Dagur - 25.05.1994, Blaðsíða 6

Dagur - 25.05.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 25. maí 1994 Bætt aðstaða fyrir sjúkt aldrað fólk Heilbrigðisráðherra undir- ritar samkomulag um aukinn rúmafjölda Eitt þeirra mála sem Alþýöuflokk- urinn leggur áherslu á í stefnuskrá fyrir komandi bæjarstjórnarkosn- ingar er bætt aðstaöa fyrir aldraða og þá er ekki síst átt viö bætta aó- stöóu fyrir þá sem sjúkir eru. Því er þaö mikið gleðiefni aö sl. föstudag var undirritaður samn- ingur milli Heilbrigöisráðuneytis- ins og Akureyrarbæjar um að fjölga hjúkrunarrýmum á Hlíð um 10. Þetta er búió að vera mikið kappsmál enda nauósyn brýn og því ánægjulegt þegar ráðherra heilbrigóismála, Guðmundur Árni Stefánsson, tók af skarið með heimild til þessa. Aðstaða aldraðra Sem betur fer er aðstaða fyrir aldraða á Akureyri með því besta sem gerist hér á landi, bæði hvað varóar heimahjúkrun og hjúkrun- arrými. Langlífi hefur aukist en því fylgir þó gjarnan að þörf fyrir hjúkrun eykst. Því verður áfram að halda á þeirri braut hér í bæ að veita þessu fólki góða þjónustu. Virðum aldraða Það er vottur um menningarstig hverrar þjóðar hvernig búið er að öldruðum, þeim sem lokið hafa farsælu ævistarfi og lagt grunn að þeirri velferð, sem við hin yngri búum viö. Alþýðuflokkurinn hefur á um- liðnum árum og áratugum verið í forystu í öldrunarmálum í bænum og fór meó formennsku í Dvalar- heimilastjórn. Á þeim árum var „Það er vottur um menningarstig hverrar þjóðar hvernig búið er að öldruðum, þeim sem lokið hafa farsælu ævistarfí og lagt grunn að þeirri velferð, sem við hin yngri búum við.“ ' mest áhersla lögð á uppbyggingu dvalarheimila, en svo ört breytast aðstæður í þjóðfélaginu aó nú er það ekki eins eftirsóttur kostur. Hreinn Pálsson. Því hefur orðið sú breyting að byggingar fjölbýl ishúsa, sem sér- staklega eru sniðin að þörfum aldraðra hafa tekið við og á sinn hátt stendur bæjarfélagið aó því, m.a. með því aó kaupa ákveðinn fjölda íbúða og tengja þjónustu- miðstöðvar þessum byggingum sem raunar eru ætlaðar íleirum en þeim sem í fjölbýlishúsum búa. * Aherslu á aðstoð við sjúka Eins og fyrr er sagt er það stefnu- mál Alþýðuflokksins að leggja megin áherslu á bætta aðstöðu fyr- ir þá sjúku með heimahjúkrun og fleiri hjúkrunarrýmum á stofnun- um. Til þess að fylgja því máli eftir þurfa því áhrif flokksins að aukast og slíkt gerist ekki, nema hann fái fleiri bæjarfulltrúa kjörna. Hreinn Pálsson. Höfundur skipar 2. sætió á A-listu Alþýöu- flokksins fyrir bæjarsljómarkosningarnar á Ak- ureyri á laugardag. Hver vill óbreytt ástand? Mér er það bæói ljúft og skylt aó benda kjósendum á Akureyri á ágæti þess fólks sem nú skipar B- listann, vegna þess hve ég þekki þaó vel. í fjórum efstu sætum list- ans er fólk sem hefur víótæka reynslu af bæjarmálum og at- vinnulífi. Astu í bæjarstjórn Fimmta sætið, baráttusætið, skipar Ásta Sigurðardóttir sem hefur dýr- mæta reynslu og þekkingu á mál- efnum launþega, ýmissa félaga- samtaka, auk bæjarmálefna vegna setu í ýmsum nefndum á vegum bæjarins. Þaó vita allir sem Ástu þekkja hve traust hún er og raunsæ. Ak- ureyringar eru lánsamir aó eiga kost á því að tryggja henni sæti í Bæjarstjórn Akureyrar. Þekking og reynsla I næstu sætum listans er fólk sem einnig hefur víðtæka þekkingu og reynslu og hefur náð góóum ár- angri í störfum sínum. Þessu fólki treysti ég til að vinna vel saman. Þessu fólki treysti ég til aö tak- ast á við erfióleika. Þessu fólki treysti ég til að vinna þau verk sem þarf af dugn- 'aói og heilindum. Breytinga er þörf En þetta ágæta fólk fær ekki tæki- færi til forustu í Bæjarstjórn Akur- eyrar ef meirihlutinn heldur velli. Þaó skiptir engu þó Alþýðubanda- lagið vinni mann af Sjálfstæðis- flokknum, það þýðir cinfaldlega óbreytt ástand. Eru bæjarbúar ánægðir með ár- angur þessara flokka og efndir á kjörtímabilinu? Svarið er nei. Þess „En trúa kjósendur því að fólk sem hefur haft tækifæri í 4 ár til að láta verkin tala skipti um ham á kosn- ingadaginn og verði allt annað og betra.