Dagur - 18.11.1992, Síða 7

Dagur - 18.11.1992, Síða 7
Miðvikudagur 18. nóvember 1992 - DAGUR - 7 Áhugaljósmyndaklúbbur Akureyrar: Sýning opnuð í Safnaðar- hftimilinn um næstu helgi Fyrsta samsýning Ahugaljós- myndaklúbbs Akureyrar (ALKA) verður opnuð í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju nk. laugardag kl. 14. Sýningin verður opnin til kl. 21 þann dag. A sunnudag verður sýn- ingin opin kl. 15 til 21, þá verð- ur sýningin opin á sama tíma 28. og 29. nóvember. Að sögn Halldórs Guðlaugs- sonar, sem er klúbbfélagi og ann- ar umsjónarmaður sýningarinn- ar, munu um 30 félagar í ÁLKA sýna myndir á sýningunni og koma á bilinu 1-6 myndir í hlut hvers. „Parna verða sýnd þau verkefni sem menn hafa verið að fást við. Við vonumst til þess að sýningin gefi ágætis þverskurð af viðfangsefnum klúbbfélaga. Kveikjan að sýningunni var sú að þessi klúbbur hefur nú starfað á annað ár og við töldum að tími væri kominn til að kynna klúbb- inn með þessum hætti,“ sagði Halldór. Margar athyglisverðar ljósmyndir verða á sýningunni sem hefst nk. laugar- dag. Þessa mynd tók Benedikt H. Sigurgeirsson. Hann sagði að starfsemi klúbbs- ins væri töluvert öflug, en í hann eru skráðir á bilinu 40-50 félagar. Haldnir eru fundir mánaðarlega í Dynheimum og þar hefur klúbb- urinn aðgang að myrkraherbergi. ÁLKA stóð fyrir því að fá árlega sýningu blaðaljósmyndara norð- ur og tókst hún mjög vel. Þá efndi klúbburinn sl. sumar til ljósmyndamaraþons, þess fyrsta hér á landi, og tókst það framar vonum. Pá er þess að geta að ÁLKA útvegar leiðbeinendur á ljósmyndanámskeið félagsmið- stöðvanna á Akureyri. óþh Sunnudagsmorgunn og sigin grásleppa. krónur á kíló. Styrjukavíar er vinsælasta og dýrasta kavíarvar- an á markaðnum í dag. Hann er unninn úr ferskum hrognum og eiginleikar hrognanna tapa sér Mynd: KGA aldrei við vinnsluna. Styrjukavíar kemur einkum frá Rússlandi og fran (úr Kaspía- hafi); u.þ.b. 500 tonn eru flutt út árlega. Hins vegar er uppspretta hrognanna, styrjan, að verða uppurin vegna ofveiði, mengunar o.fl. þátta. Eftirspurn eftir kavíar hefur vaxið mikið á undanförn- um árum. Þetta hefur leitt til þróunar á ýmsum eftirlíkingum af eiginlegum kavíar. Núverandi grásleppuhrognakavíar er einn af þessum eftirlíkingum, með um 80% hlutdeild af eftirlíkinga- markaðinum.“ í greinargerð segir um grá- sleppuhrognakavíarinn að hann sé hins vegar ódýr (og slæm) eftirlíking af styrjuicavíar. Áferð, bragð og lit er ábótavant. Þess fyrir utan eru allar þær þjóðir sem framleiða grásleppuhrogna- kavíar að framleiða meira eða minna sömu vöruna á sama markaðssvæði; ekki skiptir máli hvort verksmiðjan er íslensk, dönsk, norsk eða þýsk, uppskrift- irnar eru allar í svipuðum dúr. Allar verksmiðjurnar nota hrað- söltuð grásleppuhrogn (frá ís- landi, Noregi og Kanada) við framleiðsluna, sem er útvötnuð, lituð, bragðbætt, þykkt og rot- varin. „Til að koma með nýja vöru, sem líkist styrjukavíar, úr þessu hráefni þarf að umbreyta vinnslu grásleppuhrogna. Saltinnihald styrjukavíars fer aldrei yfir 3 til 5%. Gráleppuhrognin eru í dag söltuð að 12% styrk til að rot- verja þau, þar sem framleiðslu- tímabil