Dagur - 28.11.1992, Side 11

Dagur - 28.11.1992, Side 11
Laugardagur 28. nóvember 1992 - DAGUR - 11 Tónlist Djass með Paul Weeden Djassgítaristinn Paul Weeden er Norðlendingum af góðu kunnur til margra ára. Hann hefur haldið mörg námskeið í djassleik hér á landi og var með námskeið á Ak- ureyri fyrir ekki löngu. Því lauk með tónleikum í Alþýðuhúsinu, þar sem hann sjálfur kom fram með kvartett, sem, vegna veik- inda, var ekki að fullu skipaður föstu liði sínu. Kvartettinn, rétt skipaður, hélt tónleika í Tjarnarborg á Ólafs- firði laugardaginn 21. nóvember. Hljóðfæraleikarar, auk Pauls Weedens, voru Sigurður Flosa- son á altsaxafón, Tómas R. Ein- arsson á kontrabassa og Guð- mundur R. Einarsson á tromm- ur. Allt eru þetta þungavigtar- menn í íslensku djasslífi, svo að hér var um verulega athyglisverð- an tónlistaratburð að ræða fyrir þá, sem hafa áhuga á og gaman af sveiflu og djassi. Því miður var bragur umhverf- isins í Tjarnarborg ekki sá, sem æskilegur hefði verið. Salurinn var kaldur og áhorfendur sátu í stólaröðum. Miklu betur hefði farið á því að halda þessa tón- leika í minni og hlýlegri salar- kynnum, svo sem á hótelinu. Þrátt fyrir umhverfið, voru djassistarnir á sviðinu í góðu formi. Paul Weeden leiddi tón- leikana sem kynnir. Hann er lip- ur í því hlutverki ekki síður en á gítarinn, sem hann lék á af snilld. Þar var hann greinilega á heima- velli. Hljómaraðir ultu fram ásamt með léttum og hárréttum brotnum hljómum, skölum og fallegum spuna, sem iðulega var fallega unninn úr smástefjum, sem til urðu í hita leiksins. Sigurður Flosason tók hverja sólóna annarri glæsilegri jafnt hvað snerti tæknilega getu og hugmyndaauðgi í spuna og úr- vinnslu. Ekki síst kom geta hans Hjálpræðisherinn á Akureyri: „Leið tfl lausnar“ heimahús og veita aðstoð fólki, sem vegna aldurs, sjúkleika eða fötlunar á erfitt með að fram- kvæma hluti, sem öðrum veitist auðvelt að framkvæma. Aðstoðin getur verið fólgin í t.d. að tala við fólk, lesa fyrir sjóndapra, fara í sendiferðir, inna af hendi smá lagfæringar o.fl. Fyrst um sinn verður síma- tími á fimmtudögum kl. 10-12. Á öðrum tímum tekur símsvari við skilaboðum. Símanr. þjónust- unnar „Leið til lausnar" er 11299.“ (Fréttatilkynning) Styrkur með jólafund „Hjálpræðisherinn vill minna á þjónustutilboð fyrir aldraða og öryrkja í heimahúsum. Þessi þjónusta er fólgin í, að aðilar á vegum Hjálpræðishersins fara í Nemendatónleikar Tórnnenntaskólans Fyrstu nemendatónleikar Tón- menntaskólans á Akureyri á þessu starfsári verða haldnir í Hljómborg að Óseyri 6 á Akur- eyri á morgun, sunnudaginn 29. nóvember. Eldri og yngri nemendur skólans flytja fjöl- breytta efnisskrá. Nýstofnuð hljómsveit yngri nemenda skól- ans mun koma fram í fyrsta skipti. Einnig mun Hornaflokkur Tónmenntaskólans leika. Að tónleikunum loknum verður haldinn jólamarkaður (basar) til ágóða fyrir hljóðfærasjóð Tón- menntaskólans. Á boðstólum verður fjölbreytt úrval fallegra muna. (Fréttatilkynning) Nýjar bækur í Lóni Styrkur, samtök krabbameins- sjúklinga og aðstandendur þeirra, heldur jólafund í Lóni á morgun, sunnudaginn 29. nóv- ember, kl. 16. Boðið verður upp á kaffi, glens og gaman. Spurninga- keppnin okkar Út er komin bókin Spurninga- keppnin okkar, eftir Guðjón Inga Eiríksson og Jón Sigurjónsson. Þetta er framhald bókarinnar Spurningakeppnin þín, sem kom út í fyrra. „f nýju bókinni eru 600 skemmti- legar og fræðandi spurningar og gát- ur sem enginn fróðleiksfús keppnis- maður ætti að láta fram hjá sér fara. Þær eru samdar þannig að vel hent- ar að leggja þær fyrir tvö lið eða tvo einstaklinga sem keppa - því að jafnan eru tvær í senn um áþekk efni og álíka léttar eða þungar...