Dagur - 06.02.1993, Síða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 6. febrúar 1993
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI,
SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON
BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNAR-
SON, (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRlÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR
(Sauóárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON. LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
Hejja verður sparnað
til vegs og virðingar
Sparnaður fjármuna hefur ávallt
verið álitin dyggð hér á landi, að
minnsta kosti í orði kveðnu. Ef-
laust langar marga til að spara.
Eru jafnvel ákveðnir í að gera
það síðar en telja sig ekki alveg
tilbúna til þess að leggja hluta af
aflafé sínu fyrir og velja því ein-
hverja sparnaðarleið er ávaxtar
sig frá ári til árs. „Ég verð tilbú-
inn til að spara eftir nokkur ár,“
er algengur hugsunarháttur á
meðal íslendinga því fyrst þurfi
að gera svo margt annað.
Koma sér upp húsnæði, kaupa
betri bíl eða bíla, eignast fjöl-
breyttari og fullkomnari heimilis-
tæki og jafnvel dýran búnað á
borð við vélsleða til að sinna
áhugamálum. Allt eru þetta atriði
sem fólk hugsar sér að koma í
framkvæmd áður en það tekur til
við að spara. En hvernig greiðir
fólk fyrir þvílíka neyslu án sparn-
aðar? Við þeirri spurningu er
aðeins eitt svar. Almenningur
hefur fjármagnað margvíslegar
neyslufjárfestingar og kostnað-
arsama lifnaðarhætti með lántök-
um úr hófi fram og nú eru
afleiðingarnar farnar að líta
dagsins ljós.
í árslok 1989 skulduðu heimilin
í landinu um 101 milljarð króna
en um síðustu áramót hafði þessi
tala hækkað í 212 milljarða.
Skuldir heimilanna hafa þannig
tvöfaldast að krónutölu á þremur
árum og raunaukning þeirra orð-
ið um 80% þegar tekið er tillit til
verðbólgu á sama tímabili. Þótt
vitað sé að nokkur hluti þessarar
skuldaaukningar sé til orðinn
vegna kaupa á húsnæði er erfitt
að greina á milli fjárfestinga og
beinnar eyðslu fólks í því sam-
bandi.
Þessar tölur eru uggvekjandi.
Tekjur fólks hafa ekki vaxið í
hlutfalli við aukningu skulda. í
mörgum tilfellum hafa þær dreg-
ist saman í kjölfar samdráttar og
versnandi atvinnuástands.
Margir standa því ekki lengur
undir þeirri greiðslubyrði er þeir
hafa tekist á hendur og forsvars-
menn lánastofnana taka nú dag-
lega á móti fólki, sem þangað
leitar í öngum sínum og veit ekki
hvernig það á að standa við gerð-
ar skuldbindingar.
Á hvern hátt geta lánastofnan-
ir brugðist við þessum vanda? í
mörgum tilfellum er reynt að
létta byrði fólks. Endursemja um
lán og dreifa greiðslum á lengri
tíma. Mörgum getur það hjálpað
við að standa í skilum en öðrum
verður ekki bjargað. En lána-
stofnanir geta einnig gert sitt til
að breyta viðhorfum fólks. Þær
geta veitt fræðslu um meðferð
fjármuna og rekið áróður fyrir
þeirri hugarfarsbreytingu sem
nauðsynleg er hvað þennan þátt
í þjóðarsálinni varðar. Henni
verður aðeins komið á með
umræðu og aukinni fræðslu um á
hvern hátt fólk getur ávaxtað
fjármuni sína og eignast verald-
leg gæði í framhaldi af því.
Nauðsynlegt er að hver og ein
fjölskylda eða einstaklingur
skipuleggi fjármál sín frá byrjun
og hafi góða yfirsýn yfir þau. Fólk
setji sér markmið og vinni hægt
en örugglega að framgangi
þeirra. Fólk leitist einnig við að
ávaxta fjármuni sína áður en það
ákvarðar eyðslu og fylgist með
að ávöxtun sé í fullu samræmi við
þau markmið er sett hafa verið.
