Dagur - 24.12.1993, Page 6

Dagur - 24.12.1993, Page 6
6 - DAGUR - Föstudagur 24. desember 1993 Fíimn kynslóðir kennara í Menntaskólanum á Akureyri Fimm kynslóðir kennara á kennarastofunni í Menntaskólanum á Akureyri. Sitjandi eru Þórir Haraldsson (t.v.) og Ásmundur Jónsson. Standandi eru (frá vinstri) Þórgnýr Dýrfjörð, Þorlákur Axel Jónsson og Bragi Guðmundsson. Mynd: Robyn. Menntaskólinn á Akureyri er þekktur fyrir að halda í gamlar hefðir, formfestu og stöðugleika. Einn þáttur í þessum stöðug- leika er löng starfsævi kennar- anna. Litlar breytingar verða ár frá ári á kennaraliði skólans og sem dæmi má nefna að í 120 ára sögu hans hafa um 30 kennarar kennt um og yfir aldarþriðjung! Margir kennaranna lærðu sjálf- ir í skólanum og svo skemmti- lega vill til að nú eru starfandi við hann fimm „kynslóðir“ kennara þannig að sá elsti kenndi þeim næsta og svo koll af kolli... Asmundur Jónsson, ensku- kennari, hóf störf 1965 og kenndi Þóri Haraldssyni, líffræóikennara, sem aftur kenndi Braga Guð- mundssyni, sögukennara. Bragi kenndi síðan Þorláki Axel Jóns- syni, sögukennara, sem kenndi Þórgný Dýrfjörð, heimspekikenn- ara. En hverjir skyldu vera kostir þess og gallar að kennarar hafi sjálfir verið við nám í skólanum og kennt þar lengi. Er hætta á að kennsluaóferðir og vinnubrögð staðni eða leiðir þetta til betri kennslu? Fjölskylduyfirbragð Þórgnýr Dýrfjöró hóf kennslu við MA um síðustu áramót og er því sá kennari af þessum fimm kyn- slóðum sem styst hefur starfað. Hann telur þaó ekki hafa bein áhrif á kennslu þó hver hafi lært af öðrum, þar sem þeir séu ekki allir að kenna sömu námsgrein. Hann segir að hins vegar eigi þetta þátt í að skapa mikinn fjölskylduanda innan skólans. „Þaö myndast mjög sérstök tengsl milli nemenda og MA. Skólinn hefur fjölskylduyfirbragð, nemendur verða fyrir áhrifum af foreldrum og eldri systkinum sem hafa verið í skólanum og verið ánægð með hann. Ein aðalástæðan fyrir því er vafalaust sú aó hér er bekkjakerfi. Fólk kynnist því mjög vel og skólinn verður eins og margar litlar fjölskyldur. Það hafði ótvíræða kosti fyrir mig þegar ég byrjaói aö kenna að hafa verið við nám hér og þekkja þennan kjarna. Það var eins og ég hefði verið lengi í burtu og væri að koma heim á æskuslóðir til afa og ömmu. Þar sem ég þekkti flesta kennarana vel átti ég auðvelt með að leita ráða hjá þeim því þessi fjölskylduandi ríkir einnig á kenn- arastofunni. Það hafði ég aldrei hugsað út í áður.“ Marta Eínarsdóttír er fædd 24. júní 1967. Hún er Norðfirðingur en þó fædd á Ak- ureyd og telur sig hálfan Þingey- íng þar sem móðir hennar ólst upp í Ystu-Vík í Grýtubakka- hreppi. Síðustu 10 ár hefur Marta verið búsett á höfuðborgarsvæð- inu og stundað þar nám og ýmis störf. Hún lauk B.A.-próft í sálar- fræði frá Háskóla íslands í febrú- ar sl. og er nú nemandí í hag- nýtri fjölmíðlun við sama skóla. „Þaðlsem hefur reynst vel í kennslu má vel berast áfram“ Ásmundur Jónsson er aftur á móti sá kennaranna fimm sem lengsta starfsreynslu hefur. Hann telur það hafa kosti að menn snúi aftur til starfa sem kennarar, „ef þeir sem fyrir voru höfðu eitthvaó að kenna á annað borð og þeir sem aftur snúa hafa samanburð við þaó sem þeir hafa séð annars staðar. Það sem hefur reynst vel í kennslu má vel berast áfram. Góð kennslu- aðferó veróur ekki endilega úrtelt þó að hún sé notuð í tuttugu ár.