Dagur - 10.02.1994, Blaðsíða 6

Dagur - 10.02.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 10. febrúar 1994 - Borðar þu allan þorramat? Spurníng vikttnnar — spurt á Akureyri Brynja Hermannsdóttlr: ,Já, ég boröa allan þorramat. Mér finnst þetta allt jafn gott." Bára Björk Bjömsdóttir: „Nei, ekki allan. En ég borða hákarlinn, hangikjötið og harð- fiskinn en ekkert af þessu súrs- aða." Kristján Júlíusson: ,Já, ég borða allan þorramat. Af honum tek ég þó helst fram yfir harðfiskinn og hákarlínn og svo verður endilega að vera kalt og gott brennivín með." Vilhelm Guðmundsson: ,Já, ég borða allan þorramat. Mér finnst hann allur góður og ekkert fremur en annað í uppáhaldi." Ingibjörg Stefánsdóttir: „Nei, ég borða í mesta lagi slátur og stundum harðfisk- inn." H111II11111111111111111111111111111111111111111111111111111111| 111111111111111111111111111111111111111 m |||f| Þorrablót | wm Þórs = Þorrablót Þórs verður haldið í Hamri 1 | laugardaginn 12. febrúar kl. 19.30. z Míðasala í Hamri, sími 12080. Miðaverð kr. 1.200,- = 1 Ball að loknu borðhaldi. = 1 Opíð htts eftír að borðhaldí Iýkur. | 1 Sækjum gesti ef óskað er. 5 = íþróttafélagið Þór 1 lUordlenskt athafnafólk! Iðntæknistofnun veitir ráðgjöf og tækniþjónustu í iðnaði og sjávarútvegi Iðntæknistofnun Starfsmaður Iðntæknistofnunar á Akureyri er Kristján Björn Garðarsson IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Glerárgötu 36, 600 Akureyri Simi (96) 30957 Fax(96)30998 ÍH, LETTIB Aðalfundur Hestamannafélagsins Léttis verbur haldinn í Skeifunni sunnudaginn 13, febrúar kl. 14.00. Dagskrá. 1. Skýrsla stjórnar. 2. Afgreiðsla reikninga félagsins. 3. Kosning stjórnar, nefnda og endurskoðenda. 4. Lagabreytingar. 5. Önnur mál. Stjórnin. Skíðakennsla um helgina Innritun og upplýsingar i sima 22280 og 23379. Hver er maðttritu? Höfundur: Anders Paim Þýðandi: Sígorbjöm Kristinsson Hér á eftír verðar dregin app svipmynd af heimskunnri per- sóna, lífs eða líðinni, karli eða konu. Glöggar lesandi á smám saman að geta áttað sig á hvetjum/hverri er verið að lýsa. Til dæmis gæti verið tilvalið fyrir alla fjölskylduna að spreyta síg á að fínna svarið sameigínlega. Ef þið gefíst upp, er svarið að fínna á blaðsíðu 13! að var ekki mjög rúmt um þau, okkar mann og fjöl- skyldu hans, í þriggja her- bergja íbúðínni. í upphafi, þeg- ar foreldrarnir keyptu, var ekki svo þröngt en börnunum fjölg- aði ört; að Iokum voru þau orðin níu. Okkar maður, eða Joseph, eíns og hann heitir, deildi litlu herbergi með 4 bræðrum. Börnin fengu strangt uppeldi; minnsta yfirsjón kostaðí hýð- ingu. Joseph var afar illa við þessar uppeldisaðferðir. Við hverja barsmíð æpti hann ókvæðsorðum eins og „helvítis morðinginn þinn", að föðurn- um, sem reyndar lét sér fátt um finnast. Móðir okkar manns heitir Katherine. Hún var viðræðu- betri en faðirinn og því dróst Joseph að henni. Hún hafði ætið veriö trúmanneskja og þegar okkar maður var 5 ára gekk hún í Votta Jehova. Hún var skírð inn í söfnuðinn í sundlaug áriö 1963. Joseph fór gjarnan með móður sínni á samkomur og tók einnig skfrn Jehova. Sem fullorðinn fann hann sér þó aðra trú. Faöír Josephs vann í stái- verksmíðju fyrir lágum launum og fjölskyldan var því oft aura- Iítil. Það sem mörgum þótti sjálfsagt að eíga, var fjarrænn draumur hjá þeím. T.d. Iiðu mörg ár áður en þau gátu fengið sér síma. Kat- herine saumaöí föt á börnín, eða keypti þau á flóamörkuð- um. Skólaganga okkar manns var ekki mjög vel heppnuö. Aö vísu Ieið honum vel fyrst í staö en í efri bekkjunum byijuðu vandamálin. Hann sat og dreymdí í tímum eða drap tímann með því að teikna undarleg dýr og skrímsli í bækurnar. Ahugaleysi Josephs fyrir náminu bítnaðí því miður á allri almennri þekkíngu hans. Okkar maöur hefur ekki sýnt pólitík mikinn áhuga. Hann er talinn illa heima á mörgum sviðum og á í eilífum barningi með bókstafina þegar hann reynir að draga til stafs. Þrátt fyrir það hefur hann náð langt á sínu sviðí og er löngu orðinn heimsfrægur. Ástarmál okkar manns er kapítuli út af fyrir sig. Þegar hann var 18 ára hitti hann Tat- um, hressa og framkvæmda- sama steipu, sem þá var bara 13 ára. Hún bauð honum í mat á þekktu veitingahúsi og á eftir fengu þau sér sundsprett. Vínskapnum við Tatum lauk þó í veíslu nokkurri, þegar hún og vinkona hennar reyndu að forfæra okkar mann undir hvatníngarhrópum viðstaddra. Okkar maður varö skelfingu lostinn og lagði á flótta. Okkar maður er veikur fyrir dýrum. Hann áttí eitt sinn bóa- slöngu sem hann mataði á lif- andi rottum með viðhöfn. Annað gæludýra hans, símp- ansinn Bubbles, var um tíma daglegur blaðamatur. Það var nefnílega fullyrt að Joseph væri í „apamálstímum" til að geta spjailað við vin sinn Bubbles. Voriö 1984 var okkar manni boðiö í Hvíta húsiö að heilsa upp á Ronald og Nancy Reagan. Joseph hafði verið iof- að að þetta yrði fámennt sam- sæti, aðeins hann sjálfur, nokkur böm og svo forseta- hjónin. Móttökunefndin var þó ekki mönnuð börnum, heldur aragrúa fulloröinna. Joseph fékk áfall og hijóp á brott. Hann fann griðarstað á salern- inu, en þar læsti hann sig inni þar tíl fulioröna fólkið hafði verið fjarlægt og náð í nokkur börn. Áriö 1988 gaf okkar maður út ævisögu sína. Hann skrifaði að vísu aðeins fáeínar línur sjálfur, mest allt var skráð af manni sem forlagíð útvegaði. Útgefandinn, Jacqueline On- assis, skrifaðí stuttan formála. Þrátt fyrir þetta var bókínni ekki sérstaklega vel tekið. ,Áð- eins 20% af henni er sannleik- ur“ voru dómar eins bróöur- ins. Okkar maður hefur verið míkið í fjölmiðlum upp á síö- kastið en trúlega hefði hann viljað sleppa við þá umfjöllun. Hver er maðurinn? RAUTTLjÓS^' ||UMFERÐAR RMJTT LýOSi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.