Dagur - 11.12.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 11.12.1992, Blaðsíða 11
Föstudagur 11. desember 1992 - DAGUR - 11 skyldi það ár standa fyrir lausa- verslun félagsins á Vopnafirði, Þórshöfn og Raufarhöfn, vafalítið sumarverslun af skipi, en árinu eftir ræður svo Gránufélagið hann sem framkvæmdastjóra við fasta- verslun sína á Oddeyri. Var þar langstærsta verslun félagsins að rísa og fylgdi framkvæmdar- stjórastarfínu þar búseta í húsum þess á Oddeyri. Jafnframt var JVH þegar á þriðja starfsári sínu valinn deildarstjóri fyrir Oddeyr- ardeild félagsins, en hún tók yfir Suður-Þingeyjarsýslu vestan Ljósavatnsskarðs og Eyjafjarð- arsýslu að Ólafsfirði. Árslaun framkvæmdastjórans munu hafa verið 2.500 kr. JVH var framkvæmdastjóri Oddeyrarverslunar Gránufélagsins í full 12 ár. „Meðan hann stýrði þeirri verslun, stóð hagur hennar með mestum blóma," segir t nafn- lausri grein um JVH í blaðinu Óðni 1908. Auðvitað var hann ekki einn í leiknum, en yfirleitt mun hann hafa þótt standa vel í stöðu sinni, naut trúnaðs og trausts kaupstjórans Tryggva Gunnarssonar lengi og viðskipta- mönnum líkaði oftar vel við hann og úrlausnir hans. Jafnframt vel- gengni JVH í þessu starfi tók og vegur hans mjög að vaxa. Hann var valinn í bæjarstjóm Akureyr- arkaupstaðar 1880 og átti þar síðan sæti svo ámm skipti sem mikill áhrifamaður. Hann gerðist sama ár einn af stofnendum fyrsta sfldaveiðifélags við Eyjafjörð og tekur þar að sér framkvæmda- stjóm að hálfu í fyrstu og 1882 vísast að öllu. Sama ár verður hann vararæðismaður á Akureyri fyrir Svíastjóm og mun þar hafa notið atbeina Tryggva Gunn- arssonar, vinar síns og húsbónda. Árið 1884 var hann sæmdur St. Ólafsorðu fyrir skömlega aðstoð og fyrirgreiðslu við norska sfld- veiðimenn, sem guldu mikið afhroð á skipum og lentu í hrakn- ingum við Hrísey það ár í áhlaupsveðri 11. september. Á þessum ámm þótti JVH einnig ganga á ýmsa lund fyrir í skemmtana- og samkvæmislífi Akureyrarkaupstaðar. Klemens Jónsson, landritari, orðar þetta m.a. svo í Akureyrarsögu sinni: „Sá maður, sem aðallega hélt leiknum uppi (leiksýningum) var J. V. Havsteen, og var honum að vísu danskan jafntöm og íslensk- an, og af kvenþjóðinni frú Anna Schiöth, kona bakarameistara H. Schiöth." (s. 101) Og um sam- kvæmislífið á þessum ámm segir K. J.: „Eftir því sem bærinn óx, þótt hægt færi, varð meira um samkvæmislíf í bænum, einkum þó eftir 1875, að þeir Eggert Laxdal og J. V. Havsteen vom orðnir framkvæmdastjórar. Vom þeir gestrisnir mjög og veitinga- samir, hinn fyrrnefndi frekar gagn- vart innlendum mönnum, en hinn síðamefndi gagnvart útlendingum. Má heita, að þar væri þeirra aðalathvarf, einkum eftir að Hav- steen hafði kvænst Thom Schween 1885.” Svo einkennilega vill til, að heimildum ber ekki saman um giftingarár þeirra hjóna. Hér að framan stendur 1885 eftir Sögu Akureyrar, í Islenskum æviskrám, III. b. 1884, í áður tilvitnaðri Óðinsgrein, 