Dagur - 11.12.1992, Side 3

Dagur - 11.12.1992, Side 3
Föstudagur 11. desember 1992 - DAGUR - 3 Fréttir________________________________________ Þorvaldur Gylfason á fundi á Akureyri: Erlendar skuldir verða um 200% af þjóðarframleiðslu árið 2040 - olía á fiskiskipaflotann kostar eins og rekstur Háskóla íslands Ef um sömu þróun verður að ræða í efnahagsmálum íslend- inga næstu áratugina og verið hefur að undanförnu munu skuldir þjóðarbúsins verða 200% af þjóðarframleiðslu árið 2040 og vextir og afborganir erlendra lána um 100% af út- flutningverðmætum á sama tíma. Þetta kom fram í erindi Þorvaldar Gylfasonar, próf- essors á hádegisfundi Félags viðskiptafræðinga og hag- fræðinga á Akureyri. Þorvald- ur rakti meðal annars þróun erlendra skulda Islendinga síð- ustu tvo áratugina og að hlut- fall þeirra af þjóðarframleiðslu hefði aukist úr 25% á árinu 1970 í 51% árið 1990. Á yfir- standandi ári sé gert ráð fyrir að þetta hlutfall verði um 53%. Á sama tíma hefur hlut- fall vaxta og afborgana erlendra lána vaxið úr 11% í 25% og gert er ráð fyrir að vaxta- og afborganagreiðslur verði allt að 30% af útflutn- ingsveðmætum á næsta ári. Þorvaldur nefndi dæmi um ríki Suður-Ameríku þar sem hlutfall erlendra skulda af þjóðarfram- leiðslu væri mjög hátt; hefði auk- ist úr48% í 120% af þjóðarfram- leiðslu í Argentínu á síðasta ára- tug, úr 45% í 143% í Brasilíu frá 1980 til 1985 en hefði nú lækkað í 70% vegna efnahagsaðgerða. í Perú hefði aukningin orðið úr 45% í 89% þjóðarframleiðslu á fyrri hluta áratugarins en fari nú lækkandi. Þorvaldur greindi frá fjórum þáttum í íslensku efnahagslífi er nýta megi til að snúa frá þeirri þróun er nú eigi sér stað. í fyrsta lagi ræddi hann um Evrópska efnahagsvæðið þar sem ávinning- ar myndu nást með því að opna landamæri ríkja Evrópu fyrir gagnkvæmum viðskiptum. í öðru lagi ræddi hann um sjávarútveg- inn og sagði að fiskiskipaflotinn væri að minnsta kosti um 40% of stór. Hann sagði að olíukostnað- ur þessa flota væri viðlíka og all- ur rekstur Háskóla íslands. Kvótakerfið í sjávarútvegi nái ekki að stýra því að hæfilegur fjöldi skipa sé notaður til að veiða það magn sem óhætt sé tal- ið að taka. Með fækkun veiði- skipa sparaðist kostnaður er stað- ið geti undir veiðileyfagjaldi og myndi skila ríkissjóði umtals- verðum tekjum. Hann nefndi sem dæmi að slíkt gæti samsvarað öllum tekjuskatti einstaklinga og fyrirtækja. í þriðja lagi nefndi Þorvaldur að landbúnaðurinn skili aðeins 3% af þjóðarfram- leiðslu en á sama tíma sé um 5% hennar varið til styrktar honum. Hann sagði að öll þjóðin nyti landbúnaðarins og hann væri styrktur í flestum löndum. Því ætti að styrkja hann áfram en ekki umfram það sem hann afli þjóðarbúinu í tekjur á hverjum tíma. í fjórða lagi ræddi Þorvald- Næstkomandi mánudag renn- ur út skilafrestur í samkeppni, sem Linda hf. og Dagur gang- ast fyrir, um besta, heima- gerða konfektið. Öllum er heimil þátttaka í samkeppninni, sem hlotið hefur nafnið „Konfektmeistarinn“. Þátttakendur þurfa að skila inn 15 heimagerðum