Dagur - 23.02.1993, Page 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 23. febrúar 1993
Vinningstölur
laugardaginn
VINNINGAR | viNNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af5 | . 1 2.296.127,-
a n éL. 4af5®í O 133.027,-
: 3.4af 5 4 74 9.302,-
I 4. aafs I 2.719 590,-
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
4.987.766.-
M Æm BIRGIR
UPPLÝSINGAH:SlMSVARl91 -681511 LUKKUllNA991002
INNING
GLERÁRGÖTU 36
SÍMI 11500
A söluskrá:
* Stapasíða:
4ra-5 herb. endaraðhús á
tveimur hæðum um 130 fm.
Eignin er í mjög góðu lagi.
Mikil áhvílandi langtímalán.
it Langahlíð:
3ja-4ra herb. raðhús ásamt
bílskúr samtals um 132 fm.
Eign í ágætu lagi. Skipti á
minni eign koma til greina.
+ Þórunnarstræti:
5 herb. íbúð á jarðhæð í þrí-
býli um 130 fm. Laus fljót-
lega.
* Greniiundur:
Mjög fallegt parhús, 6-7
herb. ásamt bílskúr samtals
um 285 fm. Skipti á minni
eign á Akureyri eða á
Reykjavíkursvæðinu koma til
greina.
+ Múlasíða:
Sem nýtt mjög fallegt 4ra
herb. raðhús á tveimur hæð-
um ásamt bílskúr samtals
um 162 fm. Áhvílandi lang-
tímalán um 6 millj.
* Stapasíða:
Sem nýtt 5 herb. raðhús á
tveimur hæðum ásamt bíl-
skúr samtals um 163 fm.
Áhvílandi langtímalán um 3
millj. Skipti á minni eign á
Brekkunni koma til greina.
F&STÐGNA& M_
skmsiiuSSZ
NORDURLANDS O
Glerárgötu 36, sínii 11500
Opið virka daga
frá kl. 10-12 og 13-17.
Sölustjóri:
Pótur Jósefsson
Lögmaður: JB*
Benedikt Ólafsson hdl.
UMFERÐAR
Iráð
4=- Stemgrmmr Eggertsson
Fæddur 23. febrúar 1901 - Dáinn 13. febrúar 1993
Góðvinur okkar, Steingrímur
Eggertsson, hefur hvatt þennan
heim. Hann hefur fengið lang-
þráða hvíld og er kominn upp á
Höfða, eins og hann kallaði alltaf
kirkjugarð Akureyringa.
Við kynntumst Steingrími fyrir
tólf árum er hann dvaldi á
Reykjalundi sér til hressingar.
Hann var skjólstæðingur minn í
nokkrar vikur og góðvinur barna
minna. Öllum þótti vænt um
Steingrím, bæði starfsfólki og
vistmönnum. Hann var hlýr og
góður við alla. Lítillætið var hon-
um í blóð borið. Það var sama
hve Iítið var gert fyrir hann, alltaf
var hann jafn þakklátur.
Ég minnist sérstaklega áttræðis-
afmælis Steingríms. Af tilviljun
komumst við starfsfólkið á
Reykjalundi að því að stórafmæli
átti hann þennan dag. Sjálfur
minntist hann ekkert á það.
Steingrími var haldið smá kaffi-
samsæti og var hann manna glað-
astur og svo þakklátur fyrir það
sem okkur hinum fannst lítilræði.
Þennan vetur ákvað ég að fara
út á landsbyggðina, bæði til starfa
og ekki síður það að kynnast nýj-
um staðháttum. Steingrímur
fræddi mig um landsbyggðina og
þar var Akureyri miðdepillinn í
huga hans. Ekki stóð á heimboði
ef við kynnum að flytja til bæjar-
ins hans. Þangað fluttum við vor-
ið 1981 og ekki var komið að
tómum kofanum þar sem við átt-
um Steingrím að. Norðan heiða
blésu mótvindar og yfir marga
þröskulda að stíga. Þá var það
ævinlega vinur okkar, hann
Steingrímur, sem við leituðum til
og hvatti hann okkur með ráðum
og dáðum.
Hann varð brátt Steingrímur
afi í huga barnanna og var mér
sem besti faðir. Litla fjölskyldan
stækkaði og fleiri börn bættust í
hópinn. Yngri börnin kynntust
einnig hlýjunni og vingjarnleg-
heitunum hans Steingríms.
En nú er komið að kveðju-
stundinni. Steingrímur er kom-
inn þangað sem hann þráði svo
innilega að fara. í hans huga var
dauðinn svo eðlilegur hluti af líf-
inu. Hann vildi halda reisn sinni
fram til síðasta dags og deyja
með sæmd. Það gerði hann svo
sannarlega.
