Dagur - 27.03.1993, Blaðsíða 19
Laugardagur 27. mars 1993 - DAGUR - 19
Sakamálaþraut
Verið á undan Carter lögregluforingja að ieysa
þrautina. Ykkur til aðstoðar eru teikningar með
mikilvægum vísbendingum...
Dauðir
segja frá
- eftir Francis Clarke
E
asteignajöfurinn Jerome Abbott lá
dauður; skotinn í brjóstið þar sem hann sat
við skrifborðið sitt í dagstofu glæsilegs
sveitaseturs síns. „Af litlu færi, myndi ég
segja,“ sagði lögreglulæknirinn
við Carter lögregluforingja og
Graham undirforingja þegar hann
laut yfir líkið. „En hann dó sennilega
ekki strax.“ Carter leit faglega á
snyrtilegt skrifborðið en þar stakk í
augu blekbytta sem lá á hliðinni
og Abbott hafði greinilega gripið
til með hægri hendi. Skammt
þaðan lá opinn blekpenni.
„Hann virðist hafa skrifað
eitthvað herra,“ sagði Gra-
ham og hallaði sér yfir skrif-
borðið. „Hér er „A“, hér er „T“„
en ég sé ekki hvað stendur hér
meira.“ Lögreglulæknirinn greip
nú hæversklega fram í fyrir þeim.
„Ja héma, meira að segja ég veit
að maður þarf að lesa á þerri
Þeir Ijúga aldrei
Marjorie Lees greip andann á lofti: „Tom
Ithell... Hjá Tom Ithell! Hann býr hér við
hliðina á okkur. Frænda féll aldrei vel við
hann.“ En Ithell sem var
/ nöldurgjarn, hvíthærður eldri
maður, hæddist að aðdrótt-
ununum þegar lögreglufullt-
rúamarir tveir bönkuðu upp á
hjá honum. „Ég hef ekki séð
Abbott í hálft ár,“ rumdi
hann. „Ég skil ekki hvers
vegna hann leggur til að eitt-
hvað undarlegt sé á seiði hjá
mér.“ Lög-
reglu-
full-
trúar-
nir
tveir
Mannlaust herbergi
Graham roðnaði, klóraði sér á
kollinum og þreif þerripappírinn úr
höndum mannsins en Carter lögreglu-
foringi snéri sér að frænku Abbotts, fröken
Marjorie Lees. En þaðan var litla hjálp að
fá. Hún hafði verið í herberginu sínu þegar
hún heyrði skotið og þegar hún kom niður
hafði dagstofan verið mannlaus. „Reyndar
átti ég í erfiðleikum með lásinn á hálsmen-
inu mínu svo það kunna að hafa liðið ein
eða tvær mínútur þar til ég kom,“ viður-
kenndi hún. „Og þá kom Tim, ritari frænda
míns, inn úr garðinum." Hinn ungi og föl-
leiti Timothy Ottaway sem sat í homi her-
bergisins kinkaði vansæll kolli. „Ég var í
sundlauginni þegar ég heyrði skotið,“ sagði
hann. „Það tók mig nokkrar mínútur að
bregða mér í föt og svo hljóp ég hingað."
Nú kom Graham undirforingi til yfirmanns
síns úr hinu homi herbergisins. Hann var
sigri hrósandi á svipinn. „Jæja ég er búinn
að lesa á blaðið herra þótt ég verði að viður-
kenna að ég botna nú ek-
kert í þessu... auk þess hef
ég þurft að geta í eyður-
nar.“ Hann rétti fram blað-
snepil sem hann hafði
skrifað á: AT TOM IT...
pappír í spegli!
gengu
hljóðir aftur
yfir í hús Jerome
Abbott. Þögnin var
rofin þegar þeir hittu lögreglulækninn fyrir
utan. „Já... hann getur hafa lifað í um þrjár
til fjórar mínútur býst ég við,“ sagði hann.
„En hann getur ekki hafa staðið upp úr
stólnum áður en hann dó.“ Graham hristi
höfuðið. „Ég skil þetta ekki herra. Ég held
ekki að það sé Ithell gamli... en samt segja
þeir að dauðir ljúgi aldrei, ekki satt?“
„Vissulega,“ sagði Carter. „Og ef Abbot
laug ekki vitum við hver myrti hann, ekki
satt?“
Lausn á sakamálaþraut:
•SUBfSuiQJOUI UJBU BJU>JS
QB QIA QI5JOJ JB§ UUBIJ UU3 JIIQE QIBp UUBIJ IQJBIJ OAS §0 QIQBjq E
juioq v.T.i.o wil QBJU^JS jjoqqy iQjBq JBpuXoy •ub-sjjjs ujos uuBq
b sbj So (SuipuoqsiA sofjSnB) jjddBdijJocj ijsba Bjjocj qb jijXj qbj
iqjoS uuBq jbSoc[ ^jojsiui iqjoS ureqBjQ -uuiSuiqjoui jba Xembjjo
Bridds
Sigursveit Guðlaugs Bessasonar á Héraðsmóti HSÞ í bridds. F.v. Tryggvi
Bessason, Torfi Aðalsteinsson, Guðlaugur Bessason og Óli Kristins. Á
niyndina vantar Guðmund Hákonarson og Svein Aðalgeirsson. «...»
