Dagur - 28.11.1992, Side 12

Dagur - 28.11.1992, Side 12
12 - DAGUR - Laugardagur 28. nóvember 1992 Mamma, eg var kosinn Næst á eftir því að vera sæmilega heilsuhraustur og hamingjusamur með konuna og bömin er það mikilvægasta í lífinu það að fá að taka þátt í pólitík. Reyndar ætti að ýta fólki út í pólitík, annað hvort í hagsmunasamtökum sín- um, sveitarstjómarmálum eða landsmálum. Staðreyndin er sú að það er sama hvað menn em upp- skrúfaðir, forstokkaðir og fullir af fordómum um menn og málefni. Þeir læknast flestir af vitleysunni og verða almennilegir menn af því að taka þátt í stjómmálum, flestir. Reykvíkingur sem kemur inn á þing, fullur af því að landsbyggð- arfólkið ræni peningum skattborg- aranna í gæluverkefni, áttar sig fljótlega á því að á landsbyggðinni vilja menn engar ölmusur heldur vilja þeir fá að njóta vinnu sinnar. Og dreifbýlisþingmaðurinn sem kemur til Reykjavíkur með hug- myndir um að þar borði menn dýrindis nautakjöt í öll mál og aki á lúxusdrossíum áttar sig fljótt á því að í Reykjavík er étinn nætur- saltaður fiskur og keyrt á Austur- Evrópskum vömskiptabflum eins og annars staðar. Nokkur ár á Aiþingi geta þannig gert menn umburðarlyndari og betur upplýs- ta um lífið og tilveruna í landinu. Menn fara í stjómmál af ýmsum ástæðum. Til eru auðvit- að þeir sem eru fæddir inn í þau. Feður þeirra lásu Alþingistíðindin yfir þeim í vöggu og í jólagjöf fengu þeir ævisögur merkra stjómmálamanna þegar jafnaldr- amir fengu Tom Swift og Prins Valíant. Svo eru þeir til sem lenda í pólitik af því að vinir og velunn- arar hafa svo mikið álit á þeim að þeir beinlínis ýta þeim af stað. Oft gerist það þegar verið er að setja saman framboðslista í sveitarstjóm eða á Alþingi. Þá koma vinimir og leggja hart að viðkomandi að leyfa nafninu sínu að birtast á listanum. Það getur leitt til þess að menn séu komnir á hraðferð út í pólitíkina áður en þeir vita af. Svo eru þeir til sem lenda á Alþingi vegna glæsilegs ferils í félagasamtökum af einhverju tagi. Þeir hafa kannski verið duglegir formenn hestamannafélaga eða búnaðarsambanda. Þá eru þeir sendir á þing til þess að halda áfram að gæta hagsmuna fólks og ferfætlinga. Sá sem er góður að stjóma hrútasýningum heima í héraði hlýtur að vera góður í að stjóma fundum á Alþingi. Sumir hafa verið ákveðnir í því að fara út í stjómmál frá því að þeir fyrst muna eftir sér. Allir þekkja sögur af þingmönnum og ráðherrum sem byrjuðu ungir að halda ræður í málfundafélögum skóla sinna. Jafnvel kemur það fram í ævisögunum að þeir hafi fyrst talað yfir kúnum í fjósinu fimm ára gamlir. En síðasti hópurinn eru auðvit- að þeir sem lenda á Alþingi alger- lega óvart. Það em þeir sem hafa leyft nafninu sínu að fara til upp- fyllingar einhvers staðar ofarlega á lista og hafa verið fullvissaðir um það af uppstillingamefndinni að það sé alveg útilokað að þeir lendi inni á þingi. Söguhetjan í bókinni Mamma ég var kosinn er einn af þeim. Þórólfur Jónsson leyfði nafninu sínu að fara á lista hjá flokki í Reykjavík af því að hann þótti svo glæsilegur fulltrúi ungu kynslóðarinnar, svona bjart- ur og fallegur. Hann lenti