Þótt erfitt sé að ræða um
sparnað þegar vitað er að fjöldi
fólks lifir við þau kjör að geta
ekkert lagt fyrir þótt skuldlaust
sé verður ekki hjá því komist. Ef
íslendingar ætla að sigrast á
þeim erfiðleikum er nú steðja að
þjóðinni nægir ekki að efla
atvinnulífið þótt það sé mikil-
vægt og forgangsverk. Þjóðin
verður einnig hefja þá dyggð
sem sparnaðurinn er til vegs og
virðingar. Með öðrum hætti verð-
ur engin varanleg velferð. ÞI
Hvað er spilling? Siðspilling?
Er þetta fyrirbæri sem við
þekkjum aðeins úr kvikmynd-
um og erlendum slúðurblöðum?
Við lesum um stjórnmálamenn
og aðra menn í ábyrgðarstöðum
sem draga að sér fé, sofa hjá
einkaritaranum eða sendlinum,
bruðla með almannafé, þiggja
mútur, gefa rangar upplýsingar
og neyta eiturlyfja, svo eitthvað
sé nefnt. Þetta er að okkar mati
dæmi um spillt fólk sem ber að
segja af sér og jafnvel draga fyr-
ir dóm.
Á íslandi er engin siöspilling,
allra síst meðal helstú ráða-
manna þjóðarinnar, enda þurfa
þeir aldrei að segja af sér. Við
tölum stundum um klíkuskap,
flokkspólitfsk tengsl, kjör-
dæmapot, greiða gegn greiða og
jafnvel sjóðasukk, ef okkur
liggur mikið á hjarta, en þetta
er ekki spilling. Valdamiklir
menn geta verið gleðimenn,
ekki fyllibyttur sem skandalísera
í opinberum veislum, ráðherrar
berjast oft fyrir hagsmunum
„sinna manna“ en ausa ekki fé'
úr opinberum sjóðum í ævin-
týraieg gæluverkefni kunningja
og skyldmenna. Sukk og bruðl
verður ekki spilling fyrr en ein-
hver er dreginn til ábyrgðar og
það gerist ekki á íslandi. Þess
vegna er engin spilling á íslandi.
Losti, ágirnd, hroki
og fleiri lestir
Siðspílling leiðir hugann að
öðru hugtaki sem er löstur.
Höfuðlestir manna hafa löngum
verið taldir hroki, öfund, níska,
eyðslusemi, græðgi, heift og
leti. Skyldu íslenskir þingmenn
hafa einhverja lesti? Hugsiði
málið. Ætli sé nokkuð erfitt að
benda á þingmenn eða aðra
valdamenn sem eru hrokafullir,
eyðslusamir, gráðugir og latir.
Enginn er fullkominn.
Lestirnir eru fleiri en höfuð-
syndirnar sjö. Við getum nefnt
meinfýsi, losta, ágirnd, tómlæti,
fúllyndi, afskiptasemi og valda-
fíkn. Ég sé strax fyrir mér
ákveðinn mann í áhrifastöðu
sem er fullur af valdafíkn, losta,
meinfýsi, hroka, græðgi og
ágirnd. En hann er ekki sið-
spilltur, eða hvað?
Einhverju sinni hlýddi ég á
fyrirlestur Páls Skúlasonar,
heimspekings, um dyggðir, lesti
og fleira í þeim dúr. Páll sagði
að rót lastanna væri dómgreind-
arleysi. Menn átta sig ekki á
hinum sönnu verðmætum og
skilja ekki það sem máli skiptir
og er þeim sjálfum og öðrum til
góðs. Þetta er dómgreíndar-
leysi. Við temjum okkur hegð-
un sem spillir lífsgæðunum (þ.e.
hin raunverulegu lífsgæði) og
veldur okkur og öðrum böli.
Mennirnir hafa löngum gefið
skít í alla siðfræði. í breyskleika
sínum hafa þeir kært sig kollótta
um allan annan lærdóm en þann
sem þeim hentar til að svala
fýsnum sínum og eiginhags-
munum á kostnað þess sem
sannarlega er til góðs bæði fyrir
þá sjálfa og aðra, eða svo segir
Páll Skúlason og ekki lýgur
lann, svo mikið er víst.
