Dagur - 06.02.1993, Blaðsíða 11

Dagur - 06.02.1993, Blaðsíða 11
Laugardagur 6. febrúar 1993 - DAGUR - 11 Leikfélag Húsavíkur: Frumsýning á Ronju ræningjadóttur - áríðandi að Qölskyldan komi saman í leikhúsið, segir Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri Leikfélag Húsavíkur frumsýnir Ronju ræningjadóttur eftir Astrid Lindgren í leikstjórn Brynju Benediktsdóttir og þýðingu Einars Njálssonar iaugardaginn 6. feb. kl. 16. Tónlist er eftir Helga Péturs- son tónskáld á Húsavík. Leik- mynd er hönnuð af leikstjóra og Manfred Lemke kennara að Stórutjörnum. Búninga gerði Herdís Birgisdóttir, leikkona, ásamt tíu leikfélagskonum. Brúður eru hannaðar af Helgu Arnalds. Ljós og hljóð er í höndum Jóns Arnkelssonar og Einars H. Einarssonar. Fjöldi leikara kemur fram í sýning- unni. Með titilhlutverkið fer 14 ára stúlka, Júlía Sigurðardótt- ir, en Birki leikur jafnaldri hennar Eiður Pétursson. Ingi- mundur Jónsson fer með hlut- verk Matthíasar ræningjafor- Matthías og ræningjarnir hafa handsamað Birki: Ingimundur Jónsson, Eiður Pétursson, Anna Ragnarsdóttir, Júlia Sigurðardóttir, Jóhannes Einarsson, Sigurður Illugason, Vigfús Sigurðsson og Svavar Jónsson í hlutverkum sínum. Myndir: IM Skemmtilegur siður á Dalvík: Öllum nýburum ársins færð gjöf frá bænum Hinn 1. desember sl. voru íbúar Dalvíkur 1504 og hafði fjölgað um 8 milli ára. A árinu fædd- ust hins vegar 27 börn á staðn- um þannig að hin „náttúru- lega“ fjölgun hefur þó aðeins haft vinninginn umfram brott- flutning af staðnum. Til nokkurra ára hefur sá skemmtilegi siður verið tíðkaður í árslok af bæjarstjóranum, Krist- jáni Þór Júlíussyni, að öllum börnum ársins hefur verið færð að gjöf silfurteskeið merkt Dal- vík ásamt jólakorti og blóma- skreytingu, að þessu sinni hyacintuskreytingu. Blm. Dags hitti nýlega eitt þeirra dalvísku barna sem fæddust á nýliðnu ári. Það er Ólafur Jóhann Þórbergs- son, sem fæddur er 11. febrúar. Systir hans, Hugrún, sem fædd er 9. maí 1990 fékk einnig sína silfurteskeið á sínum tíma. For- eldrar þeirra eru Þórbergur Egilsson og Guðbjörg Halldórs- dóttir. GG Ólafur Jóhann með gjöfina frá bænum ásamt systur sinni Hugrúnu, sem hafði meira áhuga á því sem fram fór í sjónvarpinu en horfa á Ijósmyndara. Mynd: GG Bjarkaræningjarnir með Ronju í haldi: Guðný Þorgeirsdóttir, Júlía Sigurð- ardóttir, Þorkell Björnsson og Kristjana Einarsdóttir í hlutverkum sínum. ingja, en hann á 40 ára leikaf- mæli í ár. Lovísu móður Ronju leikur Anna Ragnarsdóttir. „Það sem einkennir þessa upp- setningu er, að hér er fólk á öll- um aldri, ungir og gamlir sem leika saman, námsfólk úr skólan- um og kennarar sinna ýmsum störfum, hér er því hvorki einlit- ur hópur eða kynslóðabil," sagði Brynja Benediktsdóttir leikstjóri í samtali við Dag. „Fólk frá sex þjóðlöndum vinnur hér saman: Leikararnir Agga Olsen og Rink Egede frá Grænlandi dveljast hér við undirbúning sýningarinnar og eru að læra leikstjórn. Söngkon- an Natalía Chow frá Hong Kong kemur fram í sýningunni, einnig Mira, tíu ára stúlka ættuð frá Kóreu og móðir hennar Hanne F. Knudsen sem er dönsk. Man- fred Lemke leikmyndasmiður er Svisslendingur. Við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti því leikhúsið er svo lítið. Það þarf ekki endilega að vera galli, það skapar skemmti- legt návígi við leikarana. Við spilum meira á ímyndunarafl áhorfendanna, þeir verða að ímynda sér það sem þeir sæju betur á kvikmynd eða í stærra leikhúsi. En mér finnst í lagi að gera kröfur til ímyndunarafls áhorfendanna.“ - Hvernig verk er Ronja? Er þetta barnaleikrit eða höfðar það einnig til fullorðinna áhorfenda? - „Þetta er ósköp falleg saga. Þroskasaga barns eða unglings og ekki síður þroskasaga foreldris. Batnandi manni er best að iifa, og karlremban Matthías ræningja- foringi mildast í lokin, hættir að ræna og hættir þessum yfirgangi. Hann lærir af börnunum og við mættum kannski læra meira af börnunum okkar. Þó leikritið sé sænskt er þetta íslensk leiksýning. Við nýtum okkur einnig hugmyndir frá Grænlendingunum okkar og komum inn á þeirra arfleifð. Leikritið er á vissan hátt um nánd mannsins við náttúruna. Það er kannski skrifað fyrir borg- arbörn sem ekki komast út í nátt- úruna, en því þurfa Húsvíkingar ekki að kvarta yfir. Við höfum því notað æfintýraljómann meira en náttúrulýsingar. Grádvergarn- ir í sýningunni eru ekta Ínúítar, eða ættaðir frá vondum náttúru- öndum Eskimóa. Hér er tónskáld, Helgi Péturs- son, sem semur hin skemmtileg- ustu lög og ég er mjög ánægð með að geta haft íslenska músík við sýninguna. Friðrik Steingríms- son úr Mývatnssveit samdi texta. Einnig erum við með gamla ókind- arkvæðið inni í sýningunni, til að auka fjölbreytileikann." - Hvernig líkar leikstjóranum að vinna með Leikfélagi Húsa- víkur? „Mér líkar ákaflega vel. Það er stórkostlegt að upplifa þennan dugnað og ódrepandi áhuga. Þetta félag er ákaflega öflugt og því hefur tekist að virkja unga fólkið með sér. Það er af hinu góða. Hér eru leikarar, Ingi- mundur Jónsson og Bjarni Sigur- jónsson, sem hafa leikið í 40 ár, og af þeim lærir unga fólkið. Herdís Birgisdóttir, þessi stólpa- leikkona, hefur séð um búning- ana ásamt fríðu lið kvenna. Hér er ekki bara áhugi á að leika, heldur er svo kraftmikið fólk sem sinnir öllum öðrum þáttum leik- hússins, en slíkt vantar oft úti á landi. Vonandi kemur fólk á öllum aldri til að sjá sýninguna og ég vona að foreldrar komi með ungl- ingum og börnum. Það er svo áríðandi að fjölskyldan eigi sam- an skemmtilega stund í leikhús- inu, en ekki bara við sjónvarp- ið.“ IM Þorrablót Glæsíbæjarhrepps verður haldlð í Hlíðarbæ laugardaginn 13. febrúar og hefst kl. 20.30 stundvíslega mjög stundvíslega. Mlðapantanir hjá önnu í síma 23516 og Jónl í síma 23613 miðvikudag og flmmtudag 10. og 11. febrúar milli M. 20 og 22. Hreppsbúar fyrr og nú íjölinenuum. Nefiadin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.