Dagur - 27.03.1993, Side 23
í UPPÁHALDI
„Langar í golfvöll og góða laxveiðiá“
- segir Kolbeinn Gíslason
Kolbeinn Gíslason
er framkvæmda-
stjóri Sjallans á
Akureyri en söng-
leikurinn Evita er
nú sýndur þar við miklar vin-
sældir. Kolbeinn sagði ljóst að
Evita myndi ganga út apríl
þannig að hann kvaðst mjög
ánægður með viðtökumar.
Hann er líka mikill veiðidellu-
karl og ætlar að vera með
fluguþátt í Degi frá og með
næsta laugardegi þar sem hann
heimsækir valinkunna flugu-
hnýtingarmenn og kynnir hand-
verk þeirra. En nú eru það
hugðarefni Kolbeins sem eru til
umfjöllunar.
Hvatí gerirBu helst ífrístundum?
„Þær em nú ósköp fáar, en á
vetuma sest ég niður og hnýti
flugur og á sumrin veiði ég á
flugumar og spila golf.“
HvaBa matur er í mestu uppáhaldi hjá
þér?
„Ætli það sé ekki kalkúnninn
hennar mömmu með sósunni
hans pabba. Annars er ég mikill
sælkeri.“
Uppáhaldsdrykkur?
„Einfaldur „Kolli“ hefur alltaf
verið f miklu uppáhaldi.“
Ertu hamhleypa til allra verka á heim-
ilinu?
„Nei, ég er afleitur í þeim störf-
um. Ég ætla ekkert að ljúga
neitt til um það.“
Kolbeinn Gíslason.
SpáirSu mikiS í heilsusamlegt lífemi?
„Allt of lítið. En það er auðvit-
að ákaflega gott að vera úti í
náttúmnni á sumrin, í golfinu
og veiðinni.“
HvaSa blöS og tímarit kaupirSu?
„Ég kaupi Dag og Morgunblað-
ið og ég reyni að laumast í er-
lend og íslensk veiðiblöð.“
HvaSa bók er á náttborSinu hjá þér?
„Ef ég á að vera alveg hreins-
kilinn þá em það þrjár fugla-
bækur, Fuglar íslands og tvær
erlendar fuglabækur, önnur er
um fugla í Evrópu og hin um
fugla í Ameríku. Síðan er ég
með bók sem heitir Veðurfræði
og loks er ég með allt Garfield-
safnið (Grettir). Þetta liggur á
náttborðinu og gólfinu.“
HvaBa hljómsveitltónlistarmaSur er í
mestu uppáhaldi hjá þér?
„Ég hef alltaf átt mjög erfitt
með að gera upp á milli Sting
og Loga Einars."
UppáhaldsíþróttamaSur?
„Má ég ekki bara segja að það
sé KA-liðið í fótbolta? Ég vil
ekki taka neinn út úr.“
HvaS horflrSu helst á í sjónvarpi?
„Ég reyni að horfa á íþrótta-
þætti og fréttir.“
Á hvaSa stjórnmálamanni hefurSu
mest álit?
„Tja, ætli ég nefni ekki Davíð
Oddsson og þá er málið leyst.“
Hvarálandinu vildirSu helstbúafyrir
ulan heimahagana?
„Við skulum segja Reykjavík.
Ég þekki ágætlega til þar.“
HvaSa hlutlfasteign langar þig mest til
aS eignast um þessar mundir?
„Má það vera hvað sem er? Þá
langar mig til að eignast golf-
völl og góða laxveiðiá."
Hvernig myndiröu eySa þriggja vikna
vetrarfríi?
„Ætli ég myndi ekki bæta upp
margsvikin loforð við fjöl-
skylduna og reyna að eyða frí-
inu einhvem veginn með
henni.“
HvaS œtlarSu aS gera um helgina?
„Vinna. Því er fljótsvarað.
Sjallinn verður minn staður unt
helgina." SS
Efst íhuga
Halldór Arinbjarnarson
Vetraríþróttir
á Akureyri
Akureyri hefur löngum verið auglýst
sem vetraríþróttaparadís og þá eink-
um horft til Hlíðarfjalls. Víst er um
það að margir hafa skemmt sér á
skíðum í brekkum Hlíðarfjalls í gegn-
um árin þó aðsóknin hafi verið minni
undanfarin ár en menn hafa átt að
venjast. Snjóleysi var kennt um í
fyrra og árið þar áður en svo virðist
sem af einhverjum ástæðum sé
minni áhugi á skíðamennskunni nú
en áður. Par skiptir án efa mestu máli
meira framboð af annars konar
afþreyingu. Fram hjá því verður ekki
horft aö það kostar meiri fyrirhöfn og
dýrari útbúnað að stunda skíði held-
ur en æfa handbolta eða júdó, svo
dæmi sé tekið.
