Dagur - 29.12.1993, Blaðsíða 3

Dagur - 29.12.1993, Blaðsíða 3
FRETTIR Miðvikudagur 29. desember 1993 - DAGUR - 3 Ekkert upp í kröfur Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur f þrotabú Reynis hf. á Akureyri, en þær námu um 12,5 milljónum króna auk áfallinna vaxta og kostnað- ar. Einar ráðinn Einar Hjörleifsson, IfffræÓ- ingur, hefur veriö ráöinn í stööu fiskifræöings viö úti- bú Hafrannsóknastofnunar á Akureyri. Einar er Norö- firöingur, sonur Hjörleifs al- þingismanns Guttormsson- ar og Kristínar Guttorms- son, læknis. Einar útskrifaö- ist frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1978. Sól og snyrt- ing gjaldþrota Fyrirtækið Sói og snyrting hf. á Dalvík hefur veriö tek- lö til gjaldþrotaskfpta. Árni Pálsson hrl. á Akureyri hef- ur veriö skipaður skipta- stjóri og veröur fyrsti skiptafundur í þrotabúinu haldinn 31. mars nk. 92,2% íþjóö- kirkjunni Á síöasta ári voru 92,2% þjóöarinnar í þjóðkirkjunni. i þrem fríkirkjum, í Reykjavík og Hafnarfiröi, voru 3,1% landsmanna, eöa um 8200 manns. f öörum trúfélögum voru um 8700 manns. Þar af voru um 2400 manns f Kaþólsku kirkjunni, um 780 aöventistar, tæplega 1100 manns i Hvítasunnusöfnuö- inum, um 50 manns í Sjón- arhæöarsöfnuöinum, um 540 Vottar Jehóva, 380 Ba- háíar, um 120 Ásatrúar- menn, um 320 f Krossinum, um 160 i Kirkju Jesú Krists h.s.d.h., um 650 i Veginum og 28 f Oröi lífsins. Utan trúfélaga voru tæplega 3600 manns á síöasta ári. Miðstöð fólks í atvinnuleit: Opið hús í dag Miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit verður með opið hús í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju f dag, miðvikudag, milli kl. 15.00 og 18.00. Gestir á þessari síðustu samverustund ársins verða Guð- ný Björk Eydal og Tómas Bjarnason, sem stödd eru hér um hátíðarnar, en þau eru bæði í doktorsnámi í féiagsfræði við há- skólann f Gautaborg í Svíþjóð. Guðný Björk hefur lokið mast- erritgerð um þjónustu við atvinnu- lausa á íslandi og Tómas hefur meðal annars borið saman at- vinnuleysistryggingar á Norður- löndum. Þau munu segja frá þess- um störfum sínum og kynna hvernig að þessum málum er stað- ió hjá nágrönnum okkar, þar hefur atvinnuleysi sumstaðar lengi verið viðvarandi, til dæmis í Danmörku. Ymsar upplýsingar liggja frammi að vanda og veitingar verða á boðstólum þátttakendum aö kostnaðarlausu. Allir sem misst hafa vinnu eða standa frammi fyr- ir atvinnuleysi, eru hvattir til að mæta. ÞI Steingrímur J. Sigfússon í umræðum á Alþingi um atvinnumál á Akureyri: Akureyrarbær getur ekki endur- reist iðngreinar í þágu landsmanna - tvær skýrslur um skipasmíðaiðnaðinn væntanlegar Sighvatur Björgvinsson, iðnað- arráðherra, sagði á Alþingi fyrir jól að mjög fljótlega verði lagð- ar frani tillögur í ríkisstjórn um aðgerðir til bjargar skipasmíða- iðnaðinum. Þetta kom fram í máli iðnaðar- ráðherra í umræóum utan dagskrár um stöðuna í atvinnumálum á Ak- ureyri og viðbrögð ríkisstjórnar- innar við þeim, en Steingrímur J. Sigfússon (G-Ne) óskaði eftir þein-i umræðu. I máli þeirra þingmanna sem tóku til máls komu fram áhyggjur vegna stöðu Slippstöðvarinnar- Odda hf. og skipasmíðaiðnaðarins í heild. Iðnaðarráðherra sagði að innan fárra daga væri að vænta skýrslu um verkefnastöóu skipa- smíðaiðnaðarins og um miðjan janúar yrði væntanlega lögð fram skýrsla nefndar, sem m.a. var falið að gera tillögur um að bæta eigin- fjárstöðu skipasmíðaiönaðarins