Dagur - 25.05.1994, Blaðsíða 3

Dagur - 25.05.1994, Blaðsíða 3
Mióvikudagur 25. maí 1994 - DAGUR - 3 FRÉTTIR Mánudagsblað Dags Vegna sveitarstjórnarkosninganna á laugardag kemur Dagur út á mánu- dag. í bla&inu veröur úrslitum kosninganna í öll- um sveitarfélögum á Nor&urlandi ger& ítar- leg skil, birtar tölulegar upplýsingar og vi&- töl vi& frambjó&endur. Skilafrestur auglýsinga í þetta mánu- dagsblaö Dags er til kl. 14 föstudag- inn 27. maí. Drög aö samþykktum kynnt: Ný samtök 26 aðildarfélaga komi í stað Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda Stéttarsamband bænda hefur sent frá sér kynningu á drögum að samþykktum nýrra bændasam- taka sem til eiga að verða við sameiningu Búnaðarfélags fs- lands og Stéttarsambands bænda. Eins og kunnugt er hófust um- ræður um sameiningu þessara samtaka á fundum bænda á síð- asta ári, sem leiddu til þess að stjórn Stéttarsambands bænda óskaði eftir viðræðum við stjórn Búnaðarfélags íslands um málið. Þær viðræður leiddu til stofnunar sameiningarnefndar, sem skilaði drögum að samþykktum samein- aðra samtaka fyrr á þessu ári. Búnaðarþing tók mjög jákvæða al'stöðu til sameiningarinnar og að undanförnu hafa farið fram kynn- ingarfundir á meðal bænda um allt land. Skoðanakönnun um samein- inguna á meðal bænda á að fara fram samhliða komandi svcitar- stjómarkosningum. Aðalfundur Stéttarsambandsins og auka Búnað- arþing rnunu síóan taka málið til umtjöllunar og ákvörðunar á grundvclli niðurstöðu þcirrar skoð- anakönnunar. I drögum að sameinuðum bændasamtökum scgir mcðal ann- ars að bændasamtökin gcgni tví- þættu hlutvcrki. Annars vcgar að gæta hagsmuna bændastéttarinnar en hins vegar að annast leiðbcin- ingaþjónustu í þágu landbúnaðar- ins. Bændasamtökunum cr ætlað að móta heildarstefnu í málefnum landbúnaðarins, að vera málsvari bændastéttarinnar gagnvart hinu opinbera og öðrum aðilum þjóðfé- lagsins, beita sér l’yrir nýmælum í löggjöf og hafa vakandi auga með afkomu bænda og almennum rekstrarskilyrðum landbúnaðarins. Bændasamtökunum er ætlað að kappkosta aó tryggja bændum lífs- kjör til samræmis við aðra þegna þjóðfélagsins og annast í því cl'ni samningsgcrð af hálfu bænda; mcðal annars um framlciðslustjóm, vcrðlagningu búvara og kjör starfs- l'ólks í landbúnaði. Bændasamtökunum cr cinnig æ.tlað að vinna að framförum í landbúnaði: mcðal annars mcö því að ráóa til starl'a landsráöunauta cr hafi á hcndi forystu um lciðbcin- ingar á viðkomandi sviðum. Gcrt cr ráð fyrir að búnaðarsamböndin vinni á sama hátt aö framförum í landbúnaði. Gcrt er ráö fyrir að 26 lélaga- samtök cigi aöild að hinum nýju bændasamtökum, 15 búnaðarsam- bönd í sýslum landsins auk 11 bú- grcinalelaga. ÞI Tónleikar The Boys: Miðarnir rifnir út Barnastjörnurnar Rúnar og Arn- ar Halldórssynir í The Boys halda tónleika í íþróttahöllinni á Akureyri sunnudaginn 29. maí kl. 14. Miðasala hófst í verslun- inni Melódíu í síðustu viku og fór hún vel af stað. Á annað hundrað miðar seldust í vikunni. „Viðtökurnar hafa vcrið mcð ólíkindum," sagði Sigl'ús E. Am- þórsson, cigandi Mclódíu og skipulcggjandi tónlcika Thc Boys hér á landi. „Það er mikil spcnna og áhugi hjá krökkunum, sem cr skiljanlcgt því þaö cr langt síðan alvöru barnastjörnur hafa vcrið vió líöi hcr á landi, hvað þá svona vin- sælar stjömur og Thc Boys," sagði Siglus. Miðar vcrða scldir í geisladiska- vcrsluninni Mclódíu fram á laugar- dag og cinnig vcrður miðasala við innganginn í Iþróttahöllinni. Thc Boys halda fcma tónleika hér á landi um næstu helgi, tvcnna í Kaplakrika á laugardaginn og síðan á Akurcyri og Egilsstööum á sunnudaginn. SS