Dagur - 26.03.1993, Síða 11
Föstudagur 26. mars 1993 - DAGUR - 11
Iþróttir
Halldór Arinbj'
arnarson
Úrslitakeppnin í blaki:
Nú er að duga eða drepast
Eins og fram kemur hér annars
staðar á síðunni þá töpuðu
bæði lið KA fyrstu leikjum sín-
um í úrslitakeppni 1. deildar í
blaki. Reglur úrslitakeppninn-
ar eru þær að það lið sem fyrr
vinnur 2 leiki heldur áfram.
Næsta umferð fer fram á
Akureyri í kvöld og á morgun
íþróttir
helgarinnar
BLAK:
Föstudagur: Úrslitakeppni karla:
KA-HK kl. 20
Laugardagur:
Úrslitakeppni kvenna:
KA-ÍS kl. 18 (gæti breyst)
KRAFTLYFTINGAR:
Meistaramót í Baldurshaga
LYFTINGAR:
Meistaramót í Borgarnesi
SKÍÐI:
Siglufjörður:
Unglingameistaramót föstud,-
sunnud.
Akureyri:
Brynjumót í stórsvigi 7-12 ára á laug-
ardag
og þá er að duga eða drepast
fyrir liðin ef þau ætla sér
áframhaldandi þátttöku.
Karlalið KA og HK eigast við í
kvöld kl. 20 í KA-húsinu.
„Vandamálið við leiki okkar hef-
ur verið andlega hliðin. Menn
virðast einfaldlega ekki hafa trú á
sjálfum sér, okkur vantar m.ö.o.
sjálfstraust. Liðin eru svipuð að
Lyftingar - kraftlyftingar:
Meistaramót
um helgina
Nú um helgina verða meistara-
mót Islands í kraftlyftingum og
lyftingum haldin, en óvenju-
legt er að þau beri upp á sömu
helgi.
Kraftlyftingamenn eigast við í
Garðaskóla á laugardag og þar
mun Flosi Jónsson keppa í 90 kg
flokki og búast má við harðri
keppni. Lyftingamenn halda sitt
mót í Borgarnesi og þangað
munu a.m.k 4 keppendur frá
LFA fara.
getu og við eigum auðveldlega að
geta sigrað og það ætlum við okk-
ur í kvöld með góðum stuðningi
áhorfenda", sagði Stefán Jóhann-
esson þjálfari KA.
Stelpurnar eiga að leika á
morgun og sem stendur hefur
leikurinn verið settur á kl. 18 en
það gæti hugsanlega breyst. „Pað
er auðvitað ljóst að við verðum
að vinna ef við ætlum okkur að
spila meira í vetur. Við höfum
alla getu til vinna þetta lið, ég
lield að það sé engin spurning.
Við höfum mjög sterkum ein-
staklingum á að skipa þó breidd-
in hjá þeim sé e.t.v. meiri. Þetta
er fyrst og fremst spurning um
rétta hugarfarið", sagði Halla
Halldórsdóttir fyrirliði KA.
Ililllli
liiiifjn) i'jiiii Hiiu/alia
Spurningin er hvort Gunnari Svanbergssyni tekst að vinna tvöfalt um helgina
því hann þjálfar stelpurnar og spilar með strákunum. Mynd: Robyn
Körfubolti, úrslitakeppni um úrvalsdeildarsæti:
Tindastóll burstaði ÍR
Lirslitakcppni um sæti í úrvals-
deildinni að ári hófst á Sauðár-
króki á miðvikudagskvöldið
með leik Tindastóls og ÍR.
Tindastóll hafnaði í næst
Blak, úrslitakeppni 1. deildar kvenna:
Stúdínur með tak á KA
- höfðu betur í 1. leik liðanna í Hagaskóla
Fyrsti leikur KA og ÍS í úrslita-
keppni 1. deildar kvenna í
blaki fór fram á miðvikudags-
kvöldið. Svo virðist sem IS-
stelpur hati ákveðið tak á KA
því enn hefur KA ekki tekist
að vinna IS á Islandsmótinu í
vetur en KA hafði betur í bikar-
viðureign liðanna. Þess má
geta að 3 viðureignir liðanna í
vetur hafa endað 3:2.
