Dagur - 23.02.1993, Side 9
Þriðjudagur 23. febrúar 1993 - DAGUR - 9
Halldór Arinbjarnarson
Skíðaganga, íslandsgangan:
Sigurður fljótastur í Skógargöngumii
Hin árlega Skógarganga á
Egilsstöðum var haldin um síð-
ustu helgi. Alls voru milli 30 og
40 keppendur sem tóku þátt en
aðeins 4 gengu fulla vegalengd
sem er um 23 km. Mótið er
hluti af íslandsgöngunni og
hefur verið haldið árlega síðan
1985, með einni undantekn-
lingu þegar snjóleysi gerði
mönnum lífíð leitt.
Veður var ágætt meðan á
göngunni stóð og færi einnig þó
það væri reyndar nokkuð hart.
Gengnir eru 2 hringir í Egils-
staðaskógi, sem eru um 23 krn.
Flestir gengu þó skemmra, eða
10-15 km. Þeir 4 sem luku fullri
vegalengd voru: Sigurður Aðal-
steinsson sem sigraði í flokki 35-
50 ára á tímanum 1:23,54 og
Jóhannes Kárason var annar á
1:28,07. í flokki 50 ára og eldri
sigraði Þorlákur Sigurðsson á
1:35,37 og Rúnar Sigmundsson
varð annar á 1:41,20. Sem fyrr
segir voru þetta þeir einu sem
gengu fulla vegalengd og eru þeir
allir frá Akureyri.
íslandsmót yngri flokka í íshokkí:
Tókst mjög vel í aUa staði
íslandsmót yngri flokka í
íshokkí var haldið um helgina
á skautasvellinu í Innbænum á
Akureyri. Mótið var hið fyrsta
sinnar tegundar og þótti takast
mjög vel í alla staði. Til leiks
voru mætt u.þ.b. 100 þátttak-
endur frá þremur félögum.
Keppt var í þremur aldurs-
flokkum. Skautafélag Akur-
eyrar bar sigur úr býtum í
þremur þeirra og Isknattleiks-
félagið Björninn í einum.
Mótið þótti takast mjög vel og
voru þátttakendur ánægðir að
mótslokum. í flokki 9 ára og
yngri sigraði SA og Skautafélag
Reykljavíkur hafnaði í 2. sæti.
Þar voru aðeins tvö lið skráð til
leiks.
Björninn var mjög sterkur í
næsta flokki fyrir ofan, 10-12 ára
og mætti þar með 2 lið. Björninn
vann þennan flokk, SA varð í 2.
sæti og SR í því 3. í flokki 13-16
ára vann SA sigur, Björninn varð
í 2. sæti og SR í því 3.
í flokki 16-17 ára voru bara 2
lið, frá SA og SR. Hart var barist
en Akureyringar höfðu sigur að
lokum og urðu því íslandsmeist-
arar í þeim flokki.
Sem fyrr segir var almenn
ánægja með mótið. Tímasetning-
ar stóðust og veður var eins og
best gat verið. Aðstöðuleysi
stendur þó mótshaldi sem þessu
verulega fyrir þrifum þar sem
ekki er viðunandi búningsað-
staða á staðnum og ekki hægt að
fara í sturtu að leik loknum.
Vonandi er að hægt verði að bæta
úr þessu við fyrsta tækifæri, nóg-
ur er áhuginn fyrir þessari íþrótt.
NK!
U sigur á síðustu Stundu. Mynd: PIB
s jafntefli á heimavelli
Borussia Mönchengladbach vann
mikilvægan sigur í botnbarátt-
unni gegn Karlsruhe sem að sama
skapi tapaði mikilvægum stigum í
barátunni um meistaratitilinn.
Strax á 1. mínútu náði Cries for-
ystunni fyrir heimamenn og undir
lok fyrri hálfleiks bætti Svíinn
Dalin öðru marki við. Á 64. mín-
útu gerði Cries sitt annað mark í
vmna
sem aftasti maður á miðjunni og
hafði þau fyrirmæli að vera ekki
að hætta mér inn í vítateig and-
stæðinganna. Ég á von á að þegar
Buchwald kemur aftur inn í liðið
nk. laugardag leiki ég framar á
vellinum og fái þá mun frjálsari
hendur. Það fellur mér mun bet-
ur í geð, en aðal atriðið er auðvit-
að að fá að spila, hvar svo sem ég
er á vellinum." Að lokum bætti
Eyjólfur því við að vonir um að
verja meistaratitilinn væru nú
nánast úr sögunni. Nú væri aðal
atriðið að tryggja sér öruggt sæti í
Evrópukeppni félgasliða að ári,
þ.e. að lenda í einu af 5 efstu sæt-
unum.
Arni Hermannsson, Þýskalandi.
