Dagur - 10.02.1994, Blaðsíða 16

Dagur - 10.02.1994, Blaðsíða 16
Akureyri, fimmtudagur 10. febrúar 1994 ^tenrfuBni • Tölvugataða • Frostþolna • Tölvuvogamiða • Strikamerki Undirbúningur fyrir vetrarhátíðina á Akureyri er í fullum gangi og er hugur í aðilum í ferðaþjónustu. Þeir komu saman í gær á veitingastaðnum Greifanum til skrafs og ráðagerða og þar var þessi mynd tekin. Mynd: Robyn. Hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu á Akureyri stórhuga: Efna til vetrarhátíðar á Akureyri Nú er verið að undirbúa af kappi svokailaða vetrarhátíð á Akureyri sem ætlunin er að standi frá miðjum mars til apr- ílloka. Kynning á því sem vetrarbær- Pingeyjarsýsla: Iðnaðarráðherra á yfirreið - málefni Kísiliðju rædd Sighvatur Björgvinsson, iðnað- arráðherra, var á ferð um Þing- eyjarsýslu sl. þriðjudag, ásamt fylgdarliði. Á Húsavík heimsótti hann Fiskiðjusamlag Húsavík- ur, Kjötiðju Kaupfélags Þingey- inga, Saumastofuna Prýði, Ce- lite ísland hf. og Fjalar, tré- smiðju. í Öxarfirði heimsótti hann flskeldisstöðina Silfur- stjörnuna og síðan sat ráðherr- ann fund með bæjarstjórn Húsavíkur. „Ráöherrann var mjög ánægður með heimsóknina i Fiskiðjusam- lagið og leist vel á það sem verið er að gera meó að pakka fiski í neytendaumbúóir fyrir Evrópu- markaó. Erindi hópsins var að kynna sér atvinnuástandið í héraði og önnur mál á staðnum. Á fund- inum með bæjarstjórn Húsavíkur voru rædd ýmis mál, m.a. málefni Kísiliðjunnar sem eru í lausu lofti vegna takmarkaðs námalcyfis, en þar er um stórt atvinnumái í hér- aði að ræóa,“ sagði Jón Ásberg Salomonsson, bæjarfulltrúi A-lista í samtali vió Dag. IM O VEÐRIÐ Gert er ráð fyrir stormi á öll- um miðum og djúpum. Sunnan og suðaustan rok og jafnvel ofsaveður gengur yfir vestanvert landið með morgninum og nær noróur síðdegis. Á föstudag og laugardag verður hvöss suðlæg átt um land allt, víða rigning og hiti 3-9 stig. Það er sumsé hlákutíð framundan. inn Akureyri hefur upp á bjóða er komin í fullan gang og má segja að henni hafi verið ýtt úr vör í síð- ustu viku þegar Stöð 2 frumsýndi stutta kynningarmynd um vetrar- bæinn Ákureyri. Næsta skref var kynningardagskrá í Kringlunni um síðustu helgi og framundan er ým- islegt á kynningarsviðinu. Nefna má að á íslenskum dögum 14.-20. febrúar á útvarpsstöðinni Bylgj- unni mun vetrarbærinn Akureyri koma oft við sögu, einn liður í þeim er dagskrá í Perlunni þann 20. febrúar þar sem Akureyri kemur til með að njóta öflugrar kynningar. Að vetrarhátíðinni standa hags- munaaðilar í ferðaþjónustu á Ak- ureyri, þ.m.t. veitingahús, hótel og gistiheimili og Sérleyfisbílar Ak- ureyrar. Einnig kemur Akureyrar- bær inn í myndina, sömuleiðis Leikfélag Akureyrar og Flugleió- ir. „Við viljum kalla þetta vetrar- hátíð á Akureyri," segir Hjörtur Narfason, sem hefur verið ráóinn starfsmaður í tvo og hálfan mánuð til þess að sjá um kynningu og framkvæmd hátíðarinnar. „Þetta kemur til með að byggjast mikið á menningarþættinum þar sem leik- húsið og Sjallinn hafa stór hlut- verk. Listagilið kemur inn í þetta líka með ýmsum hætti. Til dæmis er á þess vegum stefnt að því aó efna til ísmyndasamkeppni á Ráð- hústorgi. Hinir árlegu Andrésar andar leikar veróa á þessu tímabili og síðan erum við byrjaðir að vinna að hugmynd unr að efna til landsmóts saumaklúbba á Akur- eyri í endaðan apríl.