Dagur - 09.12.1993, Side 11

Dagur - 09.12.1993, Side 11
HJONAMINNINÚ Fimmtudagur 9. desember 1993 - DAGUR - 11 ^ Guðmundur Bergsson J Fæddur 30. april 1894 - Dáinn 18. nóvember 1975 Guðrún Stefanía Þorláksdóttir Fædd 14. desember 1897 - Dáin 29. nóvember 1993 „Þú skall ekki hryggjasl, þegar þú skilur við vin þinn, því að það sem þér þykir vcensl um í fari hans, getur orðið þér Ijósara í fjarveru hans. - - Og lállu vinálluna ekki eiga sér neinn lilgang annan en að auðga anda þinn -. (Kahlil Gibran.) Marga kveójum við á ævileið okkar og einatt cigum við skuld að gjalda því fólki sem bjó okkur starfssvið og auógaði okkur að vináttu. Hamingja okkar er ofin úr ótal þáttum. Einn af þeim sterkari eru áhrif starfa og líl's þeirra sem hafa þegar kvatt þennan sýnilega heim okkar. Of oft verður það hlutskipti þcssa fólks stritsins að gleymast jafnskjótt og þaó er hætt að baksast áfram í þeirri iðu sem mannlífið er. Þó bcr það til að blöð fyllast greinum um fólk sem brotist hefur frani úr hópnum. Það er vel þegar menn kveója og þakka for- vígisstörf. Hitt ber einnig aó muna að daglegt starf þeirra, sem fóma undir- stöðuatvinnuvegum krafta sína, er ekki síður mikils vert en hinna sem mæla stritaranum veró - stundum í naumara lagi. Guðmundur Bergssm fæddist 30. apríl 1894 á Syðri-A í Ólafsfirði. Fað- ir hans var Bergur, sonur Jóns Stein- grímssonar og Guðrúnar Halldórsdótt- ur frá Garði í Ólafsfirði. Móðir Guð- mundar var Ragnhildur Helgadóttir, Einarssonar frá Brimnesi. Kona Helga var Sigríður Ólafsdóttir frá Ósbrekku. Tveggja ára fluttist Guðmundur aó Pálskoti í Ólafsfirói og var þar næstu 4 ár. Eftir fráfall Bergs fór Guðmund- ur til Ingimars bróður síns og var hjá honum til 16 ára aldurs, fyrst á Brim- nesi og síðan á Reykjum í Ólafsfirói. A þessum tíma var leiðin til að verða sjálfum sér ráóandi erfið ungum mönnum. Gömul lög ætluóu þeim aó vinna hjá sjálfseignarbændum. Það kostaði átök að slíta þessa fjötra. All- margir rifu sig þó úr þessari ánauó. Guðmundi tókst þetta meó harófylgi. Var hann um tíma að hálfu hjá Jóni bróður sínum í Nýjabæ og að hálfu sjálfstæður. Síðar var hann um stund í Skeggjabrekku, á Siglufirði og á Syðri-A. Þar gekk hann aó eiga Guð- rúnu Stefaníu Þorláksdóttur. Hún fæddist 12. desembcr 1897 á Kálfsá í Ólafsfirði. Faöir hennar var Þorlákur Kristinn Ólafsson, Gíslasonar, bónda í Burstar- brekku og víóar. Kona Ólafs var Guð- rún dóttir Jóns bónda á Brimnesi í Virðulega samkoma. Eg get ekki stillt mig um að rísa úr sæti og þakka Tryggva Guólaugssyni. En fyrir hvað skyldi ég þakka honum? Fyr- ir það að hann hefur bundið vináttu vió mig frá því fundum okkar bar fyrst saman, án þess ég ynni nokkuð til þcss. Við vorum þá komnir nokkuó til ald- urs. Vinátta milli manna er af hinu góóa. Það eru fáir sem ná svo háum aldri aó verða níutíu ára. I dag hefur Tryggvi Guðlaugsson náð því aldursmarki með heiöri og sóma. Hann hefur ákveðnar skoðanir og heldur fast við þær. Hann er ekki eitt í dag og annað á morgun. Fyrir fáum árum kom Davíó Odds- son hingað til Sauóárkróks og hélt fund Upsasókn. Móðir Guðrúnar Stefaníu var Anna dóttir Gunnlaugs bónda í Auðnum og Garói, Magnússonar, og Guðrúnar Jónsdóttur. Jón var bóndi á Syóra-Hóli í Suður-Þingeyjarsýslu. Guórún fluttist ung meó foreldrum sínum aó Lóni í Olafsfirði. Þar bjuggu þau skamrna hríó. Þar fæddist Mund- ína Freydís systir Guðrúnar. Mundína giftist síðar Finni Bjömssyni á Ytri-A. Sextán böm þeirra komust til fulloró- insára. Þar er