Dagur - 10.02.1994, Blaðsíða 4

Dagur - 10.02.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 10. febrúar 1994 FRETTIR ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Flytja þarf stofnanir þótt starfsmenn mótmæli Þá miklu byggðaröskun, sem átt hefur sér stað hér á landi um árabil, má að stórum hluta rekja til breyttra atvinnuhátta þjóðarinnar. Það er staðreynd að vaxt- arbroddur íslensks atvinnulífs mörg undanfarin ár hefur fyrst og fremst verið í þjónustugeiranum. Það er jafnframt staðreynd að um níu af hverjum tíu nýj- um störfum í þessum greinum hafa fallið íbúum höf- uðborgarsvæðisins í skaut. Ljóst er að þorri hinna nýju starfa hefur komið í stað framleiðslustarfa sem lögð voru af, því á sama tíma fækkaði störfum í fram- leiðslugreinum verulega. Hlutur stjórnvalda í þessu ferli er stór. Til marks um þetta má nefna að á einungis fimm ára tímabili, 1985-1990, fjölgaði ársverkum hjá hinu opinbera um fjögur þúsund. Á sama tíma fækkaði ársverkum á landinu í heild um fimm hundruð. Af þessum fjögur þúsund nýju störfum á vegum hins opinbera urðu þrjú af hverjum fjórum til á höfuðborgarsvæðinu. Því má með sanni segja að stjórnvöld hafi flutt atvinnu- tækifærin jafnt og þétt af landsbyggðinni á höfuð- borgarsvæðið. Það væri ósanngjarnt að halda því fram að stjórnvöld hafi gert þetta af yfirveguðu ráði. Nær sanni er að segja að þau hafi ekki gert sér grein fyrir afleiðingum „atvinnubyltingar" sinnar. Það var raunar ekki fyrr en á allra síðustu árum sem augu ráðamanna opnuðust fyrir því hve þjónustustarfsem- in er orðinn afgerandi þáttur í atvinnulífinu og þá sérstaklega hvað varðar ný störf. Þá fyrst hófst um- ræðan um það óréttlæti að velja höfuðstöðvum nær allra ríkisstofnana stað í Reykjavík. í framhaldi af því fóru stjórnmálamenn svo að velta vöngum yfir kost- um þess að flytja nokkrar stofnanir í „hina áttina", þ.e. út á land. Síðastliðið haust skilaði stjórnskipuð nefnd um flutning ríkisstofnana tillögum sínum. Hún lagði til að höfuðstöðvar sjö veigamikilla ríkisstofnana yrðu fluttar frá höfuðborgarsvæðinu út á land. Enn á eftir að koma í ljós hvort stjórnvöld ætla að framkvæma tillögur nefndarinnar ellegar láta skýrslu hennar rykfalla uppi í hillu hjá öllum hinum skýrslunum. Landsfeðurnir hafa í örfáum tilvikum gert meira en að ræða um nauðsyn þess að velja veigamiklum stofnunum stað á landsbyggðinni. Þeir hafa í örfáum tilvikum látið verkin tala. í því sambandi má nefna stofnun Háskólans á Akureyri, flutning höfuðstöðva Skógræktar ríkisins til Egilsstaða og Hagþjónustu landbúnaðarins til Hvanneyrar í Borgarfirði. Nú síð- ast lýsti umhverfisráðherra því yfir að hann hyggðist færa embætti veiðistjóra undan ráðuneyti sínu og sameina það setri Náttúrufræðistofnunar íslands á Akureyri. Yfirlýsing ráðherra féll í góðan jarðveg nyrðra en að sama skapi grýttan syðra. Starfsmenn umræddrar stofnunar hafa mótmælt hástöfum og veifa lögfræðiáliti til að sýna fram á að fyrirhugaðir búferlaflutningar séu brot á kjarasamningum! Von- andi lætur umhverfisráðherra mótmæli þeirra sem vind um eyru þjóta. Það er tími til kominn að starfs- menn ríkisstofnana á höfuðborgarsvæðinu geri sér grein fyrir því að þeir lifa ekki að öllu leyti í vernduðu umhverfi. Hingað til hafa ríkisstarfsmenn