4. árg. er giftingarárið líka talið 1884, en í eftirmælum um JVH í blaðinu ísl. 1920 er það sagt hafa verið 1886. Frú Thora hét fullu nafni Thora Emilie Marie, dóttir Jóhannesar Schw- enn, stórkaupmanns í Kaup- mannahöfn. Varð heimili JVH og Thom annálað fyrir rausnar- og myndarskap. Þeim hjónum varð tveggja sona auðið, Jóhannesar Júlíusar, lengi vinsælt yfirvald Þingeyinga, og Jóhanns Henn- ings, árum saman búsettur í Reykjavík við skrifstofustörf. Eins og fyrr er drepið á, stóð JVH árið 1880 að stofnun fyrsta sfldveiðifélags við Eyjafjörð og raunar líka hins fyrsta í landinu öllu. Ekki var JVH þó forgöngu- maður þessa félagsstofnunar, en skipaði sér þar þegar í fylkingar- brjóst. Það var Einar Guð- mundsson, óðalsbóndi að Hraun- um í Fljótum og þá nýhættur sem þingmaður Skagfirðinga er braust fyrir félagsmynduninni. Hann hafði með styrk frá Alþingi kynnt sér bátasmíðar í Noregi 1878, en jafnframt að eigin áhuga og fram- taki leitað sér fróðleiks og upplýsinga um sfldveiðar, sfld arsöltun og jafnvel sfldamiður- suðu Norðmanna um þessar mundir. Heimkominn ritaði Einar grein um þessi mál í Akureyrar- blöð. Hitti hann vel í lið, þegar fyrstu umtalsverðu sfldveiðar Norðmanna á Eyjafirði hófust árin 1897-1880, að hvetja til stofnunar sfldveiðifélags norskra manna og íslenskra, er ausa skyldi af sjávar- gulli Eyjafjarðar. Tókst félags- myndun þessi með mikilli skynd- ingu 1880 og var veiðifélag þetta þannig byggt, að sfldarútvegs- menn í Álasundi í Noregi áttu helming hlutafjár þess, 10 eitt þúsund króna hluti, en íslenskir menn jafnmarga og jafnháa hluti. Framkvæmdastjórar vom tveir, annar norskur, hinn íslenskur. I hlutarins eðli lá, að Norðmenn lögðu til skip og veiðikunnáttu. Til fróðleiks skal hér talið upp, hverjir íslensku hluthafamir vom samkvæmt frásögn blaðsins Norðlings á Akureyri 24. júlí 1880: Stefán Thorarensen, sýslumaður, Þorgrímur Johnsen, héraðslæknir, Tryggvi Gunnarsson, kaupstjóri, Jakob V. Havsteen, verslun- Jakob V. Havsteen. arstjóri, Gránufélagið, Jón Bóndi Antonsson í Amamesi, Þorsteinn bóndi Þorvaldsson á Hámund- arstöðum, Snorri Pálsson, versl- unarstjóri, Siglufirði og Einar óð- alsbóndi Guðmundsson, Hraun- um, Fljótum. Blaðið getur þess ekki, hver 10. hluthafinn var. Má vera að 10. huthafinn hafi hinir fyrmefndu níu átt sameiginlega. Sfldveiðifélag þetta nefndist fyrst Norsk-íslenska sfldarveiða- félagið og var JVH deildarstjóri íslensku deildarinnar, en tveimur ámm síðar var nafni félagsins breytt og hét þá Sfldveiðifélagið Oddeyri, í daglegu tali Oddeyrarfélagið. Var þá íslensk- um hluthöfum fjölgað, svo að félagið taldist að meirihluta ís- lenskt, heimilisfang alfarið á íslandi og framkvæmdastjórinn einn og íslenskur, vafalaust JVH, þótt Akureyrarblöð nefni það ekki sérstaklega. Þrjú sfldveiðihluta- félög vom stofnuð við Eyjafjörð þegar á fætur hinu norsk-íslenska og vom öll íslensk að hlutafé. Eitt þessara sfldveiðifélaga