Dagur


Dagur - 28.11.1992, Qupperneq 24

Dagur - 28.11.1992, Qupperneq 24
Akureyri, laugardagur 28. nóvember 1992 Þing Alþýðusambandsins: „Mótmælir ómerkilegum dylgjum forsætisráðherra< Þingi Alþýðusambands íslands lauk á Akureyri í gærdag með umfjöllun um kjara-, atvinnu- og efnahagsmál. í gærmorgun brugðust þingfulltrúar skjótt við og ályktuðu strax um þær fullyrðingar forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar að þær til- lögur sem verkalýðshreyfingin hafi sett fram um efnahags- aðgerðir hafí falið í sér meiri álögur á láglaunafólk en raun verði með aðgerðum ríkis- stjórnarinnar. Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða, bar fram ályktunina við upphaf þing- fundar í gærmorgun og var hún samþykkt með lófaklappi. Hún er svohljóðandi. „37. þing A.S.Í. mótmælir harðlega þeim ómerkilegu dylgj- um forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, og fullyrðingum um að í tillögum Alþýðusambandsins hefðu falist meiri álögur á launa- fólk en fram kemur í hinum ill- ræmdu ráðstöfunum stjórnvalda Óheyrilega hátt verð á rjúpu: „Fólk hefiir ekki efini á að snæða ijúpur á jólum“ - segir Hrafn Hrafnsson „Við leggjum enga áherslu á að hafa rjúpur til sölu í kjöt- borðinu fyrir þessi jól. Ég hef heyrt af veiðimönnum sem vilja fá 800 krónur fyrir fuglinn og slíkt gengur ekki. Á þeim krepputímum sem við lifum hefur fólk ekki efni á að veita sér þann munað að snæða rjúpur á aðfangadagskvö!d,“ segir Hrafn Hrafnsson, kaup- maður í Matvörumarkaðinum á Akureyri. Hrafn segir að verslunin hafi náð að kaupa nokkra fugla á 500 krónur stykkið og það verð sé algjört hámarksverð til veiði- mannsins. „Þeir sem vilja fá hærra verð geta sparað sér sporin til mín“. í Hagkaupi á Akureyri var svipuð svör að fá og í Matvöru- markaðinum. Þórhalla Þórhalls- dóttir, verslunarstjóri, sagði að engar rjúpur væru til sölu í versl- uninni og engin áhersla yrði lögð á að svo verði fyrir jólin. „Fólk kaupir ekki rjúpur á því verði sem nú er í boði og velur því annað,“ sagði verslunarstjórinn. „Þeim fækkar með hverju ári íslendingunum, sem hafa rjúpur á jólum. Verðið er orðið óheyri- lega hátt. Við hjá Kaupfélagi Eyfirðinga höfum þó náð að gera nokkuð hagkvæm innkaup að undanförnu. Þannig er útsölu- verðið hjá okkur 750 krónur, sem er 50 krónum lægra, en það verð sem veiðimenn bjóða almennt. Verkaður kostar hver fugl 850 krónur hér í Kjörbúðinni að Hrísalundi," sagði Guðjón Ármannsson, útibússtjóri. ój Árskógsströnd: Rækjuverksiniðjmmi Árveri lokað 1. des. Rækjuvinnslu lýkur hjá rækju- verksmiðjunni Árveri hf. á Árskógsströnd á mánudags- kvöld, en þá rennur-út leigu- samningur Söltunarfélags Dal- víkur á verksmiðjunni. Að sögn skiptastjóra, Árnars Sig- fússonar, hefur leigataki ekki sýnt áhuga á framlengingu samnings og því verður málið O HELGARVEÐRIÐ Bjart verður um allt Norður- land í dag, mest verður frostið til dála 8 stig. Á morgun verður hvöss sunnanátt með hlýind- um um allt land. tekið fyrir hjá sýslumanni 4. desember nk. og þar verður ákveðin dagsetning á sölu, sem líklega verður skömmu fyrir jól eða fljótlega á nýju árí. Endanleg sala verður þá vænt- anlega í lok janúarmánaðar og eru allar líkur á að einhver af stærstu veðhöfunum leysi þrota- búið til sín, en stærstu kröfu- hafarnir