á lands- byggðinni ekki verið spurðir álits þegar störf þeirra hafa verið lögð niður eða flutt milli byggðarlaga en slíkt er næsta algengt. Hið sama hlýtur að gilda um aðra. Starfsmenn embættis veiðistjóra verða einfald- lega að flytja með stofnuninni norður ellegar leita sér að annarri vinnu. BB. Formaður SKÍ hefur unnið gegn skíðahreyflngunm - segir Pröstur Guðjónsson, formaður Skíðaráðs Akureyrar Eins og margoft hefur komið fram í fjölmiölum að undan- förnu eru margir forystumenn skíöamála í landinu mjög óánægðir með störf formans SKI, Sigurðar Einarssonar. Hæst reis óánægjan í lok síðustu viku þegar þrjú skíðafélög fóru fram á afsögn hans. Sigurður varð hins vegar ekki við því en fyrir lá að hann mun hætta sem formaður á ársþingi SKI í vor. Skíóaráð Akureyrar var eitt þeirra félaga sem fór fram á af- sögn Sigurðar. Þröstur Guójóns- son, formaður SRA, sagöi ljóst að formaður SKI hefði unnið gegn skíðahreyfingunni að undanförnu. „Mín vegna má hann sitja áfram. Ef hins vegar forystumaður hreyf- ingarinnar er að sundra henni þá á hann að fara frá. Þetta á að heita andlit okkar út á við og það er afar slæmt hvernig hann hefur komið fram og barist gegn samþykkt stjórnar SKI varðandi val á Olympíuförunum, sá maður sem við höfum valið innan skíðahreyf- ingarinnar til aó gæta okkar hags- muna. Þaö er líka annað sem menn verða að gera sér grein fyrir að það eru héruðin sem halda úti skíðalandsliðinu en ekki Skíða- sambandið þó það styrki þetta reyndar lítilsháttar,“ sagði Þröstur. Hann sagði ennfremur aó þrátt fyrir þetta mál þá væri skíðahreyf- ingin ekki sundruð. Þvert á móti hefði komið í ljós aó nær öll félög á landinu hefóu staðið saman í þeim deilum sem átt hafa sér stað við formann SKÍ aó undanförnu. Björn Þór Ólafsson, formaður Skíóadeildar Leifturs á Ólafsfirði, er einn þeirra sem gagnrýnt hafa formann SKI og störf hans sem formanns viómiðunarnefndar Óí. „Þetta er allt saman mjög slæmt mál og sú yfirlýsing hans að hann ætli sér hvort scm er aó hætta í vor brýnir mann á því að honum sé nokkuð sama um þetta allt sam- an. Ég er vissum að þetta stór- skemmir fyrir franitíó þess fólks sem hefur verið að berjast við lág- mörkin og er mjög hræddur um að það hætti hreinlega eftir svona uppákomu, þó ég voni visulega að sú verði ekki raunin.“ HA Útboð á ræktun 800.000 skógarplantna: Samið við Barra á Egilsstöðum Skógrækt ríksins og Ríkiskaup buðu í haust út ræktun 800.000 skógarplantna vegna Land- Ný bifljard- stofa í Ólafsfirði Um helgina var opnuð ný billj- ardstofa í Ólafsfirði. Stofan sem ber heitið Billjardstofan Ólafs- firði, er til húsa að Aðalgötu 36 og þar eru til boða tvö 12 feta „snoker“ borð. Einar Amundason, cigandi stofunnar hefur innréttað iðnaðar- húsnæöi fyrir starfsemi sína og einnig byggði hann aðeins vió það undir sjoppu og í allt er húsnæðið 70 fermetrar. Aður var í húsinu alls kyns iðnaðarstarfsemi, nú síð- ast Islensk tónbönd. Hann segir að unglingar í Ól- afsfirði kunni vel að meta þessa þjónstu en að þcir eldri mættu einnig láta sjá sig, því þetta væri íþrótt fyrir alla aldurshópa. KK Æfingar á Alt Heidelberg eru að komast í fullan gang hjá Leikfé- lagi Húsavíkur. Þetta er gamalt þýskt verk eftir Vilhelm Meyer- Förbter. Leikstjóri er Siguröur