Dagur


Dagur - 10.02.1994, Qupperneq 8

Dagur - 10.02.1994, Qupperneq 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 10. febrúar 1994 „Samkvæmt lögum eiga öll börn rétt á dvöl á leikskóla og allir foreldrar eiga rétt á að vita af börnum sínum í öruggum hönd- um,“ hefst formáli úttektar verkefnahóps á leikskólunum á Akur- eyri. Hópurinn hefur skilað tillögum sínum inn til forsvarsmanna bæjarins og má búast við að næstu vikurnar verði tillögurnar teknar til umfjöllunar innan bæjarkerfisins. Starfshópinn skip- uðu Ingibjörg Eyfells, deildarstjóri dagvistardeildar, Dan Brynj- arsson, hagsýslustjóri, Jón Björnsson, félagsmálastjóri, Jón Hall- ur Pétursson, framkvæmdastjóri Kaupþings Norðurlands og Sig- rún Sveinbjörnsdóttir, formaður félagsmálaráðs. Hún var jafn- framt verkefnisstjóri. Leikskólinn ómetanlegur Ennfremur segir í formála að skýrslu hópsins: „ Verkefnahópur- inn gerir sér grein fyrir því aö góóur leikskóli er forsenda at- vinnuþátttöku beggja foreldra í þágu þjóðfélagsins. Á fyrstu áruni barnsins þróast persónuleiki þess og ef höndum er kastað að fóstrun og menntun leikskólabama er heill komandi kynslóðar í veói. Eitt besta úrræði til styrktar fjöl- skyldunni, sem óumdeilanlega er homsteinn þjóðfélagsins, er að börnum sé örugglega borgió og í því er góður leikskóli ómetanleg- ur. Sameinuðu þjóðirnar tileinka fjölskyldunni árió 1994, en verk- ureyri sé meira en 100% starf og bendir á að könnun á verkefnum leikskólastjóra, sem gerð hafi ver- ió á vegum starfshópsins seint á árinu 1992, bendi ekki til að þessa sé þörf. Klofningur um yfírvinnu fóstra Þegar kom í vinnu starfshópsins að yfirvinnu annarra starfsmanna leikskólanna en leikskólastjóra klofnaði hópurinn í afstöðu sinni. Aó meirihlutaáliti í hópnum stóðu Jón Björnsson, Jón Hallur Péturs- son og Dan Brynjarsson. Álit þeirra er þannig: „Meirihluti starfshópsins (DB, „Samkvæmt lögum eiga öll börn rétt á dvöl á Icikskóla og allir foreldrar eiga rétt á að vita af börnum sínum í örugg- um höndum.“ Úttekt verkefnahóps á leikskólamálum Akureyrarbæjar: „Góður leikskóli er forsenda atvinnuþátt- töku beggja foreldra í þágu þjóðfélagsins“ efnahópurinn bendir bæjarstjórn á aó enn er mikil eftirspurn eftir leikskólarýmum (tæplega 500 börn á biðlista þegár þessi orð eru skrifuð) þannig að enn skortir á að bæjarfélagið sinni þessari frum- þörf fjölskyldunnar. Við gerð tillagna til breytinga eða nýbreytni hugaði hópurinn einkum aó: velferð bama, þjón- ustu við foreldra, aóstæðum starfsfólks, rekstrarkostnaði/hag- ræóingu og loks nauðsynlegri framtíðarsýn og stefnumótun.“ Tillögur til breytinga fjölþættar Tillögum hópsins er skipt niður í sex eftirfarandi efnisflokka í út- tektinni: 1. Tillögur sem varða breytingu á launamálum og rekstri. 2. Tillögur sem varða breytingar á þjónustu. 3. Tillögur sem varóa samskipti, hlutverk og tengsl. 4. Tillögur sem varóa breytingar á nýtingu húsa, starfsmannahaldi og barnafjölda á núverandi leik- slcólum. 5. Tillögur sem varóa uppbygg- ingu nýrra leikskóla, breytingar eldra húsnæóis og aðrar breyt- ingar á dagvistarkerfinu. 6. Ymis atriói. Vegna þess hve lengi starfs- hópurinn hefur verið starfandi hafa sumar tillagnanna þcgar ver- ió framkvæmdar, aðrar hafa verió til umtjöllunar við geró fjárhags- áætlunar eóa þriggja ára áætlunar. Aórar tillögur mun félagsmálaráó, bæjarráö og bæjarstjórn taka sér- staka ákvörðun um, svo fremi að framkvæmdin sé ekki á verksviði deildarstjóra. Starfsmenn leikskólanna séu í fullu starfí Sett er fram í úttektinni sú skoðun starfshópsins að leggja beri áherslu á að starfsmenn leikskóla séu í fullu starfi fremur en hluta- starfi hvenær sem því verði við komið. Þetta atriði eigi sérstak- lega við um leikskólastjóra. Starfshópurinn hafnar þeirri hug- mynd sem fram hafi komið að stjórnun stærri leikskólanna á Ak- JB, JHP) leggur til að allir aðrir starfsmenn leikskóla en leikskóla- stjóri, fái einungis greidda yfir- vinnu samkvæmt skilagrein sem leikskólastjóri staófestir. Með því er afnumin greiðsla á 13,5 föstum yfirvinnustundum, sem allar fóstr- ur í fullu starfi hafa notið undan- farin ár vegna undirbúnings utan vinnutíma.