konfektmolum, sem síðan verða bragðprófaðir af 5 manna dómnefnd. Dómnefndin mun taka sér viku til að ljúka störfum en úrslit verða kunngerð eigi síðar en þriðjudaginn 22. desember nk. Til mikils er að vinna því ur um verkalýðshreyfinguna og kvað brýnt að taka skipulag henn- ar til endurskoðunar og draga úr miðstýringu innan verkalýðs- félaga. Hann sagði að koma ætti á sérsamningum við starfsfólk á hverjum vinnustað líkt og við- gengist í Japan og í Sviss. Slíkt gæti að sjálfsögðu aukið launamun eitthvað en gæfi mögu- leika á að greiða góðum starfs- mönnum hærri laun. í þeirri stöðu sem nú ríki sé nauðsynlegt að auka framleiðslu og verðmæti útflutnings án þess að aukinn inn- flutningur komi þar á móti. Nán- ar verður fjallað um erindi Þor- valdar Gylfasonar í blaðinu á næstunni. ÞI höfundar 10 bestu konfektgerð- anna, að mati dómnefndar, fá hver um sig að launum kassa með úrvali af framleiðsluvörum Lindu hf. Hver kassi er að verðmæti rúmlega 10 þúsund krónur. Þá mun höfundur þess konfekts, sem dómnefnd telur best, hljóta enn vænni skerf af góðgæti frá Lindu hf., ársáskrift af Degi og ýmsan annan glaðning. Loks má geta þess að forráðamenn Lindu hf. munu hugsanlega vilja kaupa uppskrift, eina eða fleiri, og framleiðslurétt að konfekti sem sent verður inn í keppnina. Ástæða er til að hvetja þá, sem hafa áhuga á að vera með í keppninni en hafa ekki enn sent inn „framleiðslu" sína, að láta hendur standa fram úr ermum um helgina og koma afurðinni til skila á mánudag. Senda á kon- fektið til Dags, Strandgötu 31, 600 Akureyri, merkt „Konfekt- meistarinn“. Framleiðslan skal merkt dulnefni en með fylgi rétt nafn, heimilsfang og símanúmer höfundar í lokuðu umslagi, auð- kenndu dulnefninu. BB. Dagur og Linda hf.: Leitinni að Konfekt- meistaranum að ljúka - skilafrestur rennur út á mánudaginn skyr með rjoma ijómapönnukökur kaffi með ijóma ijómasósur ávextir með ijóma ijómatertur vöfflur með xjóma xjómaís kakó með xjóma ijómakökur bláber með xjóma xjóma..... uhmm! • * qominn gerir gæða- muninn - líka á jólunum Mjólkursamlag KEA Bílasala • Bílaskipti Subaru Legacy Sedan irg. 90 Eldnn 45.000. Vcrð 1.170.000 stgr. MMC Pajero árg. 84. Ekinn 100.000. Verð 850.000 stgr. Suzuld Fox upph. irg. 88. Ekinn 62.000. Verð 680.000 stgr. Subaru Sedan 4x4 1800 DL árg. 88. Ekinn 35.000. Verð 700.000 stgr. Isuzu sendill disel árg. 86. Ekinn 95.000. VSK-blll. Verð 550.000 stgr. MMC Galant 1600 árg. 87. Ekinn 65.000. Verð 530.000 stgr. Nú cr vélsleða- tíminn Nissan Prairie 4x4 árg.88. Eldnn 100.000. Verð 800.000 stgr. Vélsleðar á staðnum: PolaHs 650 irg. 91. Verð 550.000 stgr. Polaris 650 árg. 90. Verð 500.000 stgr. Polaris 440 GT kmg irg. 91. Verð 400.000 stgr. Polaris 500 EFI irg. 91 Verð 550.000 stgr. Polaris Indy Trall irg. 88. Verð 300.000 stgr. Polaris Sprint árg. 87. Verð 200.000 stgr. Yamaha Phaser irg. 89. Verð 420.000 stgr. Artie Cat Wild Cat 700 irg. 91. Verð 550.000 BÍIASAtfflW Möldur hf. BÍLASALA við Hvannavelli Símar 24119 og 24170

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.