KA-stelpur
slaka byrjun
áttu einstaklega
á miðvikudags-
kvöldið. ÍS komst í 11:1 og svo
virtist sem blakkunnátta KA-
stelpna hefði orðið eftir fyrir
norðan. En liðið fór á endanum í
gang og þá var ekki að sökum að
spyrja. Þær jöfnuðu leikinn á
skammri stundu í 11:11 og unnu
hrinuna 15:13. Síðan hrökk allt í
baklás og ÍS vann 2. hrinu 15:9.
Næsta hrina var mjög jöfn en aft-
ur náði ÍS að vinna 15:13 og í síð-
ustu hrinunni gekk ekkert upp
hjá KA og ÍS vann auðveldan sig-
, ur 15:3. Enn einu sinni var það
Handbolti, íslandsmót 7. flokkur:
Þórsstrákar stóðu sig vel
Um síðustu helgi fóru strákar
úr 7. flokki Þórs til Reykjavík-
ur og kepptu í úrslitum á
íslandsmótinu í handknattleik.
Strákarnir stóðu sig mjög vel
og voru hársbreidd frá því að
keppa um 3. sæti mótsins.
Þeir unnu Fjölni 9:7, töpuðu
9:0 fyrir FH og gerðu jafntefli við
Hauka 8:8. Þeir hlutu jafn mörg
stig og Haukar en höfðu óhag-
stæðara markahlutfall og kepptu
því um 5.-6. sætið. Þar var leikið
við Gróttu sem vann 9:4. Sig-
tryggur Guðlaugs, þjálfari
liðsins, kvaðst vera mjög ánægð-
ur með ferðina og að strákarnir
hafi staðið sig vel. Markahæstur
var Daði Kristjánsson með 8
mörk, Árni Þór Sigtryggsson
skoraði 6, Bernharð Sveinsson 4
og Páll Indriðason 3.
Það voru þreyttir en ánægðir Þórsarar sem stilltu sér upp fyrir myndatöku
við heimkoinuna. Aftast stendur Sigtryggur þjálfari en í aftari röð frá vinstri
eru: Páll Indriðason, Helgi Jósepsson, Árni Þór Sigtryggsson, Sigurgeir
Valsson, Vilberg Brynjarsson, Daði Kristjánsson og Stefán Ó. Vignisson.
Fremri röð frá vinstri: Fannar Jens Ragnarsson, Adam Þór Eyþórsson og
Bernharð Sveinsson. Mynd: -kk
rétta hugarfarið sem skorti hjá
KA en liðin eru jöfn að getu.
neösta sæti úrvalsdeildar í vet-
ur en ÍR í 2. sæti 1. deildar.
Munurinn á deildunum er
augljóslega mikill og var sigur
Tindastóls aldrei í hættu.
Ljóst var þegar í upphafi að
ÍR-ingar áttu við ofurefli að etja.
Tindastóll réði hraðanum allan
leikinn og þrátt fyrir slaka kafla
heimamanna náðu ÍR-ingar aldrei
að ógna þeim. Staðan á hálfleik
var 58:36 og lokatölur 114:65.
Tindastóll sigraði því með 49
stiga mun.
ÍR-ingar börðust mjög vel all-
an leikinn en það dugði einfald-
lega ekki til og ekkert nema
stórslys getur komið í veg fyrir að
Tindastóll leiki í úrvalsdeildinni á
næsta keppnistíambili. Leikið
verður uns annað lið hefur unnið
2 leiki og eigast þau við að nýju í
kvöld í Seljaskóla. Ef til 3. leiks
kemur verður hann á Sauðár-
króki á sunnudag. GBS
Slig Tindastóls: Raymond Foster 28, Páll
Kolbeinsson 17, Pétur Vopni Sigurðsson
14, Valur Ingimundarson 13, Karl Jóns-
son 12, Ingvar Ormarsson 10, Ingi Þór
Rúnarsson 9, Björgvin Reynisson 5,
Hinrik Gunnarsson 4 og Kristinn B. 2.