nú ríkur frændgaróur og vinafastur. Næsta aösetur fjölskyldunnar var Ystabúð í Olafsfjaröarhomi. Byggð var þa að myndast þar niöri við sjó- inn. Olafur og Guórún, foreldrar Þor- láks, urðu fyrst til að setjast aó í þessu sjávarplássi, Horninu, scm nú cr 01- afsfjarðarkaupstaóur. Svarfaöardalur var næsti áfanga- staður fjölskyldunnar. Þar var fæðing- arsveit Þorláks. Hann var fæddur að Tjöm 18. október 1875. Aó Hrísum fæddist svo þriója systirin Sigríður Jónína. Sigríóur giftist ekki en eignað- ist eina dóttur, Hólmfríöi Fjólu Frió- þórsdóttur. Hún er nú látin. Vorió 1901 fluttu hjónin aftur til Ólafsfjaró- ar fyrir atbeina Guómundar útgerðar- manns, bróður Þorláks. Fyrst voru þau í Sæbóli, fóru svo aftur aó Ystubúð. Þar eignuðust þau fjóróu stúlkuna, Ólöfu Salbjörgu. Hún dó í frum- bemsku. Guðrún fluttist þá með fjöl- skyldunni til Víkur í Héðinsfirði. Þar var hún fjögur ár utan vetrarins fyrir ferminguna. Þann vetur var hún við nám í Ólafsfirði og bjó hjá Jóni Þor- kelssyni og Magneu Rögnvaldsdóttur í Ystubúó. I Héóinsfirði bjó þá líka Jón Stefánsson, háll'bróöir Guðrúnar. Stefán faðir Jóns var bróðir Ragnhild- ar Helgadóttur sem áður er getið. Eftir heimkomuna frá Héðinsfirói fluttist Guórún með foreldrum og systrum að Burstarbrckku í Ólafsfirói. Þorlákur og Anna tóku þar við ráðs- mennsku á búi sr. Helga Amasonar. Þar höfðu þau líka sinn eigin búskap. Þama kom til þeirra ungur frændi þeirra, Kjartan Magnússon, sonur Halldóru Þorsteinsdóttur og Magnúsar Sölvasonar sem hafði látist skömmu áður. Kjartan varð uppeldisbróóir þeirra systra til 17 ára aldurs. Kært hefur veriö með þeim alla tíð síðan. Kjartan býr nú á Mógili á Svalbarós- strönd. Guórún var um tíma á Akureyri þar sem hún læröi að sauma. Slíkt nám var rnjög hagkvæmt húsmæómm á tímum þegar nauósyn bar til að nýta hvem efnisbút sem fólk eignaðist. Þau um stjómmál. Við Tryggvi vomm þar og sátum nærri ræðustólnum. Hann kvaddi sér hljóðs og sagói frá því, að hann hefði barist meó oddi og egg fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðan 1924. Já, sagði Davíð. Þetta hefur verið 24 ámm áður en ég fæddist. Okkur sem höfum sjón finnst það crfitt að vera blind, skynja ekki um- hverfið, sjá ekki fjöll og sjó. Þegar ég geng um þar sem Tryggvi er hávaða- laust á lopaleistum, veit hann alltaf hver ég er. Þetta er kallað að vita frá sér. Það má segja um Tryggva Guð- laugsson að hann hefur orðið að þola bæói súrt og sætt. Skin og skúrir hafa skipst á í lífsferli hans. En hann hefur ár voru fiestum allt annað en tími alls- nægta. Arió 1917 keypti fjölskyldan hús sem Hallur Guðmundsson hafói byggt á Syðri-Ar-jörðinni. Hallur hafói not- að þaó sem smíðahús. Þetta þótti snot- ur vistarvera og rými allgott ntiðaó við hve fólk bjó þröngt á þessum tíma. Artún var húsið nel'nt. Þann 20. október 1917 gengu Guð- rún og Guðmundur í; hjónaband. Fyrstu árin bjuggu þau í Artúni. Guð- mundur Olafsson föðurbróóir Guórún- ar og Freydís Guðmundsdóttir höfóu byggt bæ á Klcifunum árið 1912. Þau fiuttust nokkrum árum síðar aftur yfir í Hornið. Ungu hjónin keyptu þennan bæ 1920. Hann hét Efri-Á. Þau komu sér upp smáum bústofni eins og margir gerðu sem við sjóinn bjuggu fyrri hluta aldarinnar. Land til ræktunar fengu þau hjá útvegsþóndan- um Árna Jónssyni á Syðri-Á. Guð- mundur braut þetta land til ræktunar af natni og eljusemi og var til þess tekió hve slétt þau tún voru. Hann var hagur vel - eins og margir Kleifa- bændur - og smíðaði mjög marga gripi, sem