Glæsileg kona og hópur
hassreykingamanna
Jæja, ég er kominn langt út fyrir
ábyrgðarlaust hjal um heimílis-
haíd og barnauppeldi. Það ætti
að gleðja náunga sem ég þarf
dálítið að umgangast, sem er
reyndar drengur góður og hefur
ekki aðra lesti en hroka, öfund,
eyðslusemi, græðgi, heift, leti,
meinfýsi, losta, ágirnd, tómlæti,
fúllyndi, afskiptasemi og valda-
fíkn. Ja, hann er að minnsta
kosti ekki tiltakanlega nfskur.
Áfram með lestina og spill-
inguna. Hér koma nokkrar
samviskuspurningar. Eru ein-
hver þessara dæma úr daglega
lífinu dæmi um siðspillingu? a)
Glæsileg kona með gullið hár
drekkur þrjú staup af cointreáu
á Hótel KEA og fer síðan út í
BMW-inn sinn og ekur heim.
b)Fullorðinn maður í bláum
jakkafötum keyrir blindfullur af
fundi einu sinní í viku og lög-
reglan veit af því en lætur það
afskiptalaust. c) Ungur og stæit-
ur lögregluþjónn rorrar í hálfu
kafi í nuddpotti og horfir á við-
skiptavini nuddpoltamiöstööv-
arinnar kaupa áfengi af eigand-
anum þótt sá hinn sami hafi
ekki vínveitingaleyfi. d) Hópur
manna reykir hass og það er lát-
ið afskiptalaust svo framarlega
sem ekkert er selt af efnum út
fyrir hinn þrönga hóp. e) Maður
í vafasömum viðskiptum greiðir
væna fúlgu í kosningasjóð
stjórnmálaflokks og er látinn í
friði eftir það.
Ungur sveimhugi og
íþróttakennari með
skaddað hné
Áfram með smjörið, siðspilling
eður ei. f) íþróttakennari með
skaddað hné er ráðinn knatt-
spyrnuþjálfari hjá íþróttafélagi
og fær 150 þúsund krónur á
mánuði fyrir vikiö og það
skattfrjálst. g) Maður í áhrifa-
stöðu kaupir hús af vini sínum
hæsta verði til opinberra nota
þótt ódýrari og betri kostir hafi
verið í boði. h) Umboðsmaður
fyrir sláttuvélar er gerður út af
sveitarfélagi til að leita tilboða í
sláttuvélar fyrir tiltekna deild
sveitarfélagsins og umboðsmað-
urinn kemst að þeirri óvæntu
niðurstöðu að hann sjálfur sé
best til þess fallinn að selja
sveitarfélaginu sláttuvélar. i)
Læknir skrifar upp á ómælt
magn af diazepam fyrir gamlan
kunningja. j) Greindur en létt-
ruglaður háskólanemi kveikir í
Árnagarði en er ekki rekinn úr
skólanum því pabbi hans og
háskólarektor eru vinir.
Þarf ég að halda áfram?
Kannski nokkur dærni enn,
sönn, upplogin eða afbökuð
eins og dæmin hér á undan. k)
Ungur sveimhugi stofnar fyrir-
tæki, fær lán, stofnar til við-
skiptaskulda, tekur allt fé út úr
rekstrinum og kaupir fasteignir
og munaðarvörur í nafni vin-
konu sinnar, setur fyrirtækið í
gjaldþrot og fjölmargir sitja eft-
ir með sárt ennið. 1) Laginn
trésmiður endurnýjar allt tré-
verk í íbúð kunningja sfns og
gefur ekkert upp til skatts. m)
Bílasali veit af leyndum galla
bfls en selur hann samt sem bíl f
toppstandi.
Nú er komið nóg. Þetta eru
aðeins fáein dæmi sem ég hafði
í kollinum klukkan eitt á fimmtu-
daginn þegar ég skrifaði þennan
pistil. Og ég spyr enn um sið-
ferði...