Dagur - 23.02.1993, Blaðsíða 1

Dagur - 23.02.1993, Blaðsíða 1
Kristjáni Jóhannssyni vel fagnað í Metropolitan-óperunni í New York: Syngur í Covent Garden að ári - „þetta lyftir mér í verðleikaskalanum,“ sagði Kristján „Ég er mjög ánægður. Ég er að þessu fyrst og fremst fyrir Akureyri: Félagimi stal hluta innbúsins Lögreglan á Akureyri hafði mann í haldi aðfaranótt mánu- dagsins, sem lét greipar sópa hjá kunningja sínum aðfaranótt sunnudagsins að afloknum gleðskap. „íbúðareigandinn sofnaði ölv- unarsvefni í íbúð sinni ásamt gestum að einum undanteknum. Maðurinn sem ekki festi blund er „kunningi“ lögreglunnar. Þegar gestgjafinn vaknaði síðla dags var heldur tómlegt um að litast í stofunni. Búið var að stela sjón- varpstækinu, hljómflutnings- tækjunum og farsímanum. Grun- ur féll strax á drykkjufélagann og hann hefur játað verknaðinn," sagði talsmaður rannsóknarlög- reglunnar á Akureyri. ój Framkvæmdastjóri Skrefsins á Skagaströnd: Pétur Ingjaldur Pétursson ráðinn Pétur Ingj- aldur Pét- ursson var um helgina ráðinn fram- kvæmda- stjóri Skrefs- ins hf., rek- strarfélags skóverksmiðju á Skagaströnd. Átján sóttu um starfíð og var bróðurpartur umsókna frá Reykjavík. Pétur Ingjaldur er þrítugur að aldri og hefur verið búsettur í Reykjavík hin síðari ár, en hann er fæddur og uppalinn á Skaga- strönd. Hann lauk námi í við- skiptafræði frá Háskóla íslands árið 1989 og hefur stundað sölu- störf í Reykjavík, þar á meðal hjá Kristni Benediktssyni og Borgarhellu. „Pað verður gaman að glíma við þetta verkefni. Ég er að fara í gegnum pappíra og skoða véla- kost fyrirtækisins," sagði Pétur Ingjaldur í gær, en þá var hann staddur í húsakynnum skóverk- smiðjunnar Striksins á Akureyri, sem eins og kunnugt er var lýst gjaldþrota á sl. sumri. „Við ger- um ráð fyrir að starfsemin hefjist eftir hálfan annan til tvo mánuði. Til að byrja með verður starfs- fólk verksmiðjunnar þjáifað á vélarnar hér á Akureyri. Við verðum mjög litlir til að byrja með, en það fer síðan eftir söl- unni hvernig þetta þróast. Við trúum því að ósigrar nútímans séu undirbúningur undir loka- sigurinn," sagði Pétur Ingjaldur. óþh fólkið og það eru allir mjög ánægðir. Þá er ég ánægðastur. Þetta var stór áfangi og tók töluvert á,“ sagði Kristján Jóhannsson, óperusöngvari, sem steig sín fyrstu skref á sviði Metropolitan-óperunnar í New York sl. laugardagskvöld, þegar hann söng aðaltenór- hlutverkið í II Trovatore eftir Verdi. Sýningin þótti takast afar vel og var Kristjáni vel fagnað í sýningarlok. Kristján sagði erfitt að bera það saman að syngja annars veg- ar í Metropolitan og hins vegar á Scala á Ítalíu og í Vínaróper- unni. „Aðalmunurinn liggur í stærðinni. Þetta hús er nærri því helmingi stærra en Scala og Vín- aróperan. Hljómurinn í húsinu er mjög góður, en hann krefst mikillar einbeitingar. Sviðið er óskaplega stórt og það lang- stærsta í leikhúsi sem ég hef sungið til þessa. Á bak við þetta gríðarlega stóra svið, með járn- slegnu tjaldi í milli, er jafnstórt svið þar sem allt að því er hægt að setja upp tvær óperur í fullri stærð. Á sama tíma og ópera eins og II Trovatore er á sviðinu, eru á sama tíma tvær stórar óperur í æfingu baksviðs." Kristján sagði að „debútið" í Metropolitan væri gríðarlega mikilvægt skref fyrir sig. „Þetta lyftir mér hærra í verðleika- skalanum, enda eitthvað sem alvöru listamenn með fullu viti sækjast eftir.“ Með söngnum í Metropolitan á Kristján eftir aðeins eitt af allra frægustu óperuhúsum í heimi, þ.e. Covent Garden í London. Kristján upplýsti að hann væri þegar búinn að gera samning við það fræga óperuhús um söng í febrúar og mars á næsta ári í nýrri uppfærslu á Grímudansleik Verdis. Kristján syngur tvær sýningar í viðbót í II Trovatore í Metro- politan, annað kvöld og á laugar- Á fundi stjórnar og trúnaö- armannaráðs Verkalýðsfélags Húsavíkur 19. febrúar sl. var harðlega átalinn seinagangur í samningaviðræðum. Minnt var á að verkalýðshreyfíngin hefði lagt mesta áherslu á að hraða samningaviðræðum strax eftir að kröfur hennar höfðu verið lagðar fram. Þrátt fyrir það hafi engar raun- verulegar samningaviðræður far- ið fram og svo virðis't vera að hvorki atvinnurekendur né stjórnvöld hafi nokkurn áhuga á að hefja samningaviðræður segir í bókun Verkalýðsfélags Húsa- dagskvöld. í mars syngur Krist- ján fjórar sýningar þar í einþátt- ungnum Cavalleria Rusticana, en í hinum einþáttungnum, Pag- liacci, syngur sama kvöld ekki Bakkus kom við sögu um helg- ina í tveimur umferðaróhöpp- um á Norðurlandi. Bíll lenti utan vegar við Brunná sunnan Akureyrar og harður árekstur varð á Húsavík. