Dagur - 27.03.1993, Page 10
10 - DAGUR - Laugardagur 27. mars 1993
Heilsupósturinn
Einar Guðrnann
Mínna kjöt takk!
Þú getur losnað við aukakílóin
með því að stokka matseðilinn
þannig upp að þú borðir meira
af grænmeti, ávöxtum og öðrum
jurtaafurðum í staðinn fyrir
kjöt. Kjöt er yfir höfuð feitt en
ef í staðinn er borðað kolvetna-
ríkt fæði eins og pasta, korn,
brauð og kartöflur þá fást færri
hitaeiningar en jafn mikil fyll-
ing.
Kolvetnarík fæða inniheldur
meira en helmingi færri hitaein-
ingar heldur en flestar kjötaf-
urðir. Pað að borða minna kjöt
þýðir að borðað er minna af
fitu. Pað þýðir jafnframt að viö
þurfum ekki að berjast jafn
mikið við hjartasjúkdóma, gall-
blöðrusjúkdóma og jafnvel
sumar tegundir af krabbamein-
um. Kolvetnaríkar fæðutegund-
ir hins vegar innihalda mikið af
trefjum og hækka ekki kólester-
olmagn í blóðinu og annað
atriði sem skiptir talsverðu máli
er að jurtafæðan leggur ekki
nærri eins mikið álag á melting-
arkerfið og kjötát. í blaðinu
Health Digest’s Eating Smart er
gerð úttekt á þessum atriðum
og niðurstaðan er greinilega sú
að við eigum að borða meira af
grænmeti á kostnað kjötsins.
Talað er um þar að það sé ekki
þörf á því að sleppa algerlega
að borða kjöt. Frekar er mælt
með því að borða minna af kjöti
almennt og borða frekar magrar
kjötafurðir. Hægt er að breyta
til á þann hátt að búa til rétti
sem byggjast á pasta eða hrís-
grjónum og blanda við það
kjöti. Mikið er til af ljúffengum
uppskriftum í þá áttina. Ef vel
tekst til er um margfalt hollari
fæðu að ræða þegar upp er stað-
ið.
Það er nú reyndar svo að þeg-
ar skoðað er hvað um er að vera
í næringarfræðinni í dag, þá er
óskaplega fátt sem mælir með
kjötáti. Fleiri og fleiri stað-
reyndir hrannast upp sem
benda til þess að full ástæða sé
til þess að við ættum að spara
kjötát. Helstu menningarsjúk-
dómar okkar eins og hjartasjúk-
dómarnir eru að miklu leyti til-
komnir vegna fituríkrar fæðu og
staðreyndin er sú að við íslend-
ingar fáum stærsta hluta okkar
fitu úr kjöti og ýmsum fiturík-
um unnum kjötafurðum. Einnig
hrannast upp á móti ýmsar full-
yrðingar þess efnis að jurtafæði
sé eini raunhæfi kosturinn sé
þess óskað að vera á heilsusam-
legu mataræði. Kolvetni sem
orkugjafi er mun hagstæðari
heldur en prótein óg fita sem
fást að mestu úr kjöti. Fiskur er
próteinríkur en hagstæður að
því leyti að hann er í flestum til-
fellum nokkuð fitulítill. Þó að
allir þessir heilsufræðingar séu
farnir að mæla verulega á móti
kjötáti þá eru fáir sem halda því
fram að menn eigi að gerast
100% jurtaætur. Það sem mælt
er með er að breyta hlutföllun-
um á milli jurtafæðunnar og
kjötsins. Við íslendingar borð-
um t.d. alltof mikið af fituríkum
afurðum miðað við kolvetni og
ættum því að gera meira af því
að borða grænmeti. Það er ein-
hvern veginn svo að það er erf-
itt að mæla á móti kjötáti. Það á
sér sterka hefð í okkar neyslu-
venjum og auk þess byggist
landbúnaðurinn og fjöldi fyrir-
tækja á því að við borðum kjöt.
