Dagur - 13.08.1994, Blaðsíða 3

Dagur - 13.08.1994, Blaðsíða 3
FRETTIR Laugardagur 13. ágúst 1994-DAGUR-3 „Viljum afdráttarlausan stuðning stjórnvalda" - segir í ályktun Skipstjóra- og stýrimannafélags Norðlendinga Stjórn Skipstjóra- og stýri- mannafélags Norðlendinga sam- þykkti á fundi sínum 11. ágúst sl. að skora á stjórnvöld að lýsa nú þegar yfír fullum og ótvíræð- um stuðningi við veiðar ís- lenskra sjómanna á Svalbarða- svæðinu og í Smugunni. I ályktun stjómarinnar segir m.a.: „Þar sem komió hefur fram undanfarna daga á skýran og aug- ljósan hátt að réttur Norómanna til yfírráða á þessum svæðum er ekki fyrir hendi, þá ber íslenskum stjómvöldum skylda til að Ieita allra leiða til að tryggja framtíðar- hagsmuni íslenskra þegna á þess- um svæðum. Sem fyrsta skref í þessa átt förum við fram á afdrátt- arlausan stuðning stjómvalda nú þegar.“ Stjórnin ítrekaði ennfremur fyrri samþykkt þess efnis að ís- lenska úthafsveiðiflotanum veröi tryggð læknisþjónusta á þeim tíma sem úthafsveiði stendur yfir, hvort sem það er í Barentshafi eða út á Reykjaneshrygg. I gær gerðist það svo að norska ríkisstjómin samþykkti að veita 16 Evrópuríkjum veiðiheimildir við Svalbarða samkvæmt nýrri reglugeró, og er ísland ekki meðal þessara þjóða. Björn Tore Godal, sjávarútvegsráðherra Noregs, seg- ir að ekki séu til staðar nein rök til að veita Islendingum veiðiheim- ildir við Svalbarða og gengur hann svo langt að kalla íslensku sjómennina sjóræninga. Reglu- gerðin veitir norsku strandgæsl- unni heimild til að færa togara sem staðnir eru aó ólöglegum veióum til hafnar, afli verður gerður upptækur og í versta falli einnig skipið. Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, segir að Norömenn séu meó þessari reglugerð að koma fram refsiákvæóum því þeir gátu ekkert aðhafst og klúðruðu málinu gegn Hágangi II. íslend- ingar viðurkenna hins vegar ekki rétt Norðmanna á Svalbaróasvæð- inu og því má allt eins búast við höróum átökum, en um 400 ís- lenskir sjómenn cru nú við veiðar á svæðinu. GG Nýtt íþróttahús á Grenivík: Væntanlega I notkun í október Framkvæmdir við nýtt íþrótta- hús á Grenivík sem tengist skólabyggingunni með tengi- byggingu eru langt komnar og er aðeins eftir að ganga frá gólfi °g leggja á það sérstakan dúk. Reiknað er með að hægt verði að fara í dúklagninguna í sept- embermánuði nk. og ef það gengur eftir verður húsið tekið formlega í notkun í október- mánuði. Áætlaður byggingarkostnaður var 43 milljónir króna en hann verður kominn í 35 milljónir króna eftir að lokið verður við gólflð. Þá er að vísu eftir frágang- ur á loftræstibúnaði en þegar hann er kominn upp ætti byggingar- kostnaöur ekki að fara yfír 40 milljónir króna. Vallarstærð íþróttahússins er 16x28 metrar en utan við það er rúmlega meters breitt svæði auk áhorfendabekkja sem koma öóru megin við völlinn. Sett verða upp mörk og körfur við völlinn en einnig er til eitthvaó af öðrum íþróttaáhöldum, þó af skornum skammti. Iþróttakennsla við grunnskól- ann hefur farió fram í sal í kjallara skólabyggingarinnar svo fullyröa má að nýja íþróttahúsið muni valda byltingu í íþróttakennslu og íþróttaiðkun í Grýtubakkahreppi. Búningsklefar fyrir íþróttahús- ið og sundlaug, sem stendur norð- an þess, verður enn um sinn í kjallara skólahússins en það er framtíðarverkefni aó byggja sam- eiginlega búningsklefa fyrir íþróttahúsið og sundlaugina. GG Nýja íþróttahúsið á Grenivík, sem á myndinni er hægra megin við skólahúsið, vcrður mikil lyftistöng ailri íþrótta- iðkun í Grýtubakkahrcppi. LEIKURINN u& 011 A» v/cumel cR'' ALLIR FA GLAS! Þátttakan í Mjólkurbikarleiknum hefur verið svo gífurleg að við höfum orðið uppiskroppa með verðlaunabikara! En það er aðeins tímabundið ástand því búið er að panta aukasendingu af giösum sem tryggir að allir sem skila inn útfylltum þátttökuseðli fyrir 26. ágúst fá örugglega sinn verðlaunagrip. Þessi metþátttaka skýrist m.a. af því að það er ekki bara unga fólkið um allt land sem skellir sér í leikinn, heldur afar og ömmur, pabbar og mömmur ásamt frændum og frænkum á öllum aldri. Það eru bókstaflega allir með! Þangað til glösin komast í hendur réttra eigenda verðum við að treysta á þolinmæði þátttakenda sem munu að sjálfsögðu fá sérstaka inneignarkvittun fyrir hvern útfylltan þátttökuseðil sem skilað er inn. ALLIR sem skila inn útfylltum þótttökuseðli fyrir 26. ögúst fö sitt glas! Við þökkum fröbcerar móttökur! Það verður að sjálfsögðu auglýst rœkilega þegar glösin koma til landsins svo ekkifarifram hjá neinuml ISLENSKUR MJOLKURIÐNAÐUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.