Dagur - 10.02.1994, Blaðsíða 1

Dagur - 10.02.1994, Blaðsíða 1
Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Eigendur Greifans á Akureyri: Taka Bleika fílinn á Torremolinos á leigu til eins árs Eigendur veitingastaðarins Greifans á Akureyri, Andri Gylfason, Hlynur Jónsson og Páll Jónsson, ásamt yfirþjóni Greifans, Sigurbirni Sveinssyni, hafa tekið á leigu til eins árs veitingastaðinn Pink Elcphant (Bleika ttlinn) á Torremolinos á Spáni. Andri Gylfason og kona hans halda utan í næsta mánuði og munu starfa við veitingastað- inn næsta árið. Pink Elephant á Torremolinos er mörgum Islendingum vel kunn- ugur. Hann er skammt frá Timor- sol, þekktu Islendingahóteli. Eins og Dagur hefur áður grcint frá hcfur þetta mál haft nokkurn aðdraganda. Andri fór til Torrcmolinos í síðasta mánuði og í kjölfar þcirrar ferðar var gengið frá málinu. Veitingastaðurinn, sem er nálægt 300 fermetrar að stærð, cr tckinn á Icigu til eins árs mcð forkaupsrétti. Staðurinn tekur unt 250 manns í sæti. Andri sagði í samtali við Dag í gær að til þessa hafi Pink Ele- phant vcrið rekinn fyrst og fremst scm bar, en ætlunin væri að auka uml'ang rekstrarins mcð því að bjóða líka upp á mat. Pizzur yrðu þar olárlega á blaöi en einnig yrði boöiö upp á annars konar mat. „Eg hcf ekki unnið áður á Spáni, cn það hefur konan mín hins vegar gert. Meira að segja starfaði hún lengi á þessunt veit- ingastaö. Hún er því altalandi á spænsku og það auðveldar okkur fyrstu sporin,“ sagði Andri. Andri sagói að Torremolinos hafi verið í töluverðri lægð á und- anförnum árum, en allar spár ferðamálasérfræðinga á Spáni gerðu ráð fyrir mikilli aukningu feröamanna á næstu árum. Þeir bjartsýnustu hafi spáð 50% fjölg- un frá fyrra ári, sem var nokkuð gott, og því væri full ástæóa til þess að horfa bjartsýnn frarn á veginn. „Eg var þarna í janúar og mér fannst alveg lygilega rnikið af ferðafólki. A þcssum tíma er eldra fólk noröan úr Evrópu mest áber- andi. Um páskana verður ntikil törn og síðan byrjar aðal ferða- mannatíminn í maí. Mér líst bara vel á þctta, annars væri ég ekki aó þessu," sagöi Andri. En hvað skyldi bjórinn koma til mcó aó kosta hjá Andra á Torrc- molinos? Jú, hálfur lítri kostar 135 krónur og svipað verð er á glasi af vodka og kóki. Orlítið ódýrara en hér hcinia á Fróni! óþh Mikið var að gera á skattstofunni á Akurcyri í gær. Fólk var ýmist að skila framtölum, lcita eftir upplýsingum cða sækja um skilafrest. I dag cr síðasti skiladagur fyrir almcnna launþcga. Mynd: Robyn. Skattstofurnar á Norðurlandi: Skatteftirlitið hert til muna - sjálfstæður atvinnurekstur og vaxtabætur undir smásjánni í dag ber launþegum að skila skattframtölum til skattstjóra í viðkomandi umdæmi, séu þeir ekki þegar búnir að því eða hafa fengið frest. Hjá skattstofunum á Norðurlandi er mikil törn framundan og bætt hefur verið við starfsmönnum í skatteftirlit. Svcinbjörn Sveinbjörnsson, Loðskinnauppboðið í Danmörku: Vonbrigði hve lítið seldist af íslensku skinntmum I»ótt febrúaruppboð á loð- dýraskinnuin í Danmörku síð- ustu daga hafi skilað jákvæðri niðurstöðu þá veldur vonbrigö- uni hve lítið seldist af íslensku skinnunum. Arvid Kro, fram- kvæmdastjóri Sambands loð- dýraræktenda, segir að aðeins hafi selst tæplega 8000 minka- skinn af 40.000 skinnum sem ís- lenskir framleiðendur áttu á uppboðinu. Salan á uppboðinu var góð því 96% þeirra minkaskinna sem þar voru boöin seldust og öll rcl'a- skinnin. Arvid segist ekki gcta sagt um nú af hvcrju sölupróscnta fyrir íslensku skinnin er svo lág scm raun bcr vitni. Hins vegar þurl'i aó lcita skýringa hjá yfir- stjórn uppboðshússins hvers vcgna útkoman sé svona. Arvid scgir að hvað verðiö sncrti þá fái íslensku bændurnir svipað vcrð og Danir fyrir sömu vörur. Sé hins vegar litió á mcóal- verð seldra minkaskinna frá Is- landi og það borið saman við mcðalvcró dönsku framleiðend- anna þá komi í Ijós 18 króna mis- rnunur sern skýrist af því hve hátt hlutfall íslensku skinnanna séu svört læðuskinn. Arvid bendir á að milli febrúar- uppboðanna 1993 og 1994 hafi mcðalverðið á minkaskinnum hækkað yfir 100% og á þriöja hundrað prósent á refaskinnum. „Og þaó góöa er að nú