Héraðsmót HSÞ í bridds, sveitakeppni:
Sveit Guðlaugs
Bessasonar sigraði
Sveit Guðlaugs Bessasonar
sigraði á Héraðsmóti HSÞ í
bridds sem lauk í Ljósvetn-
ingabúð fyrir skömmu. Alls
tóku 9 sveitir þátt I mótinu að
þessu sinni og hlaut sigursveit
Guðlaugs alls 1300 stig.
Sveit Gylfa Yngvasonar varð í
2. sæti með 1195 stig og í 3. sæti
sveit Þórólfs Jónassonar með
1179 stig.
í sigursveit Guðlaugs voru auk
fyrirliðans þeir Tryggvi Bessa-
son, Torfi Aðalsteinsson, Óli
Kristins, Guðmundur Hákonar-
son og Sveinn Aðalgeirsson. í
sveit Gylfa voru auk fyrirliðans
Sveinn Helgason og bræður
Gylfa þeir Kristján og Yngvi
Yngvasynir. í sveit Þórólfs voru
auk fyrirliðans Þórhallur Her-
mannsson, Þorgeir Jónsson og
Hlöðver Hlöðversson.
MG Hálsi/-KK
íslandsmótið í sveitakeppni í bridds:
Heldur slæm byrjun
sveita af Norðurlandi
Norðlensku briddssveitunum
gekk almennt heldur illa í
fyrstu tveim umferðum ís-
landsmótsins í sveitakeppni í
bridds, sem hófst sl. fimrntu-
dag. I gær voru spilaðar tvær
umferðir, en þeim var ekki
lokið þegar blaðið fór í
prentun.
I A-riðli var sveit Landsbréfa
með forystu eftir fyrstu tvær
umferðirnar með 46 stig af 50
mögulegum. Sveit Arnars Einars-
sonar (N-e) var í neðsta sæti í
riðlinum.
í B-riðli var sveit S. Ármanns
Magnússonar frá Reykjavík með
fullt hús eftir fyrstu tvær umferð-
irnar, 50 stig, en í þeirri sveit eru
m.a. Akureyringarnir Jakob
Kristinsson og Pétur Guðjóns-
son. Sveit Roche frá Reykjavík
var sömuleiðis með 50 stig. Sveit
Gylfa Pálssonar (N-e) byrjaði illa
og náði 15 stigum út úr fyrstu
tveim umferðunum. Sveit Ingi-
bergs Guðmundssonar (N-v) var
aðeins með 8 stig.
VÍB var með forystu í C-riðli
með 43 stig, en næst kom sveit
Sparisjóðs Siglufjarðar með 36
stig. Sveit Sigurbjörns Þorgeirs-
sonar (N-e) var með 21 stig.
í D-riðli var sveit Sjóvá-
Almennra með forystu með 44
stig. óþh
Halldórsmót Bridgefélags Akureyrar:
Sveit Sigurbjöms
með ömgga forystu
Að loknum 8 umferðum af 11 í
Halldórsmóti Bridgefélags
Akureyrar hefur sveit Sigur-
björns Þorgeirssonar tekið
afgerandi forystu og á nú 32
stig á næstu sveit. Sigur sveit-
arinnar virðist í sjónmáli, þó
allt geti gerst í síðustu 3
umferðunum.
Sveit Sigurbjörns hefur hlotið
173 stig en sveit Stefáns Vil-
hjálmssonar sem er í 2. sæti, er
með 141 stig. Sveit Unu Sveins-
dóttur er í 3. sæti með 134 stig en
jafnar í 4.-5. sæti eru sveitir
Kristjáns Guðjónssonar og Páls
Pálssonar með 126 stig.
Síðustu 3 umferðirnar verða
spilaðar þriðjudaginn 6. apríl nk.
kl. 19.30. Næsta þriðjudag verð-
ur spiluð 2. umferð í Akureyrar-
mótinu í einmenningi sem jafn-
,framt er firmakeppni félagsins.
Spilarar eru beðnir að fjölmenna
til keppni og mæta tímanlega til
skráningar en spilamennskan
hefst kl. 19.30. -KK
Vístala
byggingarkostnaðar:
Hækkaði um 0,4%
millimánaða
Hagstofan hefur reiknað vísi-
tölu byggingarkostnaðar eftir
verðlagi um miðjan mars 1993.
Vísitalan reyndist vera 190,9
stig og hækkaði um 0,4% frá
febrúar sl. Þessi vísitala gildir
fyrir apríl 1993.
Síðastliðna tólf mánuði hefur
vísitalan hækkað um 2,0%.
Undanfarna þrjá mánuði hefur
vísitalan hækkað um 0,7% sem
jafngildir 2,8% verðbólgu á heilu
ári.