Dagur - 06.02.1993, Blaðsíða 24

Dagur - 06.02.1993, Blaðsíða 24
NISSAN NISSAN Stakfell PH-360 komið á rækjuveiðar í EyjaQarðarál: Rækjuvinnslulínan í skipið kostaði 35 milljónir kr. Gagngerar breytingar hafa farið fram á vinnslulínu togar- ans Stakfells ÞH-360 frá Þórs- höfn en í Slippstöðinni hf. hef- ur verið sett í hann vinnslulína fyrir frystingu á rækju og verð- ur rækjan unnin og pökkuð í öskjur á markað í Asíu en aðalmarkaðssvæðin eru Japan og Kórea. Togarinn kom til Akureyrar í fyrstu viku desember og hefur því verið þar rétt tvo mánuði en hann hélt svo á veiðar á fimmtudag og á föstudagsmorgun var fyrsta holið tekið í Eyjafjarð- arál. Að sögn Guðna Hauksson- ar skrifstofustjóra Hraðfrysti- stöðvar Þórshafnar hf., eiganda togarans, kosta þessar breytingar á skipinu um 35 milljónir króna sem er heldur hærri upphæð en reiknað var með í upphafi en í ljós kom ýmislegt sem þurfti að lagfæra eins og gengur og gerist þegar ráðist er í framkvæmdir af þessu tagi og sumt af því er ótengt þeim breytingum sem gerður voru á vinnslulínunni. Kostnaður við þessi aukaverk er áætlaður um 10 milljónir króna. Páll Halldórsson, skipstjóri, segir að skipið verði á rækjuveiðum fram í miðjan maímánuð en síð- an fer Stakfellið á frystingu á grálúðu og karfa í sumar en síðan aftur á rækju með haustinu. Möguleikar eru einnig á að skipið taki einn eða fleiri túra þar sem fryst verða þorskflök en engin ákvörðun hefur verið tekin um það. Páll er að hætta með skipið, flytur vestur í Hnífsdal þaðan sem hann er ættaður og tekur við togaranum Páli Pálssyni ÍS-102. Magnús Helgason útgerðarstjóri segir að ekki sé enn ákveðið hver taki við skipstjórn á Stakfelli af Páli Halldórssyni. GG Hengt í hjallana. Mynd: Robyn Hið umdeilda sorppokaútboð Akureyrarbæjar: Bæjarráð stendur við fyrri afgreiðslu sína - mælir sem fyrr með að tilboði umboðs- aðila Plastos hf. í Reykjavík verði tekið Bæjarráð Akureyrar fjallaði á fundi sínum í fyrradag um útboð á sorppokum fyrir Akureyrarbæ en sem kunnugt er vísaði bæjarstjórn málinu aftur í bæjarráð í Ijósi gagna sem fyrirtækið Akoplast hf. á Fjárhagsáætlun ÓlafsQarðarbæjar: 47 milljónir tll bygg- ingar íþróttahússins - fyrri umræða á þriðjudag Fyrri umræða um fjárhags- áætlun Ólafsfjarðarbæjar fyrir árið 1993 verður nk. þriðju- dag. Að sögn Kristins Hreins- HELCARVEÐRIÐ Leiðindarveður verður um allt Norðurland um helgina. ( dag gera veðurfræðingar Veður- stofu (slands ráð fyrir vaxandi austan- og síðar suðaustan- átt. Er líður á daginn verður komið hvassviðri með snjó- komu, sem helst í alla nótt og fram eftir degi á morgun. Heldur fer kólnandi. sonar bæjarritara verður stærsta verkefni bæjarsjóðs Ólafsfjarðar á árinu nýja íþróttahúsið en til þess verður varið 47 milljónum króna. íþróttahúsið hefur verið stærsti liðurinn í fjárhagsáætlun bæjar- ins undafarin tvö ár en verklok við byggingu hússins verða sam- kvæmt áætlun fyrri hluta árs 1994. í fyrrasumar voru höfð jarðvegsskipti í Túngötunni og hún undirbyggð og í sumar verð- ur hún malbikuð og til þeirrar framkvæmdar eru ætlaðar 5,8 milljónir króna. Ýmsum öðrum ótilgreindum viðhaldsmálum verður einnig sinnt í sumar. GG Akureyri sendi bæjaryfirvöld- um. Fyrirtækið var meðal til- boðsgjafa í sorppokana en bæjarráð hafði mælt með, eftir að hafa yfirfarið tilboðin á sín- um tíma, að tilboði frá umboðsmanni Plastos hf. á Akureyri yrði tekið. A fundin- um í fyrradag ákvað bæjarráð að standa við fyrri afgreiðslu. Eins og komið hefur fram í máli forsvarsmanna Akoplasts taldi fyrirtækið að ef það missti þá plastpokaframleiðslu sem það hefur haft fyrir Akureyrarbæ þá yrði að segja upp einum starfs- manni en ef tilboði fyrirtækisins yrði tekið þá styddi það nýsköp- unarstarf hjá fyrirtækinu og gæti orðið til að þrjú ný störf bættust við. Sigurður J. Sigurðsson, for- maður bæjarráðs, segir að hug- myndir Akoplastsmanna um nýja framleiðslu sé allt annar þáttur sem ekki komi útboðinu á sorp- pokunum við. Hann segir að í bæjarráði hafi Úlfhildur Rögn- valdsdóttir (B) setið hjá við afgreiðsluna í fyrradag en að öðru leyti hafi bæjarráð verið sammála um að standa við fyrri afgreiðslu á þessu máli. Bæjar- stjórn Akureyrarar mun því væntanlega afgreiða sorppoka- málið á fundi eftir rúma viku og taka þar tilboði Plastos hf. í Reykjavík. JÓH ARU Einnig sýnum við Arctic cat vélsleða. Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 22520 - Akureyri. Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2. Sauðárkrókur: Innbrot í Gagn- fræðaskólann - skemmdir á húsnæði, en litlu stolið Brotist var inn í Gagnfræða- skólann á Sauðárkróki aðfara- nótt föstudags. Skemmdir á húsnæðinu eru nokkrar, en litlu eða engu var stolið. Málið er í rannsókn. Tilkynnt var um innbrotið til lögreglunnar á föstudagsmorgun. Nokkrar skemmdir voru unnar á húsnæði skólans. Brotnar voru upp tvær hurðir og þær eru taldar ónýtar. Önnur var hurð að skrif- stofu skólastjórans. Einnig voru brotnar þrjár rúður. Að sögn lög- reglu var engu eða litlu stolið og er ekki enn vitað hverjir voru hér að verki. Málið er í rannsókn. sþ Sýnum einnig Subaru station, árg. '93 á sérstöku kynningarverði. Komið ogkynnið ykkur frábæra bíla Hagstætt verð og greiðsluskilmálar Bílasýning verður í sýningarsal okkar að Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar, Óseyri 5, laugardaginn 6. og og sunnudaginn 7. febrúar frá kl. 14-17 báða daga. Sýnum '93 árg. af Nissan Sunny, og nú með beinni innspýtingu og fjölventla vél ásamt mörgum öðrum nýjungum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.