nefndist Eyfirðingur og var þar forgöngu- maður Eggert Laxdal, þá verslun- arstjóri Gudmanns Efterfölgers á Akureyri. Var Eyfirðingur stærst þessara félaga að hlutafé og um- svifum. Nokkur athyglisverð skrif er að lesa í Akureyrarblöðum frá þess- um ámm um sfldveiðar Norð- manna þá á Eyjafirði, ekki síst í blaðinu Fróða 1884. Skerst þar allhvasst í odda með Eggert Laxdal og fleirum annars vegar og JVH. hins vegar. Ber E. Laxdal hátt vopn gegn veiðiyfirgangi Norðmanna á firðinum, en JVH bendir á ýmiss konar hagræði, sem íslendingar hljóti af veiðum þeirra að ótöldum lærdómi, hvað fæmi og meðferð sfldarfanga snerti. Undir skrifum þessum ólgar nokkur stórmennisþykkja, sem ámm saman mun hafa gætt með þessum ríklunduðu mönnum, Eggert og Jakob. Segir Kl. J. svo í Akureyrarsögu sinni, en hann taldi þá báða afreksmenn á ýmsa lund: „En ekki bám þessir menn alltaf gæfu til samlyndis” (s. 76). Er þá að vísu fyrst og fremst átt við í bæjarstjómarstörfum, en víðar mun þessa hafa gætt. Varðandi orðaskipti þeirra um sfldveiðar Norðmanna á Eyjafirði hefir auð- vitað brýnt JVH fram, að hann var vísiræðismaður Norðmanna og Svía og hefir talið sér skylt að bera af þeim ásakanir, sem honum | þótti úr hófi, en gagnsemd og kost- um gleymt. Öll urðu framangreind sfld- veiðifélög skammlíf. Bæði Odd- eyrarfélagið og Eyfirðingur vom lögð af árið 1886 og eigur þeirra seldar á uppboðum.. Hafði þá enda síld tekið undan á Eyjafirði og hvarf þaðan að veiðanlegu magni fram á síðasta tug aldarinn- ar. Raunar komst Oddeyrar- félagið eitt nokkuð á legg, hitti líka á óskabyrjun, þar sem árin 1880 og 1881 vom mikil sfldarár. Eyfirðingur, sem ætlaði sér stærst- an hlut, komst ekki á laggir fyrr en 1881 og hafði óheppni að fylgifiski, missti sfld oftar en einu sinni úr lásum og sat í tapi eftir fyrsta sumar sitt. Illærið 1882 varð þungt í skauti. Árið 1888 hvarf JVH frá framkvæmdastjórastarfi við Odd- eyrarverslun Gránufélagsins að uppsögn forráðamanna þess. Kom þar við sögu andúð F. Holmes, stórkaupmanns í Kaupmannahöfn, sem þá var að ná eða hafði raunar náð kverkatökum á félaginu og talið er, að mest hafi dregið til dauða þess. Er ekki ósennilegt, að JVH hafi þótt nót sú, er F. Holme var að draga að Gránufélaginu, minna næsta mjög á læðing þann, er Gudmannsfeðgar höfðu læst verslun föður hans fyrmm í, og því eigi verið heildverslun Holmes jafneftirlátur og sá hús- bóndi kaus. En við andúð F. Holmes á JVH bættist og, að það orð lagðist á hann, að hann sæi vel um sig og varð sumum að gmna hann um græsku varðandi hagsmuni Gránufélagsins. Vera má og, að forstjóri hans á fyrr- nefndu sfldveiðifélagi, Oddeyr- arfélaginu, hafi þótt samrýmast illa framkvæmdastjóm á Oddeyr- arverslun Gránufélagsins, þó að hvergi sé ýjað að því. En hvemig sem þetta bjóst í pott, er at- hyglisvert að lesa bréfkafla frá Amljóti presti Ólafssyni á Bægisá, stjómarmanni Gránufélagsins, til Tryggva Gunnarssonar, kaupstjóra