þeirra er stutt. Hér áður fyrr var þetta nauðsynlegt en nú eru aðstæður aðrar og því unnt að kanna möguleika á því að nota fersk eða fryst þídd hrogn til framleiðslu á nýrri afurð. Líklegt er að til þessarar framleiðslu þurfi að velja hrogn sem eru af réttu þroskastigi og stærð. Á fyrsta ári verkefnisins er áherslan annars vegar á hrognin sjálf, Stórhljómleikar Bubba Morthens og kúbönsku hljómsveitarinnar Sierra Maestra í íþróttahöll KA miðvikudaginn 18. nóvember kl. 21 Forsala aðgöngumiða í Radíónaust Geislagötu 14 og á hljómleikastaðnum frá kl. 18 þroskastig þeirra, stærð, fersk- leika, nýja vinnslu og varðveislu. Þessi þáttur verður unninn að miklu leyti í samvinnu við verk- efnið sem að framan er greint frá („Betri nýting hrognkelsa"). Hins vegar verður lögð áhersla á þróun nýrra afurða úr bestu grásleppuhrognunum sem líkist styrjukavíar í útliti, bragði og áferð. Rétt er að taka það fram að hér er um hagnýtt rannsókna- verkefni að ræða; ekki er unnt að fullyrða hvort grásleppuhrogn henti til þessarar framleiðslu né hversu stór hluti þeirra; ekki er heldur unnt á þessu stigi að full- yrða að það sé tæknilega mögu- legt að ná úr grásleppuhrognun- um sömu gæðum og í styrju- kavíar. Til að tryggja sem bestan árangur kaupir verkefnið ráðgjöf frá einum færasta kavíarsérfræð- ingi í heiminum, Dr. Vulf Sternin í Kanada. Þessi sérfræðingur hef- ur m.a. átt stóran þátt í því að koma laxakavíarvinnslu á í Kanada og styrjukavíarvinnslu í Kína. Ef allt gengur að óskum er stefnt að því að kynna vöruna á Anuga sýningu í október 1993. Rétt er að benda á að þótt mikill árangur hafi áunnist á íslandi undanfarin ár í fullvinnslu grá- sleppuhrogna þá eru ýmsar blik- ur á lofti. Ef af EES samningi verður árið 1993 þá fellur niður tollur af norskum grásleppukaví- ar (30%) til EB landa. Engin toll- ur hefur hins vegar verið á íslenskum grásleppuhrognakaví- ar til EB Ianda. ísland hefur þó þá sérstöðu að framleiða 40% af öllum grásleppuhrognum í heim- inum; hér ætti því að vera unnt að hafa frumkvæði að þróun og markaðssetningu nýrra afurða úr þessu hráefni. Ef vel tekst til í þessu verkefni og markmið þess uppfyllt þá getur ísland skapað sér verulega sérstöðu á kavíar- mörkuðum.“ ój Miðilsfundur Gleðin og hamingjan Garðar Björgvinsson verður með almennan miðilsfund í Húsi aldraðra í kvöld kl. 20.30. Miðlað verður upplýsingum frá Michael um gleðina og hamingjuna. Fyrir og eftir fundinn verður tekið á móti pöntunum í einkatíma og innritað á námskeiðið „L/'fðu / gleði“. Aðgangseyrir kr. 700. Allir velkomnir. Óskilahestur - Uppboð í Ysta-Gerði í Eyjafjarðarsveit, sími 31265, er í óskil- um brúnn hestur, ca. 3ja vetra gamall, ómerktur. Hesturinn verður seldur á opinberu uppboði að Ysta- Gerði miðvikudaginn 25. nóv. 1992 kl. 16.30, verði hans ekki vitjað áður og gegn greiðslu áfallins kostn- aðar. Hreppsstjórinn Eyjafjarðarsveit. Auglýsendur takið eftir! Skilafrestur auglýsinga í helgarblöðin okkar er kl. 14.00 ó fimmtudögum. auglýsingadeild, sími 24222 Opið frá kl. 8-17 virka daga, nema föstu- daga frá kl. 8-16. Ath! Opið í hádeginu.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.