Dagur - 24.12.1993, Síða 16

Dagur - 24.12.1993, Síða 16
Y Ástarljóð Davíðs Davíð Stefánsson er eitt af önd- vegisskáldum íslensku þjóðarinn- ar og hafa ljóð hans í gegnum tíð- ina notið mikilla vinsælda hjá henni, - ekki síst ástarljóð hans. í bókina Astarljóð Davíðs sem Vaka-Helgafell sendir nú frá sér hefur verið safnað saman yfir þrjátíu ljóðum Davíðs Stefánsson- ar frá Fagraskógi um ástina. Ljóðin í bókinni sýna breiddina í skáldskap hans um þetta marg- slungna fyrirbæri mannlífsins. I formála bókarinnar segir Pét- ur Már Ólafsson meðal annars: „Davíð Stefánsson var eitt vinsæl- asta skáld síns tíma, elskaður og dáður, ekki síst fyrir ástarljóð sín, enda sló hann með þeim nýjan hljóm í íslenskum skáldskap. Hann var töfrarinn og trúbadorinn, hjartasöngvarinn. Davíð nýtur enn hylli þjóðar sinnar; ljóð hans eru lesin, lögin við þau sungin á góðri stund; nýjar kynslóðir vaxa upp með skáldskap hans. Mörg þeirra ljóða sem birtast í bókinni Astar- Ijóð Davíðs eru meðal þekktustu ljóða lians - og þar með íslensku þjóðarinnar." G. Ben. prentstofa annaðist prentvinnslu bókarinnar. Dagnætur - ljóðabók eftir Eystein Björnsson Dagnœtur heitir nýútkomin ljóða- bók eftir Eystein Björnsson. Bókin inniheldur 50 ljóð í þremur köflum. Fyrsta ljóðið, Sumarnótt, vísar í heiti bókarinnar og tekur höfundurinn upp þennan þráð og spinnur í fleiri ljóðum í fyrsta hlutanum, Andvara. í öðr- um og þriðja hluta, Sólfari og Blikum, slær höfundur á aðra strengi og endurspeglar heiti kafl- anna þær breytingar sem verða á einum sólarhring, hið ytra og hið innra. Eysteinn er fæddur á Stöðvar- firði 1942 og er Dagnœtur fyrsta ljóðabók hans. Eftir hann liggur skáldsagan Bergnuminn, sem kom út 1989. Hann hefur einnig samið smásögur og var ein þeirra flutt í Ríkisútvarpinu í byrjun þessa árs. Dagnœtur er 70 blaðsíður að stærð. Bókaútgáfan Norðurljós gefur út. Bókin kostar 1.820 kr. Fríða fram- hleypna á flumbrugangi Bókaútgáfan Skjaldborg hefur sent frá sér bama- og unglinga- Næsta blað kemur út þriðjudaginn 28. desember. Auglýsingar í það þurfa að berast fyrir kl. 11.00 máuudaginn 27. desember. bókin „Fríða framhleypna á flumbrugangi“. I frétt frá útgefanda segir m.a.: „ Þetta er sjöunda bókin um Fríðu framhleypnu. Bækumar hafa hlot- ið feikimiklar vinsældir. Lesendur verða ekki fyrir vonbrigðum með þessa nýju bók, Fríða framhleypna er kannski óforbetranleg en um- fram allt óviðjafnanleg - og uppá- tækin, ólýsanleg..." Bókin er 90 blaðsíður og kostar 994 kr. Draumar Einsteins Vaka-Helgafell hefur gefið út skáldsöguna Draumar Einsteins eftir Alan Lightman í þýðingu Sverris Hólmarssonar. Sagan segir frá Albeil Einstein og draumum hans þegar hann vann á einkaleyfaskrifstofu í Sviss í upphafi aldarinnar og lét sig dreyma urn tímann og tilveruna. Einstein á að hafa sagt að það sem hann hefði í raun mestan áhuga á, væri hvort Guð hefði átt einhverra kosta völ, þegar hann skapaði heiminn. Lightman hefur í bók sinni skrifað um það hvernig Guð hefði getað kosið að koma hlutun- um fyrir - hefði hann haft eitthvert val! Draumar Einsteins er fyrsta skáldsaga Alans Lightmans, Bandaríkjamanns sem fæddur er í Memphis í Tennessee árið 1948. Lightman kenndi stjömufræði og eðlisfræði við Harvardháskóla frá 1976-1988 en er nú prófessor við MIT-háskólann í Massachusetts þar sem hann kennir eðlisfræði og ritlist - svo ólíkar sem þær greinar nú eru! Draumar Einsteins er 184 blaðsíður að lengd. Hún er unnin í Prentsmiðju Áma Valdemarsson- ar. arsee fypip ánae.0julegt saMs\aA i viðskipti a ápinu / oma Kaupfélag Eyfirðinga Akureyri

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.