Dagur


Dagur - 09.12.1993, Qupperneq 4

Dagur - 09.12.1993, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 9. desember 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (iþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Sömu vaxtakjör fyrir alla Á uppboði húsnæðisbréfa, sem fram fór á veg- um Húsnæðisstofnunar síðastliðinn þriðjudag, var aðeins unnt að taka þremur tilboðum af níu. Ástæða þess að ekki var unnt að taka fleiri tilboð- um í þessu útboði var sú að ákveðið hafði verið að taka engum tilboðum í bréfin upp á meira en 5,0% ávöxtun. Meðal ávöxtunarkrafa þessara tilboða var liðlega 5,2% en hæsta ávöxtunarkrafa 5,4%. Lífeyrissjóðirnir í landinu virðast ekki tilbúnir til að ávaxta fjármuni sína á þessum kjörum. Bene- dikt Davíðsson, forseti Alþýðusambands íslands, hefur látið hafa eftir sér að svo virðist sem mikið sé af húsbréfum á eftirmarkaði sem beri 5,4% ávöxtun. Hann hefur einnig bent á fjárskort í líf- eyrissjóðakerfinu um þessar mundir sem leiði til þess að forystumenn sjóðanna velji fremur 5,4% ávöxtun í stað 5% ávöxtunar eigi þeir þess kost. Sem kunnugt er lækkaði ríkisstjórnin vexti á spariskírteinum ríkissjóðs fyrir nokkru í því augnamiði að ná niður vaxtastiginu í landinu. Mikill þrýstingur var á ráðamenn í þjóðfélaginu um að beita áhrifum sínum til þess að bankakerfið dragi úr þeirri hávaxtastefnu er verið hefur við lýði um nokkurn tíma. Þessi þrýstingur kom eink- um úr tveimur herbúðum; herbúðum vinnuveit- enda, sem sáu fram á stöðugt vaxandi erfiðleika atvinnuveganna, og herbúðum verkalýsðhreyfing- arinnar, þar sem kvíðbogi hefur verið borinn fyrir skuldasöfnun og afkomu heimilanna í landinu. Aðferð ríkisvaldsins til að hrinda vaxtabreyting- unni í framkvæmd var einfaldlega sú að lækka vexti á spariskírteinum ríkissjóðs í 5%. Þær afleið- ingar er vænst var í kjölfar vaxtalækkunarinnar hafa nú að nokkru leyti komið fram. Bankakerfið hefur tekið við sér og vextir teknir að lækka til hagsbóta fyrir atvinnulífið og einnig fólkið í land- inu. Á þeim forsendum var ákveðið að taka ekki tilboðum í húsbréf í útboðinu er bæru hærri ávöxt- un en 5% og hefur fjármálaráðherra sagt að engin efni séu til að hafa mun á milli þessara bréfa og spariskírteinanna, enda séu skilmálar þeirra í raun sniðnir að þörfum lífeyrissjóðanna. En þá ber svo við að lífeyrissjóðirnir vilja ekki kaupa húsbréfin og bera því við að þeir geti feng- ið betri ávöxtun eftir öðrum leiðum. Forsvars- menn lífeyrissjóðanna í landinu eru í mörgum til- fellum þeir sömu ocj standa í framvarðasveit verkalýðsfélaganna. A nánast sama tíma og þeir hafa krafist tafarlausrar lækkunar vaxta - meðal annars sem lið í því að varðveita gildandi kjara- samninga - þá telja þeir sér ekki fært að ávaxta fjármuni sjóðanna á sömu kjörum og þeir telja hæfileg fyrir aðra aðila í landinu. í þessu felst auð- vitað ekkert annað en tvískinnungur sem minnir á barnasöguna um dýrin sem sögðu „ekki ég“. Þessi afstaða forsvarsmanna lífeyrissjóðanna kemur vissulega á óvart. Því er ástæða til að benda forystumönnum lífeyrissjóðanna á að þótt þeim beri að ávaxta fjármuni þeirra á sem bestan og öruggasta hátt þá verði þeir að lúta sömu kjör- um og aðrir fjármagnseigendur. Þeir geti ekki krafist hærri ávöxtunar fyrir sjóðina en þeir sjálfir leggja til að aðrir njóti. Sömu vaxtakjör verði að gilda fyrir alla. ÞI Af bæjarmálum í Ólafsflrði Fólki er eflaust í fersku minni átök þau sem áttu sér stað innan bæjarstjómarmeirihluta sjálfstæð- ismanna í Ólafsfirði, vegna brott- rekstrar Bjama Kr. Grímssonar fyrrverandi bæjarstjóra fyrir u.