Dagur - 23.02.1993, Page 2

Dagur - 23.02.1993, Page 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 23. febrúar 1993 Fréttir Veitustofnanir Akureyrar: Kostnaður vegna virkjunar á Þelamörk 60 til 80 milljónir Á fundi Veitustofnana Akur- eyrar 10. febrúar sl. var m.a. rætt um vatnsöflun Hitaveitu Akureyrar, stööu þeirra mála og horfur og farið yfír aðra möguieika til vatnsöflunar en þá sem vitað er um á núver- andi vinnslusvæði og er þá sér- staklega horft til Laugalands á Þelamörk. Franz Árnason veitustjóri segir að húsnæði í bænum hafi aukist það mikið að það hafi fullkom- lega uppfyllt björtustu vonir varðandi aukningu húsnæðis- fjölda en gerð var áætlun um það árið 1984 og virðist hún ætla að ganga eftir. Samkvæmt þeirri áætlun var gert ráð fyrir að aukn- ing íbúafjölda á Akureyri yrði um 2% á ársgrundvelli. Það þýðir að vandræði gætu farið að skap- ast í köldustu vetrarmánuðunum á árinu 1994 en Hitaveitan á reyndar mikið varaafl fólgið í olíukatli í kyndistöðinni við Þór- unnarstræti en ódýrasta lausnin er auðvitað vatn upp úr jörðinni. Að Laugalandi á Þelamörk hefur verið dælt upp verulegu vatns- Tilboð í flutninga Eyjafjarðarfeijunnar Sæfara: Eysteinn Ingvason lægstur Eysteinn Ingvason í Reykja- vík, rekstraraðili Árness (gamli flóabáturinn Baldur), var með lægstu tilboðin í flutn- ing Eyjafjarðarferjunnar Sæ- fara, en tilboð voru opnuð í gær. Gert er ráð fyrir að nýr rekstraraðili taki við 1. apríl nk. og voru tilboðin miðuð við þessa flutninga næstu tvö árin. Auk Eysteins bárust tilboð frá Hríseyjarhreppi, Smára Thorar- ensen í Hrísey, Gylfa Baldvins- syni á Árskógsströnd og Bæjar- sjóði Dalvíkur. Allir þessir fimm aðilar sendu inn þrjú tilboð og var hvert þeirra miðað við ákveðna tilhögun á áætlun. Tilboð Eysteins hljóðaði Sprengidagurinn er í dag og þá munu landsmcnn raða í sig saltkjöti og baunum í stórum stfl. Á mynd- inni er Sævar Hallgrímsson hjá Bautabúrinu með vænan saltkjöts- bita. Mynd: Robyn upp á 55.828.000 kr, 59.732.000 kr. og 54.268.000 kr. Næstlægstur var Smári Thorarensen. Tilboð hans voru 76.522.094 kr., 77.317.624 kr. og 74.972.912 kr. Tilboð Hríseyjarhrepps voru 83.550.000 kr., 83.555.000 kr. og 82.280.000 kr.. Tilboð Bæjar- sjóðs Dalvíkur var 83.982.648 kr., 89.812.586 kr. og 79.799.544 kr. og loks hljóðaði tilboð Gylfa Baldvinssonar upp á 92.033.680 kr., 96.015.920 kr. og 89.027.840 kr. Ekki náðist í Eystein í gær, en eftir því sem næst verður komist miðast tilboð hans við að nota Árnes í þessa flutninga. Allir hin- ir fjórir tilboðsgjafar reikna með því í tilboðum sínum að leigja Sæfara til áframhaldandi flutn- inga. óþh magni sfðustu þrjá mánuði til prófunar á holunni þar og þeirri dælingu verður haldið áfram en það vatn rennur út í Hörgá. Ef niðurstöður þeirrar prófunar verða jákvæðar er spurningin aðeins hvenær í framkvæmdina verður ráðist. Kostnaðaráætlun vegna Iagnar á leiðslu frá borhol- unni að Laugalandi að Þelamörk og til Akureyrar liggur á bilinu 60 til 80 milljónir króna og er um helmingur þess kostnaðar efnis- kostnaður. Veitustjórn ræddi einnig mögu- leika á niðurdælingu á virkjunar- svæðum Hitaveitunnar en það yrði með þeim hætti að bakrásar- vatni yrði dælt niður í einhverja holu sem ekki er verið að dæla upp úr. Gerð var tilraun á þessu árið 1990 og fyrstu niðurstöður hennar bentu til þess að hér gæti verið um mjög arðbæra fram- kvæmd að ræða til að auka það vatnsmagn sem Hitaveitan hefur til afnota. Þegar til lengri tíma er litið verður farið að skoða önnur möguleg virkjunarsvæði fyrir Hitaveitu Akureyrar og enn eru til laugar í Eyjafirði þar sem heitt vatn rennur á yfirborðinu þrátt fyrir það að verið sé með 200 metra niðurdrátt í borholum. Fyrst og fremst er verið að horfa tií þeirra lauga sem eru í landi Kristness annars vegar og hins vegar í landi Botns en frekari rannsóknir þarf að gera áður en ráðist verður í boranir á þessum svæðum. Jafnframt má minna á það að Hitaveita Akureyrar á jarðhitarétt að Reykjum í Fnjóskadal en það er ekki fýsi- legur kostur að sinni vegna mikillar fjarlægðar og yfir heiði að fara. Ólafur Flóvenz, Grímur Björnsson og