til heimilis þurfti. Hann stundaði mikið sjómennsku - var nokkur ár á skakskútum - svo sem á Lata-Brún frá Siglufirði og Onnu og Oldunni frá Eyjafirði. Hann vareinnig á báti sem Júlli hét, þá í eigu Áma Jónssonar og Jóns Þorsteinssonar, síð- ar á Þorgeiri goóa, báti Áma Jónsson- ar og Gunnars Baldvinssonar. Á fyrri árum vélbátaútgerðar í 01- afsfirði gerði Guðmundur út vélbátinn Garðar ásamt Guðmundi Olafssyni og Bimi Frióbjömssyni. Hlut sinn í bátn- um seldi hann þó fijótt Guðmundi 01- afssyni. Síðar lét hann smíða bát sem Græóir hét. Stundaði hann sjó- mennsku á Græói árum saman ásamt Þorláki Olafssyni og lleirum. Guðrún og Guðmundur eignuóust á þessum árum tvo syni: Trausta 2. júní 1919 og Þórarin 7. mars 1927. Trausti er ókvæntur. Þórarinn og kona hans Sigrún A. Guómundsdóttir eign- uðust tvær dætur: Gígju, hún er mynd- listarkona og Guðrúnu sem er violu- leikari og tónlistarkennari. Árið 1930 reistu þau hjónin hús á jarónæói sínu. Það var nefnt Hof. Árió 1941 eignaðist Guðrún hálfsystur. Minní heitir hún, dóttir Þorláks og Önnu Björnsdóttur frá Ytri-Á. Anna Gunnlaugsdóttir var þá látin l'yrir nokkru. Minní er gift Gunnólfi Áma- syni og eiga þau 5 böm. Fagurt er á Kleifum hvort sem er að vetri eöa sumri en þar var líf strit- viljaó tileinka sér og horfa á sólskins- blettina. Þess vegna er hann glaður á góðri stund enn þann dag í dag og tekur því meó auðmýkt og virðingu scm að höndum ber. Er Tryggvi Guðlaugsson einn og óstuddur? Því fer fjarri. Guðstrúin er stoð hans og stytta. Það sýndi hann í verki með umhyggju fyrir sóknarkirkju sinni í Felli. Siðgæðiskenning Krists er svo fullkomin, að hún stendur alla daga og þeir sem vilja tileinka sér hana og reyna að fara eftir henni eru á réttri lcið. Ég óska þessum níræða öldungi allrar blessunar á þessum merkilegu tímamótum. samt eins og víða var á þessum tíma. Sumrin kölluöu á heyjaöfiun handa búsmala og þar sem töðufengur af túnum nægði ekki varð aö fara á jaróir framsveitarinnar til að afia heyja. Jafnvel var farið út á Hvanndali í sama tilgangi. Þessu fylgdi rnikið erf- iði, einkurn við að koma heyjum heim. Guðrún og Guðmundur fóru ekki varhluta af því streði sem slíkum hey- skap fylgdi en ánægjan yfir unnum starfssigrum gefur dögum vinnandi fólks ótrúlega ntikið gildi. Þau hjónin hjálpuðust aó bæði við landverk og störi’ við sjósókn. Oft var þetta mikil vinna en lífið gelur líka oftast sam- bland erfióis og ánægju og stór hluti hennar tengist góðu samstarfsfólki og vinum. Aldrei er hægt í stuttu máli að tí- unda alla þá sem eiga þátt í að gera mönnum ævina mjúklátari. Hvað þau hjón snerti má þó sérstaklega nefna Sigríði systur Guórúnar. Hún bjó lengi hin síðari ár í húsinu hjá þcim og var þeim ómetanleg sakir sérstakra mannkosta og hlýju. Þau nutu líka að- stoðar Gunnars Bjömssonar. Hann var fóstursonur þeirra, sonur Bjöms Frió- björnssonar og Sigfríðar Bjömsdóttur, dugandi maður og traustur. Matthildur Antonsdóttir, frænka þeirra, sýndi þcim einnig margs konar hjálpsemi sem var vel metin. Hin síðari ár naut heimilisfólkió í Hofi traustrar umhyggju tveggja frænkna þeirra: Júlíönnu, dóttur Hall- dóru Gottliebsdóttur og Ingva Guó- mundssonar, og Báru, dóttur Mundínu og Finns frá Ytri-Á. Þær réttu oft hjálparhönd af hljóólátri vináttu sem er ein hin sannasta auðlegó sem vió eignumst, ofar öllum jaróneskum fjár- munum. Sigurfinnur Ólafsson og Svana Jónsdóttir í Sólheimum, Jón Árnason og Ingibjörg Guómundsdótt- ir á Syóri-Á voru Hofsfólkinu