“ Hjörtur sagöi að áhersla væri lögö á uppákomur um hverja helgi á þessu tímabili og þáttur veit- ingahúsanna veröi þar töluvert stór. „Hér verður mikið unr að vera og ég efast ekki um að fólk hér á Akurcyri, úr nágrannabyggðum og ekki síður af höfuðborgarsvæö- inu getur fundið eitthvað við sitt hæfi,“ sagði Hjörtur Narfason. óþh Atvinnuleysisbætur í S.-Þingeyjarsýslu: Átta milljónir greiddar í janúar - 98 atvinnulausir á Húsavík „Ég er ekki bjartsýnn. Það eru 196 skráðir atvinnulausir í sýsl- unni í dag, þar af 98 á Húsavík. Atvinnuleysið í sveitunum eykst jöfnum skrefum. í janúar voru átta milljónir greiddar í bætur til 332 einstaklinga sem komu inn á skrá og voru samtals með 5000 atvinnuleysisdaga. Um mánaðamótin voru 181 á skrá, svo það hefur orðið fjölgun síð- an,“ sagði Aðalsteinn Baldurs- son, varaformaður Verkalýðsfé- lags Húsavíkur, aðspurður um atvinnuástand í Suður-Þingeyj- arsýslu. Áðalsteinn sagði að nokkur 17- 18 ára ungmenni hefðu lokið eóa hætt námi um áramótin og komið inn á skrá. Hann sagðist hafa gert skoðun á aldri og atvinnuleysi þeirra sem eru á skrá á Húsavík. Hann sagði að 67% skráðra væru alveg án atvinnu en 33% í hluta- störfum. Hvað aldurinn varðaði væru 40% atvinnulausra á aldrin- um 16-30 ára, 35% á aldrinum 31- 50 ára og 25% á aldrinum 51-70. Konur eru 42% atvinnulausra en karlar 58%. Aðalsteinn sagði að salur verkalýðsfélaganna yrði framveg- is opinn kl. 13-17 á fimmtudögum fyrir samverustund atvinnulausra. „Þar getur fólk komið saman og rætt sín mál, drukkið kaffi og spjallað. Menn geta spilað eóa komið með óskir um að fá fyrir- lesara. Þetta er ömurlegt ástand,“ sagði Aðalsteinn. IM LÍMMIÐAR NORÐURLANDS HF. Strandgötu 31 -600 Akureyri • Sími 96-24166 Vinnsla hafin hjá Dögun hf. á Sauðárkróki eftir gagngerar endurbætur: Góð rækjuveiði á Rækjuvinnsla er hafin að nýju hjá Dögun hf. á Sauðárkróki eftir hlé sem staðið hefur síðan fyrir sl. jól og er nú fyrst í stað unnið á einni vakt. Ekki hefur verið ákveðið hvort bætt verði við annarri vakt, það ræðst m.a. af því hvort aukinn kvóti fæst til veiða á innfjarðarrækju á Skagaflrði. Gagngerar endur- bætur hafa farið fram á vinnslusalnum og eins hefur far- ið fram mikil endurnýjun á vélakosti, m.a. á flokkurum, vinnsluborðum og frystum. Veióar hófust að nýju á inn- fjarðarrækjunni á Skagafiröi 4. febrúar sl. og hefur afli verið mjög góður og rækjan stærðar- flokkast mjög vel. Veióarnar stunda þrír bátar frá Sauðárkróki; Jökull, Sandvík og Þórir, og einn frá Hofsósi; Berghildur. Tvö hundruð tonna rækjukvóta var út- hlutað til veiða