Dagur - 06.02.1993, Blaðsíða 5
Laugardagur 6. febrúar 1993 - DAGUR - 5
Ferhyrndi prstofninn á íslandi:
Menn vita Mtið sem ekkert
um þennan Qárstofn
segir Ari Jóhann Sigurðsson, sem er mikill áhugamaður
um ræktun ferhyrnda Mrstofnsins
„Það er sjaldgæf sjón að sjá
ferhyrnd fé hjá íslenskum
bændum. Ekki eru til upplýs-
ingar um fjölda ferhyrndra
kinda í landinu en gera má ráð
fyrir að þær séu á bilinu 100-
1000 talsins. Talið er að þetta
fé sé upprunalega frá Rúss-
landi, í héraði sem heitir
Yaroslavl. Féð hefur svo
breiðst út, vestur og suður á
bóginn.“ Þannig hljóðar inn-
gangur á grein sem Ari Jóhann
Sigurðsson skrifaði í tímaritið
Bóndann árið 1986 um fer-
hyrnda fjárstofnin á íslandi.
Ari Jóhann býr á bænum
Ármúla í Skagafirði ásamt fjöl-
skyldu sinni og er mikill áhuga-
maður um ferhyrnda fjárstofnin.
Sjálfur er hann með um 40 kind-
ur og þar af um 10 sem eru fer-
hyrndar, ferukollóttar eða feru-
hníflóttar.
Á bilinu 100-1000 fer-
hyrndar kindur hér á landi
„Menn vita í raun lítið sem ekk-
ert um þennan ferhyrnda stofn en
talið er að til séu á milli 100-1000
ferhyrndar kindur hér landi en
nákvæmnin er ekki meiri,“ sagði
Ari Jóhann í samtali við Dag.
Hann segist hafa mikinn áhuga á
þessum stofni og ræktun hans sé
fyrst og fremst áhugamál sitt.
Áuk þess ræktar hann svokallað
forystufé.
I áðurnefndri grein Ara
Jóhanns í Bóndanum árið 1986,
segir m.a.: „Fullvíst þykir að fé
þetta hafi verið komið til Norður-
landa þegar víkingaferðir komust
í tísku og ísland tekur að
byggjast. Fundist hefur hauskúpa
af ferhyrndri kind í bænum Lundi
í Svíþjóð og rennur sá fundur
stoðum undir þá kenningu að féð
hafi borist með víkingum frá
Norðurlöndum til íslands og þá á
tímabilinu 874-930.
Ekki eru til neinar heimildir
um þetta fé hérna á íslandi frá
þeim tíma en þó er vitað að þá
var til bæði kollóttur stofn og
hyrndur. Hægt er að rekja fer-
hyrnda stofninn aftur til ársins
1590 en Oddur Einarsson getur
þessa afbrigðis einmitt í íslands-
lýsingu sinni það sama ár.
Tvö ferhyrnd kyn til í
Bretlandi
í Bretlandi eru til tvö ferhyrnd
kyn, Manx Loghtan sem líkist
mjög íslenska fénu bæði hvað
varðar lit og líkamsbyggingu. Og
svo er það hið fræga Jakobs fé en
það er talið að það sé upprunnið
í Mesopotamiu, enda mjög skylt
langrófukynjum í Mið-Austur-
löndum. Jakobs féð er með tvö
eða fjögur horn. Manx Loghtan
féð er venjulega með tvö eða
fjögur horn en stundum með sex.
En hvernig hefur þetta ein-
kennilega hornaafbrigði orðið
til?
„Allar þær villihjarðir sem
þekktar eru í dag hafa ekki þetta
hornaafbrigði, eru eingöngu með
tvö horn eða eru þá kollóttar.
Ferhyrnda féð fyrirfinnst ein-
göngu í tömdum hjörðum. Aðal-
ástæða fyrir því er að það hefur
ekki komist af nema í vernduðu
umhverfi, þ.e.a.s. hjá bændum.“
Erfið lífsbarátta
ferhyrnda stofnsins
Ari Jóhann fjallar í grein sinni
Ferhyrndar ær Ara Jóhanns í fjárhúsunum á bænum Ármúla í Skagafirði.