einnig traustir vinir síðustu ár þeirra á Kleif- um. Á þeim árum, sem Kleifamar voru um hundrað manna byggð, var oft þröngt í Hofi. Þá bjó þar fólk sem vann við útgerð báta sem sóttu sjó frá Kleifum. Þegar fámennara varó bar það stundum til að unglingar komu og undu þar sumartíma. Þeir geymdu þaóan minningar sem færðu þá aftur, uppvaxna, nteð böm sín í heimsókn til „frænda og frænku'*. Þau hjónin áttu sér bæði sterka ei- lífóarvon og gengu í skjóli þess máttar sem mælir okkur för með hjálpandi hendi gegnum ljós og skugga. Guðmundur lést 18. nóvember 1975. Hann var vinafastur og um- hyggjusamur fyrirbænamaður. Eins og títt var um flesta á uppvaxtarárum hans naut hann lítillar skólagöngu. Hann var þó lesinn og glöggur og mat menntun mikils. Guórún, Sigríður og Trausti bjuggu í Hofi um margra ára bil. Kleifarnar vom á þeim tíma orðnar fólksfáar nema aó sumrinu. Þá kom fjöldi brottfluttra Kleifabúa með böm og venslafólk. Aftur varð þá oft mannmargt í Hofi. Sumir dagar færðu fjöld gesta. Móti öllum var tekið af al- úó. Svo fiuttu þær Guðrún og Sigríður yfir í Hombrekku, heimili aldraðra. Þar fengu þær góða aðhlynningu allt ævikvöldið. Nú hefur Guðrún Stefanía enn fiutt, eftir nær 96 ára dvöl hér. Þann 29. nóvember ’93 lagói hún af staó í nýja t'eró. Al' einlægri ást hennar á blómum getum við vænst þess að þar sem hún dvelst nú séu björt ilmandi blómstur og fegurð. Ósjálfrátt koma í hugann orðin: „Eins og þú sáir muntu uppskera.“ Hún sáói friói og ánægju, var okkur lifandi dæmi um jákvæða lífstrú. Hún átti svo undarlega létt með aó þakka og láta í Ijós gleði þar sem aðrir sáu leiða og aðfinnsluefni. Hún hafói yndi af bókum og las mikið á meðan hún gat. Söngurinn var henni einnig mjög hugleikinn alla tíó, jafn- vel í hjólastólnum söng hún og þegar þrótturinn var oróinn of lítill til að klæðast raulaði hún stundum alþýðu- vísur og sálmabrot og við líkamlegri vangetu bar hún oft fram gamanyrði. Mannshugurinn er skapaður til að spyrja og þegar við stöndum við tjald- ið sem skilur aó hinn sýnilega heirn og þann sem fiestum okkar er ósýni- legur verður spurn oft áleitin. Gott er þá aó eiga þá staóföstu vissu að sú stund sem gefur okkur hvíld frá anna- samri ævi sé jafngild þeirri sem færir okkur fró svefns frá þreytu dags og amstri. Slíkar sálir kvíða ekki vista- skiptum. Það er gott að eiga stóra hlýja sál og finna í því hamingju aó umvefja alla - sem samferóa eru í lífinu - geislum vináttu og virðingar. Guðrún átti óvenju ríka samkennd meó þcirn sem deildu kjörum með henni á för um vinnufrekar leiðir. Flest þeirra áttu engan hlut í hinum stóru fjárfestingarsjóðum nútímans heldur urðu að strita fyrir lífsviður- væri fiesta daga misjafnlega langrar ævi, - áttu samt stórt hjarta. Okkur öllum, sem þekktu hana vel, gaf hún minningar sem ylja. Slíkt er mikið ævistarf. BROTTFÖR: Lengi varstu hjá mér eins og lilja á páskamorgni lengi var brosum okkar svarað afmorgundögg og kvöldbirtu. Lengi vissum við þó að land þetta sem við unnum mundum við kveðja er hvítir hestar vindanna fœrðu okkur kall hins ókunna. Seinast þegar heimasólin hefur kysst þig og þú ýtir frá strönd okkar út á stjörnufljótið langar mig til að ganga fyrir báti þínum og leiða til grœnna stranda handan við ósa gleymskunnar. (Þ.G.) AFMÆLISKVEÐJA Tryggvi Guðlaugsson 90 ára - ávarp sem flutt var á sal Dvalarheimilis aldraðra á Sauðárkróki 20. nóvember sl. Björn Egilsson. Þórarinn Guðmundsson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.