þess og yfirmanns JVH. Bréf það, sem kafli sá er í, er dagsett 2. des. 1887, og segir þar svo: „Ég vil nú segja þér mína meiningu, en hún er alveg prívat eins og þú getur skilið. I stuttu máli sagt, ég held ráðlegt að halda H hræddum, en eigi setja hann af. Hann þekkir alla viðskiptamenn, hann er vanur Oddeyrarverslun. Ef hann er rekinn frá, þá verður það talið Holmes verk eftir innblæstri Jensens og Höpefners með, hvort sem það er satt eða ekki. Svo verður sagt sem eðlilegt er, að Gránufélagið sé alveg í höndum Holmes og eigi framar íslenskt. - Ég er hræddur um, að þú fáir eigi að öllu samanlögðu jafnoka H á Oddeyri, svo framar- lega sem hann leggur sig allan fram og er hóflega eigingjam." Hér skal til gamans og fróðleiks skotið inn útsvarskæm, sem JVH sendi niðurjöfnunar- nefnd Akureyrarkaupstaðar 1885. Má af henni ráða, að JVH var ógjamt að láta á sig ganga nauð svivirðast fyrir nokkmm, tók sér heldur enga óbreytta til jöfnunar. Kæmbréfið gefur upplýsingar um ráðningu- og launakjör JVH hjá Gránufélaginu og er að því leyti líka athyglisverð heimild. Kæran hljóðar svo: Þegar ég skoðaði niðurjöfn- unarskrána yfir útsvör Akureyrar- og Oddeyrarbúa, þótti mér aukaútsvar mitt, 50 kr„ sett langt of hátt í samanburði við auka- útsvör sumra annarra bæjarbúa, og í tilefni af því finn ég hér með ástæðu til að bera mig upp yfir þessu aukaútsvari mínu og heimta, að það verði fært niður um 15 kr. Ég skal þá fyrst telja útsvar herra bæjarfógeta S. Thorarensen, honum er gjört aukaútsvar 60 kr„ tíund og lóðarskattur 9,71 kr. og er þá allt útsvar hans 69,71 kr. Þar næst skal ég telja aukaútsvar Chr. Johnasens, 2) sem er sett á 50 kr„ lóðarskattur 17,72 kr. samtals 67,72 kr. Mitt aukaútsvar er eins og áður er getið sett á 50 kr., tíund og lóðarskattur 35 kr„ samtals 85 kr„ sem er 16 og 19 kr. hærra en áðumefndra manna. Það liggur í augum uppi, hvað mér er gjört rangt til með þetta aukaútsvar í samanburði við aukaútsvör greindra manna. Bæj- arfógetinn hefir í föst laun og aukatekjur frá 4.500-5.000 kr. árlega, en laun mín sem verslun- arstjóra og yfirráðandi umsjónar- maður salthúsa Gránufélagsins samtals 3.000 kr. árl. hér í inni- falin öll ábyrgð, eyðsla og rýmun á vömm eftir að ég hefi veitt þeim mótttöku, aðrar fastar tekjur hafði ég ekki næstl. ár nema konsulats- gebyr 240 kr. Síðamefndi stórkaupmaður Chr. Johnasen hlýtur að vera í ein- hverju sérlegu eftirlæti eða Skútan Henning EA-5, fyrsta eignarskip Jakobs V. Havsteens, áður eign Jörundar Jónssonar, Hákarla-Jörundar í Hrísey, og hét þá Jörundur. uppáhaldi hjá niðurjöfnunar- nefndinni, þegar henni aðeins þóknast að setja honum sjálfum og verslun hans 50 kr. aukaútsvar. Þetta er mér alveg óskiljanlegt, að nefndin skuli jafna okkur saman. Herra Johnasen rekur hér ekki all- litla verslun og lifir af peningum sínum eða verslun sinni hémmbil 1/2 ár erlendis, hvar hann ekkert útsvar borgar, að minnsta kosti er