Aðrir hlutir benda hins vegar í þá
átt að áhugi fyrir skíðaíþróttum fari
vaxandi og má í því sambandi benda
á sífellt meiri vinsældir Andrésar
Andar leikanna þar sem nú stefnir í
metþátttöku. í næsta mánuði verður
boðið upp á sannkallaða skíðaveislu
á Akureyri sem hefst strax næsta
miðvikudag með Skíðamóti íslands
og síðan1 rekur hver stórviðburðurinn
annan. Um þessa helgi halda Sigl-
firðingar unglingameistaramótið svo
með sanni má segja að Norðurland
sé miðpunktur skíðafólks um þessar
mundir. Með bættum samgöngum
ættu að skapast aðstæður fyrir auk-
inni samvinnu staðanna á Norður-
landi í skíðamálum þar sem hægt
væri aö tengja Húsavík, Akureyri,
Dalvík, Ólafsfjörð og Siglufjörð sam-
an í meira mæli en nú er gert. í þess-
um málum eins og öðrum er sam-
vinna betri en samkeppni.
Um síðustu helgi tryggðu Akureyr-
ingar sér íslandsmeistaratitilinn í
íshokkí annað árið í röð. Áhugi fyrir
skautaíþróttum hefur vaxið gífurlega
á síðustu misserum og nú er lag fyrir
þá sem bæta vilja aðstöðu til heil-
brigðrar íþróttaiðkunnar. Þær frum-
stæðu aðstæður sem skautafólki er
gert að búa við eru broslegar í
samanburði við nágranna okkar. Nú
kann einhver að segja að þar sé svo
miklu meiri áhugi og hefð fyrir þess-
um hlutum. Það er vissulega rétt en
það stafar af því eingöngu að þar
hefur verið hugað að aðstöðunni.
Fyrir um tveimur áratugum eða
svo var mikill áhugi fyrir skautaíþrótt-
um jafnt hér sem í nágrannalöndun-
um. Þá hófu grannar okkar að byggja
yfir svellin meðan hér var ekkert gert.
Árangurinn lét ekki á sér standa.
Skautahallir nýtast ekki bara sem
slíkar heldur einnig sem alhliða
íþrótta og sýningahús. HM f hand-
bolta í Svíþjóð fór t.d. að mestu fram
í skautahöllum. Yfirbyagt skautasvell
á sama svæði og Tþróttahöllin á
Akureyri og í tengslum við hana er
mál sem að mínu mati mætti athuga
gaumgæfilega. Algert lágmark er að
taka höndum saman og koma þaki
yfir svellið í Innbænum.
Laugardagur 27. mars 1993 - DAGUR - 23
Kaffihlaðborð
í KA-heimilinu
sunnudaginn 28. mars fró kl. 15-17.
Verð kr. 400 fyrir fullorðna og kr. 200 fyrir börn
Foreldrafélag KA
.......-.. ........................Á
AKUREYRARB/€R
Dagvistardeild Akureyrarbæjar
Matráðskona
Laust er til umsóknar starf við mötuneyti á Leik-
skólanum Flúðum.
Laun skv. kjarasamningi Einingar og Akureyrar-
bæjar. Umsóknarfrestur er til 31. mars.
Allar nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri að
Flúðum í síma 26602.
Fóstra 50% starf
Fóstra eða starfsmaður með sambærilega
menntun á sviði uppeldismála óskast til starfa, til
að sinna leyfisveitingum og eftirliti með dag-
mæðrum. Laun skv. kjarasamningi STAK og
Akureyrarbæjar eða Launanefndar Sveitarfélaga
og Fóstrufélags íslands.
Umsóknarfrestur er til 5. apríl nk.
Upplýsingar um starfið veitir deildarstjóri Dag-
vistadeildar eða Hverfisfóstrur í síma 24600.
Upplýsingar um kaup og kjör veitir starfsmanna-
stjóri í síma 21000.
Umsóknareyðublöð fást á starfsmannadeild
Akureyrarbæjar, Geislagötu 9.
Meirihluti starfsfólks dagvistardeildar eru konur.
í samræmi við landslög og jafnréttisáætlun vill
Akureyrarbær leitast við að jafna hlutföll kynjanna
í sem flestum störfum og hvetur því karla jafnt
sem konur til að sækja um störfin.
Dagvistarfulltrúi.
—I
Hjartans þakkir til ykkar allra
sem glödduð mig á sjötugs afmæli mínu
þann 20. mars með
heimsóknum, gjöfum og skeytum
og gerðu mér daginn ógleymanlegan.
Bestu þakkir og lifið heil.
SIGURÐUR EIÐSSON,
Hreiðarstaðakoti.
Kæru vinir, hugheilar þakkir sendi ég
öllum sem glöddu mig með
heimsóknum, gjöfum, skeytum og sím-
tölum á 70 ára afmæli mínu 14. mars sl.
og gerðu mér daginn ógleymanlegan.
Guð blessi ykkur öll.
SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR,
frá Björgum.