Dagur - 06.02.1993, Blaðsíða 18

Dagur - 06.02.1993, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 6. febrúar 1993 Helgarkrossgátur í Degi árið 1992 Angantýr H. Hjálmarsson: Vísur við helgar- krossgátur Dags ’92 Angantýr H. Hjálmarsson sendi okkur vísur sem hann hafði samið kringum lausnarorð allra helgarkrossgátna Dags á síðasta ári. Hann vildi leyfa okkur að sjá afrakst- urinn og við ákváðum að leyfa lesendum að njóta vísn- anna einnig. Angantýr gerði vísurnar um Ieið og hann réði krossgáturnar. Hann segir að oft hafi verið erfitt að koma lausnarorðinu í eðlilegt samband við önnur orð, enda iausnarorðið yfirleitt nafnorð í nefnifalli og frumlag í setningunum. En hér á eftir koma vísurnar 52 sem Angantýr samdi við allar helgarkrossgátur ársins 1992 og færum við honum kærar þakkir fyrir sendinguna. SS 11. jan. 1992 nr. 211 Skaðasár, en fullur fjár finnst mér dárleg venja. Þó falli nár einn klakaklár kann þar fár að grenja. 11. apríl nr. 224 Skólabörn á skíði fara skamman tíma á vetri. Enginn vill þar orku spara, einkum hinir betri. 11. júlí nr. 237 Strompurínn stendur á mæni, stundum er breitt yfir hann húð eða heillegu skæni, sem heimilismaðurinn fann. 18. júlí nr. 238 Brekkusnigill blautur er og bjargast eftir vonum, fáir sjá hann flýta sér. Fargaðu ekki honum. 25. júlí nr. 239 Ástaróður ómar blítt um allt á góðu vori og lömbin smáu leika vítt svo létt í hverju spori. 1. ágúst nr. 240 Margæsirnar sjaldan sjást síst aföllu að vetri, en í matinn ekki fást aðrar gæsir betri. 8. ágúst nr. 241 Skólafólk í stórum stíl stefnir nú í skóla. Alltofmargir eiga bíl, er það nýleg bóla. 18. jan. nr. 212 Húsafell í Hálsasveit heillar flesta sveina. Oft þar dafnar ástin heit innan skógarhleina. 25. jan. nr. 213 Samræður við sveitamenn síst ég vildi missa, á visku þeirra eru enn afarmargir hissa. 18. aprfl nr. 225 Borgarbúar bregða sér burt til fjalla um páska. Þar í ferðum oftast er einhver þeirra í háska. 25. aprfl nr. 226 Jólasnjór á jörðu er og jólasveinn affjöllum góðu börnin gleðja fer með gjafir handa öllum. 15. ágúst nr. 242 Tröllaskagi tindum prýddur tignarlegur stöðugt er, svo er hann jafnan jöklum skrýddur, jafningja hans enginn sér. 22. ágúst nr. 243 Svolalega sýnist mér sumir karlar láta, samt þó hafi sumur hver síst af miklu að státa. 5. sept. nr. 245 Glænæpuleg er Gunna í Tungu, gegnumköld úti baslar hún við að líta eftir lambi ungu sem liggur þar fyrir utan tún. 12. sept. nr. 246 Þvottavélar þykja góðar þetta sannar fleira en eitt einkum þar sem argir sóðar aldrei reyna að gera neitt. 19. sept. nr. 247 Sælustaður sveitin okkar sífellt er og verður hún. Huga manna löngum lokkar litfríð áin, fögur tún. 26. sept. nr. 248 Huldumaður hefur stundum heillast mjög af fögrum sprundum og farið um þær mjúkum mundum, margt er til afslíkum fundum. 3. okt. nr. 249 Gómsætur er gráðaostur, góður að skreyta matarfat, vissulega veislukostur, varla fæ ég betri mat. 10. okt. nr. 250 Skrautleg bifreið fór á fjöll með fjörleg dusilmenni. í dalinn kom hún döluð öll og dapurt fólk í henni. 