En það þýðir ekki að loka aug-
unum. Ef við viljum breyta
venjum okkar og barnanna
okkar yfir í farsælli heilsu-far-
veg þá verðum við að feta með-
alveginn og stíga þau skref sem
þarf að stíga.
Kjöt er yfir höfuð feitt en ef í stað-
inn er borðað kolvetnaríkt fæði
eins og pasta, korn, brauð og kart-
öflur þá fást færri hitaeiningar en
jafn mikil fylling.
Dánarorsök númer eitt
Margar konur halda að þær fái
ekki hjartaslag vegna þess að
þær eru konur. Rannsóknir
hafa sýnt að konur eru í minni
hættu gagnvart hjartasjúkdóm-
um vegna þess að aukakílóin
setjast aðallega á lærin og
mjaðmirnar. Talið er að fita á
lærum sé ekki í eins miklum
tengslum við hjarta- og krans-
æðasjúkdóma eins og fita á efri
hluta líkamans sem á við um
karlmenn. Annað atriði sem
hefur orðið til þess að gera kon-
ur líklegri til þess að vera lausar
við hjarta- og kransæðasjúk-
dóma er að hormónið estrogen
eykur svokallað „gott“ kölester-
ol en það minnkar þar af leið-
andi líkurnar á myndun hjarta-
og kransæðasjúkdóma.
En þegar 55-60 ára aldri er
náð og konur færast yfir á breyt-
ingaskeiðið breytast þessi
atriði. Góð áhrif estrogen
hormónsins eru ekki lengur til
staðar og verða konur því í jafn
mikilli hættu og karlar. Konur
eru helmingur þeirra sem deyja
af völdum hjartasjúkdóma í
Bandaríkjunum samkvæmt
Harvard Health Letter, í júní
1991. Hjartasjúkdómar eru í
öðru sæti sem dauðaorsök
kvenna sem orðnar eru 40 ára. í
fyrsta sæti er krabbamein, en
þegar 55 ára aldri er náð taka
hjartasjúkdómarnir forystuna
sem dánarorsök númer eitt.
Sigurbjöm frá Fótaskinni er
ómyrkur í næstu vísum:
Beinni sannleiksbraut að ná
bila grannir kraftar.
Hanga manni ótal á
ígultannakjaftar.
Orðavírinn öfugt snýr '
ekki hlýr í sinni.
Lygi spýr, þá kjaft upp knýr
Kotamýra-Finni.
Gnauðar mér um grátna kinn
gæfumótbyr svalur.
Þig ég kveð í síðsta sinn
sveit mín Aðaldalur.
Þá koma nokkur gullkom eftir
Svein Hannesson frá Elivogum,
ort til ónefnds manns sem hann
átti sökótt við:
Nú skal laga lítinn óð,
leita óragur hófsins.
Saman draga og setja í Ijóð
svar til bragarþjófsins.
Lifðu aldrei Ijúfa stund,
löngum balinn sértu.
Fram í kaldan banablund
bölvun haldinn vertu.
Hajðu ungur hófvið Svein
hreyfðu ei þungum nótum.
Eiturþrunginn á ég flein
undir tungurótum.
Eg vil heyra andsvarsfull
og keyra í mærðarletur.
Hvor er meira kvennagull
Kúa-Geiri eða Hlöðu-Pétur?
Þorvaldur Þórarinsson yrkir til
Sveins:
Yfir bænum ólán hangir
ekki skiptir neinum togum,
að flestir verða fingralangir
sem fara að búa á Elivogum.
Sveinn svarar:
Hetjumennis hefur geð
harður enn í slarki.
Allir kenna kappann með
kóngsins brennimarki.
Vísur eftir Gísla Olafsson frá
Eiríksstöðum um Bakkus:
Lengi hafið bátinn ber
bili ekki neglan.
Góðu dæmin gefur hér
Góðtemplarareglan.
Lýðurinn eltir lögin blind
leynir eðli sjúku.
