Dagur - 10.02.1994, Blaðsíða 2

Dagur - 10.02.1994, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 10. febrúar 1994 FRÉTTIR Tveir norðlenskir frystitogarar með yfir hálfan milljarð í afla- verðmæti á árinu 1993: Baldvin Þorsteinsson EA hæstur yfir landið með 581 milljón króna Frystitogari Samherja hf. á Ak- mæti en hálfan milljarð, eða 549 reiknað með frystiálalagi og orlofi ureyri, Baldvin Þorsteinsson EA-10, skilaði mesta aflaverð- mæti allra íslenskra flskiskipa á árinu 1993, eða 581 milljón króna en afli togarans var 5.432 tonn. Annar norðlenskur togari, Arnar HU-1 frá Skagaströnd, var einning með meira aflaverð- Bæjarfulltrúar G- lista á Húsavík gefa báðir kost á sér til endurkjörs Kristján Ásgeirsson og Valgerð- ur Gunnarsdóttir, bæjarfulltrú- ar G-Iistans á Húsavík, gefa bæði kost á sér til endurkjörs við bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Jón Ásberg Salomonsson, bæjarfulltrúi A-Iista, hefur ekki opinberlega gefið yfírlýsingu um hvort hann gefi kost á sér aftur. Regína Sigurðardóttir, sem starfar í uppstillinganefnd G-lista, sagði í samtali við Dag að upp- stillinganefnd væri að störfum og báðir bæjarfulltrúamir gæfu kost á sér til endurkjörs. Jón Ásberg bæjarfulltrúi A- lista sagði að uppstillinganefnd væri að störfum, en framboðsmál- in væru ekki komin á hreint enn- þá. IM milljónir króna en afli Arnars var 4.372 tonn. Þessir tveir tog- arar voru þeir einu sem voru með aflaverðmæti yfir hálfan milljarð á sl. ári. Aflahæstu fyrstitogararnir á ár- inu 1992 voru Akureyrin EA-110 og Örvar HU-21 sem nú eru í 13. og 14. sæti yfir þá fyrstitogara sem eru með mesta aflaverðmæti. Skipstjórar á þeim skipum voru þeir Þorsteinn Vilhelmsson og Guðjón Sigtryggsson sem nú eru með Baldvin Þorsteinsson EA og Arnar HU þannig að ljóst er að aflamagn og verðmæti fylgir þess- um aflaklóm en vissulega sakar ekki að hafa nýtt og glæsilegt skip til þess að fiska á. Hásetahlutur á Baldvini Þorsteinssyni EA var á sl. ári 6,9 milljónir króna og er inni í þeirri tölu. Telja verður ólík- legt að nokkur hafi farið alla túra skipsins, heldur sem svarar níu mánuðum og eru árslaunin þá um 5,2 milljónir króna. Arnar HU er stærstur íslenskra frystitogara, 1.331 brúttlest, næst- ur kemur Baldlvin Þorsteinsson EA, 995 brúttólestir. Meöalaflaverðmæti þeirra 34 fiskiskipa, sem flokkuð eru sem frystitogarar, voru 354 milljónir króna á sl. ári en aflahæstur er Haraldur Kristjánsson HF-2 frá Hafnarfirði, en afli hans var 6.051 tonn en aflaverðmæti 443 milljón- ir króna. Aflahæsti ísfisktogarinn var Guðbjörg ÍS-46 frá ísafirði, en afli togarans var 3.955 tonn og afla- verðmæti 343 milljónir króna. Tvcir af aflaskipum Samherja. Skagfirðingur SK-4 frá Sauðár- króki var með mesta aflaverðmæti norölenskra ísfisktogara, eóa 238 milljónir króna og aflinn 1.959 tonn. Það orsakast fyrst og fremst af tíðum sölum erlendis. Afla- hæstur norólenskra