“ vegna segist mcirihlutinn nú ætla að „breyta vörn í sókn“. En trúa kjósendur því að fólk sem hefur haft tækifæri í 4 ár til að láta verkin tala skipti um Úlfhildur Rögnvaldsdóttir. ham á kosningadaginn og verði allt annaö og betra? Álíta bæjarbúar að Sjállstæðis- Ilokkur og Alþýðubandalag, sem eru ólíkastir allra flokka, séu best- ir til samstarls í meirihluta? Engin áhætta! Nei, þaó er brcytinga þörf í þess- um bæ. Eg skora á konur á Akureyri að hafna því sem cr og vclja til lor- ustu flokk sem hefur þær Sigfríði Þorsteinsdóttur og Ástu Sigurðar- dóttur innanborðs. Eg skora á kjósendur á Akur- eyri að gefa B-listanum tækifæri til áhrifa. Áhættan cr cngin, því hver vill óbreytt ástand? Úlfhildur Rögnvaldsdóttir. Höfundurer frúfurundi bæjarfulltrúi á Akureyri og skipar 22. sæti ú B-listu Frumsóknurflokks- ins viö bæjurstjórnarkosningarnar ú laugardag- inn. Eitt samfélag fyrir alla Á undanfömum árum og áratugum hafa fatlaðir krafist þeirra sjálf- sögðu mannréttinda að fá að taka þátt í daglegu amstri þjóðfélagsins á sama hátt og aðrir. Til þess að svo megi verða þarf margt að KIPULAG RÍKISINS Lög um mat á umhverfis- áhrifum hafa tekið gildi Athygli skal vakin á því að lög nr. 63/1993 um mat á um- hverfisáhrifum tóku gildi I. maí 1994. Nú er óheimilt að veita leyfi til framkvæmda, hefja framkvæmdir eða staðfesta skipulagsáætlanir samkvæmt skipulagslögum nr. 19/1964, ásamt síðari breytingum, nema ákvæða laga nr. 63/1993 og reglugerðar nr. 179 hafi verið gætt. Lögin og reglugerðin fást hjá embætti skipulagsstjóra rík- isins. Þar er unnið að almennum leiðsögureglum, sem einkum eru ætlaðar sveitarstjórnum, framkvæmdaaðilum og ráðgjöfum þeirra, um tilhögun mats, tengsl við önnur lög og reglugerðir og viðurkennda starfshætti. Nánari upplýsingar veita Halldóra Hreggviðsdóttir og Þóroddur F. Þóroddsson hjá Skipulagi ríkisins. Skipulagsstjóri ríkisins. brcytast í bæjarfélaginu og bæjar- stjórn hefur völd til þess aó konia á breytingum. Alþýðubandalagið hefur ávallt staðió vöró unt félags- legt öryggi og þjónustu og okkur er það fullljóst aó margt þarf að breytast til aó latlaóir, þ.e. líkam- lega fatlaðir, geðfatlaðir og þroskaheftir, njóti sambærilegra réttinda og kjara á við aóra. Akur- eyrarbær er stór vinnuveitandi og Alþýðubandalagið vill beita sér fyrir því að þar fái fleiri fatlaóir störf viö hæfi en nú cr raunin. Eins þarf að huga að umhverfi og að- gengi þannig að líkantlega fatlaóir, blindir og hreyfiskertir, þar nteð taldir aldraðir og foreldrar með ung böm, eigi auðveldara mcð að komast lerða sinna. Nú í júníbyrjun vcröur haldin alþjóðleg ráðstefna um málefni fatlaðra í Reykjavík. Þar veróa samankomnir fatlaðir, fræðimenn og stjómmálamenn frá 40-50 þjóð- löndunt og eru fyrirlesarar frá öll- um heimshornum. Yfirskrift ráð- stefnunnar er EITT SAMFÉLAG FYRIR ALLA en stefna og mark- miö Sameinuðu þjóðanna í þessurn málaflokki og nýjar grundvallar- reglur sent Allsherjarþingiö sam- þykkti á sl. ári veróa kynntar. Þær reglur eru taldar vera undanfari al- þjóóalaga um málefni fatlaðra. Vonandi sjá bæjarstjómarmenn ástæðu til að sækja sér þekkingu á Sigrún Sveinbjörnsdóttir. þessa ráðstefnu, en slíkur heims- viðburður veröur ekki vió bæjar- dyr okkar á næstunni, a.m.k. ekki á næstu ntannsævi. Stærsta réttindamál fatlaðra í mörgum þjóólöndum er það að fá að búa í svcitarfélagi sínu á söntu forsendum og aðrir, þ.e. að sveit- arfélagió beri ábyrgð á allri félags- legri þjónustu gagnvart þeim á sama hátt og öörum þegnurn. Þannig krefjast fatlaóir að sveitar- félagió þjóni ÖLLUM þegnum sínunt en ekki bara sumum, aö all- ir séu jafnréttháir. Þessi krafa er „Akureyrarbær er stór vinnuveit- andi og Alþýðu- bandalagið vill beita sér fyrir því að þar fái fleiri fatlaðir störf við hæfí en nú er raunin“. réttmæt og Samcinuðu þjóðirnar leggja málefninu lið í æ ríkara mæli. Alþýðubandalagið vill að málefni fatlaðra færist ylir til sveitarfélagsins og sér ntögulcika á því verði Akurcyri fyrir valinu sem tilraunasveitarfélag. Að mörgu þarf að hyggja og auðvitað er ekki hægt aö varða leiðina fyrir- frarn til enda, cn Alþýðubandalag- iö hefur kunnáttu á þessu sviði og er óhrætt að takast á við þau verk- efni sent bíða. Sigrún Sveinbjörnsdóttir. Höfundur skipar þriója sæti ú lista Alþýóu- bandalagsins á Akureyri fyrir bæjarstjórnar- kosningamar nk. laugardag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.