“, segir m.a. í frétt frá útgefanda. Bókin er 127 blaðsíður að stærð. Útgefandi er Æskan. Zombí Út er komin ljóðabókin Zombí eftir Sigfús Bjartmarsson. Sigfús hefur áður meðal annars gefið út ljóða- bækurnar, Hlýja skuggana og Án fjaðra, smásagnasafnið Mýrarengl- arnir falla og þýðingar á verkum Borgesar. f frétt frá útgefanda segir m.a.: „í þessu ljóðasafni stillir Sigfús sér upp á móti goðsögninni um Zombí, hin- um vorkunnarverða uppvakningi sem í gegnum tíðina hefur 'öðlast ólíkar merkingar í hugum fólks og gengið í önnur hlutverk en það að vera einungis skynlaus þræll þess sem vekur hann upp. Þegar skáld- skapur Sigfúsar er lesinn er eins og maður standi með fæturna í hrjúfum og nöktum jarðvegi, þar sem hvorki er að finna íslenskan fjalldrapa eða erlendan grátvið og yfir manni vaki heiður og óendanlegur himinn." í heimavist Bókaútgáfan Æskan hefur sent frá sér bókina / heimavist. Bókin er sjálfstætt framhald af bókini, Dýrið gengur laust, eftir barna- og ungl- ingabókahöfundinn Hrafnhildi Val- garðsdóttur. í frétt frá útgefanda segir m.a.: „Þetta er hröð og spennandi ungl- ingasaga um 15 ára krakka sem fara í heimavistarskóla - og lífið breytir um svip. Vinirnir Gústi, Þröstur og Jónas hafa allir alist upp í litlu sjáv- arþorpi og það er því alveg ný reynsla fyrir þá að vera í fjölmennum skóla þar sem félagslífið er fjörugt. Það gengur á ýmsu og þeir kynnast lífinu í sinni grimmustu mynd en einnig ástinni sem aldrei er langt undan. Þessi vetur í heimavistar- skólanum verður afdrifaríkur fyrir þá vinina - hvern á sinn hátt.“ / heimavist er fimmta unglinga- bók Hrafnhildar en einnig hafa komið út eftir hana tvær barnabæk- ur og eitt smásagnasafn. skemmtilega í Ijós í laginu Soph- isticated Lady, sem hljómsveitin var beðin um að leika, en hafði ekki á eiginlegu prógrammi sínu. Sigurður tók þar sóló beint af augum og gerði vel. Tómas R. Einarsson sýndi, að hann er vissulega í fremstu röð eða fremstur íslenskra djass- kontrabassaleikara. Bassalína hans var fjölbreytt og lifandi og sóló hans fallega útfærð og meló- dísk. Á fáeinum stöðum var tón- tak ekki alveg rétt í hita leiksins, ^einkum í intrói og sólóum í lag- 'inu Don’t Get Around Much Any More, en í sama lagi nýtti Tómas hins vegar rennsli afar skemmtilega. Guðmundur R. Einarsson sló skinnin af færni og natni jafnt í undirleik sem vel útfærðum sóló- um. Hann beitti trommunum á fjölbreyttan og líflegan hátt þannig að leikur hans var ekki bara taktur, heldur beinlínis samofinn þáttur í leik annarra hljómsveitarmeðlima og jók áherslur þeirra og flutning. Þann- ig á djasstrommuleikur að vera. Reyndar kom fyrir af og til, að ásláttur varð heldur sterkur, en það var ekki oft. Tónleikar Kvartetts Pauls Weedens voru í tengslum við stofnfund Listvinafélags við utan- verðan Eyjafjörð, en hann var haldinn í Tjarnarborg þennan sama dag. Markmið félagsins er að reyna að tryggja aðsókn á listaviðburði, en ekki enn sem komið er að standa fyrir þeim. Þetta er merkilegt framtak og verður forvitnilegt að fylgjast með framgangi þess. Haukur Ágústsson. Frostrásin FM 98,7 Útvarp á Norðurlandi með aðsetur á Akureyri. Erum komnir í loftið! Frostrásin FM 98 Sími 27687 ★ Útvarp með ,7 ||T s sái #£ Fyrir aðventuna Tilbúnar aðventuskreytingar Aðventuskreytíngaefiil: Greni, kúlur, könglar, hringir, skálar o.fl. Jólastjömur í lírvali ySlóntöíxóin^S AKUR KAUPANGIV/ MYRARVEG 602 AKUREYRI SÍMAR 24800 & 24830 PÓSTHÓLF 498 : Hvar er konfekt- meistarinn? Linda hf. og dagblaðið Dagur hafa ákveðið að efna til samkeppni um besta, heimagerða konfektið Keppnin hefur hlotið nafnið Konfektmeistarinn og leitin að þeim ágæta meistara er hafin! Öllum er heimil þátttaka (samkeppninni, eina skilyrðið er að konfektið sé heimatilbúið og að „framleiðendur" hafi uppskriftina og aðferða- fræðina til reiðu, ef eftir því er óskað. ►Þátttakendur þurfa að skila inn 15 konfekt- molum fyrir 14. desember nk. en þá rennur skilafrestur út. Senda á konfektið til Dags, Strandgötu 31, 600 Akureyri, merkt „Konfektmeistarinn". ^•Framleiðslan skal merkt dulnefni en með fylgi rétt nafn, heimilsfang og slmanúmer höfundar í lokuðu umslagi, auðkenndu dulnefninu. ^•Höfundar 10 bestu konfektgerðanna, að mati dómnefndar, fá hver um sig að launum kassa með úrvali af framleiðsluvörum Lindu hf. Hver kassi er að verðmæti rúmlega 10 þúsund krónur. ^•Höfundur þess konfekts, sem dómnefnd telur best, hlýtur enn vænni skerf af góðgæti frá Lindu hf., ársáskrift að Degi og ýmsan annan glaðning. ^•Forráðamenn Lindu hf. munu hugsanlega kaupa uppskrift/ir og framleiðslurétt að konfekti sem sent verður inn I keppnina. ^•Úrslit samkeppninnar verða kunngerð eigi slðar en þriðjudaginn 22. desember nk. m$m Linda

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.