Dagur - 26.03.1993, Blaðsíða 3
Föstudagur 26. mars 1993 - DAGUR - 3
Fréttir
SigluQörður:
Bæjarmála-
pmiktar
■ Á fundi bæjarráðs nýverið
kom fram að aldrci áður hafa
jafn margir nemendur stundað
nám við Tónlistarskólann á
Siglufirði, eða 120. Bæjarráð
lýsti yfir vilja til að auka fjölda
kennslustunda við skólann og
fól bæjarstjóra og skólastjóra
Tónlistarskólans að móta til-
lögur þar um og leggja l'yrir
bæjarráð.
■ Bæjarráð iiefur hafnað
erindi frá Má sf. um notkun
á byggðamerki bæjarins á
minjagripi.
■ Bæjarráð hefur samþykkt
að gefa slysavarnadeildinni
Vörn kr. 100.000 í afmælis-
gjöf.
■ Framkvæmdaáætlun fyrir
Siglufjarðarhöfn á þessu ári
hljóðar upp á 4,5 milijónir
króna. Þetta kemur fram í
bréfi Jóns Levís Hilmarsson-
ar, forstöðumanns tæknideild-
ar, og Eyþórs Elíassonar, fjár-
málastjóra Hafnamálastofn-
unar, dagsettu 9. rnars sl., til
bæjaryfirvalda.
■ Bæjarráð beinir því til
bygginga- og skipulagsnefndar
að kannaðir verði möguleikar
á því að Eyrargötu verði
breytt í botnlangagötu milli
Túngötu og Hvanneyrarbraut-
ar þegar nýi leikskólinn í bæn-
um verður opnaöur í haust.
Eyrargötu yrði þá lokað í vest-
urenda hennar.
■ Á fundi skólanefndar 9.
mars sl. var rætt brcf frá kenn-
urum utn hugmyndir um starf
og starfsumhverfi. í brcfinu er
hvatt til þess að nýbygging fyr-
ir skólann verði næsta stór-
verkefni á eftir byggingu leik-
skóla, sem tekinn verður í
notkun í haust. I bréfinu er
velt upp þrem möguleikum. 1.
Nýtt skólahús byggt, t.d. í
tengslum við skólahús við
Hlíðarveg. 2. Endurbætur
gerðar á báöuni skólahúsum,
þau fullnægi kröfum tímans
um aðbúnað og umhverfi
skóla. 3. Byggt veröi og ofaná
skólahús við Hlíðarveg. Þak
hækkað og allt skólastarf fari
þar fram. Miklar umræður
uröu um málið og var eftirfar-
andi tillaga samþykkt: „Skóla-
nefnd samþykkir að leita
heimildar bæjarstjórnar til
þess að nú þegar verði fenginn
sérfróður maður til að gera
úttekt á skólahúsnæði á staðn-
um og setja fram tillögur um
úrbætur og framtíðaráform í
málum þessum í samráði við
heimamenn."
■ SigluQarðarkaupstaður fagn-
ar 75 ára afmæli 20. maí nk. og
af því tilefni hefur bæjarráð
samþykkt að bjóða bæjarbú-
um til kaffidrykkju á afmælis-
daginn.
Landssamband íslenskra útvegsmanna:
Aíkomuhorfur útgerðar ekki
verið vem síðan 1984
lAfkoma útgerðar hefur farið
versnandi frá því síðasta spá
Þjóðhagsstofnunar var birt í
október síðastliðinn. Nú eru
botnfiskveiðar reknar með
11,5% halla að meðaltali.
Talið er að almennt fiskverð
fari lækkandi þegar ástæður
þessarar óhagstæðu þróunar eru
ræddar. Verð á botnfiski á erlend-
um mörkuðum hefur lækkað um
Klappir
vígðar
Leikskólinn Klappir á Akur-
eyri var formlega vígður sl.
miðvikudag að viðstöddu fjöl-
menni. Á leikskólanum eru 36
börn, en skólinn tók til starfa á
liðnu ári. Klappir eru til húsa
nyrst í Brekkugötunni og leik-
skólastjóri er Aðalheiður
Hreiðarsdóttir, sem er önnur
frá hægri á myndinni. Lengst
til hægri er Ingibjörg Eyfells,
deildarstjóri dagvistardeildar
Akureyrarbæjar, að bjóða
vígslugesti velkomna. Aðr^r á
myndinni eru starfsstúlkur og
fóstrur á Klöppum. ój
Félag forstöðumanna íþróttahúsa:
Aðalsteiim kjörinn formaður
Um síðastliðna helgi var stofn-
að til Félags forstöðumanna
íþróttahúsa. Stofnfundurinn
var haldinn í Garðabæ þar sem
Aðalsteinn Sigurgeirsson, for-
stöðumaður íþróttahallarinnar
á Akureyri, var kosinn for-
maður.