þ.b. ári. Mál þetta vakti þjóðarathygli á sínum tíma, ekki síst vegna þess aó á Bjarna voru bomar upplognar sakir, sem hann reyndar gat borió af sér. Einnig þóttu sjálfstæðis- menn standa á allan hátt óhöndug- lega að þessu máli og um tíma var meirihluti þeirra óstarfhæfur vegna þess. Ekki er enn séð fyrir endann á þessu máli þvi nú hefur Bjami stefnt bænum. Bænum stefnt Kröfur Bjarna eru þær í stórum dráttum, að krafist er launa út kjörtímabilið að viðbættu framlagi bæjarins til lífeyrissjóós alls að upphæð kr. 8.360.921,- auk drátt- arvaxta. Þessu til viðbótar er farið fram á að bærinn greiði máls- kostnað. Bærinn hefur nú þegar greitt Bjama kr. 1.767.621,- upp í þessa kröfu, eða sem nemur sex mánaða launum. Hér er um háar upphæóir að ræöa og ljóst aó ef bærinn tapar þessu máli verður það þungt fjárhagslegt áfall fyrir bæjarsjóö. Bjarni fer fram á það að Oskar Þór Sigurbjörnsson, fyrrum forseti bæjarstjómar, verði kallaður til sem vitni í málinu. Það mætti segja mér að ýmislegt ætti eftir að koma í ljós við vitnaleiðslur í þessu máli og gömul deilumál frá yfirstandandi kjörtímabili myndu líta aftur dagsins ljós. Meirihlutinn lagði á það alla áherslu á sínum tíma að með því að reka Bjarna og með því einnig að einn bæjarfulltrúi þeirra viki úr bæjarstjóm, væri verið að leysa innanflokks átök í sjálfstæðisfé- laginu í Olafsfirði. Þessi innan- flokks átök gætu, ef færi á versta veg, kostað okkur bæjarbúa u.þ.b. tíu milljónir (10.000.000) eða sem nemur kr. 8.000 á hvern íbúa eða kr. 32.000 á hverja fjögurra manna fjölskyldu! Þetta er það Björn Valur Gíslason. gjald sem almennur bæjarbúi gæti þurft að greiða til sjálfstæðisfé- lagsins í Olafsfirði svo að þar megi ríkja ró og spekt. Er ekki kominn tími til að ganga nú til samninga við Bjarna Kr. Gríms- son og klára þetta mál í eitt skipti fyrir öll? Brjótið nú odd af oflæti ykkar, sjálfstæðismenn, og notió jólafriðinn til aó semja um þetta mál áður en verr fer. Húsnæðismál Talsvert er nú um þaó rætt í Olafs- firói hvort rétt sé að byggja fé- lagsheimili fyrir aldraða eða hvort mögulegt sé aö fara aðrar leiðir til að leysa úr húsnæðismálum þeirra. En það skortir fleiri hús- næði. Tónskólinn býr nú við al- gjörlega óviðunandi húsnæði og er satt að segja skömm aö bjóða kennurum og nemendum upp á slíkan húsakost. Vegur tónskólans hefur farið vaxandi undanfarin ár og eru nú u.þ.b. eitt hundraó nem- endur við nám í skólanum og stendur starfió nú í miklum blóma. Það er alveg meó ólíkind- um hvernig skólastjóra og kennur- um hefur tekist upp við skólahald- ið, jafn illa og búið er að húsnæói skólans. Bókasafnið er einnig í miður góðu húsnæði við Aðalgöt- una og þyrfti sem fyrst að leysa úr þeim málum svo sómi geti verið af. Stjórnendur tónskólans hafa sóst eftir því að komast í það hús- næói sem bókasafnið er í en þá vantar okkur staó fyrir bókasafnið. Bent hefur verið á ágæta lausn á öllum þessum málum. Hún er sú aö í stað þess að byggja félags- heimili fyrir aldraða, yrði loks ráðist í að koma upp loka álmu gagnfræðaskólans. Þar væri hægt með góðu móti að koma upp góðri félagsaðstöðu fyrir aldraða jafn- framt því sem þar kæmist bóka- safnið í framtíðarhúsnæði og tón- skólinn svo aftur í húsnæði safns- ins. I Gagnfræðaskólanum er nú þegar fyrir hendi nær öll sú að- staða sem aldraðir þyrftu á að halda til sinna starfa auk þess sem í tengslum við skólann er hægt að hugsa sér ótal möguleika fyrir aldraða að nýta sér. Kostnaður við slíka byggingu gæti numið u.