Við vitum að honum líður vel
núna og fer sáttur til nýrra
heima. Bestu þakkir fyrir sam-
fylgdina, hlýjuna og góðvildina.
Blessuð sé minning hans.
Hér við skiljumst
og hittast munum
á feginsdegi fira.
Drottinn minn
gefi dauðum ró,
en hinum líkn, er lifa.
(Úr Sólarljóðum)
Bergþóra, Anna Linda,
Bjarni Bærings, Sigurður Freyr
og Lilja Ósk.
■j1 Stefán Páll Steinþórsson
Fæddur 4. febrúar 1952 - Dáinn 15. febrúar 1993
„Dauðinn er lækur en lífið er strá,
skjálfandi starir það straumfallið á. “
(M. Joch.)
Hann Stebbi á Varðgjá er dáinn.
Langt um aldur fram. Þvílík
harmafregn. Hann sem var á
besta aldri og átti svo mikið
ógert. En vegir okkar mannanna
eru ekki lagðir á auðveldan eða
skýranlegan máta og næturstað-
urinn verður stundum annar en
Aðalfundur
Akureyrardeildar KEA
verður haldinn þriðjudaginn 2. mars kl. 20.00 að
Hótel KEA.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Uppboð
Uppboð munu byrja
á skrifstofu embættislns
að Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri,
föstudaginn 26. febrúar 1993 ki. 10.00,
á eftirfarandi eignum:
Brekkugata 25, rishæð, Akureyri,
þingl. eig. Gerður Þorvaldsdóttir og
Hermann Traustason, gerðabeið-
endur innheimtumaður ríkissjóðs
og Kaffibrennsla Akureyrar.
Brekkuhús 7, Hjalteyri, þingl. eig.
Inga Guðmundsdóttir og Einar
Helgason, gerðabeiðendur inn-
heimtumaður ríkissjóðs og Vátrygg-
ingafélag Islands.
Garður, Eyjafjarðarsveit, þingl. eig.
Hallgrímur Aðalsteinsson, gerðar-
beiðandi Búnaðarbanki fslands.
Glerárgata 28a, austurhl. viðb. og
aðalh. á 1. hæð, þingl. eig. Nýtt
Norðurljós hf., gerðabeiðendur
Landsbanki íslands og Lífeyrissjóð-
ur rafiðnaðarmanna.
Hafnargata 4, Árskógshr., þingl.
eig. Auðbjörg sf., gerðabeiðendur
innheimtumaður ríkissjóðs og Vá-
tryggingafélag Islands hf.
Hringtún 5, Dalvík, þingl. eig.
Magnús I. Guðmundsson, gerðar-
beiðandi sýslumaðurinn á Akureyri.
Hvammshlið 2, neðri hæð, Akur-
eyri, þingl. eig. Jón A. Pálmason,
gerðarbeiðandi Varmi hf.
Múlasíða 5f, Akureyri, þingl. eig.
stjórn Verkamannabústaða gerða-
beiðendur Búnaðarbanki (slands og
Kaupfélag Eyfirðinga.
Múlasíða 5h, Akureyri, þingl. eig.
Hjördís Henriksen og Jóhann
Jóhannsson, aerðarbeiðandi Vá-
tryggingafélag íslands hf.
Sandskeið 10-12, Dalvík, þingl. eig.
Hallgrímur Antonsson, gerðarbeið-
andi Sjóvá-Almennar hf.
Sandskeið 16, Dalvík þingl. eig.
Bergur Lundberg, gerðabeiðendur
Húsnæðisstofnun ríkisins, og Viðar
Valdimarsson.
Seljahlíð 5a, Akureyri, þingl. eig.
Valgeir Þórisson, gerðabeiðendur
Búnaðarbanki fslands og Islands-
banki hf.
Stórholt 12, Akureyri, þingl. eig.
Bergrós Ananíasdóttir, gerðarbeið-
andi Tölvutæki-Bókval hf.
Sunnuhlíð 12, Þ-hluti, Akureyri,
þingl. eig. Skúli Torfason, gerðar-
beiðandi Veðdeild Islandsbanka hf.
Þórunnarstræti 127, Akureyri, þingl.
eig. Stefán Tryggvason, gerðar-
beiðandi Vátryggingafélag Islands.
Sýslumaðurinn á Akureyri
22. febrúar 1993.
gert var ráð fyrir.
Ég kynntist þessum öðlings-
manni þegar hann kom að Ytri-
Varðgjá sem eiginmaður Sigríðar
Harðardóttur, heimasætu þar á
staðnum, dóttur Harðar Tryggva-
sonar og Elínborgar Einarsdótt-
ur, sem þar bjuggu þá og dvelja
enn. Mín kynni af Ytri-Varðgjár-
heimilinu hófust nokkru áður eða
þegar ég tengdist þessari stóru
fjölskyldu.
