Dagur - 24.12.1993, Blaðsíða 9
Föstudagur 24. desember 1993 - DAGUR - 9
Iitlu jólin bam-
anna á Hlíðarbóli
Síðustu dagarnir fyrir jól eru
jafnan annasamir hjá þeim sem
fullorðnir eru og kemur þar
margt til: Sumir hafa óvenju-
mikið að gera í vinnunni; flestir
vilja hafa huggulegt í kringum
sig yfir hátíðina og þurfa því að
taka til hendinni heima fyrir;
fólk þarf að ganga frá jólapökk-
unum og senda jólakortin; enn
aðrir vilja baka smákökur,
skera út laufabrauð eða búa til
konfekt - og þannig mætti lengi
telja.
Börnin taka að sjálfsögðu virk-
an þátt í jólaundirbúningnum og
sum fá meira aó segja að vaka
lengur cn venjulega. Samt sem áð-
ur reynist bióin eftir sjálfum jól-
ununr mörgu barninu erfið og þá
reynir sannarlega á þolinmæðina.
Sú hefð að taka forskot á sæl-
una og halda „lítil jól“ nokkrum
dögurn fyrir jól er orðin mjög al-
menn hér á landi. Börnin í lcik-
skólunum láta ekki sitt eftir liggja
og halda litlu jólin með blöndu af
hátíðleika og glæsibrag.
Robyn ljósmyndari heimsótti
börnin á leikskólanunr Hlíðarbóli
á Akureyri við slíkt tækifæri á
dögunum og gerði tilraun til að
festa stemmninguna, einlægni
barnanna og gleói, á filmu... BB