þ.b. kr. 35 milljón- um (gróft reiknað) eóa kr. 12 milljónum til lausnar á húsnæöis- vanda hvers fyrir sig. Talaó er um að félagsheimili aldraðra muni kosta kr. 25 milljónir þannig að hér er um mun betri og um leið ódýrari leið aó ræða heldur en að byggja sérstakt félagsheimili fyrir aldraða. Nýlega var félagsmiðstöó ung- linga tekin í notkun á efri hæð Tjarnarborgar. Unglingar eru fjöl- mennur hópur í Olafsfirði sem og annars staðar en samt held ég aö engum hafi dottið það í hug aó réttast væri að byggja sérstakt fé- lagsheimili fyrir þá; einfaldlega vegna þess að við gátum með góóu móti komið þessari starfsemi fyrir í vannýttu húsnæði, sem hafði upp á flest þaö að bjóða sem unglingana vanhagaði um. Með sömu rökum á auðvitaó að leysa vanda aldraðra, sé þess nokkur kostur. Eg held því aö menn ættu nú að láta skynsemina ráða og leita hagkvæmustu leiða við lausn á þessum málum, ef á annað boró á aó ráðast í aö byggja. Björn Valur Gíslason. Höfundurer bæjarfulltrúi í Olafsfirói. Þórshafnarrevía Leikfélag Þórshafnar frumsýndi revíu sína í fé- lagsheimili byggðarinnar föstudaginn 3. desem- ber. Revían ber nafnið Já, þaö reddast. Leikstjóri og höfundur er Sigurgeir Scheving. Segja má, aö ritstjórnarskrifstofa byggða- blaðsins Hægra brjóstib, sé hinn sameinandi þáttur í revíunni Já, þaö reddast. Á skrifstofu blaðsins fer fýrsta atriðíð fram. Síðan rekur hvert atriðið annað, en á milli þeirra kemur fram kynn- ir, sem kallast í leikskrá Gróa á Leiti. Sú persóna býr áheyrendur undir næstu „slúðursögu" úr þeirri byggð, sem atburðir revíunnar gerast í og er í þessu tilviki Þórshöfn og Þistilfjöröur, auk þess sem skotið er inn ýmsu öðru gríni og skopi, sem beínt er að Iandsfeðrum og öðm áberandi fólkí í þjóðlífinu almennt. Revían er lipurlega saman sett. Textinn er vel hnyttínn og hittir iðulega snoturlega í mark allt til enda. Mikið er um gys bundið byggðarlaginu, en það fer þó ekkí fýrir ofan garð og neðan hjá að- komumanninum, nema í fáum tilfellum, svo fá- um, að ekki skaðar eöa skyggír á þá góðu skemmtan, sem revían er. Flytjendur em margir, svo sem vænta má. Flestir em í nokkurs konar statistahlutverkum jafnframt því, sem þeir taka þátt í söng, sem er mikill í sýningunni. Hann er skemmtilega tilgerð- arlaus en þó áheyrílegur og víða talsvert um Ieík- ræn tílþrif jafnvel þegar margir em um flutning- inn. Undir sönginn Ieikur þriggja manna hljóm- sveit, skipuð þeim Hafsteini Oskarssyni, bassa- leikara, Hersteini Óskarssyni, gítarista, og Jó- hannesí Jónssyni, trommuleikara. Þetta tríó stóð vel fyrir sínu og sýndi víða falleg tilþrif. Höfuðpersónur í revíu Leikfélags Þórshafnar eru Brynjólfur, rítstjóri Hægra brjóstsins. Það hlutverk er í höndum Gunnlaugs Snorrasonar og fer hann víða á kostum. Ekki síður tekst Heið- rúnu Óladóttur vel upp í hlutverki hins óvélrítun- arfæra en tilkippilega einkaritara, Júlíu. Guörún Helgadóttir er á velflest- an veg stórgóð í hlut- verki Gunnu, hinnar drykkfelldu blaðakonu, sem nálega aldreí rennur af. Loks má nefna Gróu á Leití, smjattandi slúöurbera byggðarinnar, sem leikin er Iipurlega og af sannferðugleikablæ af Bjameyju Hermundardóttur. Marga fleirí mætti til tína, sem gera vel í reví- unni Já, þaö reddast í uppsetningu Leikfélags Þórshafnar. Yfir allri sýningunni er Iéttleiki og leikgleðí, sem smitar fram til áhorfenda. Sviðs- hreyfingar og fas em hvort tveggja í góðu lagi og við hæfi og úr öllu verður góð skemmtan og alls ekki efnislaus í ádeilu sinni og gríní. Sýningin er öllum tíl sóma, sem að koma, ekki síst leikstjór- anum og höfundinum, Sigurgeiri Scheving, sem greínilega hefur náö góðu sambandí við sam- starfsmenn sína og unniö gott verk. Leikfélag Þórshafnar lá f dái um tíma, en á síöasta ári vaknaði það til lífs á ný og setti upp dagskrá úr verkum Jónasar Árnasonar. Framfarír eru greinilega jafnt í sviðsframkomu sem flutn- íngí texta og söngs. Sú uppsetning, sem nú er í gangi, sýnir Ijóslega, að nóg er af hæfu fólki til starfa að leiklist á Þórshöfn og í Þistilfirði. Fari fram sem nú vísar, verður vafalítið gaman á komandi ámm að fýlgjast með framgangi þess líflega hóps, sem nú myndar kjarnann hjá Leik- félagí Þórshafnar, og ýmiss ferðalög á sig Ieggjandi til þess. LEIKLIST Haukur Ágústsson skrífar

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.