og meta möguleikann á hagræðingu í greininni. Jöfnunargjaldið Davíð Oddsson, forsætisráðherra, sagði í þessari umræðu aó hann væri ekki tilbúinn til að taka af- stöðu til þess að setja á jöfnunar- gjald til vemdar íslenskum skipa- smíöaiónaói, en þaó væri kostur sem væri verió aó skoða. Iðnaðar- ráðherra sagði að jöfnunargjald væri til skoðunar í fjármálaráóu- neytinu. Ráðherra sagði að sam- kvæmt alþjóðasamþykktum væri heimilt aó taka upp jöfnunargjald í skipasmíðaiónaði, en til þessa hafi ekkert ríki tckið það upp. Hann sagði að jöfnunargjald væri ekkert einfalt mál, m.a. þyrfti að skil- greina hvert væri heimsmarkaðs- verð á skipasmíðum. Flestir þingmanna Norðurlands eystra tóku til máls í þessari um- ræðu. Jóhannes Gcir Sigurgeirs- son (B) hvatti forsætisráðherra til þess að standa við aó taka upp jöfnunargjald á skipasmíðaiðnað- inn. Tómas Ingi Olrich (D) sagðist fagna afstöðu forsætisráðherra til jöfnunargjalds, en það eitt og sér myndi ekki duga. Skipasmíðaiðn- aðurinn þyrfti á fjármagni að halda og í því sambandi væri helst horft til lífeyrissjóðanna. Sigbjörn Gunnarsson (A) Iýsti áhyggjum yfir atvinnuástandinu á Akureyri um þessar mundir. Hann sagði aó mikilvægast væri að bæta stöðu fyrirtækja eins og gert hafí verið með vaxtalækkunum og skattabreytingum. Auk þess væri hið opinbera að beita sér fyrir ýmsum framkvæmdum á næstu árum á Akureyri og nefndi Sig- bjöm viðbyggingu við FSA, nýtt skólahús við MA, viðbyggingu við flugstöðina og lramkvæmdir við Heilsugæslustöðina. Guðmundur Bjamason (B) sagði að þessa stundina væri brýn- ast hjá ríkisstjórninni aö grípa til aðgerða til þess að halda skipa- smíðaiðnaðinum gangandi. Ekki ótakmarkað svigrúm Akureyrarbæjar Halldór Blöndal, landbúnaðarráð- herra (D), sagói að sýndarráðstaf- anir þávcrandi ríkisstjómar á ár- unum 1988 til 1991 hafi reynst Akureyringum mjög þungar í skauti. Hann sagði að því miður hafi verið látið undir höfuð leggjast aó hyggja aó skipasmíða- iðnaðinum, en einnig væru erfið- leikar í „niðursuðuiónaðinum fyrir noróan“. Steingrímur J. Sigfússon sagði aó Akureyrarbær hefói ekki burði til þess að endurreisa óteljandi fjölda fyrirtækja. „Og það liggur í hlutarins eðli aó Akureyrarbær getur ekki einn axlað þær byrðar trekk í trekk aö endurreisa hvert fyrirtæki á fætur öðru og endur- reisa jafnvel heilar iðngreinar í þágu landsmanna allra ef hann fær ekki til þess neinn stuóning frá stjómvöldum. Akureyrarbær hefur á undanfömum árum lagt stór- fellda fjármuni í formi hlutafjár- og ábyrgða inn í endurreisn ullar- iönaöarins, endurreisn skinnaiðn- aðarins, inn í varðstöðu um skipa- smíóaiðnaðinn og svo mætti lengi telja. Bærinn hefur ekki bolmagn til þess að gera slíkt endalaust einn og óstuddur og það þjónar líka takmörkuðum tilgangi eins og t.d. í skipasmíðaiðnaðinum ef ekki er skapaóur starfsgrundvöllur fyrir atvinnugreinina,“ sagði Stein- grímur. óþh Nýtt - OstQVGÍSld - Tilbúin á borðið / Ostameistari Islands, Oddgeir Sigurjónsson, leiðbeinir um val á ostum úr ostaborðinu okkar milli kl. 16 og 19 í dag, miðvikudag Sunnuhlíð Veisluþjónusta m Akureyringar - Nærsveitamenn Flugeldasýning okkar verður við Lund (austan við Möl og sand) í kvöld 29. desember kl. 20.00 HJALPARSVEIT SKATA AKUREYRI Sölustaðir opnir 29.-30. desember frá kl. 10.00-22.00 og 31. desember frá kl. 9.00-16.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.