það ekki sannað fyrir nefndinni, hér er hann allt sumarið og stjóm- ar sinni eigin verslun, þar eð hann sendir verslunarstjóra sinn sem spekulant með skip sitt til að reka lausakaupaverslun á Skagafirði og flestum víkum á Eyjafirði. Mér finnst nú vera nóg sagt til þess, að hver geti séð, að stór munur muni vera á tekjum okkar árlega, svo það nær engri átt, að mér sé gjört jafnhátt aukaútsvar og honum. Ég get ennfremur nefnt til samanburðar við aukaútsvar mitt fleiri bæjarbúa, en ég mun láta mér nægja að nefna herra umboðsmann og sýsluskrifara St. Stephensen. Hann og meðnefnd- armenn hans hafa sett aukaútsvar hans aðeins 15 kr„ segir og skrifa fimmtán krónur. Þessi maður hefir í fastar tekjur ríflega 1400 kr. árl„ þar að auki hefir hann næstl. ár haft ekki svo litlar tekjur sem „Curator” í búi Danielsens sál. frá Skipalóni, þar sem nefnt bú hljóp minnst á 40.000 kr„ en máske herra Stephensen hafi notið þess, að hann sat sjálfur í niðurjöfn- unamefndinni og hefir máski ekki reiknað sér tekjur af dánarbúinu, sem að sögn manna þó hafa verið um 500 kr. Hin síðastliðin 2 ár, 1884 og 1885, hefi ég orðið fyrir ekki svo litlu tapi, sem ég ímynda mér að niðurjöfnunamefndinni muni vera kunnugt, þar sem ég átti 1/6 part í hákarlaskipinu „Ulf‘, sem algjör- lega fórst og missti ég þar um 500 kr„ nú í vetur sem leið tapaði ég við snjóflóðið á Seyðisfirði 1000 kr„ ég hafði nefnilega lánað lyf- sala Al. Johnsen sál. 1000 kr„ en eins og öllum er kunnugt fómst allar eigur og vömr hans í snjóflóðinu, svo ekkert var eftir er ég gæti fengið. Eg hefi hér að framan tekið fram ástæður mínar og hinna þriggja manna og skal ennfremur leyfa mér að minnast á efnahag okkar. Hvað viðvíkur efnahag bæjarfógetans, þá em eigur hans óefað helmingi meiri en mínar, kaupmaður Johnasen á góð og dýr hús með einhverri hinni bestu lóð- á Akureyri og rekur þar fasta verslun, en um aðrar eigur hans er mér ókunnugt. Umboðsmaður Stephensen á góð hús á Akureyri og að því mér er kunnugt yfir 30 hundmð í fasteign á Suðurlandi. Eigur mínar em fljótt taldar nefni- lega hús það, er systir mín, ekkjufrú Jensen, býr í á Oddeyri og ég enga leigu fæ eftir, 1 pakkhús á Akureyri 1000 kr. virði, 20 hlutabréf í Gránufélaginu og útistandandi hjá ýmsum 4.000 kr„ sem ávaxtast með 4% árl., en eigur mínar em veðsettar herra kaupstjóra Tr. Gunnarssyni fyrir stöðu minni sem verslunarstjóri á Oddeyri. Eg skal nú ekki eyða fleiri orðum um þetta mál, en gjöri hér með þá kröfu til niðurjöfnun- amefndarinnar í Akureyrarkaup- stað: 1. að aukaútsvar mitt verði fært niður úr 50 kr. í 35 kr. 2. að aukaútsvar bæjarfógeta S. Thorarensen verði fært upp í 65 kr. úr 60 kr. 3. að aukaútsvar Chr. Johnasen og verslunar hans verði fært upp í 65 kr. úr 60 kr. 4. að aukaútsvar Stephensens um- boðsmanns verði fært upp í 23 kr. úr 15 kr. Oddeyri, 21. desember 1885. J. V. Havsteen (sign.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.