Dagur - 13.08.1994, Blaðsíða 4

Dagur - 13.08.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 13. ágúst 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1400 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON.(íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Endurskoðun á launakerfí kennara í skýrslu nefndar um mótun menntastefnu, sem kynnt var fyrr í sumar, er skýrt tekið fram að kjarasamninga við kenn- ara verði að endurskoða frá grunni. Þetta er ánægjuleg yfir- lýsing en hún kemur kannski ekki alveg á óvart, því jafn- framt fyrirhuguðum flutningi skólanna frá ríki til sveitarfé- laga, sem til þessa hefur verið gengið út frá að verði á næsta ári, er ljóst að kennarar verða ekki lengur ríkisstarfsmenn, þeir þiggja laun frá sveitarfélögunum. Forsendur breytast þar með og óhjákvæmilegt er að stokka upp launakerfið í leiðinni. Það verður að segjast alveg eins og það er að launakjör kennara og annarra sem vinna að uppeldismálum hafa til fjölda ára verið til skammar og í raun óskiljanleg. Víða er- lendis, til dæmis í nágrannalöndunum, eru uppeldisstörf metin til launa, litið er á starf kennarans sem mikilvægt starf sem verðskuldi góð laun. Nú er ekki hægt að ætla íslensku þjóðfélagi að það líti ekki á skólastarfið sem mikilvægt, en engu að síður hefur kennurum, leikskólakennurum og öðrum sem starfa að upp- eldismálum, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, ekki tekist að fá leiðréttingu á launakjörum. Höfundar áðurnefndrar skýrslu nefndar um mótun menntastefnu segja afdráttarlaust að gera verði „kröfu um að kennarar sinni kennslu sem aðalstarfi og fái greitt fyrir það.“ Lögð er áhersla á að hlutverk kennara hafi breyst mjög á síðustu árum. Það felist ekki eingöngu í miðlun þekk- ingar til nemenda, heldur þurfi kennarar jafnframt að sinna uppeldishlutverki í víðari skilningi en áður, taka þátt í sam- vinnu við foreldra, veita ráðgjöf, vinna að þróunarstörfum í kennslu og hafa umsjón með kennaranemum. „Mikilvægt er að starfsaðstæður og launakjör taki mið af breyttu hlutverki kennara, “ segir orðrétt í skýrslunni. Þetta eru vissulega falleg orð, en ekki ósvipuð orð hafa áður sést á prenti í opinberum skýrslum. í tíð fyrrverandi menntamálaráðherra var skrifuð skýrsla um menntastefnu, en núverandi menntamálaráðherra stakk henni niður í skúffu og fékk mæta menn til þess taka saman nýja skýrslu. Ef til vill fer hún sömu leið og sú gamla, beint ofan í skúffu, og fögru orðin um endurskoðun launakjara kennara rykfalla þar. Vonandi verður það þó ekki niðurstaðan. Það er kominn tími til að þessi mál verði tekin til gagngerrar endurskoðun- ar. íslenskt þjóðfélag hefur ekki efni á því að meta ekki upp- eldisstörf til launa. I UPPAHALDI Jóhann Norófjörð er sýning- arstjóri Borgarbíós á Akur- cyri. Á undanförnum mán- uðum heí'ur verið afar líf- legt yfir sýningum bíósins og hver stórmyndin á fætur annarri hefur birst á hvíta tjaldinu. Nægir þar að nefna að þessa dagana er verið að sýna „Fjögur brúðkaup og jarðarför-4 við miklar vinsæld- ir og í gærkvöldi frumsýndi Borgarbíó stórmyndina Phila- delphia. I næstu viku er síðan von á íslensku myndinni Bíódög- um. Þaó cr því nóg að gcra hjá sýningarstjóra Borgarbíós, en engu að síður gaf hann sér tíma til að svara nokkrum laufléttum spumingum. Hvaðgerirðu helstí frístundum? Hvaóa frístundum? í þeim fáu frístundum sem gefast skrepp ég í veiói. Ég er búinn að fara nokkrum sinnum í silungsveiði í sumar. Hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá þér? Þetta er erfið spurning. Hvað á maður að