„Hér er ekki um stéttarfélag að
ræða í þess orðs fyllstu merkingu.
Félaginu er ekki ætlað að taka á
launamálum þeirra er veita
íþróttahúsum forstöðu, heldur
auka samskipti og miðla upplýs-
ingum um rekstrarlega þætti og
Norðurland:
Togarar
lönduðu
5448
tonnum
í febrúar
Samkvæmt bráðabirgðatölum
Fiskifélags íslands fyrir febrú-
armánuð var aflamagn togara
af Norðurlandi 5.448 tonn, þ.e.
miðað við óslægðan fisk. Afla-
magn febrúarmánaðar 1992
var 5.479 tonn.
í liðnum mánuði var þorskur
uppistaða þess afla sem barst frá
togurum gerðum út frá Norður-
landi. Til löndunar komu 3.471
tonn á móti 2.989 tonnum í
febrúarmánuði 1992. Ýsuveiðin
gekk einnig betur, sem og veiði á
grálúðu og rækju. Hinsvegar
greina aflatölur frá minni veiði á
öðrum botnfisktegundum og mun-
ar þar mestu um karfa og ufsa.
í febrúar í fyrra lönduðu togar-
arnir 918 tonnum af karfa, en í
liðnum mánuði aðeins 568
tonnum. Ufsaveiðin í febrúar
1992 var 558 tonn, en aðeins 105
tonn nú. ój
nýjungar. Miklar kröfur eru gerð-.
ar í dag til íþróttamannvirkja og
sérhver forstöðumaður er betur í
stakk búinn að taka á málum hafi
hann sem víðastan sjóndeildar-
hring og reynsla þeirra sem lengst
hafa verið í starfi er dýrmæt og
því er rétt að hinir yngri fái að
njóta hennar. Við erum 35 sem
stöndum að félagsstofnuninni,
forstöðumenn íþróttahúsa vítt og
breitt af landinu. Til stofnfundar-
ins mætti Reynir Karlsson,
íþróttafulltrúi ríkisins, sem flutti
fróðlegt erindi og að stofnfundi
loknum nutum við kvöldverðar í
boði bæjarstjórnar Garðabæjar,"
sagði Aðalsteinn Sigurgeirsson.
Stjórn hins nýstofnaða Félags
forstöðumanna íþróttahúsa skipa
auk formannsins, Aðalsteins Sig-
urgeirssonar, Árni Norðfjörð úr
Garðabæ og Hafliði Halldórsson
frá Reykjavík. ój
7% og frá áramótum má ætla að
fiskverð hér innanlands hafi að
meðaltali lækkað um 5%.
Miðað við að botnfiskverð hafi
lækkað að meðaltali um 5% frá
síðustu spá Þjóðhagsstofnunar og
að teknu tilliti til breytinga á ein-
stökum rekstrarliðum er hallinn
nú í veiðum tæp 7% af tekjum,
að teknu tilliti til frystiskipa, en
hann var áætlaður um 3,5% af
tekjum í spá Þjóðhagsstofnunar í
september.
Afkomuhorfur útgerðar hafa
ekki verið verri síðan 1983 og
1984. Sýnu verst er afkoma báta-
flotans og ísfisktogara, eða um
12% halli. Afkoma stóru togar-
anna er betri, um 2% hagnaður,
en í hópi þeirra eru skip, sem
sigla með allan sinn afla á mark-
aði í Þýskalandi.
„Afkoma frystiskipa hefur ver-
ið í lagi fram til þessa, um 6%
hagnaður, þrátt fyrir að afurða-
verð hafi lækkað í SDR um
10,5%. Um 40% af framleiðslu
þessara skipa er seld í yenum og
vegur hækkun á gengi yensins
upp þá lækkun, sem orðið hefur á
pundinu. Þó eru blikur á lofti
vegna sölutregðu á einstökum
afurðarflokkum þessara skipa,“
segir talsmaður Landssambands
íslenskra útvegsmanna. ój
Fundarboð
Fundur í Rafvirkjafélagi Norðurlands verður
haldinn föstudaginn 26. mars 1993 kl. 20.30
á skrifstofu félagsins í Alþýðuhúsinu Skipa-
götu 14, 3. hæð.
Fundarefni:
1. Kosning 6 aðalfulltrúa og 6 varafulltrúa á 12. þing
Rafiðnaðarsambands íslands sem fram fer í
Reykjavík dagana 20. til 22. maí 1993.
2. Tillaga um borðfána.
3. Frumvarp að lögum Rafvirkjafélags Norðurlands.
4. Önnur mál.
Veitingar.
Stjórn Rafvirkjafélags Norðurlands.
AUGLYSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00
1980-1 .fl. 15.04.93-15.04.94 kr. 332.215.70
*)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, mars 1993.
SEÐLABANKI ÍSLANDS