Blak, úrslitakeppni 1. deildar karla:
HK-menn voru sterkari
- sigruðu KA 3:0 í baráttuleik
Bikar- og deildarmcistarar HK
tóku á móti KA-mönnum í 1.
umferð úrslitakeppni karla í
blaki á miðvikudagskvöldið.
HK vann leikinn 3:0 sem þó
segir alls ekki alla söguna um
gang leiksins. Hann tók alls einn
og hálfan tíma og einkenndist
af mikilli baráttu og taugatitr-
ingi.
KA menn byrjuðu leikinn illa
og lentu undir 14:8 strax í 1. lotu.
Þá loks hrökk liðið í gang og náði
með mikilli baráttu að minnka
muninn í 14:13 og hafði tækifæri
til að jafna. Það tókst ekki og HK
skoraði 15. stigið. Greinilegt var
að spennan var mikil og það var
gríðarlegt áfall fyrir KA að missa
hrinuna út úr höndunum á sér
eftir svo góðan sprett.
í næstu hrinu hafði HK einnig
undirtökin frá byrjun og sigraði
15:9. Þriðja hrina var á hinn bóg-
inn mjög jöfn og jafnt á nær öll-
um tölum. Greinilegt var að KA
ætlaði sér sigur en tak HK var
sterkt og eftir að staðan var 12:12
náðu Kópavogsmenn að skora 3
stig og þar með tryggja sér sigur
UFA 5 ára:
Afinælishátíð
og aðalfimdur
Fimm ára afmælishátíð UFA
verður haldin sunnudaginn 28.
mars í félagsmiðstöðinni Lundar-
skóla og hefst kl. 18.00. Á undan
verður aðalfundur félagsins hald-
inn á sama stað og hefst kl. 17.
Eru félagar hvattir til að mæta.
Fréttatilkynning frá stjórn UFA
3:0 í leiknum.
Stefán Jóhannesson þjálfari
KA var að sjálfsögðu ekki
ánægður með úrslitin. „HK-
menn voru mjög ákveðnir í þess-
um leik en við byrjuðum hins
vegar illa. Við hefum þurft að
vinna 1. hrinuna og í næsta leik
þurfum við að mæta afslappaðri
heldur en í kvöld.“ SV
Blak, 1. deild karla og kvenna:
Bjami stigahæstur
- Jasna í 2. sæti hjá stelpunum
Bjarni Þórhallsson KA var
stigahæsti leikmaður 1. deildar
karla í blaki á þessu keppnis-
tímabili og Jasna Popovich
KA náði 2. sæti hjá stelpun-
um. Stigatalning hjá leikmönn-
um var nýjung sem gerð var til-
raun með á þessu tímabili.
Þó svo að framkvæmdin í leikj-
um hafi ekki ætíð tekist sem best
má vænta þess að framhald verði
á næsta vetur. En þá er það list-
inn og síðari talan merkir leiknar
hrinur.
Bjarni Þórhallsson, KA 146/85
Þorvarður Sigfússon, ÍS 144/80
Bjarni Þórhallsson.
Vignir Hlöðversson, HK 128/72
Gottskálk Gizurarson, Stjaman 121/76
Stefán I>. Sigurðsson, HK 120/80
Einar Þ. Ásgeirsson, HK 114/75
Einar Sigurðsson, Stjarnan 104/73
Magnús Aðalsteinsson, KA 101/85
Oddný Erlendsdóttir, Víkingur 132/61
Jasna Popovich, KA 130/66
Þórey Haraldsdóttir, ÍS 116/64
Jóhanna Kristjánsdóttir, Víkingur 111/61
Elva Rut Helgadóttir, HK 96/63
Jóna H. Viggósdóttir, Þrótti N/ÍS 92/46
Hrefna Brynjólfsdóttir, KA 84/66
Særún Jóhannsdóttir, Víkingur 71/61
Jasna Popovich.