Guðni Axelsson hjá Orkustofnun hafa verið að vinna að greinargerð um vatns- öflun fyrir Hitaveitu Akureyrar og má gera ráð fyrir að fýsi- legustu kostirnir sem tíundaðir eru í þeirri skýrslu verði nýttir í nánustu framtíð. í lokafrágangi skýrslunnar verða settar fram niðurstöður kostnaðar á orkuein- ingu. GG Arkitektarnir Páll Tómasson og Gísli Kristinsson tilnefndir til menningarverðlauna DV: „Arkitektar á Akureyri eru að gera það jafti gott og aðrir“ Arkitektarnir Gísli Kristinsson og Páli Tómasson á Arkitekta- stofunni í Grófargili á Akur- eyri eru tilnefndir til menning- arverðlauna DV í ár fyrir bygg- ingarlist. Tilnefninguna hljóta þeir fyrir hönnun nýbyggingar Hjólbarðaþjónustunnar við Undirhlíð 2 á Akureyri. Þor- valdur Þorsteinsson, fjöllista- maður frá Akureyri, er til- nefndur til menningarverð- launanna í bæði myndlist og bókmenntum. Fimm hús voru tilnefnd til menningarverðlaunanna í ár, sem verða afhent á Hótel Holti í Reykjavík nk. fimmtudag. Auk nýbyggingar Hjólbarðaþjónust- unnar stendur valið um hönnun Ráðhúss Reykjavíkur, sjálfseign- aríbúða á SÍéttuvegi 11-13 í Reykjavík, skólahúss Breiðdals- hrepps á Breiðdalsvík og útsölu fíAHNSOKfí/A S TOFNUN HÁSKÓLANS , Á AKUREYR/ / I G/erérgótu 36 /S-600Akureyri S/m/ 96- /7780 Fax 96- //799 Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri Laus er til umsóknar staða framkvæmdastjóra Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri. Umsækjandi skal hafa háskólapróf, reynslu af rann- sóknar-, þróunar- og stjórnunarstörfum og víðtæka þekkingu á atvinnulífinu. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Félags há- skólakennara á Akureyri. Umsókn skal fylgja rækileg skýrsla um vísindastörf, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og önnur störf. Upplýsingar um starfið gefur formaður stjórnar Rannsóknastofnunar, Kristján Kristjánsson, í síma 96-11770. Umsóknir skulu hafa borist Háskólanum á Akureyri fyrir 15. mars nk. Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri. Áfengis- og tóbaksverslunar rfkisins við Austurstræti. í umsögn dómnefndar, sem í eiga sæti Guðjón Bjarnason, Jes Einar Þorsteinsson og Pétrún Pétursdóttir, um nýbyggingu Hjólbarðaþjónustunnar á Akur- eyri segir: „Þetta verk er gott dæmi um metnaðarfullt framtak einkafyrirtækis til að skapa hóg- væra byggingu sem þó upphefur umhverfi sitt. Mjög opin glerjun skála gegnt nálægu hringtorgi gefur ríka hrynjandi og boga- dregnar svalir í forrými hússins mynda skemmtilegt mótvægi við stallaða framhliðina. Aðstaða starfsfólks er björt og aðlaðandi og lóðarfrágangur til fyrirmynd- ar. Efnisuppbygging er skýr og einföld.“ Páll Tómasson, arkitekt, sagði að þeir félagarnir væru að vonum mjög ánægðir með þessa viður- kenningu. „Ég tel að þetta sýni að arkitektar hér á Akureyri eru að gera það jafn gott og aðrir. Þetta er til marks um það að menn þurfa ekki alltaf að leita yfir lækinn,“ sagði Páll. Byggingarlist á Akureyri hefur áður komið við sögu við úthlutun menningarverðlauna DV. Fyrir nokkrum árum hlutu þau arkitekt- arnir Finnur Birgisson á Akur- eyri og Hjörleifur Stefánsson í Reykjavík fyrir skipulag Innbæj- arins á Akureyri. Fleiri Akureyringar verða í sviðsljósinu við úthlutun menn- ingarverðlauna DV á fimmtudag. Akureyringurinn Þorvaldur Þor- steinsson kemur heldur betur við sögu því hann hefur bæði verið tilnefndur til menningarverð- launanna í myndlist (fyrir fram- lag sitt til nýsköpunar í myndlist á árinu) og bókmennta (fyrir bókina Éngill meðal áhorfenda). Þorvaldur brýtur blað í sögu út- hlutunar menningarverðlauna DV því aldrei áður hefur sami maðurinn fengið tilnefningu fyrir tvær listgreinar sama árið. óþh Arkitektarnir Páll Tómasson og Gísli Kristinsson við hugverk sitt, nýbygg- ingu Hjólbarðaþjónustunnar við Undirhlíð 2 á Akureyri. Þess má geta að Glerárkirkja á Ákureyri, sem Svanur Eiríksson, arkitckt á Akureyri, teikn- aði, var á meðal þeirra fjölmörgu húsa sem komu til álita þegar dómnefnd ákvað hvaða fimm hús skyldu hljóta tilnefningar til menningarverðlauna DV í byggingarlist. Mynd: Robyn

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.