alger- lega óviljandi og óviljugur inn á Alþingi. En þingið er mikilvægur skóli. Það er stundum talað um þing- menn sem forréttindastétt vegna þess að þeir njóti einhvers sem annað fólk í landinu ekki nýtur í kjörum. Hin raunverulegu forrétt- indi alþingismannanna eru þau að fá tækifæri til að kynnast þjóðinni og landinu. Enginn á færi á að vera í eins nánu sambandi við lífið eins og þeir. Þeir geta gengið inn á kontóra hjá frystihússtjórum allt í kringum landið, fengið kaffibolla og spjallað í hálftíma um gengið. Og þegar gamall maður tekur þá út undir vegg í saltfiskverku- narhúsi og sýnir þeim launa- miðann sinn þá em þeir í snertin- gu við lífið. Og þegar skólanem- endur boða þingmanninn sinn á fund með sér og ræða um lánakjör og húsnæðismál þá er hann í sam- bandi. Engin stétt manna á þess kost að læra eins mikið um landið sitt. Sá sem er í fjárlaganefnd þekkir allar brýr á landinu og veit hvar holóttustu kaflamir eru í hring- veginum. Nenni þingmenn á annað borð að lifa fara þeir allt í kringum landið á fundi og í heim- sóknir. Þeir skynja betur en aðrir undirstraumana í stjómmálunum. Átökin um kjörin. Átökin um peningana. Togstreituna milli dreifbýlis og þéttbýlis. Öllu þessu kynnist Þórólfur Jónsson. Því er lýst í bókinni Mamma, ég var kosinn. Og ýmsu fleiru. Guðmundur Einarsson. Greinin hér að ofan er rituð af fyrrverandi alþingismanni, Guðmundi Einarssyni. Hann er cinmitt höfundur bókarinn- ar „Mamma ég var kosinn“, sem Örn og Örlygur hafa sent frá sér. Hér á eftir birtum við kafla* úr bókinni. í baráttusætinu Á síðustu vikum kosningabaráttu þýðir ekkert að reyna að útskýra mál fyrir kjósendum. Allt snýst um menn og slagorð og allra leiða er leitað til að einfalda boð- skapinn. Kosningastefnu í eitt hundrað atriðum er þjappað í eina setningu og margslungnum persónuleika stjórnmálamanns- ins er lýst í einu orði: leiðtogi eða klettur. Þessar síðustu vikur skiptir öllu máli að komast í fréttirnar. Menn reyna að segja eitthvað sem gefur byr undir vængi, helst af því að það er svo gáfulegt. Ef ekkert gáfulegt liggur fyrir er skárra að segja þá eitthvað nógu vitlaust til að komast á blað. Þögnin er verst. Frambjóðandi sem hvorki fær hrós né skammir er vonlaus, nema að honum sé pakkað inn í öruggt sæti framar- lega á lista. Síðustu dagana þarf að nota allt sem maður á og nota það strax. Það er nógur tími til að sofa eftir kosningar og þá er líka tími til að iðrast. En það er aðeins sá sem tapar sem þarf að iðrast. Sigurvegarinn hefur gert allt rétt. Ein aðferðin við að smala atkvæðunum saman á lokasprett- inum er að tala um baráttusæti. Frelsarinn er í baráttusæti. Frels- arann á þing. Hvað sem það kostar. Þá þarf ekki að flækja málið með því að tala um pólitík eða kosningaloforð. Áðeins manninn, eitt orð, frelsarann. Það birtust fleiri skoðanakann- anir næstu daga sem sýndu svip- aða stöðu og DV könnunin. Sam- kvæmt þeim átti flokkurinn að fá þrjá til fjóra þingrtienn í Reykja- vík. í Pressunni var reiknað út hverjir af sitjandi þingmönnum kæmust inn eftir kosningar og birt- ar myndir af þeim sem náðu og þeim sem féllu. Það voru myndir