Búendur á Ytri-Varðgjá hafa
verið duglegt og vinnusamt fólk,
annálað fyrir gestrisni og féll
Stefán vel inn í þær aðstæður sem
fyrir voru, enda einstakt prúð-
menni og dugnaðarmaður. Stefán
unni sveitinni og sveitastörfunum
og má segja að hann hafi verið
náttúrubarn. Það var því ekkert
einsdæmi að hann væri einn á
ferð á víðavangi að sinna ein-
hverju hugðarefna sinna eða
störfum að búsmala eða viðhaldi
mannvirkja. Þannig var það þeg-
ar kallið kom.
Stefán var maður áhættunnar
og hefur sjálfsagt ekki alltaf ætl-
að sér af. Hans orrustuvöllur var
hversdagslíf sveitarinnar með öll-
um sínum fjölbreytileika. Hann
er ekki sá fyrsti sem fellur í val-
inn í þeim átökum og líklega ekki
sá síðasti. Svona er lífið. Okkar
forni, norræni átrúnaður gerði
ráð fyrir því að þeir einir kæmust
til Valhallar sem í orrustu féllu.
Kannski var það Stefáni að skapi
að svo skyldi vera.
Kynnin við hann voru ljúf.
Hann var þægilegur í viðmóti og
umtalsgóður um allt og alla. Að
Ytri-Varðgjá er ætíð gott að
koma. Þar ræður ríkjum gestrisni
og góðvild. Arfur íslenskrar
sveitamenningar varðveittur um
aldir. Stefán var hluti af þessum
arfi. Nú, við þessi óvæntu leiðar-
lok, finn ég sterka tilfinningu fyr-
ir öllu sem var ósagt, ógert og
ógreitt. En þannig er það ætíð.
Stefán fæddist að Syðra-Hóli í
Fnjóskadal og voru foreldrar
hans Steinþór Stefánsson og
Ilona Stefánsson. Stefán fór ung-
ur að heiman og fór að vinna fyrir
sér. Vann hann ýmis störf, sem til
féllu á Svalbarðsströnd og víðar.
8. júní 1972 kvæntist Stefán Páll
Sigríði Tryggvadóttur á Ytri-
Varðgjá eins og áður er getið.
Tók hann þar við búi og bjó þar
til dauðadags. Stefán og Sigríður
eignuðust tvö börn, Steinþór sem
er 19 ára og Maríu sem er 17 ára.
Bæði búa þau í foreldrahúsum.
Minningar um samverustund-
irnar sækja óhjákvæmilega fram í
dagsljósið, misjafnlega skýrar.
Því vil ég að lokum gera að mín-
um orðum niðurlag kvæðis eftir
skáldkonuna
Björnsson:
Halldóru B.
„Hljóðlega sveimar minning ein og ein
andvaka meðan sóley blundar rótt.
Hálfnumdu líkast ljóði úr týndri bók,
lesnu við opinn glugga um bjarta nótt.
Hljóðlega sveimar minning ein og ein.
Sumarkvöld gestur gisti þennan dal.
Gullregn um efstu heiðartinda féll.
Hérleynast töfrarenn um brekku og bæ,
bjarmar afævintýri um hæð og fell.
Sumarkvöld gestur gisti þennan dal.
Þögninni einni segjum okkar sorg.
Sungin vargleðin út í vind sem blés.
Spor lágu brott úr dalnum annan dag,
dögg féll afgreinum lítils reynitrés.
Þögninni einni segjum okkar sorg. “
Blessuð sé minning Stefáns
Páls Steinþórssonar. Eiginkonu,
börnum, heimilisfólki og fjöl-
skyldu hans allri votta ég dýpstu
samúð.
„Dauðinn er hafsjór en holdið er strá,
en sálin er sundlétt og sökkva ei má. “
(M. Joch.)
Snorri Bjarnason.
Hann Stefán vinur minn er
dáinn.
Hann var svo góður við mig.
Hann leyfði mér að vera hjá sér á
sumrin og taka þátt í sveitastörf-
unum. Hann kallaði mig vinnu-
manninn sinn þó ég væri bara
átta og níu ára. Það var mikil
upphefð.
Nú er hann farinn og ég sakna
hans mikið. Guð blessi minningu
hans.
Ásgeir.
Athugasemd
við ófeðraða
visu
Vísnaþáttur góður!
í einum af síðustu þáttunum
fyrir jól var ófeðruð vísa. Hún
hefur verið talin hér vestur frá
eftir Jón Einarsson á Skárastöð-
um (sá sem lenti í Skárastaða-
málinu 1863).
Jón bjó síðast í Hofsseli á
Skaga. Svona höfum við vísuna:
Geng ég lotinn grátt með hár
græt mín brotin stóru.
Burtu flotin æviár
illa notuð vóru.
Einar Daníelsson,
Ásbyrgi, Hvammstanga.