá verða
gerðar tilraunir með reykingu á
grásleppu en með fullkomnum
tækjabúnaði aukast líkur á að
hægt sé að þróa reyktar afurðir úr
henni. Þá er í bígerð að hefja til-
raunir á vinnslu marnings úr
grásleppu en hlaupeiginleikar
holdsins geta hugsanlega verið
heppilegir við marningsgerðina.
Prófuð verður vinnsla marnings
eingöngu úr grásleppu en einnig
blöndu af grásleppu og öðrum
fiski. Ef vel tekst til verður haldið
áfram með frystingu á grásleppu-
marningi.
Lifur er um 5% af heildar-
þunga grásleppunnar. Á tímabil-
inu verða gerðar tilraunir með
vinnslu á grásleppulifur og þá
stuðst við tilraunir sem gerðar
voru á stofnuninni á árunum 1972
og 1973.
Þá verður haldið áfram með
frystitilraunir hrogna. Rannsök-
uð verða áhrif frystihraða og
þiðnunar. Hrogn eru forsöltuð og
fryst í plötufrysti, lausfrysti og í
köfnunarefnisfrysti og fylgst með
þeim áhrifum sem mismunandi
frysting hefur á frystigeymslu
hrogna.“
Þróun
styrjugrásleppukavíars
í upphafi er litið til gagnsemi og
þar segir: „Grásleppuhrogna-
kavíar er ein helsta útflutnings-
afurð íslensks lagmetisiðnaðar
um þessar mundir. Afurðin er
unnin úr hraðsöltuðum grásleppu-
hrognum og hefur mikil aukning
átt sér stað í fullvinnslu hrogn-
anna hér á landi síðustu ár. Árið
1981 voru flutt út 126 tonn af
grásleppuhrognakavíar en árið
1990 var útflutningurinn 1.050
tonn. Helstu markaðir fyrir
afurðirnar eru í Frakklandi,
Þýskalandi og í Bandaríkjunum.
Verð fyrir afurðirnar eru hins
vegar lágt í samanburði við eigin-
legan kavíar, styrjukavíar. Verð
á hvert kg. af fullunnum grá-
sleppukavíar til neyslu er á bilinu
2.000 til 3.000 krónur á kíló en
fyrir styrjukavíar er verð til neyt-
enda á bilinu 25.000 til 140.000
Helgi Kristjánsson, grásleppukarl á Húsavík nýkominn úr róðri. Mynd: im