scgja? Jú, ætli ég ncfni ekki grillmat - lambakjöt á grillió. Uppáhaldsdrykkur? Ég nefni tvímælalaust kók og vatn. Ertu hamhleypa til allra verka á heimilinu? Já, mér finnst það. Hins vegar er ég ekki viss um að sambýlis- konan sé sammála. Jóhann Norðfjörð. Er heilsusamlegt líferni ofarlcga á baugi hjá þér? Já, það er það frekar. Ég stunda veggtennis og hjóla tölu- vert. Hvaða blöð og tímarit kaupir þú? Ég reyni að lesa öll kvik- myndatímarit scm ég kemst yftr. Svo lcs cg Dag rcglulcga - Dagur er uppáhalds dagblaðiö. Ég hlusta ekki mjög mikió á tónlist, en ég nefni djasspíanist- ann Oscar Pctcrson. Ég hlusta gjarnan á djass þegar ég slaka á. Uppáhaldsíþróttamaður? Ég á mér cngan uppáhalds íþróttamann og raunar f'ylgist ég lrekar lítiö með íþróttum. Hvað horfirþú mest á í sjónvarpi? Bíórnyndir og frcttir, cg cr fréttafíkill. Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu mest álit? Ég hcl' almcnnt ckki mikið álit á þcim stjórnmálamönnum sem stjóma landinu. Hvar á landinu vildirðu helst búa ef þú þyrftir aðflytja búferium nú? Seyóisfirói. Það cr fallcgur bær ög þangað fer ég gjarnan til þess að slaka á. Hvaða hlut eðafasteign langarþig mest til að eignast um þessar mund- ir? Þcssu cr fijótsvarað. Mig van- hagar ckki um ncitt og ég cr ánægður með þaó sem ég hef. Hvernig œtlar þú að verja sumar- leyfinu? Það vcróur eitthvaö Jítið um Hvaða bók erá náttborðinu hjáþér? Þcssa dagana er það bókin „Þegar neyðin er stærst“. Hún fjallar um andspymu norskra bænda á stríðsárunum. Þetta er nrjög átakanlcg bók. Hvaða liljómsveit/tónlistarhwður er í mestu uppáhaldi hjá þér? sumarleyll þetta sumarið. Þeir fáu frídagar serrt ég kem til með aö taka tengjast líklega fiskveió- um á cinn eða annan hátt. Hvað œtlarðu aðgera um helgína? Um helgina verö ég að vinna. Þaó er cinfalt mál. Ætli cg reyni svo ckki að grilla. óþh SAGNABRUNNUR BJÖRN DÚASON Klukkan 22.05 þann 16. nóvember 1949 hafói Landsímastöðin á Siglufirói samband við Þórar- inn Dúason, formann slysavamadeildarinnar á staðnum og tilkynnti aó heyrst hefði neyðarkall frá færeyska fiskiskipinu Haffrúgvin og væri skipið strandað vió Siglufjörð. Fór Þórarinn þegar á stöðina og gat þar náð sambandi við Wolfgang Andreasen, skipstjóra á hinu strand- aða skipi, sem skýrði frá því að hjálp yrói að berast þegar í stað þar sem skipió væri þegar orðið hálffullt af sjó og stööugt bryti yfir það á strandstaðnum. Ekki var hann viss um hvar skipið væri strandað en taldi að þaó væri vestan Siglufjarðar. Mikið dimmviðri var á og sagði skipstjórinn að ekki sæist annað frá skipinu en upp í kletta í fjörunni. Þórarinn Dúason gerði tafarlaust ráðstafanir til þess að leitað yrói aó Haffrúgvin. Haft var símasamband við Sauðanesvitamenn, Siglunes og Hraun í Fljótum og menn beðnir aó fara til leitar. Leituðu Sauðanesmenn vestan fjaróarins en Siglunesmenn að austan. Meóan á þessari leit stóó, fékk Þórarinn 5 vélbáta sem lágu í höfn á Siglufirói, til þess að feróbúast til leitar. Tveir bátanna voru íslenskir, Bjarmi frá Dalvík og Vonin frá Grenivík, en hinir vom færeyskir og höfðu þeir leitað inn til Siglufjarðar sökum óveóurs úti fyrir. Leit á landi að hinu strandaða skipi reyndist árangurslaus og var það hvergi að finna á þeim stöðum sem helst voru taldir líklegir. Um kl. 22.45 var síðast hægt að hafa talsamband við skipstjórann á Haffrúgvin, sem sagði þá að mik- ill sjór væri kominn í skipið og öll ljós væru slokknuð. Skipstjóri var þá beóinn aö kynda neyóarbál, ef vera kynni aó leitarflokkar kæmu auga á það. Um kl. 1.25 um nóttina kallaði vélbáturinn