“ Þremenningarnir benda á að umræddar yfirvinnugreiðslur sem hafi verið sérstaklega umsamdar við fóstrur á Akureyri 1988/1989 séu nú orðnar óþarfar fyrir þá sök að nú sé í almennum kjarasamn- ingum við fóstrur gert ráð fyrir því að þessi undirbúningur fari fram á dagvinnutíma og sé svo gert. Vegna þess sé kallað til sér- stakt afleysingafólk. Um hafi því verið að ræða greióslu fyrir óunna vinnu, eða aö tvívegis sé greitt fyrir sömu vinnuna. Auk heldur tíðkist yfirvinnugreiðslur þessar ekki utan Akureyrar og greiðslur af þessum toga tíðkist heldur ekki annars staóar hjá Akureyrarbæ. Sigrún Sveinbjörnsdóttir og Ingibjörg Eyfells skila í úttektinni minnihlutaáliti hvaó þetta atriði sncrtir. „Yfirvinnusamningur sem gerður var við fóstrur 1988/1989 og nam 13,5 tímum á mánuði hélst óbreyttur eftir að ákvæði varðandi undirbúningstíma fóstra var tekið inn í kjarasamning þeirra. Yfirvinnusamningurinn var munnlegur, en fóstrur álíta aó um almennt samkomulag hafi verið að ræða og því sé um beina launa- lækkun aó ræða, verði þessi fasta yfirvinna af þeim tekin. Undirrit- uðum er ljóst aö óskilgreind yfir- vinna tíðkast á ýmsum stööum, hvot heldur á í hlut Akureyrarbær eða aðrir vinnuveitendur, og telja óráðlegt aó taka yfirvinnu þessa af fóstrum, sem hafa lág laun miðað við þá ábyrgð sem þeiin er falin. í ljósi þeirrar hagræðingar sem lögð er til í tillögum verkefna- hópsins og sumpart er byrjað aó framkvæma, Ieggjum vió undirrit- aðar til að yfirborgun, 13,5 klst. á mánuói verði tekin inn í föst heildarlaun fóstra.“ Önnur launaatriði varða yfir- vinnu í hádegi, vaktaálagsgreiósl- ur fyrir kl. 8 og eftir kl. 17, lokun- artíma, starfsmannafundi og tryggingar. Aldurinn færður niður á forgangshópum á næsta ári Sá kafli úttektarinnar sem tekur til breytinga á þjónustu felur í sér eftirtektarverðar nýjungar. Lagt er til að frá ársbyrjun 1994 verói ráð- inn til starfa á skrifstofu dagvistar- deildar sálfræöingur í allt að fullt starf og skal hann sinna m.a. greiningu á fötluðum börnum sem óskað er vistar fyrir á leikskólum og skóladagheimilum, yfirumsjón með þjálfun og hæfingu þeirra innan leikskólanna, ráðgjöf við leikskólastjóra og fóstrur í uppeld- islegum efnum og um meðferð fatlaðra barna sérstaklega, sam- skiptum við grunnskóla og ráð- gjafar- og sálfræðideild fræðslu- skrifstofu vegna fatlaðra barna og almennri uppeldislegri ráðgjöf við foreldra ungra barna í samvinnu vió fóstrur og aóra aðila innan dagvistarkerfis og sé þetta liður í almennu forvarnarstarfi í barna- vernd. Sú tillaga starfshópsins að börnum á Akureyri verði almennt gefinn kostur á að hetja leik- skólagöngu frá eins árs aldri er veigamikil gangvart barnafólki. Mióað er við að þetta komist á þegar nýr leikskóli, sá næsti á eftir leikskólanum í Giljahverfi, verður tekinn í notkun. Hvað varóar for- gangshópa er lagt til að þessi breyting verði gerð þegar á næsta ári. - ný bók eftir Alþýðusamband Islands hefur gefið út bókina Réttindi og skyld- ur á vinnumarkaði eftir Láru V. Júlíusdóttur. Bókin fjallar um þær reglur sem gilda í samskiptum starfs- manna og atvinnurekenda, um ráóningu til starfa, skyldur at- vinnurekenda og starfsmanna, or- Iof, aukahelgidaga, lífeyrissjóði