Dagur - 25.05.1994, Blaðsíða 14

Dagur - 25.05.1994, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Mióvikudagur 25. maí 1994 DA6DVEUA Stjörnuspa eftir Athenu Lee Mibvikudagur 25. maí A Vatnsberi ^ (80. jan.-18. feb.) J Heppnin snýst á sveif með þér svo dagurinn verbur ævintýralegur Óttastu ekki a6 taka þátt í kapp- ræðum því þú munt örugglega sigra í þeim. (í (! Fiskar ^ (19. feb.-20. mars) j Þú ert of bjartsýnn varðandi tím ann og kemur því minna í verk en þú ætlaðir. Veldur þetta von- birgðum en þú getur leitað hugg- unar. Hrútur ^ (81. mars-19. apríl) J Kringumstæður gera að verkum að þú þarft að breyta gerðum áætlunum. Gæti þetta valdið fjandskap í kringum þig svo farðu gætilega. ^Naut (20. apríl-20. maí) J Nú er tími til að efna gefin loforð eða endurgjalda greiöa. í kvöld er upplagt að vinna með öðrum. Happatölur: 4, 1B, 25 Tvíburar (21. maí-20. júní) 3 Þú ert atorkusamur í dag en gættu þess samt að ofgera þér ekki. Það er þér mjög mikilvægt að gæta heilsunnar vel. Krabbi (21. júní-88. júlí) J Fyrri hluta dags er hætta á að þér verði á einhver mistök vegna skorts á athygli. Komdu hug- myndum þínum á framfæri. ‘Iv (25. júli-22. ágúst) J um dag skaltu gera áætlanir breytingar, sérstaklega í einkamál- um. Einhverjir í kringum þig eru viðkvæmir svo farðu varlega. (E Meyja (23. ágúst-82. sept, D Dagur til að græða sár og endur- nýja kunningsskap. Þér myndi líða betur ef þú segðir einhverjum sem þú treystir það sem þér ligg- ur á hjarta. (B Vog (23. sept.-22. okt.) ) Skapandi störf eru líklegust til ár- angurs í dag en kryddaðu þau með fjörugu ímyndunarafli. Ástar- málin blómstra hjá hjónum og pörum. 'tum Sporðdreki (23. okt.-21. nóv.) D Gættu þess að samúðin og of mikið traust ráði ekki ferðinni oegar þú gefur heilræði og segðu sem minnst um málefni sem þú aekkir ekki vel. Bogmaður D /SlX (22.n6v.-21.des.) J Q Dagurinn verður annasamur og aú hefur lítinn tíma fyrir sjálfan 3ig. Skapið er hins vegar í besta lagi og kemur að góðum notum. Steingeit D (TTl (22.des-19.Jan.) J 6 Beindu athygli þinni að fjármál- unum í dag. Ekki reyna að koma í framkvæmd vonlausum hug- myndum; reyndu heldur að koma sem mestu í verk snemma. A léttu nótunum Framtakssemi - Hefur þú nokkurn tíma gert nokkuð fyrir börnin þín? spurði frú Ólafía hinn lata mann sinn. - Gert nokkub fyrir þau? tók maðurinn afsakandi upp fyrir henni. - já, því held ég sannarlega fram! Er þab kannski ekki framtakssemi minni að þakka að þau eru yfirleitt til? Afmælisbarn dagsins Þú færð tækifæri til ab sinna á ný gömlu áhugamáli eða taka upp á nýju. Þetta ætti að fjölga vinun- um. Þá skaltu reikna með að slitni upp úr sambandi en það verður ekki mjög erfitt. Fjármálin ganga vel síbari hluta ársins. Orbtakib Reka e-n á stampinn Merkir ab „hrekja fullyrbingar einhvers, reka eitthvað ofan í ein- hvern". Orðtakið er kunnugt frá 20. öld. í rauninni merkir orbtak- ið að „fella gildruna á einhvern". Þetta þarftu ab vita! Falleg margföldun Ef talan 11 111 111 er margföld- ub með sjálfri sér kemur aldeilis gullfalleg tala út, sem sé 123456787654321. Spakmælib Eilífft Daufdumbur skólasveinn var spurður: „Hvab er eilífðin?" Hann svarabi: „Æviskeið hins alvalda." (Óþekktur höfundur). • Frá íhaldi til fram- sóknar? Fyrir 16 árum síðan var geng- ið lil sveitar- stjórnarkosn- inga og bar kjördag upp á sama dag og nú, 28. maí. Úr- slit urbu mjög söguleg í Reykjavík því Sjálfstæb- ismenn töpubu þá meirihlutanum í hendur Alþýbubandalagsmanna sem hlutu 5 fulltrúa, Alþýbufiokks sem hlaut 2 og Framsóknarflokks sem hlaut einn fulltrúa. Svo mjótt var á munum ab ákvebib var ab endurtelja. Hvort íhaldib missir meirihlutann í höfubborginni nú skal ósagt látib en vegna þess hversu stór hiuti kjósenda er enn óákvebinn er áreibanleiki skob- anakannana nokkub ómarkvlss. Hinn 25. júní s.á. var einnig kosib til Alþingis og urbu þau úrslit ekki síbur óvænt. Alþýbuflokkur- inn hlaut 14 þingmenn og 22% atkvæba og var ótvírætt sigur- vegari kosninganna. Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar lét af völd- um og vib tók ríkisstjórn Ólafs jó- hannessonar 25. ágúst þ.á., eftir miklar þreifingar um myndum meirihlutastjórnar. Víssulega hef- ur Davíb Oddsson enn tæklfæri til ab boba til kosninga og ab Halldór Ásgrímsson verbi sestur í stól forsædsrábherra ábur en árib er á enda runnib og völdin því færst frá íhaldi til framsóknar. • Brassarnir bestir? Margir bíba spenntir eftir ab ein mesta íþróttakeppni sem fram fer hér á jörðu hefjist á þjób- hátíbardegi okkar en þá leika heimsmeistarar Þjóbverja opnunarleik Heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu gegn Bolivíu í Chicago. Undirritabur hallast helst ab því ab þab verbi Brasiiíumenn sem hampi jules Ri- met-styttunni eftir frábæran úr- slitaleik vib Hollendinga í Los Angeles 17. júlí nk, Spútniklib keppninnar verbur samkvæmt sömu spá Kolumbía þótt ekki tak- ist þeim ab komast alla leib en þau lib sem helst verbur „sakn- ab" ab þessu sinni eru Englend- ingar og Evrópumeistarar Dana. • Ævintýranlegt gangverb kvóta Fyrri nokkrum vikum var verb á leigukvóta á þorski um 60 kr/kg þrátt fyr- ir lækkandi verb á þorski á Bretlandsmark- abi en nú er verblb orbib 75 kr/kg hjá kvóta- miblun LÍÚ og kaupendur eru helst útgerbarmenn sem eru bún- ir ab veiba umfram heimlldir og eiga ekki annarra kosta völ. Leiba má líkum ab því ab hagkvæmara hefbí verib ab veiba abeins kvót- ann og leggja skipunum eba leigja skipin einhverjum sem enn er aflögufær meb þorskkvóta. Umsjón: Geir A. Gubsteinsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.