á Skagafirði og eru bátarnir að verða búnir með þann kvóta. Veiðar hafa einnig verið takmarkaðar á ákveðnum svæðum vegna mikillar sniáýsu, sem fannst í aflanum í haust. Veiðin gekk mjög treglega framan af í haust en hefur verið allgóö undanfarna daga en bátarnir hafa þó ekki farið á sjó alla dagana til þess aö draga veiðarnar á langinn. Aflinn hefur verið 3,5 til 4 tonn eftir daginn el'tir 2 til 3 hol og allt upp í 6 tonn. Spurningakeppni framhaldsskóla: Fjögur lið frá Norður- landi - í átta liða úrslit Nemendur fjögurra framhalds- skóla á Norðurlandi hafa náð þeim árangri að vera komnir í átta liða úrslit í Spurninga- keppni framhaldsskólanna í Ríkisútvarpinu. Hvert lið hefur lagt að velli lið frá öðrum fram- haldsskólum í tveimur umferð- um í útvarpskeppninni, en þær þrjár umferðir sem eftir eru fara fram í Sjónvarpinu. í raun eiga þrjú liðanna frá Norðurlandi fræðilegan mögu- leika á að komast í fjögurra liða úrslitin. En annað hvort lið MA cða VMA fellur úr keppni í næstu umferð, því Menntaskólinn á Ak- ureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri keppa hvor á móti öör- um föstudagskvöldið 18. febrúar nk. Næstu lið keppa 25. febrúar en það eru Menntaskólinn á Laugar- vatni og Framhaldsskólinn á Laugum í Reykjadal. Þann 4. mars keppa Verslunarskóli Islands og Framhaldsskólinn á Húsavík og 11. mars keppa Fjölbrautaskólinn í Breiðholti og Menntaskólinn í Reykjavík. IM Eins er Haförn írá Stokkseyri a úthafsrækjuveiðum og mun landa afianum til vinnslu hjá Dögun hf. Hann hefur farið eina veiðiferó og var aflinn 10 tonn. Stefán Brynjólfsson, fiskifræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun, er vió rækjurannsóknir á Húnaílóa og mun um næstu helgi halda rannsóknunum áfram á Skagafirði og þaðan liggur leiðin svo á Skjálfandaflóa og í Oxarfjörö. Unnur Skúladóttir, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að fyrstu gögnin verói komin suður um miðja næstu viku og fljótlega úr því verði hægt að taka afstöðu til þess hvort breytinga megi vænta á rækjukvótanum á Húna- flóa og Skagafirði, þ.e. hvort hann verói aukinn. GG Árskógsströnd: Harður árekstur Um hádegisbilið í gær varð all- harður árekstur tveggja bíla á mótum Olafsfjarðarvegar og Árskógsstrandarvegar. Bílarnir skemmdust mikið en ekki urðu slys á fólki. Að sögn lögreglunnar á Dalvík mættust tveir bílar þarna á gatna- mótunum og skullu þcir saman af töluverðum krafti og skemmdirnar eftir því. Annars var tíóindalítiö hjá lög- reglu á Eyjafjarðarsvæðinu og Norðurlandi vcstra í gær. SS Við tökum vel á móti ykkur alla daga til kl. 22.00 Byggðavegi 98 Allt fyrir gluggann Rúllugardínur • Z-brautir Gluggakappar Álrimlatjöld, 40 litir Plizzegardínur Strimlagardínur Ömmustangir Kappastangir • Þrýstistangir Plastrimlatjöld, 6 litir Smíðum allt eftir máli Sendum í póstkröfu 0KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, simi 23565

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.