Bjarmi símstöðina upp og skýrði frá því að bál sæist innanvert við svonefnda Almenningsnöf. Höfðu íslensku bátamir tveir haldið beint vestur fyrir Almenninga í leit sinni og ekki leið á löngu uns skipverjar á Voninni sáu einnig neyðarbálið. Þegar vitaó var um strandstað færeyska skipsins, var björgunarsveit Slysavarnafélagsins á Siglufirði þegar kölluð út og hélt 30 manna fiokkur undir stjóm Sveins Ásmundssonar, af staó áleióis á strandstaó um klukkan 2.40. Fór sveitin fyrsta áfanga leiðarinnar á jeppabifreið og 5 tonna vörubifreió sem hafði drif á öllum hjólum. Skömmu síðar lögóu svo tvær aðrar bif- reiðir af staó frá Siglufirði og var Jón Hjaltalín Gunnlaugsson læknir með annarri þeirra, auk þess sem meó þeim voru flutt matvæli, teppi og ýmislegt sem talið var að mætti að gagni koma til að hlynna aó skipbrotsmönnum ef þeir næð- ust í land. Mennimir sem fyrst lögóu af stað komu á strandstaóinn klukkan 4.10. Reyndust aóstæður á staðnum vera mjög örðugar þar sem skipió hafói strandað undir snarbröttum og háum bökk- um, sem fara varð niður aö af mikilli aðgát. Um svipaó leyti og björgunarmennina bar að, tókst skipbrotsmönnum aó láta belg með línu reka í land og gekk því greiðlega að koma björgunartækjunum út í skipið. Björgunin sjálf gekk einnig svo vel fyrir sig að mennimir 18 voru allir komnir í land um 40 mínútum eftir að björgunin hófst. Þaó sem mest- um erfiðleikum var bundið vió björgunina var að hvergi var hægt að festa björgunartaugina í landi, og urðu mennirnir að halda í hana meðan skipbrotsmennimir voru dregnir í land. Reyndist það að sjálfsögðu hið erfiðasta verk, þar sem litla fótfestu var að fá í skriðunum og hreyfing var töluverð á skipinu. Skipbrotsmennimir fiestir voru vel á sig komnir er þeir náóust í land og lítt þrekaðir. Gátu fiestir þeirra komist upp skriðumar á hand- vaói, án hjálpar, en þar uppi beió þeirra hressing sem björgunarmennirnir höfðu haft meðferðis og einnig kom vitavörðurinn á Sauðanesi meó hressingu handa þeim og björgunarmönnunum. Áó var skamma stund á staðnum og síðan haldió af stað til bifreiðanna og var þaó um klukku- stundar gangur. Var leiðangurinn allur kominn til Siglufjarðar um klukkan 9 og var þá skip- brotsmönnum komið fyrir á Hótel Hvanneyri sem stóð við Aðalgötu bæjarins, þar sem þeim var veitt frekari aðhlynning. Reyndist engum þcirra hafa orðið meint af volkinu. Þegar skipbrotsmennimir af Haffrúgvin komu til Reykjavíkur, hélt stjórn Slysavarnafé- lags Islands þeim kaffisamsæti og var þeim þá sýnd kvikmyndin um björgunarafrekið við Látrabjarg og þótti þeim mikið til hennar koma. Þeir fóru síðan heimleióis meó M.S „Dronning Alexandrine". Þann 9. september árið eftir voru svo björg- unarmennimir heiðraðir af tryggingarfélagi Haf- frúgvin af „Foroya Vanlukkutrygging“v Færði frú Bodil Begtrup, sendiherra Dana á íslandi, björgunarsveitinni gjöf sem Guðbjartur Ólafs- son, forseti Slysavarnafélags Islands, tók á móti. Var gjöfin áletraóur silfurskjöldur og 5000 krónur færeyskar. Viðstaddir þessa athöfn voru m.a.: Sigurjón A. Ólafsson, varaforseti Slysavamafélagsins, Ólafur Þóróarson, skipstjóri, Sveinn Ásmunds- son, formaður björgunarsveitarinnar á Siglu- firði, Þórarinn Dúason, hafnarstjóri og formaóur slysavamasveitarinnar á Siglufirði og Peter Vígelund, formaóur Færeyingafélagsins í Reykjavík. Slysavarnafélag Islands heiðraói einnig björgunarmennina meó skrautrituðum þakkar- ávörpum fyrir þessa frækilegu björgun. Björn Dúason tók saman. Heimildin S.V.F.Í, 1949.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.