Hallmarsson. Leikfélagið færist mikið í fang með þessu verkefnavali því um eða yfir 40 manns koma á svið í uppsetningunni. Fjöldinn fcr eftir fjölda söngvara í kórnum en mikið af söngvum er í verkinu. Einnig mun 4-5 manna hljómsveit sjá um tónlistarflutning. Guóný Þorgcirsdóttir, aðstoðar- lcikstjóri, segir aö nokkrar breyt- ingar hafi verið gerðar á verkinu frá fyrri uppsetningum og sýning- in verói mjög skenimtileg ef vel takist til. Smíði sviðsmyndar er hafin og búningasaumur. Hcrdís Birgisdóttir, sem starfar að bún- ingagerð, sagói aó þeir skiptu tug- um sem sauma þyrfti og einnig græðsluskóga 1995 og 1996. AIIs bárust 9 tilboð sem ýmist náðu til allrar framleiðslunnar eða hluta hennar. Lægsta tilboðið í alla framleiðsluna barst frá Barra hf. á Egilsstöðum, rúmar 11,5 milljónir króna. Því tilboði hefur verið tekið og var gengið frá samningum þar að Iútandi í lok janúar sl. Hér cr um að ræða ræktun á ýmsum tegundum skógarplantna, eins og birki, elri, lerki, sitkagreni, stafafuru og bergfuru. Af einstök- um trjátegundum er mest af birki í Byggingarnefnd nýrrar sund- laugar á Dalvík hefur gengið frá samningi við Sigmar Sævalds- vantaði leikfélagið sárlega magn af kjólfötum og stúdentshúfum. Hún sagði aó alls ynnu 50-60 manns að sýningunni. „Það er því meira gaman sem manni finnst verkefnið óyfirstíganlegra," sagði Herdís. IM Hjorleifur Guttormsson og Steingrímur J. Sigfússon, al- þingismenn Alþýðubandalags- ins, verða á almennum stjórn- málafundum á Akureyri í kvöld og á Dalvík á morgun föstudag. Fundurinn á Akureyri í kvöld fer fram í Alþýöuhúsinu, Skipa- útboóinu, cða 380.000 plöntur. Plönturnar eiga að vera tilbúnar 1995 og 1996 og fara þær til út- plöntunar um allt land. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt útboð fer fram hjá Skógrækt ríkis- ins en framleiósla á skógarplönt- um er sérhæfð framleiðslugrein sem fram til þessa hefur verió á fárra höndum, mest innan Skóg- ræktar ríkisins og stærstu skóg- ræktarfélaganna. Einkaaóilar hafa hins vegar í vaxandi mæli lagt stund á fjöldaframleiðslu á skóg- arplöntum og þá sérstaklega á svokölluðum garðplöntum. KK son rafvirkja um rafiagnir í sundlaugina og er það gert á grunni tilboðs sem barst frá Sig- mari, en tilboð voru opnuð 25. janúar sl. Tilboð Sigmars hljóðaði upp á kr. 1.698.401 en auk þess barst til- boð frá Birni og Helga að upphæð kr. 1.841.689. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 2.325.397 og var geró af Raftákni hl'. á Akur- eyri en ckki Raftækni sem rang- lcga hafði vcrið bókað í fundar- gerð byggingarnefndarinnar og skýrt hafði vcrið frá í DEGI. Raflagnavinnu á að vera lokið 15. júní nk. cr gert er ráð fyrir að taka sundlaugina í notkun á kom- andi haustdögum. GG götu 14 og hefst kl. 20.30. Fund- urinn á Dalvík á morgun fpr fram í Bergþórshvoli og hefst kl. 20.30. Sérstaklcga verður rætt um efnahags- og atvinnumál og tillög- ur Alþýðubandalagsins í þeim efnum. Einnig veróur tillaga um Norðurstofnun á Akureyri kynnt. KK Leikfélag Húsavíkur: Alt Heidelberg - æfingar hafnar af krafti Ný sundlaugarbygging á Dalvík: Samið við Sigmar Sæ- valdsson um raflagnir Alþýðubandalagið: Hjörleifur og Steingrmiur funda á Akureyri og Dalvík

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.