Frelsarinn var fyrirmynd
en fór þó ekki í stúku.
Um ljóðagerð sína yrkir Gísli:
Lækir flœða og fara í dans
fanna brœðist sporið.
Innri gæði anda manns
enduifæðir vorið.
Um skáldastyrk:
Lítilsvirði Ijóð mitt er
liflr hinna fremdin.
Endafór hún framhjá mér
fjárveitinganefndin.
Næstu vísur Valdemars Lárus-
sonar þurfa ekki skýringa við:
Ægir hvítum ölduföldum
úfnum skýtur vítt um svið.
Upp að þýtur klettum köldum
kólgan brýtur ströndu við.
Leiftur glampa á bylgjuboga
báran hampar mörgum knörr.
Mánans lampi mildum loga
merlar kamp á græðisvör.
Svo koma tvær sjálfgerðar:
Hjarnið gylla sól ég sá
svell í hillingfalla.
Hengjur tylla tánum á
tindasyllur fjalla.
Um Goðafoss:
Sletta boðar bergið á
blautum voða-kossi.
Þegar froðufyssan grá
fellur í Goðafossi.
Óli á Gunnarsstöðum sendi
Skúla á Ytra-Álandi þakkar-
kveðju með þessari vísu:
Heilla óskar hugur minn
hljóttu gleði sanna.
Breiðist yfir bæinn þinn
blessun Guðs og manna.
Þetta gullkom orti Óli til
Eggerts í Laxárdal:
Nær þér elli ekki í var
að þótt svelli í hylnum.
Haltu velli hetjunnar
að hinsta fellibylnum.
Oft mátti lesa pistla frá Óla á
síðum Dags. Ur einum slíkum
man ég þessa vorvísu:
Þó að svíði ennþá und
aftur bætt mér getur,
þessi milda morgunstund
marga kalda vetur.
Og við lestur Tímans:
Lútir höfði lýðurinn
og les á Tímans blöðum.
Pistilinn skrifar postulinn
Pállfrá Höllustöðum.
Næstu tvær vísur eru eftir Jó-
hannes Sigfússon bónda á
Gunnarsstöðum. Sú fyrri er ort
í gangnamannakofa haustið
1980.
Er ég lít í litlum skjá
lampatýru skína.
Bjarma skærum bregður á
bernskudaga mína.
Sú seinni er ort á framboðs-
fundi til misheppnaðs hagyrð-
ings:
Islenska stakan var allt í senn
óður trega og vona.
Eg verð því hryggur meðan menn
misþyrma henni svona.
Við andlátsfregn Hjörleifs
Kristinssonar á Gilsbakka kem-
ur í hugann gullkom allra hesta-
vísna. Hjörleifur orti:
Dags er glætan þrotin þá,
þokan vætir kinnar.
Skjóna fætur skripla á
skuggum næturinnar.
Og fleiri hestavísur. Ólafur
Briem yrkir svo:
Hringar makka á skeiði óskakkur
- skal um blakkinn þetta téð:
undanfótum fleygir grjóti
ogfoldu rótar hófum með.
Þessa vísu Sigurðar Eiríkssonar
kunna víst flestir:
Lyngs við bing á grænni grund
glingr’ eg og syng við stútinn.
Þving' eg slyngan hófahund
hringinn í kringum Strútinn.
Og þessa vísu Baldvins Jóna-
tanssonar „skálda“ muna marg
-ir:
Hugsa þatfum hestinn minn
honum má ei gleyma.
Ég stakk honum hérna áðan inn
eins og ég væri heima.
Kristinn Ámason á Finnsstöð-
um gerði þessa fallegu vísu:
Þegar ég dáinn Drottni hjá
dvölinafái besta.
Mun ég þrá að mega sjá
mína gráu hesta.
Höskuldur Einarsson frá Vatns-
homi yrkir um Bleik:
Þegar égfer á bak á Bleik
og beiniför til skýja.
Læt hann vaða villu og reyk
um veröld flunkunýja.