Dagur - 10.02.1994, Blaðsíða 9

Dagur - 10.02.1994, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 10. febrúar 1994 - DAGUR - 9 Sykurneysla hérlendis enn mjög mikil: íslendingar öðrum þjóðum fremri í sælgætisáti og gosdrykkjaþambi - erfiðlega gengur að fækka tannskemmdum vegna þessa neyslumynsturs Mikil neysla sykurs, sælgætis og gosdrykkja er helsta ástæða þess hve erfiðlega gengur að fækka tannskemmdum hjá Is- lendingum. Hver íslendingur neytir nú um 22 kg af sælgæti á ári og skolar því niður með 140 lítrum af gosdrykkjum. Talið er að mikill fjöldi söluturna spili inn í þetta mikla sælgætisát en fjöldi þeirra er mun meiri en gerist og gengur í öðrum lönd- um. Samanburður á vöruverói milli Islands og nágrannalandanna er oftast nær óhagstæður fyrir Is- lendinga en athygli vekur aö þcssu cr ckki svo varið hvaó varó- ar sykurinn. Arió 1985 kostaði kílóiö af sykri á Islandi aócins Reikna má mcð að ncysla íslcnd- inga á sælgæti sé nú rúm fimm þús- und tonn á ári eða meira en 15 tonn á dag sem samsvarar rúmum 22 kg á mann á ári eða nærri 2 kg á mann á hvcrjum mánuði. þriöjung þess sem þaö kostaði í Finnlandi og Danmörku og þá var sykurkílóið tvöfalt dýrara í Noregi og Svíþjóð. Þrátt fyrir að verðið á sykri hall farið hækkandi hin síð- ari ár hér á landi þá er munurinn enn mikill. Samkvæmt upplýsing- um Tannverndarráðs hafa kannan- ir leitt í Ijós fylgni milli aukinnar neyslu sykurs og lágs verós á þessari vöru. 140 lítrar af gosi á mann Þrátt fyrir umræðu um heilsusam- legt líferni undanfarin ár þá hefur hún lítið slegið á gosdrykkja- neyslu Islcndinga hcldur þvert á móti. Arið 1960 drukku íslending- ar 3,6 milljónir lítra af gosdrykkj- um og árið 1986 var magnið kom- ið í tæpar 23 milljónir lítra, scm samsvarar 94 lítrum á rnann á ári eða 1 llösku á mann á dag. Arió 1990 var rnagnið orðið 140 lítrar á mann á ári, en samsvarandi tala fyrir Svíþjóð 1986 var 46 Iítrar svo að Islcndingar drekka þrisvar sinnum mcira niagn af gosdrykkj- um hcldur cn Svíar. Flugfarþegar grimmir í sælgætinu Tölur yfir sælgætisneysluna eru líka sláandi. Arió 1960 voru fram- lcidd tæp 500 tonn af sælgæti hér- lendis. Arið 1985 var framleiðslan komin í 1900 tonn. Við þessa tölu bætist svo innflutt sælgæti sem nant 2000 tonnum og að auki kcmur sælgæti sem keypt var í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli en salan þar nam 300 tonnum árið 1985 og jókst í urn 450 tonn árið 1986. Reikna má með að neysla Islcndinga á sælgæti sé nú rúm fimm þúsund tonn á ári eða meira en 15 tonn á dag sem samsvarar rúmum 22 kg á mann á ári cða Bólumarkaðunnn opnaður á ný Hinn sívinsæli Bólumarkaður vcrður opnaður aftur eftir stutt hlé nk. laugardag, 12. febrúar, kl. 11- 15 að Furuvöllum 13 (þar sem verslunin Skapti var áður til húsa). Húsnæóiö býður upp á mikla möguleika og eru bæjarbúar hvatt- ir til að koma og stuðla að áframhaldandi ellingu markaðar á Akureyri. Um leið og markaður- inn er tekjulind Junior Chambcr Akurcyri gefst einstaklingum og félagasamtökum kostur á að koma ýmsum varningi á framfæri. Bólumarkaðurinn hefur nú starfað í rúmt ár og söluaðilum fjölgað stöðugt. Næstkomandi laugardag veröur gerð tilraun mcð svokallaðan kompudag auk þess sem aðrir söluaðilar verða á staðn- um. Þeim sam kynnu að hafa áhuga á að panta sölubás er bent á að hafa samband við Sæbjörgu í síma 27075 eóa Eygló í síma 27029. (Fréttatilkynning) Þróun sælgætisframleiðslu á íslandi í tonnum - Innflutningur sælgætis nærri 2 kg á niann í hverjum mán- uði. Tannvcrndarráó bendi á að í þcssum tölum sé ef til vill athygl- isverðast það mikla magn sem flugfarþegar kaupa í Fríhöfninni á Kcllavíkurfiugvelli eða rúmt tonn á degi hverjum s.l. ár. Sælgæti er sú vörutegund sem mest selst í Fríhöfninni cn fyrir þessa vöru greiddu flugfarþegar árið 1988 4,5 milljónir dollara, sem samsvarar tæpum helmingi þeirrar upphæðar sem Tryggingastofnun grciddi fyrir tannlækningar. Rekinn áróður fyrir vatninu Síðasta föstudag var árlegur tann- verndardagur og minntu þá þeir aðilar sem vinna að tannvcrndar- málum á nauðsyn forvarnarstarfs. Einn meginþáttur í boðskap þeirra er að Islendingar snúi frá ofneyslu á gosdrykkjum til aukinnar neyslu á vatni. Bent er á að vatnið sé ókeypis og því verulegur peninga- legur sparnaður að uppfylla vökvaþörf líkamans með vatni í stað gosdrykkja. Einnig er minnt á aó í einni dós af gosdrykkjum sé sykurmagn sem samsvari 15 syk- urmolum. Til að nýta allan þennan sykur þurfi að trimma í að minnsta kosti hálfa klukkustund fyrir hverja dós en geri viðkom- andi gosneyslufólk það ekki komi gosdrykkjaneyslan fram á bað- vigtinni, að ógleymdri verri tann- heilsu. JÓH flllt fyrir öskadaginn Búningar Hattar Grímur Húrkollur Byssur og skot Hór- og andlitslitir Einnig cfni í búninga Þar scm lcitin byrjar og endar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.