17. okt. nr. 251 Dægurlögin duna í eyrum daga og nætur hvar sem er. Ljóðin þeirra líkjast veirum og lítils virði, sýnist mér. 31. okt. nr. 253 Náðargjöf er fáum færð, fæstir hennar njóta. Hún er alveg óþekkt stærð, alltafsamt til bóta. 7. nóvember 254 Sólskinsdagur sindrar fagur, síst er ragur Angantýr. Víst er bragur margur magur mun þó baga þessi dýr. 14. nóv. nr. 255 Lóndrangar um lágnættið á ljósu vori fylla menn afþreki og þori, þeim er létt í hverju spori. 21. nóv. nr. 256 Atlavík er engu lík rneð unaðsríka strauma. í litlum kríka í klettabrík er konungsríki drauma. 28. nóv. nr. 257 Vetrarveður verður oft viðsjált ferðamönnum, einkum þegar þykkt er loft og þyrlast snjór í hrönnum. 5. des. nr. 258 Húnaveríð hygg ég að hugnist sumargestum. Á þeim feikifagra stað fólk er oft á hestum. 12. des. nr. 259 Hörgárósar hafa á ljósu vori eyrarósir alls staðar. Ymsir kjósa að dvelja þar. 19. des. nr. 260 1. febr. nr. 214 Fundarsalur fullur með fólk á besta aldri hressir alltafguma geð með gáskafullu skvaldri. 8. feb. nr. 215 1. maí nr. 227 Kaffíkvöm nú úrelt er, öngvir mala lengur. Þraut að mala þótti mér þegar ég var drengur. 9. maí nr. 228 29. ágúst nr. 244 Kartöflur í kaldri jörð kunna seint að spretta. Allir menn um Eyjafjörð eiga að vita þetta. 24. okt. nr. 252 Skötubörð með bráðnu smjöri betra er að éta sölt en ný. Þau halda manni í fullu fjöri og flestir hafa gott af því. Molasopi mörgum er manni kær í sinni. Braginn enda ætla ég hér, enda mál að linni. Angantýr H. Hjálmarsson. Sumargjöf er sætt að fá svona um miðjan vetur. Sumir aðrir eflaust ná að orða þetta betur. 15. febrúar nr. 216 Skúríngar skaða hrygginn og skemmdin fer niður í tær. Eg held að sá væri hygginn, sem hreinlega trassaði þær. 22. febrúar nr. 217 Þvottakona þrífur flest og þurrkar allt af vana. Hana tel ég góðan gest oggaman að eiga hana. 16. maí nr. 229 Hjálparlaus er halur hver, sem hundlaus fer að smala, hversu hátt sem hóað er í hlíðum fjalladala. 23. maí nr. 230 Menntamálaráðuneytið: Þrír skólar verðlaunaðir fyrir umhverfisverkeftii Æðarkolla ból sér bjó við breiðan poll hjá steini, gömul rolla að henni hló, er húkti skolli íleyni. 29. febrúar nr. 218 Básúnumar bylja hátt, barðar trumbur óma og trompetamir drynja dátt djúpa undirhljóma. 7. mars nr. 219 Gagnrökin með góðum dreng gaman er að vinna, en löngum tel ég lítinn feng í lagaflækjum hinna. 14. mars nr. 220 Trjákrónur tæla fugla til þess að byggja hreiður. Þar sitja þeir saman og rugla, samt verð ég aldrei leiður. 21. mars nr. 221 Drenghnokki í djúpum snjó duglegur var að grafa holu í skafl og hafði nóg húsrúm fyrir afa. 28. mars nr. 222 Forarpollur oft er á okkar gönguleiðum. Best er að sneiða honum hjá og halda vegi greiðum. 4. aprfl nr. 223 Skíðafólk í fjalli er fremur kátt að vanda. Vandi stöðugt virðist mér vera að reyna að standa. Grútarsál er gjarnan mál að græða á prjáli manna, því er váleg veröld hál. Það voðamálin sanna. 30. maí nr. 231 Skörulegur Skugga-Sveinn skötnum þótti forðum. Á fjöllum bjó hann oftast einn með ósköp fátt á borðum. 6. júní nr. 232 Óstýrilátur eftirbátur ofter gráti nær, hatar pjátur, hræðir spjátur, hann efgáturfær. 13. júní nr. 233 Hóstasaft er höfð til þess að halda krafti í lungum. Löngum hentar lágur sess letidraugum þungum. 20. júní nr. 234 Skjótráður í skömm er hann, skemmir alla hluti, skeytir hvorki um boð né bann bannsettur ærslahvuti. 