Eyjólfur Sverrisson
leiknum, í þetta sinn úr víta-
spyrnu og tveimur mínútum síðar
skoraði Krike eina mark gest-
anna í leiknum.
Mathias Sammer fékk óska-
byrjun með sínu nýja liði. Á 74.
mínútu skoraði hann eina rnark
Dortmund gegn botnliði Bochum
með skoti af 20 m færi beint úr
aukaspyrnu.
Frankfurt fylgir Bayern fast
eftir í toppbaráttunni og á laugar-
daginn gerði liðið góða ferð til
Dresden þar sem það nældi sér í
þau stig sem þar voru í boði með
0:2 sigri. Mörk liðsins gerðu
Schmidt og Okocha frá Nígeríu.
Saarbrúcken vann góðan sigur
á heimavelli gegn arfaslöku liði
Leverkusen, 3:1. Mörk heima-
manna gerðu Lust, Cristle og
Spikroth en Andreas Thom svar-
aði fyrir gestina.
Werder Bremen virðist koma
geysisterkt undan vetri með nýja
upprennandi stórstjörnu innan-
borðs, Hobsch, sem Otto Rehagel
þjálfari Bremen náði í til Leipzig.
Hann uppgötvaði einmitt Rudi
Völler og Karl Heinz Ridle á sín-
um tíma og menn hafa nú gert að
því skóna að hér sé 3. „stór-
centerinn“ kominn.
Bremen tók Nurnberg í
kennslustund á föstudagskvöldið.
Nýsjálendingurinn Rudwer gerði
fyrsta mark leiksins úr víti á 65.
mínútu, austurríski snillingurinn
Andreas Herzog bætti öðru
marki við 4 mínútum síðar eftir
glæsilegan einleik í gegnum vörn
gestanna og á 82. nínútu lék hann
varnarmenn Nurnberg aftur upp
úr skónum, gaf fyrir og þar var
Hobs mættur og sneiddi knöttinn
glæsilega efst í markhornið fjær.
Leikmenn Kölnar máttu þola
stórt tap á heimavelli gegn frísku
liði Kaiserslautern, 0:3. Leiðin-
legasti leikur umferðarinnar fór
síðan fram á heimavelli Watt-
enscheid á föstudagskvöldið þar
sem liðið gerði markalaust jafn-
tefli við Schalke.
Árni Hermannsson, Þýskalandi.
'4*'**i£íí»**
íslandsmcistar SA í flokki 16-17 ára. Neðri röð frá vinstri. Heiðar Ö. Ólafsson, Sigurður Á Jósepsson, Haraldur Vil-
hjálmsson, Leó Júlíusson, Rúnar Rúnarsson og Elvar Jónsteinsson. Efri röð frá vinstri: Sigurður Sigurðsson, Ágúst
Ásgrímsson, Heiðar G. Smárason, Eiríkur Magnússon, Örn Þorleifsson, Lýður Ólafsson, Oddur Árni Arnarsson
og Pekka Santanen þjálfari.
íslandsmeistarar SA í flokki 13-16 ára. Neðri röð frá vinstri: Daníel Gunnarsson, Haraldur Vilhjálmsson, Birgir
Sveinsson, Rúnar Rúnarsson Víglundur Bjarnason og Jens Gíslason. Efri röð frá vinstri: Kristinn Harrysson, Þröst-
ur Bjarnason, Elvar Jónsteinsson, Erlingur H. Sveinsson, Kjartan Kjartansson, Tryggvi Hallgrímsson, Jónas Ste-
fánsson og Pekka Sanatanen þjálfari. Myndír: Benni
HM í skíðagöngu
Dapurt gengi
okkar manna
íFalun
Gengi okkar manna á HM í
Falun hefur ekki verið upp á
það besta og hafa strákarnir
mátt sætta sig við að vera
fremur aftarlega á merinni
það sem af er. Þeir hafa nú
tekið þátt í tveimur
keppnum.
A laugardaginn var keppt í
30 krn göngu. Björn Dáhlie
sigraði á tímanum 1:17,43 og
Vegard Ulvang var annar. Sig-
urgeir Svavarsson varð.79.,
tólf mínútum á eftir Dahlie og
Haukur Eiríksson varð 86.
f gær kepptu Haukur, Sig-
urgeir og Daníel Jakobsson í
10 km göngu. Sigurvegari varð
Norðmaðurinn Sigurd Sivert-
sen og Smirnoff frá Rússlandi
varð í 2. sæti. Daníel varð 84.,
Sigurgeir 92 og Haukur í 102.
sæti. Keppendur voru alls 113.
íslendingarnir keppa næst í 15
km göngu á morgun og taka
þá með sér árangurinn úr 10
km göngunni. Þar á eftir verð-
ur keppt í boðgöngu.
ttspyrnan:
iir farinn að rúlla