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri var helgin róleg. Aðeins eitt umferðaróhapp er á skrá. Ölvað- ur ökumaður missti stjórn á bifreið sinni við Brunná og bif- víkur. Fundurinn telur óhjá- kvæmilegt að leita eftir verkfalls- heimild í lok vikunnar verði samningaviðræður þá ekki enn hafnar. Framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasamband íslands, Þórarinn V. Þórarinsson, hefur gagnrýnt opinberlega áðurnefnda ályktun Verkalýðsfélags Húsavíkur og sagt að m.a. vegna fjarlægðar frá höfuðborgarsvæðinu þá fylgdust forráðamenn félagsins ekki nægi- lega vel með því hver gangurinn væri í samningaviðræðunum. Sannleikurinn væri hins vegar sá að mati Þórarins að gangur við- ræðnanna væri alveg eðlilegur, ófrægari tenór en Placido Dom- ingo. Að loknum söng í Metro- politan taka við uppfærslur í Bar- celona á Spáni og París og Tou- louse í Frakklandi. óþh reiðin endaði för utan vegar á hvolfi. Ökumaður, sem var ölv- aður, var fluttur á slysavarðstofu til skoðunar. „Snemma á laugardagsmorg- uninn varð harður árekstur á Garðarsbraut. Bílarnir eru taldir ónýtir og orsök slyssins er talin ölvun við akstur. Ökumenn hlutu skrámur, en engin alvarleg rneiðsl," sagði talsmaður lögregl- unnar á Húsavík. ój því ýmiss undirbúningsvinna væri vel á veg komin. Kári Arnór Kárason formaður Alþýðusambands Norðurlands segir að það þrífist enn líf í þessu landi utan Elliðaánna og að Þórarinn hafi þarna talað gegn betri vitund. Honum sé kunnugt um að Kári sé fulltrúi í samninga- nefnd Alþýðusambandsins og eigi jafnframt sæti í ýmsum nefndum Alþýðusambandsins og hafi verið á vettvangi þessar tvær vikur síðan viðræðurnar hófust. „Það er ekki langt síðan við sátum saman í herbergi þannig að hann er að segja hluti sem eru verulega á skjön við veruleikann. Flugfélag Norðurlands: Gott útlit fyrir sumarið „Ég held að ég muni ekki efíir öðrum eins vetri í sambandi við veðurlag fyrir flug. Það er ýmist ófært eða því spáð að það verði ófært eða þá að skilyrði í lofti hafa verið óhagstæð. Þetta hefur kostað okkur töluverða fjármuni,“ sagði Sigurður Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Norðurlands, í samtali við Dag. Sigurður man tímana tvenna f fluginu og hann segir veðráttuna hafa verið einstak- lega rysjótta á landinu í vetur og innanlandsflug oft gengið úr skorðum. Við þetta hafi félagið tapað viðskiptum og peningum. Á hinn bóginn hafi allt gengið áfallalaust fyrir sig og ýmis jákvæð teikn á lofti. „Þetta ár lítur ágætlega út. Við sjáum reyndar ekki mjög langt fram í tímann en miðað við það sem við höfum í hönd- unum er bjartara framundan en oft áður og það er mjög gott útlit fyrir sumarið,11 sagði Sigurður. Twin Otter flugvélin sem laskaöist á Ólafsfjarðarflug- velli sl. sumar verður tilbúin fyrir vorið en þeir hjá FN hafa ekkert verið að tlýta sér að gera viö hana enda nægur flug- vélakostur yfir vetrarmánuð- ina. Eins og við höfum greint frá tók Flugfélags Norðurlands að sér áætlunarflug milli íslands og Kulusuk á Grænlandi fyrir Grönlandsfly og hefur það gengið ágætlega að sögn Sigurðar. Þessu verkefni lýkur um mánaðamótin. Aö vanda hefur FN líka verið með leiguflug til Grænlands í gangi og hefur það gengið vel, þótt veðrið hafi líka sett þar strik í reikninginn og dæmi um að vélumhafi verið snúið við. SS Við höfum verið að bíða eftir því að Vinnuveitendasambandið skipaði í vinnuhópa en ekki gengið að undanteknum sjávar- útvegshópnum sem haldið hefur þrjá fundi. Okkur finnst fram- koma Þórarins mjög storkandi og öll viðbrögð hans verið tóm sýnd- armennska. Ef Þórarinn hefur séð miklar samningaviðræður í gangi þá hefur hann verið sofandi enda held ég að stjórn og trúnað- armannaráð Verkalýðsfélags Húsavíkur sé miklu betur upplýst um gang viðræðnanna en fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins virðist vera,“ segir Kári Arnór Kárason. GG VSÍ hefiir visvítandi dregið í neíhdir og tafíð sanmingaviðræður - segir Kári Arnór Kárason formaður Alþýðusambands Norðurlands £f s * ■ Það var líf og fjör á skautasvellinu á Akureyri um helgina en þar var haldið íslandsmót yngri ilokka í íshokkí. Um 100 krakkar mættu til leiks. Sjá nánar á íþróttasíðu bls. 8-9. Mynd: Benni Bakkus við stýrið í tveimur umferðaróhöppum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.