og tryggingar, sjúkdóma og slys, fæðingarorlof, atvinnuleysisbætur, breytingar á ráóningarkjörum, uppsagnir, brottrekstur úr starfi og í úttektinni er nokkuð rætt um reglur um forgang barna að leik- skólum og afslætti af vistgjöldum. „Starfshópurinn hefur tjallað um reglur um forgang einstakra barnahópa að leikskólum. Þrátt fyrir nokkrar áhyggjur al' því hve mörg börn eru í forgangshópum, sem veldur að biðtími er orðinn langur, jafnvel þegar um for- gangsvistun er að ræða, telur starfshópurinn sér ekki fært aó leggja til að núverandi forgangs- hópum sé fækkað,“ segir í úttekt- inni. Þar er lagt til aó sú breyting verði geró á reglum um afslætti á vistgjöldum, að ekki verði veittur afsláttur af vistgjaldi barns náms- manns, þegar foreldrar eru í sam- búð og aðeins annað stundar nám. Eftir sem áður verði námsmanna- afsláttur veittur þegar báðir for- eldrar stunda nám sem uppfyllir hin tilteknu skilyrði. Börn náms- manna eigi áfram forgang aó vist- un, hvort heldur sem annað for- eldra stundar nám eða bæói. Rétt að beita úrræðum leik- skólanna í þágu barna at- vinnulausra Þá fjallaði starfshópurinn einnig um hugsanlegan forgang fyrir börn atvinnulausra foreldra aó Ieikskólum og afslátt af vistgjaldi í slíkum tilvikum. „Starfshópnum sýnist að afar örðug sé aó setja al- mennar reglur um slíkt, sem sam- tímis eru sanngjarnar og fram- kvæmanlegar með góðu móti. Starfshópurinn telur engu að síður að undir vissum kringumstæðum sé æskilcgt og skylt að beita úr- ræðum leikskólanna í þágu barna atvinnulausra foreldra. Með tilliti til þess að frá hausti 1993 mun sértakur ráógjafi á vegum ráðgjaf- ardeildar taka að sinna einstak- lingsbundnu mati á fólki sem lengi hefur verió atvinnulaust og ráógjöf við það, lítur starfshópur- inn svo á að undanþágur og for- gangur barna að leikskólanum vegna atvinnuleysis foreldra skuli gerðar að tillögu þess ráðgjafa. Stórt skref með Giljahverfís- leikskólanum I húsnæðismálakafla skýrslunnar er komið inn á sameiningu rekstr- ar Sunnubóls og Króabóls og fyr- irhugaða aðstöðu í Glerárkirkju. Bygging nýs leikskóla í Gilja- hverfi er einnig stórt skref í leik- skólamálum bæjarins þó það dugi hvergi nærri til aó uppræta langan biðlista eftir leikskólaplássuni. Um gæsluvellina segir í úttekt- inni að starfshópurinn geri ekki tillögur um gerð gæsluvalla um- fram það sem orðið er. Hópurinn leggur hins vegar til að starl's- mannahaldi verði hætt á gæslu- völlum í áföngum á næstu fimm árum þannig aó frá 1999 verði all- ir núverandi gæsluvellir orðin op- in lciksvæði en húsum haldið við. Lagt er til að jafnótt og gæsla falli niður verði umsjón vallanna og rekstur þeirra færöur frá dagvist- ardeild til umhverfisdeildar. JÓH Réttindi og skyldur á vmnumarkaði Láru V. Júlíusdóttur, lögfræðing ASÍ reglur sem tengjast gjaldþrotum fyrirtækja svo nokkuð sé nefnt. Bókin er 280 blaðsíður aó stærð og innbundin. Hún skiptist í þrjá hluta, upphaf ráðningar, rétt- indi og skyldur starfsmanna og lok ráðningar. Itarleg atriðisorða- skrá er í bókinni og spássíufyrir- sagnir, sem ætlað er að auðvelda notkun bókarinnar sem handbók- ar. Einnig er skrá yfir tilvitnaða dóma, scm reifaðir eru en margir þcirra cru undirréttardómar og hafa hvergi verið birtir. Réttindi og skyldur á vinnu- markaði nýtist öllum þeim sem fást við að túlka lög og kjara- samninga á vinnumarkaði, lög- fræðingum, starfsmannahaldi fyr- irtækja og launafólki. Lára V. Júlíusdóttir er lögfræð- ingur að mcnnt, og hefur starfað hjá Alþýðusambandi Islands frá árinu 1982. Menningar- og fræðslusamband alþýðu sér um dreifingu bókarinnar. Verð til fé- lagsmanna ASI er kr. 1200.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.