eru Landsbankinn og Byggðastofnun. Einnig á Fisk- veiðasjóður m.a. veð í 1. veðrétti og þess vegna eru litlar líkur á að hann reyni að leysa fyrirtækið til sín. Flestir starfsmenn verksmiðj- unnar eru heimamenn og við lok- un verksmiðjunnar mun um 5% af vinnufæru fólki í Árskógs- hreppi verða atvinnulaust. GG sem nú liggja fyrir. Hér er um hin mestu öfugmæli að ræða. Tillögur Alþýðusam- bands íslands hefðu skilað lág- Iaunafólki bættum kaupmætti en ráðstafanir ríkisstjórnarinnar rýra kaupmátt allra og rjúfa þá sátt sem hingað til hefur ríkt í þjóðfélaginu. Ríkisstjórnin ein ber alla ábyrgð á afleiðingum þessara afglapa sinna.“ Ásmundur Stefánsson, fyrrver- andi forseti ASÍ, sagði verulegan mun á þeirri niðurstöðu sem ríkisstjórnin hafi komist að og þeim hugmyndum sem verkalýðs- hreyfingin hafi lagt fram. „Mun- urinn á aðgerðinni er fyrst og fremst sá að það er fellt gengi. Sex prósenta gengisfelling er í grófum dráttum 5-6 milljarða álögur á almenning. Það er sorg- legt ef ráðherrar skilja ekki sjálfir hvað er verið að gera með þeim aðgerðum sem þeir grípa til,“ sagði Ásmundur. JÓH Glaðbeittar Lissýar-konur með nýju plötuna Mynd: Robyn Kvennakór á plötu Kvennakórinn Lissý í Suður Þingeyjarsýslu gefur út fyrir jólin geisladisk og plötu með lögum sem kórinn syngur. í kórnum eru um 60 konur úr sveitunum frá Eyjafírði aust- ur í Mývatnssveit. Stjórnandi er Margrét Bóasdóttir. „Geisladiskurinn og platan ber yfirskriftina „Láttu rætast draum“. Lögin eru íslensk og erlend. Erlendu lögin eru nán- ast öll með íslenskum texta. Fólk ætti að þekkja flest lag- anna, en þó bregður fyrir lögum eftir yngri höfunda. Kvenna- kórinn Lissý hefur um langt skeið verið undir stjórn Mar- grétar Bóasdóttur. Áður var Hólmfríður Benediktsdóttir stjórnandi. Nú hefur Margrét látið af kórstjórn þar sem hún er flutt suður í Skálholt. Á þess- um tímamótum þótti okkur vel til fundið að fara í útgáfu- starfsemi. Upptöku annaðist Sigurður Rúnar fyrir hönd Stemmu hf. Upptakan fór fram að Breiðumýri. Myndverk á umslagi er eftir Hólmfríði Bjartmarsdóttur frá Sandi í Aðaldal,“ segir Gunnfríður Hreiðarsdóttir, ein kórfélaga. ój WWWWV HVAÐ ÆTLAR ÁFENGISVARNARÁÐ ^BLINADARBANKI (SLANDS LANDSSAMBANDIÐ GEGN ÁFENGISBÖLINU RAUÐI KROSSINN UMDÆMISSTÚKA SUÐURLANDS NR. 1 VINABÆR ÞINGSTÚKA REYKJAVlKUR AÐ GERA? - Veist þú að með tilkomu bjórsins jókst heildarneysla 13-19 ára stúlkna á áfengum drykkjum um 6%? - Veist þú að með tilkomu bjórsins jókst heildarneysla 13 -19 ára drengja á áfengum drykkjum um 63%? - Veist þú að með tilkomu bjórsins hefur upphafsaldur áfengisneyslu lækkað með ógnvænlegum hraða? - Veist þú að þriðja hver fjölskylda á um sárt að binda af völdum áfengisneyslu einhvers eða einhverra í fjölskyldunni? - Er ekki tímabært að staldra við á Bindindisdegi fjölskyldunnar og spyrja sig: Hvaða framtíð kýs ég börnum mínum? Hver er framtíð fjölskyldunnar? Árleg söfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar hefst á Bindindisdegi fjölskyldunnar. Hvernig væri að halda upp á daginn með því að gefa andvirði einnar bjórkippu í söfnunina? Bindindisdagur fjölskyldunnar - ekki bara í dag! I. O. G. T. STÓRSTÚKA ÍSLANDS <StT HJALPARSTOFNUN KIRKJUNNAR UNGMENNAFÉLAG ÍSLANDS 11

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.