Dagur - 13.08.1994, Blaðsíða 15

Dagur - 13.08.1994, Blaðsíða 15
UTAN LAN DSTEINANNA Laugardagur 13. ágúst 1994 - DAGUR - 15 UMSJÓN: SÆVAR HREIÐARSSON Jack Nicholson er ekki eins hug- rakkur og margir halda. Ofsa- hræðsla í myrkri Hörkutólið Jack Nicholson hefur viðurkennt að hann sé ekki eins hugrakkur og þær hetjur sem hann túlkar á hvíta tjaldinu. Að eigin sögn er hann lafhræddur í myrkri og skammast sín ekkert fyrir að viðurkenna það. Fólk telur mig vera karlmennskuna uppmálaða en í sannleika sagt þarf ekki mikið til að hræða mig. Eg er skíthræddur við myrkur. Ég hef ávallt kveikt ljós þegar ég fer að sofa vegna þess að mér finnst alltaf eitthvað leynast í myrkrinu, segir þessi skemmtilegi leikari. Nýr kóngur á leiðmni? Mikið hefur verið rætt og ritaö unt hjónakornin Michael Jackson og Lisa Marie Presley-Jackson að undanfömu enda ekki á hverjum degi sem tvær af umtöluðustu fjölskyldum tónlistarheimsins sameinast. Sögur hafa verið á kreiki að Lisa sé komin tvo mán- uði á leið og nú er helsta um- ræðuefnið hvernig afkvæmið komi til með að líta út. Tölvusér- fræðingar hafa verið fengnir til þess að setja saman mynd af hugsanlegum syni parsins sem ætti þá að hafa ýmis einkenni frá báðum fjölskyldum. Það vafðist þó heldur fyrir sérfræðingunum að átta sig á því hvaða útlitsein- kenni drengurinn gæti erft frá pabbanum enda ófáar lýtaað- gerðimar sem hann hefur gengist undir. En eitt eru þó allir sér- fræðingar sammála um, að drengurinn mun erfa gífurlega tónlistarhæfileika. Svona tclja sérfræðingar að ófæddur sonur Jackson-Prcsley muni líta út. Verðskuldaður Óskar Leikkona á lóðaríi Ellen Barkin fær það sem hún sæk- ist eftir. Borgarbíó hefur haft til sýn- inga myndina Philadelp- hia með Tom Hanks og Denzel Washington í aðalhlut- verkum. Grínistinn Tom Hanks kom mjög á óvart með frábærum leik í myndinni og hlaut Óskar- inn að launum. Hann þótti túlka eyðnismitaðan homma af ein- stæðri snilld og ekki þótti frammistaða hans síðri þegar hann veitti Óskarnum viðtöku. Með tárin í augunum nefndi hann gamlan skólafélaga, John Gilkerson og fyrrum leiklistar- kennara sinn, Rawley Fams- worth, sem tvo af bestu samkyn- hneigðu Bandaríkjamönnum sem hann hafði átt samskipti við. En honum láðist að nefna að hann hafði engin samskipti haft við þessa menn eftir að upp komst að þeir væm með eyðni. Gamli skólafélaginn hafói oft reynt að ná sambandi við Hanks en án nokkurs árangurs og það var ekki fyrr en hann var látinn að leikarinn varð svona stoltur af sambandi þeirra. Leikkonan Ellen Barkin hefur fallið fyrir mótleikara sínum í myndinni Wild Bill, sem væntanleg er á næstunni. David Arquette, sem er bróóir Rosanne og Patriciu Arquette, hef- ur ekki fengió stundlegan frió síóan aó ljóskan féll fyrir honum og ekki haft undan aó taka vió blómum og símhringingum. Tom Hanks þótti sýna afbragðs leik þegar hann tók við Óskarnum. Janct Jackson var tlutt í ilýti á sjúkrahús. Magaverkir í Hollywood 5júkrabílar í Hollywood hafa haft nóg að gera að undanförnu þar sem óvenju margar stjömur hafa hnigið niður að undan- fömu. Söngkonunni Janet Jackson hafði liðið hálf illa í nokkra daga þegar hún hneig skyndilega niður með mikinn magaverk. Aug- ljóst var að væn klósettferð var ekki nóg og var því kallað á sjúkrabíl og hún flutt í flýti á sjúkrahús. Læknar komust að því að hún hafði fengið gallstcinakast sem hcfði auðveldlega getað orðið henni að bana. Eins og það væri ekki nóg þá féll grínleikarinn og gæludýra- spæjarinn Jim Carrey einnig saman af sömu ástæðu þegar tökur stóðu yt'ir á myndinni Dumb and Dumber. Meðleikari hans, Jeff Daniels, hélt að þetta væru bara cinhver fíflalæti þar til að síðasta máltíð skil- aði sér upp úr félaga hans. Bæði hafa þau náð sér eftir þessar hrakfar- ir. Klámprinsessan Hinir íhaldssömu Bretar eru ekki mjög hrifnir þessa dagana þar sem að uppáhald allra, Díana prinsessa, er notuð til þess að selja klám- blöð. Ensk útgáfa á karlablaðinu Penthouse hefur gripið til þess ráðs að nota konu sem líkist prinsessunni til þess að sitja fyrir nakin og auka þar með sölu blaðsins. Til þess að ná útlitinu sem best var fyrrum förðunar- meistari prinsessunnar fenginn til að búa eftirhermuna sem best fyrir hlutverkið. Og eins og myndirnar bera með sér er ckki annað að sjá en að honum hafi tekist furðu vel til. Utgefendur blaðsins láta óánægjuraddir sem vind um eyru þjóta og segja að ekki sé ólíklegt að Fergie prýði forsíóu blaðsins á næstunni. Svona lítur Melissa Díana Campbell út án farðans.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.