Samningurinn undirritaður, f.v.: Guðniundur Árni Stcfánsson heilbirgðisráðherra, Halldór Jónsson bæjarstjóri og Friðrik Sophusson, fjármálaráðhcrra. Samningur undirritaður um byggingu legudeildarálmu við FSA: „Stórverkefni sem hleypir nýju blóði í atvinnulífið“ - sagði Guðmundur Árni Stefánsson, heilbrigðisráðherra Fulltrúar ríkisvaldsins og Akur- eyrarbæjar undirrituðu sl. föstu- dag samning um byggingu legu- deildarálmu við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Frestur til að skila inn tilboðum til Framkvæmdasýslu Ríkiskaupa rennur út 8. júní nk. en auglýst- ur tilboðsfestur var upphaflega til 1. júní. Fresturinn er vegna óvissu um hvort samningurinn þyrfti í Evrópuútboð sem svo reynist ekki þörf á. Það voru þeir Guðmundur Árni Stefáns- son, hcilbrigðisráðherra, og Friðrik Sophusson, fjármálaráð- herra, sem undirrituðu samning- inn fyrir hönd ríkisins, en Hall- dór Jónsson, bæjarstjóri, af hálfu Akureyrarbæjar. Um cr aó ræða 4.160 fermctra byggingu á fjórum hæðum og hcfjast framkvæmdir væntanlcga í sumar cn gcrt cr ráð fyrir að bygg- ingunni vcröi að fullu lokið árið 1998. Fyrsti áfangi, barnadcild, vcrður væntanlcga tckin í nokkun l'yrir árslok 1997 cn vonir standa til að cf hagstæðir samningar nást vcrði hægt að taka barnadcildina í notkun nokkuð fyrr. Kostnaóur við l'yrsta ál'anga lcgudcildarálmu cr áætlaður rúmlega 290 milljónir króna. Hönnuðir cru húsamcistari ríkisins, Vcrkfræðistofa Sigurðar Thoroddscn og Raftákn hf. For- maöur byggingancfndar cr Finnur Birgisson, arkitekt. „Sú stcfnumörkun ríkisstjómar- innar cr yfirlýst að stcfna bcri aö uppbyggingu sérhæfórar sjúkra- húsaþjónustu á höfuðborgar- og Eyjafjarðarsvæðinu. Þessi samn- ingur er í samræmi vió þá stefnu og hcfjast framkvæmdir væntan- lega innan örl'árra vikna. Ég vona að það stórverkefni sem hér er ver- ið að ganga frá megi verða til þess aó hleypa nýju blóói í atvinnulíf í fjórðungnum enda ekki vanþörf á á þcssum erfióu tímum," sagði Guðmundur Árni Stefánsson, heil- brigðisráðlicrra. GG Góður árangur nor&lenskra kjötiðnaðarmanna Norðlenskir kjötiðnaðarmenn stóðu sig vel í fagkeppni Meist- arafélags kjötiðnaðarmanna sem fram fór á dögunum. Auk þess sem kjötmeistaratitilinn árið 1994 kom í hlut Páls Hjálmars- sonar, kjötiðnaðarmanns hjá Kjötiðnaðarstöð KEA á Akur- eyri, voru alls níu af átján gull- verðlaunum, sem veitt voru fyrir kjötvörur, veitt til kjötiðnaðar- manna á Norðurlandi. Páll Hjálmarsson hlaut alls fjögur gullverðlaun; l'yrir reyktan lax, pcdcrsens salamí, úrbeinað hangilæri og vínarpylsur, sem hann hlaut kjötmeistaratitilinn cinnig fyrir. Ævar Austfjörð, sem cinnig starfar hjá Kjötiónaðarstöð KEA, hlaut tvenn gullverðlaun; fyrir blóðmör og fyrir sykurleg- inn, léttreyktan hamborgarahrygg. Olafur R. Ólafsson hjá Kjarnafæði á Akurcyri hlaut einnig tvenn gullverðlaun; fyrir fjallalambs- kæfu og fyrir úrbeinað hangilæri og Hrönn Káradóttir hjá Kjötiðju KÞ á Húsavík hlaut gullverðlaun fyrir úrbeinaó hangilæri. ÞI Heimsókn ífyrirtœki á Akureyri Ncmcndur í 5. bckk Itarnaskóla Olafsfjarðar, brugðu sér í bæjarfcrð til Akureyrar í gær og hcimsóttu m.a. nokkur fyrirtæki, ásamt umsjónarkcnnara sínum og skólastjóra Gunnari L. Jóhannssyni og mæðrum úr forcldrafciaginu. Krakkarnir hcimsóttu Mjólkursamlag KEA, Dagsprcnt, Ríkisútvarpið og Lindu. A lciðinni hcim var komið við í íþróttamiðstöðinni á Þclamörk, íþróttahúsið skoðað og farið í sund. Myndin var tckin af hópnum eftir hcimsóknina í Dagsprcnt. KK/Mynd: Robyn. Auglýsingadeild, sími 24222. Opib frá kl. 8 til 17

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.