ískfisktogara er hins vegar Harðbakur EA-303 frá Akureyri með 3.448 tonn. Af þeim 20 frystitogurum sem skiluðu mestu aflaverðmæti á ár- inu 1993 voru 7 norðlenskir togar- ar en fjórir þeirra eru í fjórum efstu sætunum. GG Meðfylgjandi listi er yfir norðlensku togarana, fremst í hvaða röð þeir eru miðað við aflaverðmæti úth. afli í brúttó- dagar tonnum verðmæti 1. Baldvin Þorsteinsson EA-10 317 5.432 581,2 2. AmarHU-1 308 4.372 549,5 3. Sléttbakur EA-304 317 3.810 490,7 4. Víðir EA-910 314 4.587 485,3 9. Mánaberg ÓF-42 293 3.230 440,9 13. Akureyrin EA-110 310 3.361 410,9 14. Örvar HU-21 311 3.342 409,4 KAUPANGI \ <| f ' Vy I • ' I I IM »1 lí I I > * l| I < í l V i I ; I I Fimmtudagur Salöt frá Nýja Bautabúrinu. Föstudagur Nói-Síríus kynnir súkkulaðirúsínur. Fimmtudag- og föstudag Ölgerðin kynnir Pepsi. Tilboð þessa viku: Pepsi og Diet Pepsi 2 Itr: Kr. 139/- Úr kjötborði - Bjóðum áfram Trippahakk kr. 196/- ku. Nautaframfilet kr. 996/- pr. kg. Súkkulaðirúsinur ks. 163. Freyjurískubbar fcr. 19?. pr. pk. Knorrsósur kr. 69. Ýmsar kextegundir frá Frón. Laugardag, sunnudag og mánudag vetðui sórafgreiðsla á bollum frá Brauðgerð Kristjáns. I SÍMI 12933 • FAX: 12936 Sauðárkrókur: Skagfirðingur SK og Skafti SK fengu mjög gott verð í Bremerhaven Skagfirðingur SK-4 seldi í Bremerhaven í Þýskalandi á þriðjudag 170 tonn af karfa, ýsu og ufsa fyrir 22,1 milljón króna og er togarinn væntanlegur heim á Sauðárkrók nk. laugar- dag. 155 tonn af aflanum var karfi og virðist ekkert lát vera á því góða verði sem fengist hefur fyrir karfa á Þýskalandsmark- aði undanfarna tvo mánuði. Mikil eftirspurn er nú eftir góð- um karfa í Þýskalandi og ræöur markaðslögmálið þar nokkru um en dregió hefur úr framboði. Hins vegar má búast við aukinni eftir- spurn þegar fastan gengur í hönd. „Þetta er ekki ástand sem er aö skapast nú á allra síðustu misser- um. Hins vegar breyttist þetta mikið þegar Þjóðverjar fóru út úr íslensku fiskveiðilögsögunni og því eru það ekki margir sem geta útvegað þýskum neytendum karfa að okkur Islendingum undanskild- um. Norðmenn og Færeyingar eru líka að senda þeim karfa, þennan litla, Ijóta fisk sem menn hafa fundið margt til foráttu og kallaó „litla kommúnismann". Hann er enn í veióanlegu magni við Is- landsstrendur og við njótum þess, en nú á að fara að hleypa Þjóó- verjum og Bretum inn í landhelg- ina og þá er viðbúið aó þetta breytist eitthvað okkur í óhag. Þjóðverjar eru mjög vanafastir í karfaneyslunni og enginn annar fiskur kcmur í staö hans. Á sama tíma og þeir eru að greióa 150 krónur fyrir karfann fást 85 krónur fyrir ufsa og ýsu. Gæöi fisksins spilar auðvitaó stórt hlutverk í þessu háa verði, og við höfum lagt rika áherslu á vandaða meðferö á karfanum um borð og þannig upp- skorið laun erfiðis okkar,“ sagöi Gísli Svan Einarsson, útgeróar- stjóri. Skafti SK-3 seldi í síöustu viku í Bremerhaven 88 tonn, mest- megnis karfa, fyrir 12,2 