“ Tryggvi Gíslason skólameistari telur það hafa mikla kosti að áhugasamir kennarar kenni lengi. „Það eru gömul sannindi að eftir því sem þú vinnur starf lengur þeim mun betri starfsmaður verð- ur þú.“ Fastheldnir á það sem er gamalt og gott Þórgnýr, Ásmundur og Tryggvi viðurkenna allir aó einhver hætta sé á stöónun þegar hver taki við af öðrum og lítil endurnýjun verði á fólki. „Sumir telja slæmt aö stofn- un endurnýi sig sjálf. Það væri til að mynda slæmt ef allir kennarar skólans hefðu lært hér og þekktu ekkert annað en þaó sem hér fer fram en svo er sem betur fer ekki. Vió erum íhaldssamir hér eða a.m.k. fastheldnir á það sem er gamalt og gott. En þrátt fyrir það fylgjumst við vel með nýjungum og því sem er að gerast annars staðar, a.m.k. viljum við trúa því,“ segir Tryggvi að lokum. Marta Einarsdóttir. Höfundur er nemi í hagnýtri fjölmiólun viö Há- skóla Islands. MATARKRÓKUR Aðeins öðruvísi réttir M Lindu Ragnarsdóttur Matarkrókur vikunnar að þessu sinni er Linda Ragn- arsdóttir. Hún sagðist hafa ákveðið að koma með að- eins öðruvísi rétti að þessu sinni en fólk er vant, en samt eitthvað sem lítið mál vœri að elda. Þeir réttir sem hún býður uppá eru að hennar sögn gjarnan eldaðir á hennar heimili og líka vel. Um er að rœða tvœr tegundir af pottréttum, nautakjöts og kjúklinga og í eftirrétt er tilvalið að hafa bananatertuna sem einnig fylgir. Hún er borin fram volg með þeyttum rjóma og að sögn Lindu er mjög gott að treysta á hana. En þá eru það bara uppskriftirnar og pottrétt- irnir fyrst. Öðruvísi kjúklingapottréttur 2 stórir kjúklingar Aprikósutnarmelaði, ca. 450 gr 1 pk. lauksúpa (helst tœr) 1 flaska Fransk Dressing (Hei- delberg) Sesan all (Mc. Cormic) Kjúklingarnir eru hlutaðir smátt, settir í steikarpott og kryddaðir. Öllu öðru blandað saman og hellt yfir kjötió. Steikt í eina klst. við ca. 200 hita. Með þessu eru borin fram löng hrísgrjón ög brauó. Nautakjötspottréttur 200 gr smjörlíki sett í pott, 3 sax- aðir laukar settir útí og kraumaðir. Engifer, negull, múskat, selleri- salt, 3ja kryddið, paprika, pipar og karrí hrært saman og sett útí pott- inn. Tómatsósa, Relix, og einn peli rjómi allt sett saman við, ásamt góðu nautakjöti í strimlum. Látið malla í ca. 15 mín. Með þessu eru höfð hrísgrjón og brauð. Bananaterta Botn: 50 grsykur 50 gr kókosmjöl 60 gr hveiti 1 egg 'A tsk. ger Egg og sykur þeytt saman og hinu bætt útí. Sett í lausbotna form. Fylling: V/i epli 1 banani 50 gr súkkulaði 100 gr döðlur 30 gr sykur 10-15 gr kókosmjöl Allt brytjað, hrært saman og sett á botninn. Bakað við 150-175 C. Tertan er borin fram volg með þeyttum rjóma. Síðan er bara að vona að les- endur prófi þessar ágætu uppskrift- ir og verði gott af. Linda skoraði á vinkonu sína Ólöfu Matthíasdóttur, sem aö hennar sögn er frábær kokkur. HA

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.