Dagur - 27.03.1993, Síða 24
Góð rauðmagaveiði í upphafi vertíðar:
Gefiir fyrirheit um góða grásleppuvertíð
Grásleppuveiði er að hefjast
fyrir Norðausturlandi, á svæð-
inu frá Siglufiröi til Vopna-
fjarðar. Grásleppukarlar eru
búnir að leggja, en hafa vart
dregið enn. Rauðmagaveiði
hefur hinsvegar verið góð, sem
gefur fyrirheit um góða grá-
sleppuvcrtíð. Örn Pálsson,
framkvæmdastjóri Lands-
sambands smábátaeigenda,
segir, að létt sé yfir grásleppu-
körlum sérstaklega í Ijósi þess
að nú gefst kostur að verka
grásleppuhrogn eftir nýrri
aðferð, sem gefur afurð er selst
á mun hærra verði en fyrri
framleiðsla.
Að sögn Arnar hefur Lands-
samband smábátaeigenda unnið
að því í þrjú ár í samvinnu við
Rannsóknastofnun fiskiðnaðar-
ins, með styrk frá rannsóknaráði
ríkisins og grásleppukörlum, að
þróa nýja afurð úr hrognum grá-
sleppunnar.
„Á síðustu vertíð fengum við
mann til íslands, sem er sér-
fræðingur í styrjukavíarhrogn-
um, til að vinna með sérfræðing-
um Rannsóknastofnunar fisk-
iðnaðarins. Útkoma þeirrar
Verðfall á
þorski en meðal-
verð á karfa
stöðugra
- Kolbeinsey ÞH selur
í Þýskalandi 2. apríl
í kjölfar mikils þorskafla í
Barentshafi féll verð á þorski
úr 158 kr/kg í febrúar í fyrra í
113 kr/kg í febrúar í ár í Eng-
landi. A fiskmörkuðum hér
innanlands féll verðið úr 103
kr/kg í febrúar í fyrra í 88 kr/kg
í febrúar í ár.
Verð á ýsu féll einnig í Eng-
landi, en á íslenskum mörkuðum
hélst verðið svo til óbreytt þ.e.
114 kr/kg í febrúar í fyrra á móti
113 kr/kg í febrúar síðastliðnum.
Verð á ufsa lækkaði úr 50 kr/kg á
mörkuðum innanlands í febrúar í
fyrra í 35 kr/kg í febrúar í ár. Það
hélst hins vegar svo til óbreytt í
Þýskalandi.
Meðalverð á karfa hélst
óbreytt, 111 kr/kg, og reyndist
stöðugra en framan af vetri. Tal-
ið er að stöðugleika verðsina beri
helst að þakka rýrri karfaveiði
Færeyinga. Vitað er um eina viku
sem þeir náðu að koma einhverju
magni af karfaflökum til Pýska-
lands og var meðalverð okkar á
karfa í þeirri viku 95 kr/kg á móti
um 115 kr/kg í vikunum fyrr og
síðar.
Kolbeinsey ÞH er sá togarinn
af Norðausturlandi sem siglir
næst á Þýskaland. Togarinn hefur
verið að karfaveiðum í Rósa-
garðinum og aflað vel. Er síðast
fréttist var aflinn kominn í 150
tonn og selt verður þann 2. apríl
nk. ój
vinnu er sú, að menn duttu niður
á snjalla uppskrift. Fersk grá-
sleppuhrogn þarf til framleiðsl-
unnar og strax og vart varð grá-
sleppu í lok febrúar fyrir Suður-
landi var hafin framleiðsla eftir
nýju uppskriftinni. Skemmst er
frá því að segja að verkun heppn-
aðist sem best verður á kosið, já,
það vel að okkur þótti ástæða til
að kynna afurðina á sjávarút-
vegssýningunni í Boston nú
nýverið. Viðtökur voru með
þeim hætti að ljóst er að nýja
framleiðslan er tilbúin til mark-
aðssetningar. Menn voru á einu
máli um, að kavíarinn nýi væri
einn sá besti sem boðið er uppá á
heimsmarkaðinum í dag,“ segir
Örn Pálsson. ój
Þér bregst ekki
PÁSKATiLBOÐ' bökunarlistiti
meðAKRA
AKRA-smjörlíki er unnið úr úrvals jurtaolíum
og pví ómissandi í metnaðarfullan bakstur.
mts
SMJÖRLÍKISGERÐ