af Þórólfi og Hildi, hlið við hlið, í fallistahópnum. Þórólfi varð hugsað til Hildar. Hvernig skyldi henni ganga? Hann hringdi norður til Akureyr- ar og talaði við Eyjólf. Þetta gengur nokkuð vel hjá okkur hérna fyrir norðan, sagði Eyjólfur. Það er ágætur maður sem tekur við af mér og hann er öllum hnútum kunnugur, enda staðarmaður. Ég átti alltaf eftir að spyrja þig hvað þér gekk til að reyna að troða Ragnari Jónssyni í framboð hérna fyrir norðan hjá okkur. Við getum alveg séð um okkur. Ég var ekkert að reyna að troða honum norður. Formaður- inn bað mig um að kynna sig fyrir honum. Það var allt og sumt. Annað segir Ólafur. Hann seg- ir að þú hafir verið að reyna að koma honum á framfæri. Hvað um það. En það gengur ekki nógu vel hjá Hildi, vinkonu þinni. Ég held að hún sé fallin. Fólk segir að hún sé búin að missa áhugann. Þórólfur velti fyrir sér stöðu sinni. Hvað átti hann að gera? Hann hringdi í Ellert sem var í sætinu fyrir ofan hann. Við föll- um líklega báðir, Ellert, nema kosningabaráttunni sé breytt. Mér finnst ekki rétt að leggja svona mikla áherslu á Ólaf. Hann er eiginlega sá eini sem er aug- lýstur núna. Mér finnst að það ætti að auglýsa okkur öll niður í fimmta sæti. Við höfðum öll til einhverra hópa; Ásrún til kven- fólksins, þú til fólks á þínum aldri og ég til unga fólksins. Ég veit ekki, Þórólfur, hvort það er rétt að fara að breyta áherslunum. Það er ekki nema hálfur mánuður til kosninga. Eig- um við ekki að heyra hljóðið í mannskapnum á fundinum á morgun, með okkur efstu mönn- um á listanum og kosningastjórn- inni í Reykjavík? Þórólfur mætti eldsnemma nið- ur á kosningaskrifstofu morgun- inn eftir. Hann var á stöðugum vinnustaðarfundum langt fram yfir hádegið. Hann var oft spurð- ur að því hvort þetta þýddi nokk- uð fyrir hann, hann væri hvort sem er fallinn. Það fór í taugarn- ar á honum. Klukkan fimm byrjaði fundur- inn með kosningastjórninni. Ólafur var þreytulegur þegar hann setti fundinn. Við erum ennþá fullneðarlega í skoðana- könnunum en ég hef á tilfinning- unni að við séum að lyftast. Við vorum ekki með nema þrjá inni í síðustu viku og erum nú með þann fjórða líklegan. Með sama áframhaldi verðum við komin að minnsta kosti með fylgið úr síð- ustu kosningum og fimm menn eftir hálfan mánuð. Þórólfur ræskti sig. Ég er ekki sammála. Mér finnst að okkur gangi ekki nógu vel og kosninga- baráttuna vantar brennipunkt, eitthvað til að einbeita starfinu og áróðrinum að. Mér finnst að við eigum að leggja áherslu á bar- áttusæti. Hvaða sæti telur þú vera bar- áttusætið, spurði Ásrún. Ég held að ég sé í baráttusæt- inu, sagði Þórólfur. Ég er ósammála þessu, sagði Ólafur. Það er alltof veikt fyrir okkur að setja fimmta sætið sem baráttusætið. Það er núverandi þingmannafjöldi og það mundi virka eins og við ætluðum ekki að vinna á. Við ... Þórólfur greip fram í. Komdu niður á jörðina, maður. Við erum með þrjá eða fjóra þing- menn inni. samkvæmt skoðana- könnunum, það er hálfur mánuð- ur til kosninga og þú ert að tala eins og við eigum kannski mögu- leika á sex eða sjö mönnum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.