27. júní nr. 235 Grjónagrautur getur orðið góður matur stöku sinnum. Ef fögur stúlka ber á borðið bragð afhonum tæpast finnum. 4. júlí nr. 236 Gæðasál í grönnum búk gengur á hálu skinni. Úti er bála frost og fjúk, fljótt er mál að linni. Norðurlöndin hafa í nærri tvo áratugi haft með sér samstarf um umhverfismennt. Samvinna Norðurlanda snerist í fyrstu um námsefnisgerð á þessu sviði, síð- an tók við ráðstefnuhald á tveggja ára fresti í höfuðborgum Norðurlandanna og var síðasta Miljö-ráðstefnan haldin í Reykjavík 1991. Þá tók við nýtt samvinnuverkefni sem kallast Miljöundervisning í Norden. Ákveðið var að meginefni verk- efnisins yrði „Hagsmunaárekstr- ar í nýtingu náttúruauðlinda". Helstu markmið verkefnisins eru þau að efla umhverfisfræðslu á Norðurlöndum, koma á sam- starfi milli skóla og finna nýjar og árangursríkar leiðir í umhverfis- fræðslu. í þessu skyni valdi hvert land 5-10 skóla til að prófa og þróa nýjar leiðir í umhverfis- fræðslu þar sem hagsmunaárekstr- ar væru teknir fyrir. Úr umsóknum um þátttöku í verkefninu voru 8 skólar valdir af íslands hálfu og nú er komið að þáttaskilum í verkefninu. Skólarnir hafa skilað íslenskri samráðsnefnd gögnum um verk- efnin. Nefndin hefur metið þau og gert upp hug sinn um þrjú verðlaunasæti, en það er hluti af norrænu framkvæmdaáætluninni. Hinn 26. janúar sl. afhenti menntamálaráðherra öllum þátt- tökuskólunum viðurkenning- arskjal og jafnframt var tilkynnt um verðlaunasæti. 1. verðlaun hlýtur Reykholts- skóli í Biskupstungum fyrir verkefnið „Rótamannatorfur - uppblástur, orsakir og hefting". Skólanum gefst kostur á að senda nemendur 10. bekkjar ásamt stjórnendum verkefnisins á námsstefnu í Bergen í lok apríl 1993. 2. verðlaun eru veitt Lauga- AUs voru fluttar út vörur fyrir 80,2 milljarða króna á fyrstu ellefu mánuðum nýliðins árs. Er það 5,4% samdráttur út- flutnings miðað við árið á und- an en þá voru fluttar út vörur fyrir 84,7 milljarða. A sama tíma voru fluttar inn vörur fyr- ir 77,6 milljarða króna, sem er 11,6% samdráttur frá árinu áður. Þá nam innflutningur til landsins 87,7 milljörðum króna. Mestur samdráttur varð í útflutningi sjávarafurða á milli ára eða 6,4%. Þá dróst útflutn- ingur á áli saman um 3,3% og um 1,8% á kísiljárni. Hvað innflutn- gerðisskóla fyrir verkefnið „Haf- fjarðará“. Fimm nemendum og kennurum gefst kostur á að fara á námsstefnuna í Bergen. 3. verðlaun fær Bændaskólinn á Hvanneyri fyrir verkefnið „Skipulag beitar á Hvanneyrar- jörðinni". Fimm nemendum og kennurum gefst kostur á að fara til Bergen. ing varðar þá dróst innflutning- ur á vörum til fjárfestinga saman um allt að 44,4%, innflutningur vegna minni orkuframkvæmda um 41,8% og innflutningur á olíuvörum um 8,5%. Innflutn- ingur almennra neysluvara dróst saman um 8,0. Athygli vekur að innflutningur á skipum jókst úr 1,4 milljarði króna á árinu 1991 í 3,2 milljarða á fyrstu ellefu mán- uðum síðastliðins árs eða um 128,2%. Vega kaup á frystitogur- um þar þyngst á metum. Við- skiptajöfnuðurinn fyrstu ellefu mánuði ársins 1992 var hagstæð- ur um 2,5 milljarða en var óhag- stæður um 2,9 milljarða á árinu 1991. ÞI Viðskiptajöfnuðurinn: Var hagstæður fyrstu ellefu mánuði sl. árs

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.