lítur út fyr- ir að þetta verö muni haldast," sagói Arvid. JOH Sigluíjörður: Framhaldsdeild starfrækt næsta vetur? Bæjaryfirvöld á Siglufirði hafa fullan hug á því að næsta vetur verði starfrækt framhaldsdeild við grunnskólann á Siglufirði. Með því væri unnt að halda krökkunum einum vetri lengur í bænum. Unglingar á Siglufirði hafa fyrst og fremst sótt framhaldsnám til Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og fram- haldsskólanna á Akureyri, en meó því aó koma á fót framhaldsdeild á Siglufirði væri unnt að halda þeim cinu ári lengur heima. Kristján L. Möller, formaður skólanefndar Siglutjaröar, segir að á Siglufirði hafi undanfarin ár ver- ið starfrækt vélstjórnarbraut og nú sé þar sjúkraliðabraut. Reynslan af báðum brautum hafi verið góð og nú standi hugur bæjaryfirvalda, foreldra og fleiri til þess aö strax næsta vetur verói komið á fót fyrsta bekk framhaldsdeildar, samsvarandi við 1. bekk í fjöl- brauta- og menntaskólum. „Það er byrjað að ræða þetta í alvöru og miklar líkur eru á því að af þessu verói. Við munum gera allt sem í okkar valdi stcndur til þess að þetta megi takast. Gangi þetta eftir eiga krakkarnir kost á því að vera einum vetri lengur hér heima og jafnframt myndi þetta leiða til minna álags á Fjölbrauta- skólann á Króknum, sem nú þegar er þéttsetinn,“ sagði Kristján. óþh skattstjóri í Norðurlandsumdæmi cystra, sagði að ekki yrði bætt við starfsmönnum á skattstofunni sjálfri cn hins vegar kæmu þrír nýir inn í skatteftirlitið til viðbótar við þá tvo scm þar störfuóu. Tvcir al' þcssum viðbótarstarfsmönnum l'æru bcint í eftirlitið cn sá þriðji annast almcnna cndurskoðun. Vinnan á skattstofunni vcröur með hefðbundnum hætti l'yrir utan strangara cftirlit sem rckja má til stcfnu stjórnvalda og sérstakrar fjárvcitingar í því skyni. Fjármála- ráðuneytið auglýsti 20 lausar stöð- ur viö skattcftirlit yfir landið allt og var þcim skipt milli umdæma. A Noröurlandi vcstra var ein staóa auglýst cn að sögn Boga Sigurbjörnssonar, skattstjóra, er ekki búió að ráða í hana. Hin hcfðbundna forvinna við framtölin cr aó hefjast og meiri áhcrsla verður lögð á cftirlitið sem fyrr segir. „Eftirlitsátak 1993 verður í gangi frani á vor en þar voru dregnir út á faglegum grunni rúm- lega 1200 rekstraraðilar yfir land- ið allt, bæði einstaklingar í at- vinnurckstri og félög, og þar af cru 52 hér á Norðurlandi vestra. Síðan er í gangi sérstakt átak hvað varðar vaxtabætur einstaklinga um allt land og þar er um ákvcóið úr- tak að ræða,“ sagði Bogi. SS Fjárhagsáætlun Sigluíjarðarbæjar lögð fram í dag: Átján mULjónir í götur og gangstéttir Fjárhagsáætlun SigluQarðar- bæjar fyrir árið 1994 verður lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í dag. Tekjur bæjarsjóðs og bæjarfyr- irtækja á þcssu ári eru áætlaðar 220 ntilljónir króna. Þctta er að raunvirði svipaðar tekjur og á ár- inu 1993. Rckstrarkostnaður cr áætlaður 163 milljónir og rckstrar- niöurstaða er því 57 milljónir króna. Til fjárfestinga verður varió 48 milljónum króna. Þar af er hlutur gatna- og gangstéttagerðar stærst- ur eða 18 milljónir króna, 39% af fjárfestingum ársins. Til vcrkloka vió Skálahlíð, dvalarheimili aldr- aðra, verður varió um 9 milljónum króna, sem eru 19% af heildarfjár- fcstingum, og 8 milljónir króna renna til fyrsta áfanga endurbóta barnaskólans. Af öórum liðum má nefna 1,5 milljónir króna til atvinnuátaks á komandi sumri. Björn Valdimars- son, bæjarstjóri, segir að þessi upphæð sé „eyrnamerkt" atvinnu- málununt, en ekki liggi fyrir ná- kvæmlega í hvaða verkefni hún fcr. Björn segist telja góðar horfur í atvinnumálum í bænum, þrátt fyrir kvótaskerðingu. Utgerðaraðilar á staðnum hafi verið duglegir að bjarga sér og bæta sinn hag. Til dæmis hafi Siglfirðingur hf. fest kaup á úthafsveiðiskipi frá Kan- ada, sem muni tryggja ný atvinnu- tækifæri, og fyrirhuguó séu nokk- uð stór verkefni í byggingariðn- aði, t.d. bygging á vegum Raf- magnsveitna ríkisins. Þá megi nefna að í næsta mánuði flytji fyr- irtækið Glaðnir hf. starfsemi sína frá Hveragerði til Siglufjarðar og þar verði til nokkur ný atvinnu- tækifæri. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.