Þennan glæsilega ferhyrnda hrút á Ari Jóhann Sigurðsson en hann er mikill
áhugamaður um ræktun þessa afbrigðilega kyns. Hrúturinn er notaður til
undaneldis.
um lífsbaráttu ferhyrnda stofns-
ins og þar segir: „Stökkbreyting
frá tvíhyrndum kindum yfir í fer-
hyrndar myndi teljast til stökk-
breytinga af verra taginu. Ástæð-
an er sú að hornin gera þessum
kindum erfiðara fyrir í lífsbarátt-
unni. Sérstaklega eru þó hrútarn-
ir sem eiga í erfiðleikum. Þegar
líður fram á sumarið eiga lamb-
hrútarnir í erfiðleikum með að ná
til spena mæðra sinna, hornin
vilja þá rekast upp í kvið ánna. Á
húsi eiga þessar kindur oft í
vandræðum með að komast á
garðann og þarf í flestum tilvik-
um sér stíur fyrir hrútana. Þegar
svo þessar kindur eru orðnar full-
orðnar geta þær átt í vandræðum
með að bíta gras, hornin eru þá
orðin svo löng að þau koma í veg
fyrir að kindin geti bitið.“
Nauösynlegt að viðhalda
ferhyrnda stofninum
í lok greinar sinnar kemur Ari
Jóhann inn á nauðsyn þess að
viðhalda ferhyrnda stofninum á
íslandi: „Þessar kindur hafa til
þessa ekki þótt eigandi vegna
þess að þær gefa minna af sér
heldur en venjulegar ær og svo
hafa margir gefist upp á að hafa
þær á húsi. Þessu er hægt að
breyta með markvissum kynbót-
um en frumkvæði þarf að koma
til frá bændum.
En þótt ekki blási byrlega fyrir
þessum sérkennilega hyrndu
kindum skulum við vona að til
verði ntenn í framtíðinni sem líti
á það sem skyldu sína við náttúr-
una að viðhalda þessum stofni.“
-KK
Millifyrírsagnir eru blaðsins.
Flestar gerðir blásturshljóðfæra má finna í MIT.
75 manna blásarasveit MIT lék í Glerárkirkju:
Fyrsta utanlandsferð sveitar-
innar í 45 ára sögu hennar
M/T concert band sem er blás-
arasveit rúmlega 20 tónlistar-
félaga viö tækniháskólann í
Massachusetts (Massachusetts
Institute of Technology) í
Bandaríkjunum heimsótti
Akureyri 20. janúar sl. og
hélt tónleika í Glerárkirkju á
Akureyri. I sveitinni eru 75
hljóöfæraleikarar, núverandi
og fyrrverandi nemendur við
MIT og stunda flestir nám í
raunvísindum eða verkfræði
eða hafa nýlokið námi.
Sveitin var stofnuð 1948 og
varð árið 1953 ein fyrsta sveitin
sem einbeitti sér að því að leika
verk sem samin eru sérstaklega
fyrir blásarasveitir. Auk þess að
flytja verk eftir þekkt tónskáld
tuttugustu aldar, svo sem Hinde-
mith, Copland og Schoenberg,
lætur sveitin semja fyrir sig nýtt
verk á hverju ári. MIT-blásara-
sveitin hefur áður farið vetrar-
ferðir til ýmissa háskóla og
menntastofnana í Bandaríkjun-
um og Kanada en ferðin til
íslands er sú fyrsta út fyrir land-
steinana.
Stjórnandi sveitarinnar, John
D. Corley, hóf feril sinn fyrir 50
árum sem stjórnandi herlúðra-
sveitar á Keflavíkurflugvelli. Þeir
Edward Ajhar sem leikur á alt-
saxafón og stjórnaði auk þess
sveitinni í einu lagi og John Chon
sem leikur á barítónsaxafón
sögðu að mikil tilhlökkun hefði
verið í hópnum vegna íslands-
ferðarinnar en sumum hefði orð-
ið um og ó þegar þeir hefðu séð
allan snjóinn sem hér væri. Það
væri hins vegar alveg ógleyman-
legt að kynnast svona tæru landi
og gestrisnu fólki. GG
' Stór hópur kvenna leikur í sveitinni.