milljónir króna. Togarinn er nú á Sauðár- króki en fer á veióar í vikulokin og veióir þá fyrir heimamarkað, þ.e. fiskvinnsluna. Bæði Skagfirð- ingur og Skafti fengu þennan góða karfaafla fyrir austan og suöaustan land en þeir fara nú báðir að veiða fyrir fiskvinnsluna. Hegranes SK-2 er á veiöum fyrir vestan land og er að veiða fyrir heimamarkað og landar á Sauðárkróki í næstu viku. Drang- ey SK-1 er fyrir austan land og landar fyrir vinnsluna á Sauóár- króki í næstu viku. Fiskiðja Sauðárkróks hefur haft nægjanlegt hráefni til að halda uppi stöðugri atvinnu í fiskvinnsl- unni. Bæði er það hráefni af heimatogurunum og eins hefur verið keyptur fiskur af fiskmörk- uðunum fyrir sunnan og af við- skiptabátum sem og rússneskum togurum sem landað hafa þorski á Sauðárkróki sem veiðst hefur í Barentshafi. GG M Fyrir fundi svcitarstjórnar 3. fcbrúar sl. lágu drög aö fjár- hagsáætlun Sorpeyóingar Eyja- fjaröar B.S. Samkvæmt henni greiðir Eyjafjaröarsveit á árinu 1994 kr. 412 þúsund í reksturs- kostnað og kr. 666 þús í stofn- kostnað cn gert cr ráð fyrir aö 2/3 stofnkostnaðar grciðist á árinu 1994. ■ í húsnefnd Sólgarðs hefur verið rætt um möguleika á kaupum á hljóðkcrfi í salinn. Talin er þörf fyrir 1 magnara, 4 hátalara og 1 mikrófón í sta- tívi. Þessi búnaður kostar um 190 þúsund krónur en til eru í sjóöi frá liónum þorrablótum ca. 140þúsund. ■ Tekin helur veriö fyrir í sveitarstjóm styrkbeióni lrá Veiðifélagi Eyjafjaröarár þar sem farið er ffam á að arð- grciósla fyrir árið 1993 vcgna jarðarinnar Mclgerðis rcnni til Veióifélagsins. Mcð styrknum er m.a. ætlaö aö mæta kostnaði vegna sleppingar laxaseiða í ána og viö að lagfæra illa farna vciðistaöi. Erindinu var vísaó til afgreiðslu fjárhagsáæltunar cn lram kom að arögrciðslan rennur til leigjanda jaröarinnar, sem er Alda hf. ■ Húsnefnd Sólgarðs kom saman 24. janúar og ræddi m.a. stööu framkvæmda við þak hússins. Búið er aó laga suður- hliö þaks á íbúð húsvarðar en ekki veróur unniö meira í vet- ur. Búió er að ganga frá þaki á sal og kaffistofu. Parket á kaffistofu er illa farið eftir lcka og óvíst er um tryggingar. Óskar húsnefnd eftir viö sveit- arstjórn aö hún láti kanna skemmdir á gólllnu og hvcr staðan er varðandi tryggingar því segja mcgi að húsiö sé ónothæft eins og þaó er sem sé slæmt þar sem þorrablót er framundan. Bt Svcitarstjórn hcfur sam- þykkt að setja á lót fimm manna starfshóp til að skoöa nýtingu skölahúsnæðis í Eyja- fjarðarsveit. ■ Sveitarstjórn hefur hafnaó forkaupsrctti að jörðinni Draflastöðum en kaupsamn- ingur um hana var tekinn til af- greiöslu sveitarstjómar. ■ í viðtalstíma hreppsnefndar- manna I. febrúar komu m.a. fram athugascmdir vcgna rcið- leióar vestan Eyjafjaróarár frá Akureyri að Hraftiagili, þar sem mikið ónæði væri ai' stór- um hrossarekstrum. Þá var spurst fyrir um möguleika á lýsingu hcimreiða. _________

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.